Fleiri fréttir

Afturelding hristi ÍR-inga af sér á seinasta korterinu

Afturelding tók á móti föllnum ÍR-ingum í Olís-deild karla í dag. Leikurinn var nokkuð jafn fyrstu 45 mínúturnar, en þá náðu Mosfellingar góðu forskoti og kláruðu að lokum góðan sex marka sigur, 33-27.

Tottenham heldur Evrópudraumnum á lífi

Tottenham vann í dag mikilvægan sigur gegn Wolves í baráttunni um Evrópusæti. Harry Kane og Pierre-Emile Hojbjerg sáu um markaskorun heimamanna í 2-0 sigri.

Ómar Ingi skoraði sex í óvæntu tapi Magdeburg gegn Leipzig

Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg töpuðu óvænt gegn Leipzig í þýska handboltanum í dag. Ómar Ingi var markahæstur í liði Magdeburg með sex mörk, en það dugði ekki til og þeir þurftu að sætta sig við naumt eins marks tap, 34-33.

Stórsigur AZ Alkmaar í lokaleik tímabilsins

Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar tóku á móti Heracles í lokaumferð hollensku úrvalsdeildarinnar í dag. Það tók heimamenn 41 mínútu að brjóta ísinn, en fjögur mörk í seinni hálfleik tryggðu öruggan 5-0 sigur AZ Alkmaar.

Crystal Palace snéri taflinu við gegn Aston Villa

Crystal Palace vann í dag góðan 3-2 sigur gegn Aston Villa. Aston Villa tók forystuna tvívegis í leiknum, en ólseigir Crystal Palace menn skoruðu sigurmarkið þegar rétt rúmar fimm mínútur voru til leiksloka.

Reykjavíkurrisarnir mætast í átta liða úrslitum

Valur og KR mætast í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í Origo höllinni í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum í deildinni og þá unnu liðin sinn leikinn hvor innbyrgðis. Valsmenn unnu þó innbyrgðisviðureignirnar samtals með einu stigi og þetta eina stig tryggði þeim heimaleikjaréttinn.

Fücshe Berlin fór illa með Göppingen

Gunnar Steinn Jónsson og félagar hans í Göppingen heimsóttu Füchse Berlin í þýska handboltanum í dag. Füchse Berlin tók afgerandi forystu snemma leiks og unnu að lokum öruggan sjö marka sigur, 34-27. Gunnar Steinn skoraði eitt mark fyrir gestina.

Enginn skorað jafn mikið og Lewandowski í tæpa hálfa öld

Robert Lewandowski skoraði fyrsta mark leiksins þegar Bayern München og SC Freiburg gerðu 2-2 jafntefli í gær. Þetta var mark númer 40 hjá pólska framherjanum á tímabilinu, en enginn leikmaður hefur skorað svo mörg mörk á einu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni síðan að Gerd Müller gerði það fyrir 49 árum.

Þórsaraslagur í Þorlákshöfn

Þór Þorlákshöfn tekur á móti nöfnum sínum í Þór Akureyri í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Þór Þ. hafnaði í öðru sæti deildarinnar, en Þór Ak. í því sjöunda. Sérfræðingar körfuboltakvölds fóru yfir þessa viðureign í þætti sínum í vikunni.

Ólafur hefði verið rekinn sama hvað

Ólafi Kristjánssyni var sagt upp störfum hjá Esbjerg í vikunni eftir að ljóst varð að liðið myndi ekki vinna sér inn sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Eigendur félagsins hafa nú sagt að Ólafur hefði verið látið taka pokann sinn þó að hann færi upp með liðið.

Zlatan ekki með á EM

Zlatan Ibrahimović verður ekki með sænska landsliðinu á EM í sumar. Hann fór meiddur af velli í 3-0 sigri AC Milan á Juventus og í gær var staðfest að framherjinn sænski myndi ekki taka þátt á EM vegna meiðslanna.

Var hálfgert fát á mönnum til að byrja með

Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga var að vonum sáttur eftir sigur í fyrsta leik í viðureigninni við Tindastól. Skotin voru ekki að detta hjá hans mönnum en Hjalti var sáttur við viðbrögðin. Lokatölur 79-71 Keflavík í vil.

Roma vann borgarslaginn um Róm

Roma lagði Lazio 2-0 í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Segja má að lítið hafi verið undir í leiknum en ljóst að montréttur Rómarborgar skiptir miklu máli.

Willum Þór kom inn af bekknum og tryggði BATE sigur

BATE Borisov vann í kvöld 3-2 sigur á Rukh Brest í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Hvíta-Rússlandi. Willum Þór Willumsson hóf leikinn en kom inn af bekknum í síðari hálfleik og tryggði sigur BATE.

Mjög gott að sjá að við getum líka spilað vörn

Stjarnan vann góðan þriggja marka sigur á Val í kvöld, 31-28. Góður lokakafli Stjörnunnar varð til þess að þeir lönduðu sigrinum sem Patrekur Jóhannesson þjálfari liðsins var sáttur með.

Leicester City bikar­meistari í fyrsta sinn í sögu fé­lagsins

Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks.

Enn eitt jafn­tefli Þróttar í Kefla­vík

Keflavík og Þróttur Reykjavík gerðu 2-2 jafntefli í leik liðanna í Pepsi Max deild kvenna í Keflavík nú rétt í þessu. Var þetta þriðja jafntefli Þróttar í jafn mörgum leikjum í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir