Fleiri fréttir

„Þetta eru svakalegar fréttir“

Pálína Gunnlaugsdóttir og sérfræðingar hennar fóru yfir einvígi Hauka og Keflavíkur í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en fyrsti leikurinn í einvíginu er í kvöld. Keflavík bætti við sig landsliðskonu fyrir úrslitakeppnina.

Liverpool menn þurfa nú bara að treysta á sig sjálfa

Sigur Liverpool á Manchester United á Old Trafford í gær hefur komið lærisveinum Jürgen Klopp í allt aðra og betri stöðu í baráttunni um að vera eitt af þeim fjórum ensku félögum sem spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Svona braut Sindri tvö rifbein

Um korters bið varð á leik FH og ÍA í gær þegar Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍA, meiddist snemma eftir að hafa komið inn á í upphafi seinni hálfleiks. Myndband af því þegar hann meiddist má sjá í greininni.

Hlynur heldur áfram að bæta Íslandsmetin

Frjálsíþróttamaðurinn Hlynur Andrésson heldur áfram að skrifa Íslandssöguna í langhlaupum. Hlynur sett enn eitt Íslandsmetið í gær þegar hann keppti á Harry Schulting leikunum í Hollandi.

Mané hunsaði Klopp eftir leikinn gegn United

Athygli vakti að Sadio Mané tók ekki í spaðann á Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir sigurinn á Manchester United í gær. Klopp gerði lítið úr atvikinu í viðtölum eftir leik.

Keane: Fernandes grenjaði hálfan leikinn

Roy Keane dró hvergi af í gagnrýni sinni á Manchester United eftir tapið fyrir Liverpool í gær, 2-4. Honum fannst Bruno Fernandes væla helst til mikið í leiknum.

Öruggur sigur og Real heldur í vonina

Real Madrid vann 4-1 útisigur á Granada í kvöld er liðin mættust í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Þar með halda lærisveinar Zinedine Zidane enn í vonina um að stela titlinum af nágrönnum sínum í Atlético.

Hólmar Örn skoraði í stór­sigri Rosen­borg

Rosenborg vann þægilegan 5-0 sigur á Viking í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson var meðal markaskorara en Samúel Kári Friðjónsson var í byrjunarliði Viking.

Ari Freyr borinn af velli

Vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason var borinn af velli í 1-1 jafntefli Norrköping og Degerfoss í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Hlutverk dómara er að vernda leikmennina

Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar, var afar svekktur með að ná ekki að landa sigri gegn KA eftir að Mosfellingar voru yfir lungann af leiknum og missa hann niður í jafntefli 27-27.

„Þær munu koma dýrvitlausar í næsta leik“

„Mér fannst við spila rosalega vel, allar sem ein, í vörn og sókn - þar fannst mér vörnin mjög góð í dag. Bara góður sigur.“ sagði Lovísa Thompson, skytta Vals, eftir 25-19 sigur liðsins á Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna á Hlíðarenda í dag.

Þetta var algjörlega til fyrirmyndar

„Ég er mjög sáttur og stoltur af stelpunum,“sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Stjörnunni í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í dag. Lokatölur 21-17 Eyjastúlkum í vil. 

Häcken bikar­meistari eftir öruggan sigur

Diljá Ýr Zomers sat allan tímann á varamannabekk Häcken er liðið lagði Eskilstuna 3-0 í úrslitum sænska bikarsins í knattspyrnu í dag. Leikið var á Bravida-vellinum en það er heimavöllur Häcken.

Sjá næstu 50 fréttir