Fleiri fréttir

Gullinn mánudagur fyrir Breta

Mánudagurinn 26. júlí 2021 fer í hóp með bestu dögum Bretlands á Ólympíuleikunum því Bretar unnu þrenn gullverðlaun í dag.

Luka skoraði 48 stig á aðeins 31 mínútu

Slóvenski bakvörðurinn Luka Doncic mun fara langt með lið sitt á Ólympíuleikunum í Tókýó ef hann ætlar að spila áfram eins vel og hann gerði í nótt.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-3| Valsmenn styrktu stöðu sína á toppnum

Valur komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Það má segja að mark Patrick Pedersen hafi verið gegn gangi leiksins en eftir að Valur komst á bragðið áttu heimamenn lítinn séns.Birkir Már Sævarsson gerði annað mark Vals með laglegu skoti í fjærhornið þegar síðari hálfleikur var ný farinn af stað.Andri Adolphsson var nýkominn inn á sem varamaður þegar hann spólaði upp hægri kantinn og þrumaði boltanum í slánna og inn.

Ari Freyr lagði upp í Íslendingaslag

Tveimur leikjum var að ljúka í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim báðum. Hammarby vann 2-1 sigur á heimavelli gegn Norrköping, og Häcken gerði 1-1 jafntefli gegn Elfsborg.

Hádramatískur sigur í fyrsta leik Freys

Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Lyngby unnu nauman 2-1 sigur á Nyköbing í fyrstu umferð dönsku B-deildarinnar í fótbolta í dag. Sigurmarkið kom á ögurstundu.

Kría sendir pillu á Gróttu og Seltjarnarnesbæ - „Ný lið eru ekki velkomin“

Handknattleikslið Kríu hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem staðfest er að liðið muni ekki vera á meðal keppnisliða í Olís-deild karla á næsta tímabili, og hefur félagið verið lagt niður. Það er vegna aðstöðuleysis þar sem félagið sendir væna pillu til bæði Gróttu og bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi.

„Ógeðslega gaman að leiða þetta geggjaða lið“

Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis úr Breiðholti, er óvænt stjarna Pepsi Max-deildar karla í sumar. Sævar hefur nú skorað tíu mörk í 13 leikjum, og segist hafa komið sjálfum sér á óvart. Sævar verður í liði Leiknis sem mætir KA síðar í dag.

Hörmungarlokakafli skilaði fyrsta tapinu í 17 ár

Karlalandslið Bandaríkjanna í körfubolta þurfti að þola 83-76 tap fyrir Frakklandi í fyrstu umferð A-riðils á Ólympíuleikunum. Bandaríkin hafa ekki tapað leik á Ólympíuleikum síðan 2004.

Sjá næstu 50 fréttir