Fleiri fréttir

Létt hjá Bandaríkjunum

Bandaríkin varð önnur þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum HM kvenna í knattspyrnu sem fer fram í Kína.

Rooney vill strá salti í sár Chelsea

Wayne Rooney verður aftur á fullri ferð með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa fótbrotnað í fyrsta leik tímabilsins.

Stefán: Verður eins og bikarúrslit

Stefán Gíslason, nýskipaður fyrirliði Bröndby, segir að grannaslagur liðsins við FCK á morgun verði gríðarlega þýðingarmikill.

Mourinho fékk 2,2 milljarða

Enska pressan er uppfull af fréttum um Jose Mourinho í morgun. Hann er sagður hafa fengið 2,2 milljarða í lokagreiðslu frá Chelsea.

Þýskaland í undanúrslit

Heims- og Evrópumeistarar Þýskalands tryggðu sér í dag þátttökurétt í undanúrslitum á HM kvenna í Kína.

Upphitun fyrir leiki helgarinnar

Keppni í ensku úrvalsdeildinni skiptist jafnt á laugardag og sunnudag þar sem hápunktur helgarinnar verður fyrsti leikur Avram Grant með Chelsea þar sem liðið sækir Manchester United heim á Old Trafford.

Deschamps er til í að taka við Chelsea

Franski þjálfarinn Didier Deschamps segist vera vel til í að taka við liði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, fari svo að ráðning Avram Grant sé aðeins tímabundin.

Þórir með átta mörk í tapleik

Þórir Ólafsson var markahæstur í liði Lubbecke í kvöld þegar liðið lá 25-22 á útivelli fyrir Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lubbecke er á botni deildarinnar með aðeins eitt stig eftir sex leiki og er eina liðið sem er enn án sigurs í deildinni.

FCK á toppnum

Arnór Atlason skoraði fimm mörk fyrir lið sitt FCK í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar liðið vann öruggan útisigur á Viborg 35-28. FCK hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína deildinni. Þá skoraði Vignir Svavarsson 3 mörk fyrir Skjern sem lagði Skandeborg 32-25.

ÍR og Hamar áfram

Í kvöld varð ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum í Powerade bikarnum í körfubolta. ÍR-ingar lögðu Fjölni 81-78 í Seljaskóla og Hamar lagði Tindastól í Hveragerði 94-78.

Sjö lið í IE-deild kvenna

Nú er ljóst að aðens sjö lið munu leika í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í vetur, en keppni þar hefst þann 13. október næstkomandi. Leikin verður fjórföld umferð eða 24 leikir á lið.

Máli Sigfúsar lokið

Handknattleiksmaðurinn Sigfús Páll Sigfússon er loks genginn formlega í raðir Íslandsmeistara Vals eftir að sátt náðist í deilu félaganna í dag. Handknattleiksdeildir félaganna hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

Curbishley óttast erlenda eigendur

Alan Curbishley, knattspyrnustjóri Íslendingaliðs West Ham, segist óttast síaukin afskipti erlendra eigenda af liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Curbishley starfar sjálfur hjá erlendum eigendum - Íslendingunum Björgólfir Guðmundssyni og Eggerti Magnússyni.

Tek ekki við liði á Englandi - strax

Jose Mourinho hefur útilokað að taka strax við nýju liði á Englandi eftir að hann hætti hjá Chelsea. Hann vill breyta til og fara til annars lands fyrst um sinn, en segist vel geta hugsað sér að snúa aftur til Englands.

Abramovich var afbrýðisamur

Neil Warnock, fyrrum stjóri Sheffield United, segist gruna að afbrýðisemi eiganda Chelsea hafi verið helsta ástæðan fyrir því að uppúr sauð milli hans og Jose Mourinho.

Gott að vera laus frá Chelsea

Jose Mourinho segir að sér sé léttir að vera laus frá Chelsea ef marka má það sem dagblaðið Sun hefur eftir honum í dag. Mourinho yfirgaf Stamford Bridge í síðasta sinn í gær eftir þriggja ára starf.

Keane: Mourinho var lyftistöng

Roy Keane, stjóri Sunderland, harmar brottför Jose Mourinho úr ensku úrvalsdeildinni og segir Portúgalann hafa virkað sem lyftistöng á deildina. Hann vonast til að sjá Mourinho aftur á Englandi áður en langt um líður.

Sektaður fyrir að setja ÓL fatlaðra

Kínverski risinn Yao Ming hjá Houston Rockets gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja milljón króna sekt frá félaginu þar sem hann mun missa af fyrstu tveimur dögum liðsins í æfingabúðum sem hefjast þann fyrsta næsta mánaðar.

Bikarinn verður á Kaplakrika

Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, staðfestir að Íslandsmeistarabikarinn verði á Kaplakrika á sunnudaginn.

Benitez þögull um Mourinho

Eins og allir stjórar stóru liðanna í ensku úrvalsdeildinni var Rafael Benitez inntur um viðbrögð við brotthvarfi Jose Mourinho frá Chelsea.

Isaksson aftur meiddur

Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Isaksson meiddist á æfingu með Manchester City í vikunni.

McLaren mun ekki áfrýja

Ron Dennis, liðsstjóri McLaren, segir að liðið muni ekki áfrýja dómnum sem liðið fékk vegna njósnamálsins svokallaða.

Wenger mun sakna Mourinho

Arsene Wenger, stjóri Arsenal og einn „erkióvina“ Jose Mourinho, segir að enska úrvalsdeildin verði ekki söm án hans.

Eiður Smári í hópnum

Eiður Smári Guðjohnsen er í hópi Barcelona sem mætir Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni um helgina.

Stefán fyrirliði Bröndby

Stefán Gíslason verður fyrirliði Bröndby í stórleiknum gegn FCK á sunnudag í dönsku úrvalsdeildinni. Stefán mun leysa Per Nielsen af sem er meiddur. Þetta er í fyrsta sinn sem Stefán setur upp fyrirliðabindið fyrir lið sitt.

Þór og Skallagrímur áfram

Þór frá Akureyri og Skallagrímur í Borgarnesi tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Poweradebikarsins í körfubolta. Borgnesingar lögðu Stjörnuna naumlega á heimavelli 87-84 eftir framlengdan leik og Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Keflvíkinga suður með sjó 90-80.

Yfirlýsing frá Jose Mourinho

Jose Mourinho hefur sent frá sér yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu Chelsea í kvöld, en þetta er það fyrsta sem heyrist frá stjóranum sérstaka síðan hann hætti hjá liðinu fyrir sólarhring síðan.

Jasikevicius látinn fara frá Warriors

Golden State Warriors keypti Litháann Sarunas Jasikevicius út úr samningi sínum í dag og er hann því laus allra mála. Bakvörðurinn knái lék vel með landsliði sínu á Evrópumótinu á Spáni á dögunum, en var aldrei í náðinni hjá Indiana eða Golden State í NBA deildinni.

Carvalho: Misstum besta þjálfara í heimi

Varnarmaðurinn Ricardo Carvalho hjá Chelsea hefur nú tjáð sig opinberlega um brottför landa hans Jose Mourinho frá Chelsea. Carvalho hefur spilað fyrir Mourinho alveg frá dögum hans hjá Porto og hann segir Chelsea vera búið að missa besta stjóra í heiminum.

Jol: Vonandi kveikir þetta í okkur

Martin Jol var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld þegar Tottenham burstaði Anothosis Famagusta 6-1 í undankeppni Uefa bikarsins í kvöld. Hann hrósaði framherjanum Jermain Defoe sérstaklega.

Meistararnir enn án sigurs

Íslandsmeistarar Vals byrja leiktíðina ekki glæsilega í N1 deildinni í handbolta, en í kvöld tapaði liðið öðrum leiknum í röð í upphafi móts þegar það lá fyrir Stjörnumönnum í Garðabæ 27-22 eftir að hafa verið yfir í hálfleik.

Johnson klikkaði á tveimur vítum

Andy Johnson misnotaði tvær vítaspyrnur í kvöld þegar Everton náði aðeins 1-1 jafntefli við úkraínska liðið Metalist Kharkiv í ótrúlegum leik á Goodison Park. Ljóst er að enska liðið á erfiðan leik fyrir höndum í síðari viðureigninni í Úkraínu þar sem sæti í riðlakeppni Uefa bikarsins verður í húfi.

Hughes: Ég á ekki orð

Mark Hughes sagðist ekki botna upp eða niður í sínum mönnum eftir "Gríska Harmleikinn" sem hans menn máttu þola í kvöld þegar þeir voru heppnir að sleppa með 2-0 tap gegn Larissa í Uefa keppninni.

Langþráður sigur hjá Tottenham

Martin Jol, stjóri Tottenham, hefur eflaust varpað öndinni léttar í kvöld þegar hans menn gjörsigruðu Anorthosis Famagusta frá Kýpur 6-1 í fyrri leik liðanna í undankeppni UEFA bikarsins.

Pippen fetar í fótspor Loga

Körfuknattleiksmaðurinn Scottie Pippen hefur náð samkomulagi við fyrrum félaga Loga Gunnarssonar í ToPo í Finnlandi og mun spila tvo leiki með liðinu í vetur. Pippen varð á sínum tíma sexfaldur NBA meistari með Chicago Bulls og var nálægt því að snúa aftur á síðustu leiktíð. Pippen er 41 árs gamall en fyrrum félagi hans hjá Chicago, Dennis Rodman, spilaði á sínum tíma einn leik með liðinu.

Sjá næstu 50 fréttir