Fleiri fréttir

Aldrei annað staðið til en að Vanda veiti verðlaunin

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, mun ekki geta heilsað upp á leikmenn Víkings og FH fyrir bikarúrslitaleikinn á Laugardalsvelli á morgun, eins og hefð er fyrir. Hún verður á Hlíðarenda þegar leikurinn hefst.

Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro

Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu.

Langt kominn með að selja eftir mikla erfiðleika

Farhad Moshiri, eigandi Everton á Englandi, er sagður vera langt kominn í viðræðum um að selja félagið til bandarísks viðskiptajöfurs. Fátt hefur gengið upp þrátt fyrir mikil fjárútlát í stuttri eigendatíð Moshiris.

100 laxa holl lokadagana í Kjósinni

Síðustu sjálfbæru árnar eru að loka þessa dagana og ein af þeim er Laxá í Kjós en það er ljóst að þessi lokatala lyftir ánni allsvakalega upp listann yfir veiðitölur.

„Galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann“

Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir gæti á morgun upplifað tvo stóra drauma ef Stjörnunni tekst að tryggja sér Evrópusæti og Jasmín tekst að tryggja sér markadrottningartitilinn í Bestu deildinni í fótbolta.

Alfreð rekinn frá Grindavík

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur hafið leit að nýjum þjálfara karlaliðs félagsins eftir að hafa ákveðið að ljúka samstarfinu við Alfreð Elías Jóhannsson.

Allt vitlaust vestanhafs eftir óhugnanlegt atvik: „Þetta getur drepið mann“

Tua Tagovailoa, leikstjórnandi Miami Dolphins í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, var borinn af velli eftir þungt höfuðhögg í leik við Cincinnati Bengals í nótt. Óhugnalegar myndir sáust af honum eftir höggið en talið er að hann hafi jafnvel fengið annan heilahristing sinn á innan við viku.

„Fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking“

Gunnar Nielsen, markvörður FH og færeyska landsliðsins, segir viðsnúning hafa orðið hjá liðinu frá því að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn í sumar. Hann kveðst svekktur að vera á bekknum hjá liðinu en styður sína menn sem hann hefur trú á að geti unnið Víking í bikarúrslitum um helgina.

Dagskráin í dag: Stórleikur í Mýrinni og Seinni bylgjan

Það kennir ýmissa grasa í dagskrá sportrása Stöðvar 2 Sport sem hefst klukkan 10.00 og stendur fram á kvöld. Dagskránni lýkur með leik Stjörnunnar og Hauka í Olís deild karla í handbolta og svo Seinni bylgjunni sem hefst að leik loknum. 

Klopp með létt skot á hárgreiðslu Tsimikas

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri karlaliðs Liverpool, gerði góðlátlegt grín að hárgreiðslu gríska bakvarðarins Kostas Tsimikas á fyrstu æfingu liðsins eftir landsleikjahlé. 

„Þeir voru betri en við og ég óska ÍR til hamingju“

„Mér líður ekki vel. Ég held að við og ég segi það sama og ég sagði eftir síðasta leik, við verðum að vera betri. Frá byrjun vorum við að elta þá og það er svo erfitt að byrja leikinn á elta og það er erfitt í sextíu mínútur. Þeir voru betri en við og ég óska ÍR til hamingju, góður leikur hjá þeim,“ sagði Carlos Martin Santos, eftir tap á ÍR í kvöld. Lokatölur 35-34. 

Einar: Fínt að hafa læti og eitthvað að tala um

„Auðvitað hefði ég viljað vinna þennan leik, við leiðum allan leikinn og vorum klaufar að hleypa þeim inn í þetta. Við fórum illa með stöðuna einum fleiri og þetta verður svolítil taugaveiklun síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir jafntefli gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld.

„Tvær lélegar sóknir hjá sitthvoru liðinu sem skilaði jafntefli“

Einar Sverrisson, leikmaður Selfoss, átti stórleik þegar liðið gerði jafntefli gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 31-31. Einar skoraði tíu mörk fyrir Selfyssinga og hans fjórða mark í leiknum var hans þúsundasta fyrir félagið í opinberum keppnisleikjum.

„Fannst halla mjög mikið á okkur“

Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var svekktur með lokamínútur fyrri hálfleiks í tapinu fyrir Val í kvöld, 26-18. Honum fannst Valsmenn fá að ganga full hart fram í vörninni.

Nýliðinn átti tilþrif kvöldsins

Árni Ágúst Daníelsson, sem hóf að æfa pílukast í byrjun þessa árs, sýndi frábær tilþrif á öðru keppniskvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti.

Forseti PSG sagður eiga þátt í mannráni og pyntingum

Franska dagblaðið Libération greinir frá því í dag að hinn katarski Nasser Al-Khelaifi, forseti franska fótboltaliðsins Paris Saint-Germain, hafi átt þátt í mannráni franskalsírsks kaupsýslumanns. Sá á að hafa haft undir höndum gögn sem sýndu Al-Khelaifi ekki í góðu ljósi.

Útlit fyrir að Ronaldo byrji gegn Man. City

Útlit er fyrir að Cristiano Ronaldo verði í byrjunarliði Manchester United, í fyrsta sinn í sjö vikur, þegar liðið mætir meisturum Manchester City í stórleik um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Fíflagangur eða leið til að hafa óeðlileg áhrif?

Í hópi þjálfara, fyrirliða og formanna félaganna tólf í Subway-deild karla eru ákveðnir aðilar sem spáðu algjörlega á skjön við kollega sína í spá um gengi liðanna í vetur, sem birt var í dag.

„Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche“

Sean Dyche, fyrrum stjóri Watford og Burnley, átti gott samband við tónlistargoðið Elton John þegar hann var hjá fyrrnefnda liðinu. Elton var eigandi Watford frá 1976 til 1990 og aftur frá 1997 til 2002 og er heiðursforseti félagsins.

Keflavík spáð sigri en Hetti og ÍR falli

Keflavík endar í efsta sæti Subway-deildar karla í körfubolta en Höttur og ÍR falla niður í 1. deild, samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tólf í efstu deild.

Yfirvöld í Katar skylda ríkisborgara til vinnu í kringum HM

Yfirvöldum í Katar færist mikið í fang að halda utan um eins stóran viðburð og heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í smáríkinu í nóvember og desember. Borgarar ríkisins þurfa að sinna þegnskyldu í kringum mótið.

Hvetur Maguire til að hitta sálfræðing

Tími hjá sálfræðingi gæti hjálpað Harry Maguire í þeim vandræðum sem hann glímir við um þessar mundir. Þetta segir Gary Neville, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins.

Sjá næstu 50 fréttir