Fleiri fréttir

Annað stórt tap gegn Rúmenum

Íslenska kvennalandsliðið tapaði í dag 33-23 fyrir Rúmenum í síðari leik liðanna í umspili um sæti á EM. Berglind Íris Hansdóttir markvörður var maður leiksins hjá íslenska liðnu en hún varði 25 skot.

Porter tekur við Phoenix Suns

Terry Porter verður næsti þjálfari Phoenix Suns í NBA deildinni. ESPN greindi frá þessu í kvöld. Porter var aðalþjálfari Milwaukee Bucks á árunum 2003-05 en hefur verið aðstoðarþjálfari Detroit síðan.

Hamilton á ráspól eftir frábæran lokahring

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton verður á ráspól í Montreal kappakstrinum í Formúlu 1 annað árið í röð, eftir að hann skilaði frábærum lokahring í tímatökunum í dag.

Tékkar lögðu Svisslendinga í opnunarleiknum

Tékkar unnu verðskuldaðan 1-0 sigur á heimamönnum Svisslendingum í opnunarleik EM í knattspyrnu í dag. Það var varamaðurinn Vaclav Sverkos sem skoraði sigurmark Tékka á 70. mínútu, en hann var þarna að spila sinn þriðja landsleik.

Eiður kysi West Ham frekar en Newcastle

Bresku blöðin eru nú dugleg að orða Eið Smára Guðjohnsen við félög í ensku úrvalsdeildinni. Guardian vitnar þannig í útvarpsviðtal við Eið Smára þar sem hann mun hafa sagt að hann vildi frekar fara til West Ham en til Newcastle.

Valur og KR enn með fullt hús

Valur og KR eru sem fyrr á toppi Landsbankadeildar kvenna eftir leiki dagsins, en bæði lið unnu leiki sína í dag. Valur valtaði yfir Keflavík suður með sjó 9-1 og KR lagði Stjörnuna 2-0 í vesturbænum.

Rosberg fljótastur á lokaæfingu

Williams-ökumaðurinn Nico Rosberg náði bestum tíma allra á lokaæfingunni fyrir tímatökur fyrir Montreal kappaksturinn í Kanda í dag. Rosberg var hársbreidd á undan heimsmeistaranum Kimi Raikkönen hjá Ferrari. Næstir komu þeir Lewis Hamilton á McLaren og Felipe Massa hjá Ferrari.

Alves á leið til Barcelona

Brasilíski bakvörðurinn Daniel Alves hjá Sevilla staðfesti í útvarpsviðtali á Spáni að hann væri á leið til Barcelona í sumar. Alves er almennt álitinn einn besti sóknarbakvörður heimsins í dag.

McClaren hefur áhuga á Blackburn

Knattspyrnustjórinn Steve McClaren segist hafa áhuga á því að taka við liði Blackburn í ensku úrvalsdeildinni, en þar vantar mann eftir að Mark Hughes samþykkti að taka við Manchester City.

Collins hættur í viðræðum við Chicago Bulls

Doug Collins hefur tilkynnt að hann muni ekki taka að sér að þjálfa Chicago Bulls í NBA deildinni eins og til stóð. Samingaviðræður milli hans og stjórnar félagsins hafa ekki gengið sem skildi og því hefur Collins bakkað út úr viðræðunum.

Eyjamenn enn með fullt hús stiga

Heil umferð fór fram í fyrstu deild karla í knattspyrnu í kvöld. ÍBV er enn með fullt hús stiga eftir 3-0 sigur á Fjarðabyggð.

Norskir handboltakappar handteknir í París

Þeir Frank Löke og Bjarte Myrhol lentu í kröppum dansi í París á aðfaranótt mánudagsins er þeim var haldið næturlangt á lögreglustöð þar í borg.

Kuszczak missir af EM

Pólska landsliðið í knattspyrnu hefur orðið fyrir miklu áfalli nú rétt fyrir EM. Markvörðurinn Tomasz Kuszczak frá Manchester United mun ekki leika með liðinu á EM vegna bakmeiðsla.

Hamilton bestur á seinni æfingunni

Bretinn Lewis Hamilton náði besta tíma allra á síðari æfingu dagsins fyrir Montreal kappaksturinn í Kanada um helgina. Hamilton vann sigur á mótinu í fyrra.

Pierce neitar að fara í myndatöku

Paul Pierce var hetja Boston í gærkvöldi þegar lið hans vann fyrsta leikinn gegn LA Lakers í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar. Pierce meiddist á hné í þriðja leikhlutanum og þurfti að fara til búingsherbergja, en sneri aftur og átti stóran þátt í sigri sinna manna.

Maldini hættur við að hætta

Ítalska goðsögnin Paolo Maldini hjá AC Milan er hættur við að leggja skóna á hilluna og ætlar að spila eitt ár til viðbótar með liði sínu. Maldini, sem verður fertugur síðar í þessum mánuði, hefur undirritað eins árs samning við Milan.

Figo verður áfram hjá Inter

Jose Mourinho hefur staðfest að Portúgalinn Luis Figo verði áfram í herbúðum Inter á næstu leiktíð.

McClaren er Króatíusérfræðingur BCC

Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, verður sérfræðingur BBC á EM í knattspyrnu. Í frétt um málið í Daily Mail í dag er bent á kaldhæðnina á bak við það að McClaren verði fenginn til að vera "sérfræðingur" opnunarleik Króata á sunnudaginn.

Rooney klæðist Borat-sundfötum

Félagar Wayne Rooney hjá Manchester United eru nú í óðaönn að undirbúa steggjapartíið fyrir framherjann. Rooney ætlar að kvænast unnustu sinni Coleen McLoughlin í sumar, en fær að kenna á því frá félögum sínum áður en hann gengur í það heilaga.

Gunnar semur við Keflavík

Gunnar Einarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Keflavík en það kemur fram á heimasíðu félagsins.

Massa fljótastur á fyrri æfingunni

Brasilíumaðurinn Felipe Massa var í dag hraðskreiðastur á æfingu fyrir Kanadakappaksturinn í Formúlu 1 sem fer fram á sunnudag.

Marca segir Ronaldo hafa samþykkt að fara til Real

Spænska blaðið Marca segir að portúgalski landsliðsmaðurinn Cristiano Ronaldo hafi samþykkt að ganga í raðir Real Madrid ef félaginu tekst að semja við Manchester United um kaupverðið.

Adebayor blæs á kjaftasögurnar

Emmanuel Adebayor, sóknarmaður Arsenal, neitar því að vera á leið til ítalska liðsins AC Milan í sumar. Hann segist vera hæstánægður hjá Arsenal og elska félagið og stuðningsmenn þess.

Van Persie ekki með gegn Ítalíu

Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands, segir að Robin van Persie verði ekki með í fyrsta leik liðsins á EM sem er gegn Ítalíu á mánudag. Van Persie er allur að koma til eftir meiðsli en það á ekki að tefla á tvær hættur á mánudag.

Staðfest að Giovani fer til Tottenham

Barcelona hefur staðfest að Giovani Dos Santos hafi náð samkomulagi við Tottenham. Þessi 19 ára landsliðsmaður frá Mexíkó hefur skrifað undir samning til fimm ára við Tottenham.

Quaresma til Chelsea í sumar?

Chelsea ætlar að reyna að kaupa portúgalska vængmanninn Ricardo Quaresma frá Porto í sumar. Þessi skemmtilegi 24 ára leikmaður hefur oft verið orðaður við Chelsea en hann er nú farinn að hugsa sér til hreyfings og vill fara í stærra lið.

Kvennalandsliðið upp um eitt sæti

Íslenska kvennalandsliðið hækkaði sig upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er gefinn var út í dag. Ísland hefur hækkað sig um þrjú sæti frá áramótum og er nú í 18. sæti listans og í því 11. ef aðeins eru taldar Evrópuþjóðir.

Ólöf á fjórum höggum yfir pari

Ólöf María Jónsdóttir úr GK lék í morgun fyrsta hringinn á opnu Evrópumóti í golfi í Endhoven á Hollandi. Ólöf lék á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari.

Vieira æfði í gær

Patrick Vieira, fyrirliði Frakklands, æfði í gær og er því útlit fyrir að hann geti verið með á Evrópumótinu. Thierry Henry og Franck Ribery þurftu að hætta á æfingunni vegna smávægilegra meiðsla sem ættu ekki að hafa áhrif á þátttöku þeirra á EM.

Chelsea vill Rijkaard eða Mancini

Breska blaðið The Sun segir að Chelsea ætli að halda fundi með Frank Rijkaard og Roberto Mancini í næstu viku. Þeir tveir eru efstir á óskalista félagsins yfir nýja knattspyrnustjóra.

Eiður aftur í enska boltann?

Eiður Smári Guðjohnsen gæti verið á leið aftur í enska boltann. Þetta segir faðir hans, Arnór Guðjohnsen, í samtali við BBC. Hann segir að eitt enskt úrvalsdeildarlið hafi sýnt mikinn áhuga á að fá Eið.

Rio: Ronaldo verður að vera áfram

Rio Ferdinand hefur biðlað því til Cristiano Ronaldo að hann verði áfram hjá Manchester United. Ronaldo sagði í viðtali í gær að hann væri áhugasamur að ganga til liðs við spænska stórliðið Real Madrid.

Dramatísk endurkoma Pierce kveikti í Boston

Boston náði í nótt 1-0 forystu gegn LA Lakers í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni með 98-88 sigri á heimavelli sínum. Fyrsti leikur liðanna var æsispennandi og gaf góð fyrirheit um framhaldið.

Jackson: Við gefumst aldrei upp

Michael Jackson var hetja Þróttara í kvöld er hann tryggði sínum mönnum 3-2 sigur á Fylki með marki á lokamínútu leiksins.

Guðjón í eins leiks bann

Guðjón Þórðarson hefur verið dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.

Sovic á leið frá Breiðabliki

Nemanja Sovic hefur farið þess á leit við félagið að verða leystur undan samningi. Hann skrifaði undir tveggja ára samning þegar hann gekk til liðs við Blika í október.

Sjá næstu 50 fréttir