Fleiri fréttir

Salzburg og Lille fóru áfram úr opnasta riðlinum

Það var allt galopið fyrir lokaumferð G-riðils í Meistaradeild Evrópu. Öll fjögur liðin áttu möguleika á að komast áfram. Það fór hins vegar þannig að Lille og Salzburg fóru upp úr riðlinum eftir leiki kvöldsins.

Bayern og Ben­fi­ca sendu Barcelona í Evrópu­deildina

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er lokið. Eftir kvöldið er ljóst að Barcelona er á leið í Evrópudeildina eftir áramót en liðið átti aldrei möguleika er það sótti Bayern München heim. Þá vann Benfica öruggan sigur á Dynamo Kíev.

Leik Atalanta og Villareal frestað vegna veðurs | Spilað í Kópa­vogi

Leikur Atalanta og Villareal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu mun fara fram á morgun þar sem veðuraðstæður í Bergamo á Ítalíu leyfa einfaldlega ekki knattspyrnuiðkun sem stendur. Sömu sögu er ekki að segja úr Kópavogi þar sem hefur einnig snjóað gríðarlega í kvöld.

Stór­sigrar hjá Wolfs­burg og PSG

Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Wolfsburg og París Saint-Germain unnu bæði. stórsigra.

Magomed Ozdoev tryggði Juventus toppsætið

Timo Werner skoraði tvívegis er Chelsea gerði 3-3 jafntefli á útivelli við Zenit St. Pétursborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það þýddi að Juventus vann riðilinn þökk sé 1-0 sigri á Malmö.

Frá­bær leikur Elvars dugði ekki til

Landsiðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson átti virkilega góðan leik er lið hans Antwerp Giants tapaði fyrir Kyiv Basket í Evrópubikarnum í kvöld, lokatölur 90-82.

Aron Einar skoraði í tapi

Aron Einar Gunnarsson skoraði fyrsta mark Al Arabi er liðið datt út gegn Qatar SC í bikarkeppninni í Katar í dag eftir 2-3 tap á heimavelli.

Átta leikmenn Spurs smitaðir

Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Klöru ráðlagt að sækja barn sitt ekki í leikskólann

Fjölmargar hótanir bárust Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í haust. Henni var meðal annars ráðlagt að sækja barn sitt ekki á leikskóla. Þá gekk hún út úr höfuðstöðvum KSÍ eftir að hafa átt samtal við forseta Íslands.

Lakers vann stórveldaslaginn

LeBron James skoraði þrjátíu stig þegar Los Angeles Lakers vann Boston Celtics, 117-102, í uppgjöri tveggja sigursælustu liða NBA-deildarinnar í körfubolta frá upphafi í nótt.

Stjarnan og Selfoss þurfa að endurtaka leikinn eftir dóm HSÍ

Ungmennalið Stjörnunnar og Selfoss þurfa að mætast á ný í Grill66 deild kvenna í handbolta. Þetta er niðurstaða dómstóls HSÍ eftir að handknattleiksdeild Selfoss kærði framkvæmd leiks liðanna sem fram fór í Garðabænum þann 28. nóvember síðastliðinn.

Liverpool slökkti í vonum AC Milan

Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn.

Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli

Real Madrid tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins.

Úrslitin ráðin í fjórum riðlum á HM

Átta leikir voru á dagskrá á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta í dag og í kvöld og nú eru úrslitin ráðin í fjórum af átta riðlum mótsins. Meðal þjóða sem tryggðu sér sæti í milliriðlum í kvöld voru Frakkar, Svíar og Norðmenn.

Magdeburg endurheimti toppsætið | Kristján og félagar enn án sigurs

Ómar Ingi Magnússon og skoraði fjögur mörk þegar Magdeburg endurheimti toppsæti C-riðils í Evrópudeildinni í handbolta með sex marka sigri gegn Nexe, 32-26. Á sama tíma töpuðu Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix gegn La Rioja, 33-26, en liðið hefur ekki enn unnið leik í Evrópudeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir