Fleiri fréttir

Eiður Smári á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti búlgörsku meisturunum Levski Sofia á Nou Camp í meistaradeildinni í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra, PSV - Liverpool er sýndur beint á Sýn og viðureign Chelsea og Werder Bremen er sýndur beint á Sýn Extra 2.

Veislan hefst í kvöld

Hin árlega veisla knattspyrnuáhugamanna hefst í kvöld þegar riðlakeppni meistaradeildarinnar hefst með látum. Sjónvarpsstöðin Sýn lætur sitt ekki eftir liggja á þeim bænum frekar en venjulega og verður með þrjár beinar útsendingar frá keppninni í kvöld. Þá verða þeir Guðni Bergs og Heimir Karls að sjálfssögðu á sínum stað og fara yfir stöðu mála í leikjum kvöldsins.

Henry verður ekki með gegn Hamburg

Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, verður ekki með liði sínu annað kvöld þegar það mætir Hamburg í mestaradeild Evrópu eftir að hafa meiðst á fæti á æfingu. Unglingurinn Theo Walcott er aftur kominn í hóp Arsenal eftir að hafa verið hvíldur og þá er reiknað með að Julio Baptista verði í hópnum. Jens Lehmann snýr einnig aftur í lið Arsenal eftir að hafa tekið út leikbann.

United vinnur Celtic

Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og Glasgow Celtic, segist hafa grunað að liðin ættu eftir að mætast í meistaradeildinni í ár þegar hann hætti að leika með enska liðinu á sínum tíma. Keane telur að United muni fara með sigur af hólmi í "Baráttunni um Bretland" annað kvöld.

Benitez mætir Koeman á ný

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, mun í kvöld reyna að forðast að tapa fyrir liði undir stjórn Ronald Koeman annað árið í röð í meistaradeildinni þegar Liverpool mætir PSV Eindhoven. Koeman stýrði liði Benfica á síðustu leiktíð þegar liðið sló Liverpool úr keppni, en viðureign PSV og Liverpool í kvöld verður sýnd beint á Sýn.

Inter Milan er með besta hóp í heimi

Jose Mourinho segir að þó vissulega verði Chelsea að teljast eitt af þeim liðum sem eru sigurstrangleg í meistaradeildinni í ár, séu að minnsta kosti tíu lið sem hafi alla burði til að vinna keppnina. Hann segir ítalska liðið Inter Milan vera með sterkasta leikmannahóp allra liða í heiminum í dag.

Nistelrooy skoraði þrennu

Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy fór hamförum og skoraði þrennu þegar Real Madrid burstaði Levante 4-1 á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þetta var fyrsti sigur Real í deildinni í ár.

Jafntefli hjá Juve í fyrsta leik

Stjörnum prýtt lið Juventus náði aðeins 1-1 jafntelfi gegn Rimini í fyrsta leik sínum í Serie-B deildinni á Ítalíu í dag. Til að gera jafnteflið enn meira niðurlægjandi var Rimini einum leikmanni færra stóran hluta leiksins.

Eiður Smári á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekk Barcelona sem tekur á móti Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni. Ronaldinho, Messi og Eto´o eru í fremstu víglínu Barca en athygli vekur að fyrirliðinn Carlos Puyol þarf að sætta sig við að hefja leik á bekknum. Leikurinn er að hefjast og er í beinni útsendingu á Sýn.

Eiður Smári í hópnum

Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Osasuna á heimavelli sínum Nou Camp í spænsku úrvalsdeildinni eftir skamma stund. Ronaldinho hefur hins vegar snúið aftur í hóp Evrópumeistaranna og því er afar ólíklegt að Eiður Smári fái tækifæri í byrjunarliðinu.

Tippaði á sigur Dana á norsku Lengjunni

Danski knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt sleit fyrir skömmu krossbönd í hné og verður frá næstu 6-8 mánuðina. Hann lék með FH í þrjú ár og var tvívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins. Í fyrra fór hann til Noregs og samdi við 1. deildarliðið Bryne, þar sem hann hefur slegið í gegn og er markahæsti leikmaður liðsins með níu mörk.

Æfir með Malmö í viku

Þórhildur Stefánsdóttir, fimmtán ára leikmaður með HK, mun síðar í mánuðinum halda til Svíþjóðar þar sem hún mun æfa með unglingaliði Malmö í eina viku en aðallið félagsins leikur í sænsku úrvalsdeildinni.

Ósáttur við að fá ekki að spila úrslitaleikinn

Jose Antonio Reyes segir að það hafi verið dropinn sem fyllti mælinn fyrir sig hjá Arsenal þegar hann fékk ekki að koma við sögu í úrslitaleik meistaradeildarinnar í vor, en Spánverjinn tjáði sig um brotthvarf sitt frá enska liðinu þegar hann var kynntur til sögu á blaðamannafundi hjá Real Madrid í dag.

Framlengir við Milan til 2011

Ítalski landsliðsmaðurinn Andrea Pirlo hjá AC Milan hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2011. Gamli samningurinn hans náði til ársins 2008, en greinilegt er að félagið vill ekki missa þennan öfluga miðjumann úr röðum sínum. Þá framlengdi Georgíumaðurinn Kakha Kaladze einnig samning sinn við Milan á dögunum og hefur hann sömuleiðis bundið sig til ársins 2011.

Auglýsingar á búningi Barcelona í fyrsta sinn

Spænska knattspyrnustórveldið Barcelona mun í fyrsta skipti í sögunni bera auglýsingar framan á búningum sínum á þriðjudagskvöldið þegar liðið mætir Levski Sofia í meistaradeildinni. Hér er þó ekki um hefðbundna auglýsingu að ræða, heldur ber liðið merki barnahjálpar sameinuðuþjóðanna. Forseti Barcelona mun á morgun undirrita sérstakan styrktarsamning við samtökin og talið er að spænska félagið muni láta um 1,5 milljónir evra af hendi rakna til styrktar þessu góða málefni.

Ferguson stakk mig í bakið

Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid segir að Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hafi stungið sig í bakið þegar hann ákvað að tefla honum ekki fram í úrslitaleik deildarbikarsins í vor.

Keisarinn er ekki bjartsýnn

Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, er ekki bjartsýnn á að liðið nái góðum árangri í Meistaradeild Evrópu í vetur. Félagið hefur misst bæði Michael Ballack og Ze Roberto en fengið Mark van Bommel, Lukas Podolski og Daniel van Buyten til liðsins í þeirra stað.

Útskrifaður af spítala

Fyrrum landsliðsmaðurinn Gianluca Pessotto hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Tórínó eftir meinta sjálfsvígstilraun hans í júní. Pessotto starfaði sem framkvæmdastjóri Juventus og slasaðist lífshættulega þegar hann stökk út um glugga í höfuðstöðvum liðsins. Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport segir að Pessotto hafi brosað út að eyrum og gert að gamni sínu þegar hann var fluttur heim á leið með sjúkrabifreið í dag.

Verður skrítið að leika gegn Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen sló rækilega í gegn í sínum fyrsta leik með Barcelona í spænsku deildinni, en hann skoraði sigurmarkið gegn Celta Vigo. Félag hans kynnir Eið rækilega til leiks á heimasíðu sinni þessa dagana. Eiður var í athyglisverðu spjalli á heimasíðunni í gær þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig það yrði fyrir hann að mæta Chelsea í Meistaradeildinni með Barcelona.

Galatasaray spilar heimaleikina á Ólympíuleikvangnum

Stuðningsmenn Liverpool munu eflaust fagna tíðindum sem bárust frá Tyrklandi í dag, þegar forráðamenn Galatasaray tilkynntu að liðið muni leika heimaleiki sína í meistaradeildinni á Ólympíuleikvangnum í Istanbul. Það var einmitt á þeim velli þar sem Liverpool tryggði sér sigurinn ótrúlega á AC Milan í úrslitum keppninnar í fyrra, en Liverpool er í riðli með Galatasaray, Bordeaux og PSV Eindhoven og mætir Galatasaray á útivelli í byrjun desember.

Senna framlengir við Villarreal

Miðjumaðurinn Marcos Senna hjá Villarreal hefur framlengt samning sinn við félagið um þrjú ár. Senna er þrítugur og fæddist í Brasilíu, en er með spænskt ríkisfang og er í landsliðshóp Spánverja. Manchester United hafði augastað á miðjumanninum knáa í sumar, en hann hefur nú ákveðið að ljúka ferlinum hjá spænska liðinu.

Chelsea gæti átt eftir að sjá eftir sölunni á Eiði Smára

Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona, segir að Chelsea eigi eftir að sjá eftir því að hafa selt Eið Smára Guðjohnsen og spáir því að ef til vill gæti Íslendingurinn knái átt eftir að reynast fyrrum félögum sínum erfiður þegar liðin mætast í meistaradeildinni enn einu sinni í næsta mánuði.

Framlengir samning sinn við Atletico Madrid

Framherjinn skæði Fernando Torres hefur samþykkt að framlengja samning sinn við Atletico Madrid um eitt ár, eða til ársins 2009. Torres er 22 ára gamall og hefur um árabil verið einn eftirsóttasti framherji Evrópu, en hann er staðráðinn í að vera áfram í herbúðum Madrídarliðsins. Torres mun undirrita nýja samninginn þegar hann snýr aftur frá Norður-Írlandi með spænska landsliðinu í vikunni.

Vilja fá Larsson til baka

Forráðamenn Barcelona vilja ólmir fá hinn sænska Henrik Larsson til baka til félagsins, þó ekki til að spila með liðinu heldur til að að gefa honum og stuðningsmönnum félagsins tækifæri til að kveðjast formlega. Larsson komst í sögubækur félagsins með innkomu sinni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð þar sem hann lagði upp bæði mörk Barca gegn Arsenal en sneri til Helsingborgar í heimalandi sínu í sumar.

Þiggur ekki laun frá Real Madrid

Zinedine Zidane, fyrrum fyrirliði franska landsliðsins og leikmaður Real Madrid, neitar að taka við launagreiðslum frá Real Madrid þótt hann eigi fullan rétt á þeim. Zidane ákvað sem kunnugt er að leggja skóna á hilluna í sumar þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum við Real og ákvað spænska félagið að verða við þeirri ósk snillingsins gegn því að hann ynni sem útsendari og sendiherra fyrir félagið á þessu keppnistímabili.

Sjá næstu 50 fréttir