Fleiri fréttir

Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig

„Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag.

Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa

„Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta.

Ómar: Ekki nógu gott og það svíður

„Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag.

Nýliðarnir fá reggísveiflu í vörnina

Afturelding hefur tryggt sér góðan liðsstyrk fyrir komandi leiktíð í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Félagið hefur samið við jamaísku landsliðskonuna Chyanne Dennis.

Teitur: Alls ekki orðnir saddir

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson hefur nýtt sínar mínútur á EM vel og kemur alltaf inn af miklum krafti.

Þurfa að aflétta króatísku bölvuninni

Ef að Ísland ætlar að taka stórt skref í átt að undanúrslitum á EM í handbolta í dag þarf liðið að gera nokkuð sem Ísland hefur aldrei gert á stórmóti – vinna Króatíu.

Frá Tene til Búdapest

Vignir Stefánsson, hornamaður Vals, kom óvænt inn í íslenska liðið fyrir leikinn gegn Frökkum. Fékk að spila og stóð sig vel.

Björgvin Páll laus úr einangrun

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, má spila gegn Króatíu á EM í dag. Hann er laus úr einangrun sem hann var skikkaður í eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit í síðustu viku.

Sigur í dag gæti dugað Íslandi í undanúrslit

Ísland getur komið sér í dauðafæri á að spila um verðlaun með því að vinna Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag, klukkan 14.30. Sigur í dag gæti mögulega dugað Íslandi til að komast í undanúrslit og tap yrði ekki dauðadómur.

Gætum endurheimt smitaða leikmenn í dag

Það hefur ekki alveg verið á hreinu hvernig reglurnar eru varðandi leikmenn sem smitast af Covid á EM. Það er að segja hvenær þeir mega koma til baka.

„Ekki uppáhalds gæi sem ég hef spilað með“

Björn Kristjánsson, leikmaður KR, var til tals í hlaðvarpinu Undir Körfunni sem kom út núna í morgun. Björn fer um víðan völl í viðtalinu en kemur meðal annars inn á brotthvarf Shawn Glover frá KR en Glover yfirgaf félagið rétt fyrir áramót.

Barcelona komið aftur á sigurbraut

Frenkie De Jong bjargaði Barcelona á elleftu stundu þegar hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu leiksins í 0-1 sigri Barcelona á fallbaráttuliði Deportivo Alaves.

Noregur sigraði Evrópumeistarana

Noregur vann afar öflugan 5 marka sigur á tvöföldum Evrópumeisturum Spánverja í lokaleik kvöldsins í milliriðli tvö, 27-22.

Sverrir Ingi skoraði í þægilegum sigri PAOK

Sverrir Ingi Ingason og félagar í gríska liðinu PAOK unnu lið Volos 0-4 í grísku úrvalsdeildinni í dag. Sverrir spilaði allan leikinn, hélt marki sínu hreinu og var á meðal markaskorara.

Dagný skoraði í sigri West Ham

Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað mark West Ham í 2-0 sigri liðsins gegn Everton er liðin mættust í ensku Ofurdeildinn í fótbolta í dag.

Arteta: Okkur skorti gæði

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var svekktur með markalaust jafntefli sinna manna gegn Burnley í dag. Hann segir að leikmenn liðsins hafa virkað þreyttir og að liðinu hafi skort gæði á seinasta þriðjungi vallarins.

Pólverjar sóttu sitt fyrsta stig

Pólverjar og Rússar skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust á EM í handbolta í dag. Loktölur urðu 29-29, en úrslitin þýða það að möguleikar Rússa á að fara upp úr milliriðli eru nánast orðnir að engu.

Welbeck bjargaði stigi fyrir Brighton

Danny Welbeck sá til þess að Leicester og Brighton skiptu stigunum á milli sín þegar hann jafnaði metin í 1-1 á lokamínútum leiksins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sjá næstu 50 fréttir