Fleiri fréttir Hermann byrjar gegn Ísrael - byrjunarliðið klárt Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Ísrael í vináttulandsleik ytra annað kvöld. 16.11.2010 17:38 Mario Balotelli fær tíuna hjá ítalska landsliðinu á morgun Mario Balotelli, framherji Manchester City, fær stóra tækfærið með ítalska landsliðinu annað kvöld þegar liðið mætir Rúmeníu í vináttuleik í Klagenfurt í Austurríki. Balotelli verður í byrjunarliðinu og fær treyju númer tíu. 16.11.2010 17:15 Arnar Gunnlaugsson í Fram Arnar Gunnlaugsson hefur skrifað undir eins árs samning við Fram en þetta kemur fram á heimsíðu félagsins. 16.11.2010 16:49 Hlynur með yfirburða forystu í fráköstum í sænsku deildinni Hlynur Bæringsson hefur tekið 14 fráköst að meðaltali í leik í fyrstu fimm leikjum sínum með Sundsvall Dragons. Hann er langefstur í fráköstum í sænsku úrvalsdeildinni en Hlynur er að taka tæplega fjögur fleiri fráköst að meðaltali í leik en næsti maður. 16.11.2010 16:15 Gleymdist markið hans Gylfa? - FIFA velur mark ársins Það eru tíu glæsimörk sem koma til greina sem mark ársins hjá FIFA. Sigurvegarinn hlýtur Puskás-verðlaunin sem eru veitt til heiðurs Ungverjarnum snjalla Ferenc Puskás sem skoraði mörg stórkostleg mörk á sínum frábæra ferli. 16.11.2010 15:45 Tvíburar verða lukkudýr EM 2012 Það er farið að styttast í næsta Evrópumót í fótboltanum sem fram fer í Póllandi og Úkraínu sumarið 2012. Undankeppnin er komin á fullt og nú hafa mótshaldarar frumsýnt lukkudýr keppninnar. 16.11.2010 15:15 Ginola stefnir á atvinnumennsku í golfi „Ég er kylfingur, en ekki kvikmyndastjarna," segir Frakkinn David Ginola sem á árum áður var í fremstu röð í ensku knattspyrnunni með Newcastle, Tottenham og Aston Villa. Ginola, sem er 43 ára gamall, gerir lítið annað en að leika golf en hann hefur sett sér það markmið að komast í gegnum úrtökumót fyrir atvinnumótaröð 50 ára og eldri á Evrópumótaröðinni. 16.11.2010 14:45 Haukur og félagar á góðu skriði - myndband Haukur Helgi Pálsson og félagar í Maryland hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu en Haukur er að stíga sín fyrstu spor með þessum virta körfuboltaskóla. Haukur spilaði í 16 mínútur í síðasta leik þegar Maryland vann öruggan 89-59 sigur á Maine-skólanum. 16.11.2010 14:15 Risaslagur í þýska handboltanum í kvöld - í beinni á Stöð 2 Sport Það verður alvöru toppslagur í þýska handboltanum í kvöld þegar HSV Hamburg tekur á móti Alfreði Gíslasyni og lærisveinum hans í THW Kiel. Liðin enduðu í tveimur efstu sætunum í fyrra og sitja nú jöfn að stigum í tveimur efstu sætum þýsku deildarinnar í dag. 16.11.2010 13:45 Andy Carroll verður í byrjunarliðinu á móti Frökkum Andy Carroll, framherji Newcastle og Jordan Henderson, miðjumaður Sunderland, verða báðir í byrjunarliði enska landsliðsins á móti Frökkum en liðin mætast á Wembley á morgun. 16.11.2010 13:15 Wenger er viss um að Pires standi sig hjá Aston Villa Fréttir frá Frakkalandi herma að Robert Pires sér að fara að skrifa undir sex mánaða samning við Aston Villa í lok vikunnar en þessi fyrrum franski landsliðsmaður hefur verið án félags síðan að hann yfirgaf Villarreal eftir síðasta tímabil. 16.11.2010 12:45 Houllier ætlar ekki að reyna að fá Michael Owen í janúar Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, ætlar sér að styrkja leikmannahópinn sinn í janúarglugganum en hefur þó engin áform um að reyna að fá Michael Owen frá Manchester United. 16.11.2010 12:15 Flottustu tilþrif NBA-deildarinnar í nótt - myndband Það fóru fram sjö leikir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og á heimasíðu NBA-deildarinnar má að venju finna skemmtileg myndbönd frá leikjunum næturinnar. 16.11.2010 11:45 Skallamarkið hans Kolbeins á móti Ajax - myndband Kolbeinn Sigþórsson innsiglaði 2-0 sigur AZ Alkmaar á móti Ajax í hollensku úrvalsdeildinni um helgina með fallegu skallamarki á 77 mínútu eða fimm mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. 16.11.2010 11:15 Malouda: Stór stund að fá að spila við enska landsliðið á Wembley Chelsea-maðurinn Florent Malouda verður í sviðsljósinu með franska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir því enska á Wembley. Malouda segir sig og félaga sína í landsliðinu ákveðna í að sýna hvað liðið hefur bætt sig mikið frá hörmungunum á HM í Suður Afríku í sumar. 16.11.2010 10:45 John W Henry: Engin stórkaup hjá Liverpool fyrr en í sumar John W Henry, eigandi Liverpool, hefur varað stuðningsmenn félagsins við því að það verða engar skyndilausnir gerðar í leikmannamálum Liverpool í janúar. Stuðningsmenn Liverpool verði því líklega að bíða þangað til í sumar til að sjá New England Sports Ventures gera einhverjar stórtækar breytingar á leikmannahópnum. 16.11.2010 10:15 John Terry óttast það að vera lengi frá John Terry, fyrirliði Chelsea, er meiddur og segist óttast það að vera frá í marga mánuði vegna þeirra. Hann missti af tapi Chelsea á móti Sunderland um helgina og verður ekki með enska landsliðinu á móti Frökkum á morgun. 16.11.2010 09:45 Vettel og Schumacher í beinni útsendingu í meistarakeppni ökumanna á Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport hefur náð samningum um að sýna beint frá meistarakeppni ökumanna sem fer fram á leikvangi Fortuna Dusseldorf í Þýskalandi helgina 27. og 28. nóvember. Meðal keppenda verður nýbakaður heimsmeistari í Formúlu 1, Sebastian Vettel og félagi hans Michael Schumacher. 16.11.2010 09:36 Glazer-fjölskyldan ætlar að greiða niður 220 milljón punda lán Amerísku eigendur Manchester United hafa fundið pening til þess að greiða niður 220 milljón punda lán sem liggur á félaginu og minnka þar með skuldahalann. Peningarnir koma úr þeirra eigin vasa. 16.11.2010 09:15 Vettel merkilegur og svalur persónuleiki Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel sé vel að Formúlu 1 titli ökumanna kominn, en hann nældi í hann í lokamótinu í Abu Dhabi á sunnudaginn. Red Bull landaði bæði titli bílasmiða og ökumanna á þessu keppnistímabili. 16.11.2010 09:11 NBA: Dallas fyrsta liðið til að vinna New Orleans Sigurganga New Orleans Hornets í NBA-deildinni í körfubolta endaði í nótt þegar liðið tapaði 98-95 í Dallas en Chris Paul og félagar höfðu unnið átta fyrstu leiki sína á tímabilinu. 16.11.2010 09:00 ÍR og Víkingur í fjórðungsúrslitin ÍR og Víkingur eru komin áfram í 8-liða úrslit Eimskipsbikarkeppni karla eftir sigur í sínum leikjum í kvöld. 15.11.2010 23:45 Poulsen verður áfram hjá Liverpool Umboðsmaður Danans Christian Poulsen segir að leikmaðurinn verði áfram í herbúðum Liverpool þrátt fyrir erfiðleika í upphafi tímabilsins. 15.11.2010 23:30 Sneijder: Benitez verður ekki rekinn Wesley Sneijder, leikmaður Evrópumeistara Inter á Italíu, hefur ekki trú á því að Rafael Benitez knattspyrnustjóri verði rekinn frá félaginu. 15.11.2010 23:00 Henry: Rangt að kenna Hodgson um John Henry, eigandi Liverpool, segir það einfaldlega rangt að kenna Roy Hodgson knattspyrnustjóra um ófarir Liverpool í haust. 15.11.2010 22:31 Gylfi Þór ekki heldur með Enn heldur áfram að kvarnast úr leikmannahópi íslenska landsliðsins sem mætir Ísrael ytra í vináttulandsleik á miðvikudagskvöld. 15.11.2010 22:05 KR skoraði 143 stig fyrir vestan - Grindavík vann Stjörnuna Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. KR fór mikinn á Ísafirði og skoraði 143 stig gegn KFÍ og þá vann Grindavík góðan heimasigur á Stjörnunni. Þá unnu Fjölnismenn góðan sigur í Njarðvík, 97-73. 15.11.2010 21:04 Akureyri áfram í bikarnum Akureyri er komið áfram í 8-liða úrslit Eimskipsbikarkeppni karla eftir tíu marka sigur á Aftureldingu í kvöld. 15.11.2010 20:39 Afellay á leið til Barcelona Svo virðist sem að Hollendingurinn Ibrahim Afellay sé á leið til Spánarmeistara Barcelona nú í janúar næstkomandi. 15.11.2010 20:30 Fúsi sló í gegn hjá Emsdetten - myndband Sigfús Sigurðsson var aðalmaðurinn þegar að Emsdetten vann óvæntan en góðan sigur á toppliði Minden í þýsku B-deildinni í handbolta um helgina. 15.11.2010 19:45 Áfall fyrir Tottenham - Huddlestone frá í þrjá mánuði Tottenham varð fyrir áfalli í dag er fréttir bárust af því Tom Huddlestone verði frá næstu þrjá mánuðina vegna ökklameiðsla. 15.11.2010 19:00 Carroll æfði ekki í dag Andy Carroll gat ekki tekið þátt í æfingu enska landsliðsins í dag og óvíst hvort hann geti spilað með liðinu í vináttulandsleiknum gegn Frökkum á miðvikudagskvöldið. 15.11.2010 18:21 Ég varð að sanna mig fyrir Stevie G og Rio Jay Bothroyd, leikmaður Cardiff City, var ánægður eftir fyrstu æfingu sína með enska landsliðinu í dag en Fabio Capello valdi hann óvænt í landsliðshóp sinn á móti Frökkum á miðvikudaginn. Bothroyd sem er 28 ára gamall hefur skorað 13 mörk í 14 leikjum í ensku b-deildinni á þessu tímabili. 15.11.2010 17:30 Jón Arnór með svakalegan þrist á úrslitastundu - myndband Jón Arnór Stefánsson átti mjög góðan leik með CG Granada um helgina þegar liðið vann 73-72 sigur á Cajasol í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Jón Arnór var með 15 stig, 4 stoðsendingar og 3 fráköst á aðeins 23 mínútum í þessum mikilvæga sigri. 15.11.2010 16:45 Brynjar Gauti til ÍBV Eyjamenn hafa styrkt leikmannahóp sinn fyrir átök næsta sumars í Pepsi-deild karla en Brynjar Gauti Guðjónsson samdi við liðið í dag. 15.11.2010 16:00 Bruce dreymir um að kaupa lánsmennina Onuoha og Welbeck Steve Bruce, stjóri Sunderland, vonast til þess að geta haldið lánsmönnunum Nedum Onuoha og Danny Welbeck sem eru í láni frá Manchester-liðunum, Onuoha frá City og Welbeck frá United. 15.11.2010 15:45 Magnús á leiðinni heim til að spila með Njarðvík Magnús Þór Gunnarsson er á leiðinni heim og ætlar að spila með Njarðvík í Iceland Express deild karla. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkufrétta en á karfan.is er talið líklegt að Magnús verði með Njarðvík á móti Keflavík þegar liðin mætast næsta mánudag. 15.11.2010 15:30 Ítalskur ráðherra vill afsögn forstjóra Ferrari vegna mistaka í Formúlu 1 Ítalskur ráðherra, Roberto Calderoli vill að Luca Montezemolo segi af sér sem forstjóri Ferrari, eftir að Ferrari mistókst að krækja í titl ökumanna í Abu Dhabi Formúlu 1 mótinu í gær. 15.11.2010 15:19 Ancelotti kallar allt Chelsea-liðið á fund á fimmtudaginn Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var skiljanlega allt annað en sáttur með vandræðalegan 0-3 skell liðsins á heimavelli á móti Sunderland um helgina. Ancelotti þarf þó að bíða þar til á fimmtudaginn til að fara yfir málin með sínum leikmönnum því stór hluti liðsins er farinn í landsliðsverkefni. 15.11.2010 15:15 Steve Nash eignaðist barn og tilkynnti um skilnað á sama deginum Steve Nash og kona hans Alejandra Nash eignuðust sitt annað barn um helgina en það kom flatt upp á marga að um leið tilkynnti þessi snjalli leikstjórnandi Phoenix Suns að hjónin væru að skilja eftir fimm ára hjónbarn. 15.11.2010 14:15 Gylfi orðaður við Manchester United Gylfi Sigurðsson gæti verið á leiðinni á Old Trafford ef marga má nýjustu fréttir í enskum miðlum. Gylfi hefur slegið í gegn hjá þýska liðinu Hoffenheim og það er vitað af áhuga margra stórra félaga á íslenska landsliðsmanninum sem er nú með landsliðinu á leið til Ísrael. 15.11.2010 13:45 Blanc segir Frakka ekki eiga neina frábæra leikmenn í dag Laurent Blanc, þjálfari franska landsliðsins, segir landsliðið sitt ekki hafa neina heimsklassa leikmenn en framundan er vináttulandsleikur á móti Englandi á miðvikudaginn. 15.11.2010 13:15 Wenger: Ég vil að Bendtner verði áfram hjá Arsenal Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur fullvissað Danann Nicklas Bendtner um að sóknarmaðurinn sé inn í framtíðarplönum sínum. Bendtner hefur ekki fengið mörg tækifæri með Arsenal síðan að hann snéri aftur úr meiðslum. 15.11.2010 12:45 Hodgson heyrði vel sönginn um Dalglish úr stúkunni Roy Hodgson, stjóri Liverpool, ætlar að halda áfram að gera sitt besta í sínu starfi en segist muni sætta sig við það ákveði forráðamenn félagsins að kalla á nýjan mann í stjórastólinn. 15.11.2010 11:45 Öll mörk helgarinnar á visir.is, myndbönd Þrettánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram um helgina. Tveir leikir fóru fram í gær og vakti 3:0 sigur Sunderland á útivelli gegn Englandsmeisturum Chelsea hvað mesta athygli. Samantekt úr 13. umferð má finna visir.is ásamt ýmsu öðru myndefni. Má þar nefna bestu tilþrifin hjá markvörðum, fimm bestu mörkin og lið umferðarinnar. 15.11.2010 11:30 Sjá næstu 50 fréttir
Hermann byrjar gegn Ísrael - byrjunarliðið klárt Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Ísrael í vináttulandsleik ytra annað kvöld. 16.11.2010 17:38
Mario Balotelli fær tíuna hjá ítalska landsliðinu á morgun Mario Balotelli, framherji Manchester City, fær stóra tækfærið með ítalska landsliðinu annað kvöld þegar liðið mætir Rúmeníu í vináttuleik í Klagenfurt í Austurríki. Balotelli verður í byrjunarliðinu og fær treyju númer tíu. 16.11.2010 17:15
Arnar Gunnlaugsson í Fram Arnar Gunnlaugsson hefur skrifað undir eins árs samning við Fram en þetta kemur fram á heimsíðu félagsins. 16.11.2010 16:49
Hlynur með yfirburða forystu í fráköstum í sænsku deildinni Hlynur Bæringsson hefur tekið 14 fráköst að meðaltali í leik í fyrstu fimm leikjum sínum með Sundsvall Dragons. Hann er langefstur í fráköstum í sænsku úrvalsdeildinni en Hlynur er að taka tæplega fjögur fleiri fráköst að meðaltali í leik en næsti maður. 16.11.2010 16:15
Gleymdist markið hans Gylfa? - FIFA velur mark ársins Það eru tíu glæsimörk sem koma til greina sem mark ársins hjá FIFA. Sigurvegarinn hlýtur Puskás-verðlaunin sem eru veitt til heiðurs Ungverjarnum snjalla Ferenc Puskás sem skoraði mörg stórkostleg mörk á sínum frábæra ferli. 16.11.2010 15:45
Tvíburar verða lukkudýr EM 2012 Það er farið að styttast í næsta Evrópumót í fótboltanum sem fram fer í Póllandi og Úkraínu sumarið 2012. Undankeppnin er komin á fullt og nú hafa mótshaldarar frumsýnt lukkudýr keppninnar. 16.11.2010 15:15
Ginola stefnir á atvinnumennsku í golfi „Ég er kylfingur, en ekki kvikmyndastjarna," segir Frakkinn David Ginola sem á árum áður var í fremstu röð í ensku knattspyrnunni með Newcastle, Tottenham og Aston Villa. Ginola, sem er 43 ára gamall, gerir lítið annað en að leika golf en hann hefur sett sér það markmið að komast í gegnum úrtökumót fyrir atvinnumótaröð 50 ára og eldri á Evrópumótaröðinni. 16.11.2010 14:45
Haukur og félagar á góðu skriði - myndband Haukur Helgi Pálsson og félagar í Maryland hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu en Haukur er að stíga sín fyrstu spor með þessum virta körfuboltaskóla. Haukur spilaði í 16 mínútur í síðasta leik þegar Maryland vann öruggan 89-59 sigur á Maine-skólanum. 16.11.2010 14:15
Risaslagur í þýska handboltanum í kvöld - í beinni á Stöð 2 Sport Það verður alvöru toppslagur í þýska handboltanum í kvöld þegar HSV Hamburg tekur á móti Alfreði Gíslasyni og lærisveinum hans í THW Kiel. Liðin enduðu í tveimur efstu sætunum í fyrra og sitja nú jöfn að stigum í tveimur efstu sætum þýsku deildarinnar í dag. 16.11.2010 13:45
Andy Carroll verður í byrjunarliðinu á móti Frökkum Andy Carroll, framherji Newcastle og Jordan Henderson, miðjumaður Sunderland, verða báðir í byrjunarliði enska landsliðsins á móti Frökkum en liðin mætast á Wembley á morgun. 16.11.2010 13:15
Wenger er viss um að Pires standi sig hjá Aston Villa Fréttir frá Frakkalandi herma að Robert Pires sér að fara að skrifa undir sex mánaða samning við Aston Villa í lok vikunnar en þessi fyrrum franski landsliðsmaður hefur verið án félags síðan að hann yfirgaf Villarreal eftir síðasta tímabil. 16.11.2010 12:45
Houllier ætlar ekki að reyna að fá Michael Owen í janúar Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, ætlar sér að styrkja leikmannahópinn sinn í janúarglugganum en hefur þó engin áform um að reyna að fá Michael Owen frá Manchester United. 16.11.2010 12:15
Flottustu tilþrif NBA-deildarinnar í nótt - myndband Það fóru fram sjö leikir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og á heimasíðu NBA-deildarinnar má að venju finna skemmtileg myndbönd frá leikjunum næturinnar. 16.11.2010 11:45
Skallamarkið hans Kolbeins á móti Ajax - myndband Kolbeinn Sigþórsson innsiglaði 2-0 sigur AZ Alkmaar á móti Ajax í hollensku úrvalsdeildinni um helgina með fallegu skallamarki á 77 mínútu eða fimm mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. 16.11.2010 11:15
Malouda: Stór stund að fá að spila við enska landsliðið á Wembley Chelsea-maðurinn Florent Malouda verður í sviðsljósinu með franska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir því enska á Wembley. Malouda segir sig og félaga sína í landsliðinu ákveðna í að sýna hvað liðið hefur bætt sig mikið frá hörmungunum á HM í Suður Afríku í sumar. 16.11.2010 10:45
John W Henry: Engin stórkaup hjá Liverpool fyrr en í sumar John W Henry, eigandi Liverpool, hefur varað stuðningsmenn félagsins við því að það verða engar skyndilausnir gerðar í leikmannamálum Liverpool í janúar. Stuðningsmenn Liverpool verði því líklega að bíða þangað til í sumar til að sjá New England Sports Ventures gera einhverjar stórtækar breytingar á leikmannahópnum. 16.11.2010 10:15
John Terry óttast það að vera lengi frá John Terry, fyrirliði Chelsea, er meiddur og segist óttast það að vera frá í marga mánuði vegna þeirra. Hann missti af tapi Chelsea á móti Sunderland um helgina og verður ekki með enska landsliðinu á móti Frökkum á morgun. 16.11.2010 09:45
Vettel og Schumacher í beinni útsendingu í meistarakeppni ökumanna á Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport hefur náð samningum um að sýna beint frá meistarakeppni ökumanna sem fer fram á leikvangi Fortuna Dusseldorf í Þýskalandi helgina 27. og 28. nóvember. Meðal keppenda verður nýbakaður heimsmeistari í Formúlu 1, Sebastian Vettel og félagi hans Michael Schumacher. 16.11.2010 09:36
Glazer-fjölskyldan ætlar að greiða niður 220 milljón punda lán Amerísku eigendur Manchester United hafa fundið pening til þess að greiða niður 220 milljón punda lán sem liggur á félaginu og minnka þar með skuldahalann. Peningarnir koma úr þeirra eigin vasa. 16.11.2010 09:15
Vettel merkilegur og svalur persónuleiki Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel sé vel að Formúlu 1 titli ökumanna kominn, en hann nældi í hann í lokamótinu í Abu Dhabi á sunnudaginn. Red Bull landaði bæði titli bílasmiða og ökumanna á þessu keppnistímabili. 16.11.2010 09:11
NBA: Dallas fyrsta liðið til að vinna New Orleans Sigurganga New Orleans Hornets í NBA-deildinni í körfubolta endaði í nótt þegar liðið tapaði 98-95 í Dallas en Chris Paul og félagar höfðu unnið átta fyrstu leiki sína á tímabilinu. 16.11.2010 09:00
ÍR og Víkingur í fjórðungsúrslitin ÍR og Víkingur eru komin áfram í 8-liða úrslit Eimskipsbikarkeppni karla eftir sigur í sínum leikjum í kvöld. 15.11.2010 23:45
Poulsen verður áfram hjá Liverpool Umboðsmaður Danans Christian Poulsen segir að leikmaðurinn verði áfram í herbúðum Liverpool þrátt fyrir erfiðleika í upphafi tímabilsins. 15.11.2010 23:30
Sneijder: Benitez verður ekki rekinn Wesley Sneijder, leikmaður Evrópumeistara Inter á Italíu, hefur ekki trú á því að Rafael Benitez knattspyrnustjóri verði rekinn frá félaginu. 15.11.2010 23:00
Henry: Rangt að kenna Hodgson um John Henry, eigandi Liverpool, segir það einfaldlega rangt að kenna Roy Hodgson knattspyrnustjóra um ófarir Liverpool í haust. 15.11.2010 22:31
Gylfi Þór ekki heldur með Enn heldur áfram að kvarnast úr leikmannahópi íslenska landsliðsins sem mætir Ísrael ytra í vináttulandsleik á miðvikudagskvöld. 15.11.2010 22:05
KR skoraði 143 stig fyrir vestan - Grindavík vann Stjörnuna Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. KR fór mikinn á Ísafirði og skoraði 143 stig gegn KFÍ og þá vann Grindavík góðan heimasigur á Stjörnunni. Þá unnu Fjölnismenn góðan sigur í Njarðvík, 97-73. 15.11.2010 21:04
Akureyri áfram í bikarnum Akureyri er komið áfram í 8-liða úrslit Eimskipsbikarkeppni karla eftir tíu marka sigur á Aftureldingu í kvöld. 15.11.2010 20:39
Afellay á leið til Barcelona Svo virðist sem að Hollendingurinn Ibrahim Afellay sé á leið til Spánarmeistara Barcelona nú í janúar næstkomandi. 15.11.2010 20:30
Fúsi sló í gegn hjá Emsdetten - myndband Sigfús Sigurðsson var aðalmaðurinn þegar að Emsdetten vann óvæntan en góðan sigur á toppliði Minden í þýsku B-deildinni í handbolta um helgina. 15.11.2010 19:45
Áfall fyrir Tottenham - Huddlestone frá í þrjá mánuði Tottenham varð fyrir áfalli í dag er fréttir bárust af því Tom Huddlestone verði frá næstu þrjá mánuðina vegna ökklameiðsla. 15.11.2010 19:00
Carroll æfði ekki í dag Andy Carroll gat ekki tekið þátt í æfingu enska landsliðsins í dag og óvíst hvort hann geti spilað með liðinu í vináttulandsleiknum gegn Frökkum á miðvikudagskvöldið. 15.11.2010 18:21
Ég varð að sanna mig fyrir Stevie G og Rio Jay Bothroyd, leikmaður Cardiff City, var ánægður eftir fyrstu æfingu sína með enska landsliðinu í dag en Fabio Capello valdi hann óvænt í landsliðshóp sinn á móti Frökkum á miðvikudaginn. Bothroyd sem er 28 ára gamall hefur skorað 13 mörk í 14 leikjum í ensku b-deildinni á þessu tímabili. 15.11.2010 17:30
Jón Arnór með svakalegan þrist á úrslitastundu - myndband Jón Arnór Stefánsson átti mjög góðan leik með CG Granada um helgina þegar liðið vann 73-72 sigur á Cajasol í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Jón Arnór var með 15 stig, 4 stoðsendingar og 3 fráköst á aðeins 23 mínútum í þessum mikilvæga sigri. 15.11.2010 16:45
Brynjar Gauti til ÍBV Eyjamenn hafa styrkt leikmannahóp sinn fyrir átök næsta sumars í Pepsi-deild karla en Brynjar Gauti Guðjónsson samdi við liðið í dag. 15.11.2010 16:00
Bruce dreymir um að kaupa lánsmennina Onuoha og Welbeck Steve Bruce, stjóri Sunderland, vonast til þess að geta haldið lánsmönnunum Nedum Onuoha og Danny Welbeck sem eru í láni frá Manchester-liðunum, Onuoha frá City og Welbeck frá United. 15.11.2010 15:45
Magnús á leiðinni heim til að spila með Njarðvík Magnús Þór Gunnarsson er á leiðinni heim og ætlar að spila með Njarðvík í Iceland Express deild karla. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkufrétta en á karfan.is er talið líklegt að Magnús verði með Njarðvík á móti Keflavík þegar liðin mætast næsta mánudag. 15.11.2010 15:30
Ítalskur ráðherra vill afsögn forstjóra Ferrari vegna mistaka í Formúlu 1 Ítalskur ráðherra, Roberto Calderoli vill að Luca Montezemolo segi af sér sem forstjóri Ferrari, eftir að Ferrari mistókst að krækja í titl ökumanna í Abu Dhabi Formúlu 1 mótinu í gær. 15.11.2010 15:19
Ancelotti kallar allt Chelsea-liðið á fund á fimmtudaginn Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var skiljanlega allt annað en sáttur með vandræðalegan 0-3 skell liðsins á heimavelli á móti Sunderland um helgina. Ancelotti þarf þó að bíða þar til á fimmtudaginn til að fara yfir málin með sínum leikmönnum því stór hluti liðsins er farinn í landsliðsverkefni. 15.11.2010 15:15
Steve Nash eignaðist barn og tilkynnti um skilnað á sama deginum Steve Nash og kona hans Alejandra Nash eignuðust sitt annað barn um helgina en það kom flatt upp á marga að um leið tilkynnti þessi snjalli leikstjórnandi Phoenix Suns að hjónin væru að skilja eftir fimm ára hjónbarn. 15.11.2010 14:15
Gylfi orðaður við Manchester United Gylfi Sigurðsson gæti verið á leiðinni á Old Trafford ef marga má nýjustu fréttir í enskum miðlum. Gylfi hefur slegið í gegn hjá þýska liðinu Hoffenheim og það er vitað af áhuga margra stórra félaga á íslenska landsliðsmanninum sem er nú með landsliðinu á leið til Ísrael. 15.11.2010 13:45
Blanc segir Frakka ekki eiga neina frábæra leikmenn í dag Laurent Blanc, þjálfari franska landsliðsins, segir landsliðið sitt ekki hafa neina heimsklassa leikmenn en framundan er vináttulandsleikur á móti Englandi á miðvikudaginn. 15.11.2010 13:15
Wenger: Ég vil að Bendtner verði áfram hjá Arsenal Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur fullvissað Danann Nicklas Bendtner um að sóknarmaðurinn sé inn í framtíðarplönum sínum. Bendtner hefur ekki fengið mörg tækifæri með Arsenal síðan að hann snéri aftur úr meiðslum. 15.11.2010 12:45
Hodgson heyrði vel sönginn um Dalglish úr stúkunni Roy Hodgson, stjóri Liverpool, ætlar að halda áfram að gera sitt besta í sínu starfi en segist muni sætta sig við það ákveði forráðamenn félagsins að kalla á nýjan mann í stjórastólinn. 15.11.2010 11:45
Öll mörk helgarinnar á visir.is, myndbönd Þrettánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram um helgina. Tveir leikir fóru fram í gær og vakti 3:0 sigur Sunderland á útivelli gegn Englandsmeisturum Chelsea hvað mesta athygli. Samantekt úr 13. umferð má finna visir.is ásamt ýmsu öðru myndefni. Má þar nefna bestu tilþrifin hjá markvörðum, fimm bestu mörkin og lið umferðarinnar. 15.11.2010 11:30