Fleiri fréttir Mikilvægur sigur hjá KR KR-ingar unnu í dag mikilvægan 3-2 sigur á HK í botnbaráttunni í Landsbankadeild karla. Sigur KR var verðskuldaður í kuldanum í vesturbænum og þar á bæ er útlitið örlítið bjartara fyrir vikið. 16.9.2007 17:52 Silvestre spilar ekki meira á leiktíðinni Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre hjá Manchester United spilar ekki meira með liði sínu á leiktíðinni. Hann sleit krossbönd í leiknum gegn Everton í gær og rannsókn hefur nú leitt þessi leiðinlegu tíðindi í ljós. United verður því án krafta þessa þrítuga og fjölhæfa varnarmanns á leiktíðinni. 16.9.2007 17:42 City lagði Villa í leiðinlegum leik Michael Johnson skoraði eina mark leiksins þegar Manchester City tryggði sér fullkominn árangur á heimavelli með 1-0 sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Villa-menn reyndu án afláts að jafna metin eftir markið en höfðu ekki heppnina með sér. 16.9.2007 17:28 KR-ingar hafa yfir gegn HK í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. KR-ingar hafa yfir 2-1 gegn HK í vesturbænum í botnbaráttuleiknum. Grétar Ólafur Hjartarson kom KR yfir á 17 mínútu leiksins en Hörður Magnússon jafnaði með glæsilegu þrumuskoti utan teigs á sömu mínútunni. Það var svo Sigmundur Kristjánsson sem kom KR aftur yfir þegar hann skoraði skömmu áður en flautað var í te. 16.9.2007 16:46 Góður sigur hjá FCK Einn leikur var á dagskrá í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Arnór Atlason skoraði 5 mörk og var næstmarkahæstur í liði FCK sem vann góðan útisigur á AaB 27-24 eftir að hafa verið undir í hálfleik 13-12. FCK er því með fullt hús stiga eftir tvo leiki líkt og Kolding og Arhus. 16.9.2007 16:09 Ótrúleg vika hjá Di Natale Antonio Di Natale hjá Udinese kórónaði frábæra viku í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 útisigri á toppliði Juventus í ítölsku A-deildinni. Natale skoraði bæði mörk Ítala í 2-1 sigri liðsins á Úkraínumönnum á miðvikudaginn. Roma er komið á toppinn í A-deildinni eftir 2-0 útisigur á Reggina og meistarar Inter lögðu Catania heima 2-0. 16.9.2007 15:50 Leikir Portland teknir af sjónvarpsdagskrá Lið Portland Trailblazers varð fyrir miklu áfalli á dögunum þegar ljóst varð að miðherji liðsins Greg Oden gæti ekki spilað á nýliðaárinu vegna hnéuppskurðar. Þetta kemur sér vitanlega afar illa fyrir liðið, en ekki bara innan vallar. 16.9.2007 15:29 Raikkönen sigraði örugglega í Belgíu Kimi Raikkönen saxaði forskot Lewis Hamilton niður um tvö stig í keppni ökuþóra í Formúlu 1 í dag þegar hann vann öruggan sigur á Spa brautinni í Belgíu. Félagi hans Felipe Massa náði öðru sætinu og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð þriðji. 16.9.2007 13:50 Benitez: Ferguson stafar ógn af okkur Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segist ekki vilja láta egna sig út í orðastríð við Sir Alex Ferguson. Ferguson hefur sakað Benitez og félaga um að vera í fýlu af því félaginu tókst ekki að krækja í Gabriel Heinze, en Benitez telur að Ferguson sé hræddur við Liverpool eftir góða byrjun liðsins í haust. 16.9.2007 13:35 Spáð í spilin - Man City - Aston Villa Eftir frábæra byrjun á tímabilinu horfa lærisveinar Sven-Göran Eriksson nú fram á að afstýra þriðja tapinu í röð í deildinni í þessum leik á meðan Aston Villa leitar að þriðja sigrinum í röð. Leikurinn er sýndur beint á Sýn 2 klukkan 15. 16.9.2007 13:27 Liverpool rænir Sevilla á ný Rafa Benitez hefur látið til skarar skríða á Spáni enn eina ferðina og í dag staðfestu forráðamenn Sevilla að Liverpool hefði náð samningum við varnarmanninn efnilega Daniel Sanchez Ayala. Þessi 17 ára leikmaður kemur úr unglingaliði Sevilla og sagt er að hann muni ganga frá þriggja ára samningi við þá rauðu í næstu viku. 16.9.2007 13:19 Lánaði Chimbonda 2,3 milljónir króna Umboðsmaður knattspyrnumannsins Pascal Chimbonda hjá Tottenham hefur viðurkennt að hafa lánað leikmanninum á þriðju milljón króna skömmu eftir að hann gekk í raðir Tottenham. Chimbonda var handtekinn í síðustu viku vegna gruns um fjármálamisferli. 16.9.2007 13:05 Heskey verður frá keppni í sex vikur Enski landsliðsmaðurinn Emile Heskey verður ekki með landsliðinu í leikjunum gegn Eistum og Rússum í næsta mánuði. Í dag var ótti forráðamanna Wigan staðfestur þegar í ljós kom að framherjinn tábrotnaði í leik með liðinu í gær og getur ekki spilað næstu sex vikurnar eða svo. 16.9.2007 12:59 Mourinho vill að línuvörðurinn biðjist afsökunar Jose Mourinho, stjóri Chelsea, vill að aðstoðardómarinn Peter Kirkup biðjist afsökunar eftir að hann dæmdi mark Salomon Kalou af í leiknum gegn Blackburn í gær. Miklar deilur hafa staðið yfir vegna hins meinta marks sem flestir vilja meina að hafi verið fullkomlega löglegt. 16.9.2007 11:51 Mourinho fer í sjálfsmorðshugleiðingar ef ég spila ekki Varnarjaxlinn John Terry hjá Chelsea segist ekki ætla að láta meiðsli stöðva sig í að ná árangri á knattspyrnuvellinum - jafnvel þó það eigi eftir að koma niður á heilsu hans eftir að hann leggur skóna á hilluna. 16.9.2007 11:31 United fylgist með 18 ára Kóreumanni Manchester United er nú sagt hafa augastað á hinum 18 ára gamla miðjumanni Ki Sung-yong sem leikur með FC Seul í Suður-Kóreu. Leikmaðurinn vakti athygli enska félagsins þegar það lék æfingaleiki við Seul í júlí og talað er um að hann gæti jafnvel farið til Englands til reynslu fljótlega ef marka má fregnir í fjölmiðlum þar í landi. 16.9.2007 11:28 Eriksson: Richards er ómetanlegur Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City, vill ólmur að félagið nái að gera nýjan langtímasamning við varnarmanninn Micah Richards, því það megi alls ekki við því að missa hann. Richards hefur skotið hratt upp á stjörnuhimininn á síðasta ári þar sem hann hefur fest sig nokkuð í sessi í enska landsliðinu. 16.9.2007 11:21 Drogba: Búinn að finna til í hnénu í mánuð Framherjinn Didier Drogba hjá Chelsea segist vera búinn að finna sársauka í hægra hné í einn mánuð og segir ekki koma til greina að spila á ný fyrr en hann verði góður af meiðslunum. Hann á ekki von á að spila gegn Rosenborg í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. 16.9.2007 11:15 Markalaust í Manchester í hálfleik Ekkert mark er enn komið í Manchester þar sem heimamenn í City taka á móti Aston Villa í leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefur verið bragðdaufur til þessa og hætt við því að Sven-Göran lesi vel yfir sínum mönnum í hálfleik, enda hefur City tapað tveimur leikjum í röð. 16.9.2007 16:00 Stóri-Sam myndi drepa mig Jose Mourinho var spurður að því á blaðamannafundi fyrir helgina hvaða stjóra í ensku knattspyrnunni hann myndi síst vilja slást við í kjölfar hnefahöggsins sem Luis Scolari hjá portúgalska landsliðinu veitti Ivica Dragutinovic á miðvikudagskvöldið. 15.9.2007 23:47 Woods heldur sínu striki Tiger Woods er enn í forystu fyrir lokahringinn á Tour meistaramótinu í golfi sem fram fer á East Lake í Atlanta. Woods lék á sex höggum undir pari í dag, 64 höggum, og er því samtals á 19 höggum undir pari. Landi hans Mike Calcavecchia kemur næstur á 16 höggum undir pari. 15.9.2007 23:03 Stelpurnar luku keppni á sigri Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta batt í kvöld enda á sumarvertíðina hjá landsliðunum með góðum sigri á Írum í Dublin 67-62. Þetta var fyrsti útisigur liðsins í Evrópukeppni og tryggði hann því þriðja sætið í riðlinum á eftir Hollendingum og Norðmönnum. Helena Sverrisdóttir skoraði 33 stig og hirti 12 fráköst fyrir íslenska liðið. 15.9.2007 22:52 Rússar og Spánverjar leika til úrslita á EM í körfu Það verða Rússar og Spánverjar sem leika til úrslita á Evrópumóti landsliða í körfubolta. Þetta varð ljóst í kvöld eftir að Rússar unnu glæstan sigur á Litháum í undanúrslitum 86-74. Rússarnir höfðu yfirhöndina frá fyrstu mínútu leiksins og leika nú til úrslita á Evrópumóti í fyrsta sinn síðan árið 1993. 15.9.2007 22:39 Rooney verður með á miðvikudaginn Sir Alex Ferguson hefur staðfest að framherjinn Wayne Rooney muni leika með Manchester United þegar liðið mætir Sporting Lissabon í Portúgal í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Rooney var ekki látinn spila í leiknum gegn Everton í dag samkvæmt læknisráði, en verður búinn að æfa á fullu í fimm daga þegar að leiknum í Lissabon kemur í vikunni. 15.9.2007 22:00 Heppnin með Valencia Stórlið Real Madrid og Valencia á Spáni voru ekki sérstaklega sannfærandi í kvöld þegar þau unnu sigra á lægra skrifuðum andstæðingum sínum. Valenca hafði heppnina með sér þegar slysalegt mark tryggði sigurinn gegn Valladolid. 15.9.2007 21:15 Þú veist ekkert hvað þú ert að gera Þetta sungu stuðningsmenn Bolton í dag þegar knattspyrnustjóri liðsins framkvæmdi varnarsinnaðar skiptingar á liði sínu þegar það var undir 1-0 gegn Birmingham. Lee ætlar ekki að hætta þrátt fyrir að hafa tapað fimm af síðustu sex leikjum með Bolton. 15.9.2007 21:00 Spánverjar í úrslit á EM Spánverjar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Evrópumóts landsliða í körfubolta þegar liðið lagði Grikki 82-77 í undanúrslitum. Pau Gasol og Javier Navarro skoruðu 23 stig fyrir Spán og Jose Calderon 18, en Vasileios Spanoulis var langbestur í liði Grikkja með 24 stig og 5 stoðsendingar. Spánverjar mæta Rússum eða Litháum í úrslitum á morgun. 15.9.2007 19:46 Mourinho óhress með dómarana Jose Mourinho var afar ósáttur við að mark Salomon Kalou hafi verið dæmt af hans mönnum í Chelsea gegn Blackburn í dag. "Aðeins dómarinn og línuvörurinn geta útskýrt af hverju í ósköpunum þetta mark fékk ekki að standa. Við spiluðum án markaskorara eins og Lampard, Pizarro og Drogba og það er erfitt," sagði Mourinho. 15.9.2007 19:28 Króatar og Þjóðverjar í undankeppni ÓL 2008 Króatar og Þjóðverjar tryggðu sér í dag keppnisrétt í undankeppni Ólympíuleikanna í körfubolta þegar liðin unnu leiki sína í keppninni um 5-8. sætið á EM á Spáni. Króatar lögðu Frakka 86-69 og Slóvenar klúðruðu öðrum leik sínum í röð á lokasprettinum þegar þeir lágu 69-65 fyrir Þjóðverjum. 15.9.2007 19:20 Milan slapp með skrekkinn Einn leikur fór fram í ítölsku A-deildinni í dag. Siena náði þá nokkuð óvænt 1-1 jafntefli gegn stórliði Milan á hemavelli sínum. Massimo Maccarone kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en varnarmaðurinn Alessandro Nesta jafnaði fyrir Milan í uppbótartíma. Ancelotti þjálfari hvíldi lykilmenn á borð við Kaka í leiknum og það var nálægt því að kosta liðið tap í dag. 15.9.2007 19:10 Óvænt úrslit í þýska handboltanum Nokkrir leikir voru á dagskrá í þýska handboltanum í dag. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson 4 þegar liðið vann 29-23 útisigur á Lubbecke. Þá litu nokkur óvænt úrslit dagsins ljós. 15.9.2007 18:44 Stál í stál á Ewood Park Chelsea varð að láta sér lynda stig á heimavellli gegn þrjóskum og baráttuglöðum Blackburn-mönnum í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Jose Mourinho og félagar þóttust hafa skorað löglegt mark á 57. mínútu, en mark Salomon Kalou var dæmt af vegna rangstöðu og niðurstaðan því 0-0 jafntefli. 15.9.2007 18:23 Celtic skaut granna sína af toppnum Glasgow Celtic skaut granna sína í Rangers af toppi skosku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið burstaði Inverness 5-0 í dag. Hollenski markahrókurinn Jan Vennegoor of Hesselink skoraði tvö marka Celtic, en á meðan tapaði Rangers 4-2 fyrir Hearts og um leið sínum fyrsta leik á tímabilinu. Celtic hefur 16 stig á toppnum en Rangers stigi minna. 15.9.2007 17:57 Forysta Bayern aðeins eitt stig Bayern Munchen þurfti í dag að sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Schalke í toppleiknum í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þrumufleygur Iva Rakitic á 36. mínútu sló þögn á 66,000 áhorfendur á Alianz Arena, en Miroslav Klose jafnaði metin fyrir heimamenn níu mínutum eftir hlé. 15.9.2007 17:44 Heskey tábrotinn? Draumavika framherjans Emile Heskey hjá Wigan kann að hafa endað í martröð í dag þegar leikmaðurinn þurfti að fara meiddur af velli í leiknum gegn Fulham. Heskey var fluttur á sjúkrahús og grunur leikur á um að hann sé tábrotinn. Ef svo er verður hann frá í að minnsta kosti einn mánuð og það myndi þýða að draumur hans um sæti í enska landsliðinu væri úti í bili. 15.9.2007 17:24 Fjölnir lagði Þrótt í uppgjöri toppliðanna Fjölnismenn héldu í dag áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í 1. deild karla í knattspyrnu þegar liðið lagði topplið Þróttar að velli 3-1. Þrótti nægði jafntefli í dag til að tryggja sér sigur í deildinni en nú munar tveimur stigum á liðunum fyrir lokaumferðina. Grindvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar, þremur á eftir Þrótti, en leik liðsins gegn ÍBV í dag var frestað til morguns vegna veðurs. 15.9.2007 16:55 Koumas tryggði Wigan stig gegn Fulham Jason Koumas hélt upp á 300. deildarleik sinn í dag með því að skora jöfnunarmark slakra Wigan-manna í 1-1 jafntefli á heimavelli við Fulham. Clint Dempsey hafði áður komið gestunum yfir. Wigan varð fyrir því áfalli að missa landsliðsframherjann Emile Heskey meiddan af velli. 15.9.2007 16:44 Fyrsti heimasigur Birmingham Birmingham tryggði sér í dag fyrsta heimasigurinn í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði lánlausa Bolton-menn 1-0 með marki framherjans Oliver Kapo. Heimamenn áttu frekar náðugan dag gegn slöppum gestunum, sem sýndu ekki lífsmark fyrr en í lok leiksins. Lærisveinar Sammy Lee hafa því enn ekki náð að sigra á útvelli á leiktíðinni og Birmingham náði í afar mikilvæg stig. 15.9.2007 16:38 West Ham lagði Middlesbrough Íslendingalið West Ham vann í dag nokkuð öruggan 3-0 sigur á Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni þar sem framherjinn Dean Ashton skoraði sitt fyrsta mark síðan í úrslitaleik enska bikarsins í fyrra. Middlesbrough fékk aragrúa færa í leiknum en náði ekki að nýta þau. 15.9.2007 16:29 Tilfinningaþrunginn sigur hjá Sunderland Sunderland vann í dag sanngjarnan 2-1 sigur á Reading og heiðraði um leið minningu hins nýlátna Ian Porterfield, fyrrum leikmanns liðsins sem lést á þriðjudaginn. Framherjinn Kenwyne Jones stal senunni þegar hann skoraði fyrra mark Sunderland og lagði upp það síðara. 15.9.2007 16:20 Tottenham hafði geta unnið leikinn Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Tottenham hefði líklega haft sigur í grannaslag liðanna í dag ef því hefði tekist að skora annað markið. Hann segir jöfnunarmark Emmanuel Adebayor því hafa verið algjört lykilmark í leiknum. 15.9.2007 15:51 Martin Jol: Við nýttum ekki færin okkar Martin Jol, stjóri Tottenham, segir að klaufaskapur sinna manna fyrir framan mark andstæðinganna hafi verið helsta ástæðan fyrir því að liðið tapaði enn eina ferðina fyrir grönnum sínum í Arsenal. 15.9.2007 15:48 Benitez sáttur Rafa Benitez sagðist nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna í Liverpool í dag þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Portsmouth á útivelli. Hann segist ekki geta fundið neitt að vítaspyrnudómnum sem var nálægt því að kosta hans menn tap. 15.9.2007 15:40 Redknapp: Fínt að fá stig gegn Liverpool Harry Redknapp var sáttur við jafntefli sinna manna gegn Liverpool þrátt fyrir að lið hans hefði misnotað vítaspyrnu í leiknum. Hann fór auk þess fögrum orðum um nann leiksins Papa Bouba Diop sem fór á kostum í sínum fyrsta leik fyrir Portsmouth. 15.9.2007 15:33 Ferguson: Everton verður sífellt sterkara Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með sigur sinna manna á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag og segir liðin í deildinni ekki eiga öfundsverða hluti framundan þegar þau sækja þá bláu heim á Goodison Park. 15.9.2007 15:26 Sjá næstu 50 fréttir
Mikilvægur sigur hjá KR KR-ingar unnu í dag mikilvægan 3-2 sigur á HK í botnbaráttunni í Landsbankadeild karla. Sigur KR var verðskuldaður í kuldanum í vesturbænum og þar á bæ er útlitið örlítið bjartara fyrir vikið. 16.9.2007 17:52
Silvestre spilar ekki meira á leiktíðinni Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre hjá Manchester United spilar ekki meira með liði sínu á leiktíðinni. Hann sleit krossbönd í leiknum gegn Everton í gær og rannsókn hefur nú leitt þessi leiðinlegu tíðindi í ljós. United verður því án krafta þessa þrítuga og fjölhæfa varnarmanns á leiktíðinni. 16.9.2007 17:42
City lagði Villa í leiðinlegum leik Michael Johnson skoraði eina mark leiksins þegar Manchester City tryggði sér fullkominn árangur á heimavelli með 1-0 sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Villa-menn reyndu án afláts að jafna metin eftir markið en höfðu ekki heppnina með sér. 16.9.2007 17:28
KR-ingar hafa yfir gegn HK í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. KR-ingar hafa yfir 2-1 gegn HK í vesturbænum í botnbaráttuleiknum. Grétar Ólafur Hjartarson kom KR yfir á 17 mínútu leiksins en Hörður Magnússon jafnaði með glæsilegu þrumuskoti utan teigs á sömu mínútunni. Það var svo Sigmundur Kristjánsson sem kom KR aftur yfir þegar hann skoraði skömmu áður en flautað var í te. 16.9.2007 16:46
Góður sigur hjá FCK Einn leikur var á dagskrá í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Arnór Atlason skoraði 5 mörk og var næstmarkahæstur í liði FCK sem vann góðan útisigur á AaB 27-24 eftir að hafa verið undir í hálfleik 13-12. FCK er því með fullt hús stiga eftir tvo leiki líkt og Kolding og Arhus. 16.9.2007 16:09
Ótrúleg vika hjá Di Natale Antonio Di Natale hjá Udinese kórónaði frábæra viku í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 útisigri á toppliði Juventus í ítölsku A-deildinni. Natale skoraði bæði mörk Ítala í 2-1 sigri liðsins á Úkraínumönnum á miðvikudaginn. Roma er komið á toppinn í A-deildinni eftir 2-0 útisigur á Reggina og meistarar Inter lögðu Catania heima 2-0. 16.9.2007 15:50
Leikir Portland teknir af sjónvarpsdagskrá Lið Portland Trailblazers varð fyrir miklu áfalli á dögunum þegar ljóst varð að miðherji liðsins Greg Oden gæti ekki spilað á nýliðaárinu vegna hnéuppskurðar. Þetta kemur sér vitanlega afar illa fyrir liðið, en ekki bara innan vallar. 16.9.2007 15:29
Raikkönen sigraði örugglega í Belgíu Kimi Raikkönen saxaði forskot Lewis Hamilton niður um tvö stig í keppni ökuþóra í Formúlu 1 í dag þegar hann vann öruggan sigur á Spa brautinni í Belgíu. Félagi hans Felipe Massa náði öðru sætinu og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð þriðji. 16.9.2007 13:50
Benitez: Ferguson stafar ógn af okkur Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segist ekki vilja láta egna sig út í orðastríð við Sir Alex Ferguson. Ferguson hefur sakað Benitez og félaga um að vera í fýlu af því félaginu tókst ekki að krækja í Gabriel Heinze, en Benitez telur að Ferguson sé hræddur við Liverpool eftir góða byrjun liðsins í haust. 16.9.2007 13:35
Spáð í spilin - Man City - Aston Villa Eftir frábæra byrjun á tímabilinu horfa lærisveinar Sven-Göran Eriksson nú fram á að afstýra þriðja tapinu í röð í deildinni í þessum leik á meðan Aston Villa leitar að þriðja sigrinum í röð. Leikurinn er sýndur beint á Sýn 2 klukkan 15. 16.9.2007 13:27
Liverpool rænir Sevilla á ný Rafa Benitez hefur látið til skarar skríða á Spáni enn eina ferðina og í dag staðfestu forráðamenn Sevilla að Liverpool hefði náð samningum við varnarmanninn efnilega Daniel Sanchez Ayala. Þessi 17 ára leikmaður kemur úr unglingaliði Sevilla og sagt er að hann muni ganga frá þriggja ára samningi við þá rauðu í næstu viku. 16.9.2007 13:19
Lánaði Chimbonda 2,3 milljónir króna Umboðsmaður knattspyrnumannsins Pascal Chimbonda hjá Tottenham hefur viðurkennt að hafa lánað leikmanninum á þriðju milljón króna skömmu eftir að hann gekk í raðir Tottenham. Chimbonda var handtekinn í síðustu viku vegna gruns um fjármálamisferli. 16.9.2007 13:05
Heskey verður frá keppni í sex vikur Enski landsliðsmaðurinn Emile Heskey verður ekki með landsliðinu í leikjunum gegn Eistum og Rússum í næsta mánuði. Í dag var ótti forráðamanna Wigan staðfestur þegar í ljós kom að framherjinn tábrotnaði í leik með liðinu í gær og getur ekki spilað næstu sex vikurnar eða svo. 16.9.2007 12:59
Mourinho vill að línuvörðurinn biðjist afsökunar Jose Mourinho, stjóri Chelsea, vill að aðstoðardómarinn Peter Kirkup biðjist afsökunar eftir að hann dæmdi mark Salomon Kalou af í leiknum gegn Blackburn í gær. Miklar deilur hafa staðið yfir vegna hins meinta marks sem flestir vilja meina að hafi verið fullkomlega löglegt. 16.9.2007 11:51
Mourinho fer í sjálfsmorðshugleiðingar ef ég spila ekki Varnarjaxlinn John Terry hjá Chelsea segist ekki ætla að láta meiðsli stöðva sig í að ná árangri á knattspyrnuvellinum - jafnvel þó það eigi eftir að koma niður á heilsu hans eftir að hann leggur skóna á hilluna. 16.9.2007 11:31
United fylgist með 18 ára Kóreumanni Manchester United er nú sagt hafa augastað á hinum 18 ára gamla miðjumanni Ki Sung-yong sem leikur með FC Seul í Suður-Kóreu. Leikmaðurinn vakti athygli enska félagsins þegar það lék æfingaleiki við Seul í júlí og talað er um að hann gæti jafnvel farið til Englands til reynslu fljótlega ef marka má fregnir í fjölmiðlum þar í landi. 16.9.2007 11:28
Eriksson: Richards er ómetanlegur Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City, vill ólmur að félagið nái að gera nýjan langtímasamning við varnarmanninn Micah Richards, því það megi alls ekki við því að missa hann. Richards hefur skotið hratt upp á stjörnuhimininn á síðasta ári þar sem hann hefur fest sig nokkuð í sessi í enska landsliðinu. 16.9.2007 11:21
Drogba: Búinn að finna til í hnénu í mánuð Framherjinn Didier Drogba hjá Chelsea segist vera búinn að finna sársauka í hægra hné í einn mánuð og segir ekki koma til greina að spila á ný fyrr en hann verði góður af meiðslunum. Hann á ekki von á að spila gegn Rosenborg í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. 16.9.2007 11:15
Markalaust í Manchester í hálfleik Ekkert mark er enn komið í Manchester þar sem heimamenn í City taka á móti Aston Villa í leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefur verið bragðdaufur til þessa og hætt við því að Sven-Göran lesi vel yfir sínum mönnum í hálfleik, enda hefur City tapað tveimur leikjum í röð. 16.9.2007 16:00
Stóri-Sam myndi drepa mig Jose Mourinho var spurður að því á blaðamannafundi fyrir helgina hvaða stjóra í ensku knattspyrnunni hann myndi síst vilja slást við í kjölfar hnefahöggsins sem Luis Scolari hjá portúgalska landsliðinu veitti Ivica Dragutinovic á miðvikudagskvöldið. 15.9.2007 23:47
Woods heldur sínu striki Tiger Woods er enn í forystu fyrir lokahringinn á Tour meistaramótinu í golfi sem fram fer á East Lake í Atlanta. Woods lék á sex höggum undir pari í dag, 64 höggum, og er því samtals á 19 höggum undir pari. Landi hans Mike Calcavecchia kemur næstur á 16 höggum undir pari. 15.9.2007 23:03
Stelpurnar luku keppni á sigri Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta batt í kvöld enda á sumarvertíðina hjá landsliðunum með góðum sigri á Írum í Dublin 67-62. Þetta var fyrsti útisigur liðsins í Evrópukeppni og tryggði hann því þriðja sætið í riðlinum á eftir Hollendingum og Norðmönnum. Helena Sverrisdóttir skoraði 33 stig og hirti 12 fráköst fyrir íslenska liðið. 15.9.2007 22:52
Rússar og Spánverjar leika til úrslita á EM í körfu Það verða Rússar og Spánverjar sem leika til úrslita á Evrópumóti landsliða í körfubolta. Þetta varð ljóst í kvöld eftir að Rússar unnu glæstan sigur á Litháum í undanúrslitum 86-74. Rússarnir höfðu yfirhöndina frá fyrstu mínútu leiksins og leika nú til úrslita á Evrópumóti í fyrsta sinn síðan árið 1993. 15.9.2007 22:39
Rooney verður með á miðvikudaginn Sir Alex Ferguson hefur staðfest að framherjinn Wayne Rooney muni leika með Manchester United þegar liðið mætir Sporting Lissabon í Portúgal í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Rooney var ekki látinn spila í leiknum gegn Everton í dag samkvæmt læknisráði, en verður búinn að æfa á fullu í fimm daga þegar að leiknum í Lissabon kemur í vikunni. 15.9.2007 22:00
Heppnin með Valencia Stórlið Real Madrid og Valencia á Spáni voru ekki sérstaklega sannfærandi í kvöld þegar þau unnu sigra á lægra skrifuðum andstæðingum sínum. Valenca hafði heppnina með sér þegar slysalegt mark tryggði sigurinn gegn Valladolid. 15.9.2007 21:15
Þú veist ekkert hvað þú ert að gera Þetta sungu stuðningsmenn Bolton í dag þegar knattspyrnustjóri liðsins framkvæmdi varnarsinnaðar skiptingar á liði sínu þegar það var undir 1-0 gegn Birmingham. Lee ætlar ekki að hætta þrátt fyrir að hafa tapað fimm af síðustu sex leikjum með Bolton. 15.9.2007 21:00
Spánverjar í úrslit á EM Spánverjar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Evrópumóts landsliða í körfubolta þegar liðið lagði Grikki 82-77 í undanúrslitum. Pau Gasol og Javier Navarro skoruðu 23 stig fyrir Spán og Jose Calderon 18, en Vasileios Spanoulis var langbestur í liði Grikkja með 24 stig og 5 stoðsendingar. Spánverjar mæta Rússum eða Litháum í úrslitum á morgun. 15.9.2007 19:46
Mourinho óhress með dómarana Jose Mourinho var afar ósáttur við að mark Salomon Kalou hafi verið dæmt af hans mönnum í Chelsea gegn Blackburn í dag. "Aðeins dómarinn og línuvörurinn geta útskýrt af hverju í ósköpunum þetta mark fékk ekki að standa. Við spiluðum án markaskorara eins og Lampard, Pizarro og Drogba og það er erfitt," sagði Mourinho. 15.9.2007 19:28
Króatar og Þjóðverjar í undankeppni ÓL 2008 Króatar og Þjóðverjar tryggðu sér í dag keppnisrétt í undankeppni Ólympíuleikanna í körfubolta þegar liðin unnu leiki sína í keppninni um 5-8. sætið á EM á Spáni. Króatar lögðu Frakka 86-69 og Slóvenar klúðruðu öðrum leik sínum í röð á lokasprettinum þegar þeir lágu 69-65 fyrir Þjóðverjum. 15.9.2007 19:20
Milan slapp með skrekkinn Einn leikur fór fram í ítölsku A-deildinni í dag. Siena náði þá nokkuð óvænt 1-1 jafntefli gegn stórliði Milan á hemavelli sínum. Massimo Maccarone kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en varnarmaðurinn Alessandro Nesta jafnaði fyrir Milan í uppbótartíma. Ancelotti þjálfari hvíldi lykilmenn á borð við Kaka í leiknum og það var nálægt því að kosta liðið tap í dag. 15.9.2007 19:10
Óvænt úrslit í þýska handboltanum Nokkrir leikir voru á dagskrá í þýska handboltanum í dag. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson 4 þegar liðið vann 29-23 útisigur á Lubbecke. Þá litu nokkur óvænt úrslit dagsins ljós. 15.9.2007 18:44
Stál í stál á Ewood Park Chelsea varð að láta sér lynda stig á heimavellli gegn þrjóskum og baráttuglöðum Blackburn-mönnum í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Jose Mourinho og félagar þóttust hafa skorað löglegt mark á 57. mínútu, en mark Salomon Kalou var dæmt af vegna rangstöðu og niðurstaðan því 0-0 jafntefli. 15.9.2007 18:23
Celtic skaut granna sína af toppnum Glasgow Celtic skaut granna sína í Rangers af toppi skosku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið burstaði Inverness 5-0 í dag. Hollenski markahrókurinn Jan Vennegoor of Hesselink skoraði tvö marka Celtic, en á meðan tapaði Rangers 4-2 fyrir Hearts og um leið sínum fyrsta leik á tímabilinu. Celtic hefur 16 stig á toppnum en Rangers stigi minna. 15.9.2007 17:57
Forysta Bayern aðeins eitt stig Bayern Munchen þurfti í dag að sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Schalke í toppleiknum í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þrumufleygur Iva Rakitic á 36. mínútu sló þögn á 66,000 áhorfendur á Alianz Arena, en Miroslav Klose jafnaði metin fyrir heimamenn níu mínutum eftir hlé. 15.9.2007 17:44
Heskey tábrotinn? Draumavika framherjans Emile Heskey hjá Wigan kann að hafa endað í martröð í dag þegar leikmaðurinn þurfti að fara meiddur af velli í leiknum gegn Fulham. Heskey var fluttur á sjúkrahús og grunur leikur á um að hann sé tábrotinn. Ef svo er verður hann frá í að minnsta kosti einn mánuð og það myndi þýða að draumur hans um sæti í enska landsliðinu væri úti í bili. 15.9.2007 17:24
Fjölnir lagði Þrótt í uppgjöri toppliðanna Fjölnismenn héldu í dag áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í 1. deild karla í knattspyrnu þegar liðið lagði topplið Þróttar að velli 3-1. Þrótti nægði jafntefli í dag til að tryggja sér sigur í deildinni en nú munar tveimur stigum á liðunum fyrir lokaumferðina. Grindvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar, þremur á eftir Þrótti, en leik liðsins gegn ÍBV í dag var frestað til morguns vegna veðurs. 15.9.2007 16:55
Koumas tryggði Wigan stig gegn Fulham Jason Koumas hélt upp á 300. deildarleik sinn í dag með því að skora jöfnunarmark slakra Wigan-manna í 1-1 jafntefli á heimavelli við Fulham. Clint Dempsey hafði áður komið gestunum yfir. Wigan varð fyrir því áfalli að missa landsliðsframherjann Emile Heskey meiddan af velli. 15.9.2007 16:44
Fyrsti heimasigur Birmingham Birmingham tryggði sér í dag fyrsta heimasigurinn í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði lánlausa Bolton-menn 1-0 með marki framherjans Oliver Kapo. Heimamenn áttu frekar náðugan dag gegn slöppum gestunum, sem sýndu ekki lífsmark fyrr en í lok leiksins. Lærisveinar Sammy Lee hafa því enn ekki náð að sigra á útvelli á leiktíðinni og Birmingham náði í afar mikilvæg stig. 15.9.2007 16:38
West Ham lagði Middlesbrough Íslendingalið West Ham vann í dag nokkuð öruggan 3-0 sigur á Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni þar sem framherjinn Dean Ashton skoraði sitt fyrsta mark síðan í úrslitaleik enska bikarsins í fyrra. Middlesbrough fékk aragrúa færa í leiknum en náði ekki að nýta þau. 15.9.2007 16:29
Tilfinningaþrunginn sigur hjá Sunderland Sunderland vann í dag sanngjarnan 2-1 sigur á Reading og heiðraði um leið minningu hins nýlátna Ian Porterfield, fyrrum leikmanns liðsins sem lést á þriðjudaginn. Framherjinn Kenwyne Jones stal senunni þegar hann skoraði fyrra mark Sunderland og lagði upp það síðara. 15.9.2007 16:20
Tottenham hafði geta unnið leikinn Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Tottenham hefði líklega haft sigur í grannaslag liðanna í dag ef því hefði tekist að skora annað markið. Hann segir jöfnunarmark Emmanuel Adebayor því hafa verið algjört lykilmark í leiknum. 15.9.2007 15:51
Martin Jol: Við nýttum ekki færin okkar Martin Jol, stjóri Tottenham, segir að klaufaskapur sinna manna fyrir framan mark andstæðinganna hafi verið helsta ástæðan fyrir því að liðið tapaði enn eina ferðina fyrir grönnum sínum í Arsenal. 15.9.2007 15:48
Benitez sáttur Rafa Benitez sagðist nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna í Liverpool í dag þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Portsmouth á útivelli. Hann segist ekki geta fundið neitt að vítaspyrnudómnum sem var nálægt því að kosta hans menn tap. 15.9.2007 15:40
Redknapp: Fínt að fá stig gegn Liverpool Harry Redknapp var sáttur við jafntefli sinna manna gegn Liverpool þrátt fyrir að lið hans hefði misnotað vítaspyrnu í leiknum. Hann fór auk þess fögrum orðum um nann leiksins Papa Bouba Diop sem fór á kostum í sínum fyrsta leik fyrir Portsmouth. 15.9.2007 15:33
Ferguson: Everton verður sífellt sterkara Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með sigur sinna manna á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag og segir liðin í deildinni ekki eiga öfundsverða hluti framundan þegar þau sækja þá bláu heim á Goodison Park. 15.9.2007 15:26