Fleiri fréttir

Gæti orðið dýrasti leik­maður Man City frá upp­hafi

Framtíð enska landsliðsframherjans Harry Kane virðist enn í lausu lofti. Spurning hversu lengi Tottenham Hotspur geti staðist gylliboð Manchester City en talið er að Englandsmeistararnir gætu boðið allt að 160 milljónir punda til að fá Kane í sínar raðir.

Kemur til Ísa­fjarðar eftir að hafa keppt á Ólympíu­leikunum

Handknattleiksliðið Hörður Ísafjörður hefur heldur betur styrkt sig fyrir komandi tímabil í næstefstu deild hér á landi. Liðið hefur sótt þrjá erlenda leikmenn, þar af einn frá Japan sem mun taka þátt á Ólympíuleikunum sem fara af stað síðar í dag.

Smith-Rowe framlengir við Arsenal

Emile Smith-Rowe skrifaði í dag undir nýjan samning við Arsenal. Þessi tvítugi sóknarsinnaði miðjumaður skuldbindur sig Lundúnaliðinu til ársins 2026.

Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton

Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum.

Þeir eru með að­eins meiri gæði en við

Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með 0-2 tap FH á heimavelli gegn Rosenborg í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Matthías lék lengi vel með norska liðinu og fékk frábært færi til að minnka muninn.

Öruggur sigur Fjölnismanna

Fjölnir tók á móti Þrótti R. í Lengjudeild Karla í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn unnu öruggan 3-1 sigur og lyfta sér í það minnsta tímabundið upp í fjórða sæti deildarinnar. 

Tvö íslensk töp í Sambandsdeildinni

Það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur leikjum sem var að ljúka í Sambandsdeild Evrópu. Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í AGF töpuðu 2-1 gegn Larne frá Norður-Írlandi og á sama tíma þurftu Óskar Sverrisson og félagar í Häcken að sætta sig við 5-1 tap gegn skoska liðinu Aberdeen.

Jón Guðni og félagar með sigur í Sambandsdeildinni

Jón Guðni Fjóluson og félagar hans í Hammarby tóku á móti slóvenska liðinu Maribor í annari umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Jón Guðni lék allan leikinn í hjarta varnar Hammarby sem vann sterkan 3-1 sigur.

Celtic sækir liðsstyrk frá Akureyri

María Catharina Ólafsdóttir Gros, leikmaður Þórs/KA, er gengin til liðs við skoska úrvalsdeildarfélagið Celtic frá Glasgow. María skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé

Kvennalið Hauka í körfuknattleik hefur ákveðið að taka þátt í Evrópukeppni næsta haust. Mun liðið taka þátt í Evrópubikar félagsliða, FIBA EuroCup. Er þetta í fyrsta sinn í 15 ár sem íslenskt kvennalið tekur þátt í Evrópukeppni. Haukar voru einnig síðasta liðið til að taka þátt.

Sjá næstu 50 fréttir