Fleiri fréttir

Mourinho varð að víkja

Jose Mourinho varð að fara frá Chelsea af því samband hans við forráðamenn félagsins var orðið óviðunandi. Þetta segir í tilkynningu frá félaginu í dag.

Serbarnir áfram hjá Blikum

Breiðablik hefur samið við þá þrjá serbnesku leikmenn sem eru í þeirra herbúðum til næstu tveggja ára.

Elías Már skoraði átta mörk

HC Empor Rostock vann í gær óvæntan sigur á úrvalsdeildarliði Minden í þýsku bikarkeppninni í handbolta.

Brassarnir með fullt hús stiga

Brasilía vann Danmörku í lokaumferð D-riðils á HM kvenna í knattspyrnu í Kína og kemst áfram ásamt heimamönnum.

„Mourinho fær 3,2 milljarða“

Fréttavefur BBC segir að Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, fái 3,2 milljarða króna samkvæmt starfslokasamningi.

Mourinho: hvað gerðist?

Talið er að ósætti John Terry og Jose Mourinho hafi orðið til þess að Mourinho fór frá Chelsea.

Ferill Mourinho í máli og myndum

Jose Mourinho hætti skyndilega hjá Chelsea í gær. Hann er umdeildur en ljóst er að enska úrvalsdeildin verður ekki söm án hans.

Grant tekur við Chelsea

Avram Grant, fyrrum landsliðsþjálfari Ísrael og yfirmaður knattspyrnumála hjá Chelsea, er eftirmaður Jose Mourinho hjá félaginu.

Jose Mourinho hættur hjá Chelsea

Jose Mourinho hefur sagt starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Chelsea. Breska ríkissjónvarpið greindi frá þessu í kvöld og hafa stórtíðindi nú verið staðfest af forráðamönnum félagsins.

Auðvelt hjá Arsenal

Manchester United og Arsenal unnu góða sigra í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar 8 leikir fóru fram í riðlakeppninni. United vann sanngjarnan 1-0 útisigur á Sporting í Lissabon. Arsenal lagði Sevilla 3-0 en Inter tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir Fenerbahce í Tyrklandi.

Cesar: Mancini var reiður

Markvörðurinn Julio Cesar var besti maður Inter Milan í kvöld þegar liðið tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir tyrkneska liðinu Fenerbahce á útivelli í Meistaradeildinni. Það sem kom meira á óvart í leiknum voru yfirburðir heimamanna, sem gerðu harða atlögu að ítölsku meisturunum.

Pires: Skilnaðurinn hefur áhrif á Henry

Robert Pires, fyrrum félagi Thierry Henry frá því hjá Arsenal, segir hjónaskilnaðinn vera ástæðu þess að stuðningsmenn Barcelona hafi enn ekki fengið að sjá hinn sanna Henry.

Henderson skaut Watford á toppinn

Tvö mörk frá framherjanum Darius Henderson tryggðu Watford 2-1 útisigur á Cardiff í ensku Championship deildinni í knattspyrnu í kvöld og um leið efsta sætið í deildinni. Það var gamla kempan Jimmy Floyd Hasselbaink sem skoraði mark Cardiff sem var hans fyrsta fyrir félagið. Á sama tíma skildu Southampton og Colchester jöfn 1-1.

Meistaradeildin er erfiðari

Juande Ramos, þjálfari Sevilla, sagði tap sinna manna gegn Arsenal á Emirates í kvöld vera talandi dæmi um það hvað Meistaradeild Evrópu sé erfið deild. Hann vill þó ekki meina að hans menn hafi verið lélegir í kvöld.

Naumur sigur hjá Flensburg

Nokkrir leikir fóru fram í þýsku bikarkeppninni í handbolta í kvöld. Stórlið Flensburg vann nauman útsigur á Stralsunder 35-32 þar sem þeir Einar Hólmgeirsson og Alexander Petersson skoruðu 5 mörk hvor fyrir Flensburg.

Messi: Þetta var ágæt sýning

Lionel Messi átti góðan leik í kvöld þegar Barcelona lagði Lyon 3-0 í E-riðli Meistaradeildinni. Hann var ánægður með leik sinna manna og sagði þá hafa gert allt sem lögðu upp með fyrir leikinn.

Van Persie: Við erum að spila ótrúlega

Robin van Persie sagði Arsenal vera að spila hágæða knattspyrnu í kvöld þegar liðið lagði Sevilla örugglega 3-0 á Emirates. Félagi hans Cesc Fabregas segir Arsenal vera lið framtíðarinnar.

Blendnar tilfinningar fyrir Ronaldo

Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United upplifði blendnar tilfinningar í kvöld þegar hann tryggði enska liðinu sigur á fyrrum félögum sínum í Sporting í Lissabon.

Ferguson: Mikilvægt að byrja á sigri

Sir Alex Ferguson var að vonum ánægður með sigur sinna manna á Sporting í Lissabon í kvöld. Hann var ánægður með frammistöðu Wayne Rooney sem sneri aftur úr meiðslum og á von á að hann verði klár á ný gegn Chelsea á sunnudaginn.

Wenger vill meiri stöðugleika

Arsene Wenger var nokkuð sáttur við sína menn eftir 3-0 sigurinn á Sevilla í kvöld en vill þó meina að hans menn eigi mikið inni. Hann leitar fyrst og fremst eftir stöðugleika hjá sínum mönnum.

Jol ætlar ekki að gera breytingar á liði sínu

Martin Jol, stjóri Tottenham, ætlar ekki að gera miklar breytingar á liði sínu sem mæltir smáliðinu Anothosis Famagusta í Evrópukeppni félagsliða annað kvöld. Hann segist verða að halda sig við fastamenn sína því þeir þurfi einfaldlega tíma til að spila sig saman.

Grindavík á toppinn í 1. deild

Grindvíkingar skelltu sér á toppinn í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld með því að bursta Fylki 5-2 á heimavelli sínum. Heimamenn voru mun sterkari í leiknum en lentu undir 1-0 snemma leiks.

Útlendingar í meirihluta í úrvalsdeildinni

Hlutfall útlendinga í ensku úrvalsdeildinni hefur aldrei verið eins hátt og á síðustu leiktíð, þar sem rúmlega 55% leikmanna voru útlendingar. Enska deildin er í algjörum sérflokki í Evrópu hvað varðar fjölda útlendinga.

Drogba rappar gegn rasisma

Framherjinn Didier Drogba lætur hnémeiðsli ekki stöðva sig frá því leggja góðu málefni lið. Á sunnudaginn kemur hann fram í Royal Albert Hall ásamt fleiri góðum mönnum á sérstakir góðgerðasamkomu. Þá ætlar hann að syngja inn á geisladisk sem gefinn verður út undir merkjum "Kick Racism out of Football" herferðinni.

Queiroz: Ég er ekki að fara frá United

Carlos Queiroz, aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson hjá Manchester United, segir ekker til í fréttaflutningi bresku blaðanna í dag þar sem því var haldið fram að hann væri á förum frá félaginu.

Crawford kominn með starfsleyfi á ný

NBA-dómarinn Joey Crawford hefur fengið grænt ljós á að byrja að dæma í deildinni á ný í haust, en hann var settur í bann á síðasta tímabili eftir að hafa farið gróflega yfir strikið í leik San Antonio og Dallas.

Kirilenko vill fara frá Utah

Rússneski landsliðsmaðurinn Andrei Kirilenko hefur farið þes á leit við forráðamenn Utah Jazz að verða skipt frá félaginu. Kirilenko var kjörinn verðmætasti leikmaðurinn á nýafstöðnu Evrópumóti landsliða, en átti vægast sagt ömurlegt tímabil með NBA liðinu síðasta vetur.

Stefán Þórðarson á heimleið

Skagamaðurinn Stefán Þórðarson hefur gefið það út að hann ætli að flytja aftur heim til Íslands eftir að leiktíð lýkur í 1. deildinni í Svíþjóð. Stefán er leikmaður Norrköping, sem er á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni, en honum þykir kominn tími til að breyta til.

Evans sektaður fyrir drykkjuskap

Norður-Írska knattspyrnusambandið gaf það út í dag að varnarmaðurinn Jonathan Evans hefði verið annar leikmaðurinn sem sektaður var eftir dvöl liðsins hér á Íslandi á dögunum, en áður hafði Kieth Gillespie verið sektaður fyrir að stofna til slagsmála.

Ron Dennis og Alonso talast ekki við

Ron Dennis, liðsstjóri McLaren, greindi frá því við vitnaleiðslur á njósnamálinu í síðustu viku að samband hans við Fernando Alonso væri afar stirt.

Margrét Lára: Svíþjóð heillar mest

Margrét Lára Viðarsdóttir segir að nýyfirstaðið tímabil hafi sennilega verið hennar síðasta með Val í bili. Hún stefnir á atvinnumennsku.

Gummersbach áfram í bikarnum

Gummersbach vann í gær öruggan sigur á Heilbronn-Horkheim í annarri umferð þýsku bikarkeppninnar í handbolta.

Margrét Lára valin best

Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals, var í dag valin besti leikmaður 13.-18. umferða Landsbankadeildar kvenna.

Crouch á leið til Portsmouth?

Sú saga gengur fjöllum hærra að Peter Crouch sé á leið frá Liverpool í janúar næstkomandi og gangi aftur til liðs við sitt gamla félag, Portsmouth.

Mourinho reiknar ekki með Drogba og Lampard

Jose Mourinho staðfesti í gær að afar ólíklegt væri að Didier Drogba og Frank Lampard yrðu klárir fyrir stórslag Manchester United og Chelsea á sunnudag.

Owen þarf ekki að fara í aðgerð

Sam Allardyce, stjóri Bolton, segir að Michael Owen þurfi ekki að gangast undir aðgerð eftir að hann meiddist í leik Newcastle og Derby í fyrrakvöld.

Sjá næstu 50 fréttir