Fleiri fréttir

KA/Þór áfram í Evrópubikarkeppninni

Íslandsmeistarar KA/Þór og Kósovómeistarar KHF Istogu áttust við í annað sinn á tveim dögum í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag. KA/Þór vann fyrri leikinn með fjórum mörkum, og eftir þriggja marka sigur í dag, 37-34, er liðið komið áfram.

Haukar í frábærum málum fyrir seinni leikinn

Haukar heimsóttu kýpverska liðið Parnassos Strovolou í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag. Þetta var fyrri leikur liðanna, en Haukar fara með 11 marka forskot í seinni leikinn eftir stórsigur, 25-14.

Aron skoraði sjö í naumum sigri

Fjórir leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, og í tveimur þeirra voru Íslendingar í eldlínunni. Arnon Pálmarsson skorai sjö mörk þegar að Álaborg sigraði Skjern með einu marki, 27-26, og Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina í marki GOG sem vann fimm marka sigur gegn TMS Ringsted, 36-31.

Ármann komst á blað með sigri á Vallea

Bæði Ármann og Vallea áttu eftir að sanna sig á tímabilinu eftir sára ósigra í síðustu umferð, en Ármann sýndi sínar sterkustu hliðar og hafði betur 16-13 í spennandi leik.

Ný­liðarnir sáu aldrei til sólar gegn Liver­pool

Claudio Ranieri byrjar tíma sinn hjá Watford ekki vel en liðið tapaði 5-0 fyrir Liverpool í fyrsta leik hans við stjórnvölin. Nýliðar Watford áttu aldrei möguleika í dag og ljóst að Ranieri á erfitt verkefni fyrir höndum á Vicarage Road .

Sá sigur­sælasti til í endur­komu til Barcelona

Dani Alves, sigursælasti knattspyrnumaður heims, er samningslaus eins og staðan er í dag. Þrátt fyrir að vera 38 ára gamall ætlar hann að halda áfram að spila og er tilbúinn að snúa aftur til Barcelona.

„Við vorum bara á afturfótunum allan tímann“

Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var eðlilega ekki sáttur eftir 15 stiga tap í Keflavík í kvöld, 80-65. Heimamenn voru töluvert betri í frákasta leiknum undir körfunni en Keflvíkingar tóku 49 fráköst gegn 29 hjá Stjörnunni og Hlynur telur það sem eina af helstu ástæðunum fyrir tapi Stjörnunnar í kvöld.

Mbappé reyndist hetja PSG

Franska stórveldið Paris Saint-Germain vann 2-1 sigur þegar að liðið tók á móti Angers í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Kylian Mbappé skoraði sigurmark PSG af vítapunktinum undir lok leiks.

Guðlaugur Victor lagði upp í sigurmark Schalke

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn í liði Schalke þegar að liðið heimsótti Hannover í þýsku B-deildinni í dag. Guðlaugur Victor unnu mikilvægan 1-0 sigur, en sigurmarkið kom undir blálokin.

Fabinho og Alisson klára sóttkví á Spáni

Brasilísku knattspynumennirnir Fabinho og Alisson Becker, sem báðir leika með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, munu ferðast til Spánar að yfirstandandi landsliðsverkefni loknu þar sem þeir munu klára sóttkví. Þeir munu því ekki vera með liðinu þegar Liverpool mætir Watford í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

KA/Þór með fjögurra marka sigur í fyrsta Evrópuleiknum

Íslandsmeistarar KA/Þórs heimsóttu Kósovómeistara KHF Istogu í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag. KA/Þór reyndist sterkari aðilinn á lokakaflanum og vann að lokum góðan fjögurra marka sigur, 26-22.

„Ég hélt að þetta væri grín“

Mauricio Pochettino hélt að það væri verið að grínast í sér þegar honum var tjáð að hann myndi mögulega stýra Lionel Messi í liði PSG í vetur.

Vestri heldur Jóni Þór og lykilmönnum

Jón Þór Hauksson verður áfram við stjórnvölinn hjá Vestra á næstu leiktíð og tveir lykilmanna liðsins hafa framlengt samninga sína við félagið.

Sjá næstu 50 fréttir