Fleiri fréttir

Segir að United kaupi bara Sancho í sumar

Gary Neville á ekki von á því að Manchester United láti mikið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar og félagið láti sér nægja að kaupa Jadon Sancho frá Borussia Dortmund.

„Þetta eru engin smávægis skot sem eru að koma“

Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni í gær þar sem fjallað var um leik Aftureldingar og FH og það er óhætt að segja að gamli þjálfarinn hans sé hrifinn af þessari átján ára gömlu stórskyttu.

Fagnaðarlæti í flugstöðinni í meistaramyndbandi KA/Þórs

Leikmenn KA/Þórs skráðu sig í sögubækurnar með því að vinna Olís-deildina í handbolta í fyrsta sinn, nú þegar deildin hefur líklega aldrei verið sterkari. Liðið fékk frábærar móttökur við komuna til Akureyrar eftir að hafa tryggt sér titilinn.

„Skurðlæknirinn“ Logi mun áfram skera upp andstæðingana

„Þetta verður 25. tímabilið mitt í röð í meistaraflokki og það er mikið afrek fyrir íþróttamann. Ég hef lagt mikið á mig til þess,“ segir körfuboltagoðsögnin Logi Gunnarsson sem mun spila 40 ára að aldri í Dominos-deildinni á næstu leiktíð.

Ein öflugasta flugan í silung

Það er eitt það skemmtilegasta við fluguveiði að finna út hvaða agn silungurinn er að taka hverju sinni en það getur stundum verið áskorun.

Alexander á leið til Guðmundar

Alexander Petersson er á leið til þýska úrvalsdeildarliðsins Melsungen þar sem hann mun leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar.

Viðar Örn: Eins og íslenskt rallý á móti Formúlu 1

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segir það mikil vonbrigði að liðinu hafi ekki tekist að halda sæti sínu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Liðið féll í kvöld eftir 62-74 tap í lokaumferðinni gegn Keflavík.

Hjalti: Eins og leikur í úrslitakeppni

Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, sagði sitt lið hafa þurft að hafa fyrir hlutunum í 62-74 sigri á Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík vann deildakeppnina með yfirburðum en Höttur féll.

Baldur: Hrikalega leiðinlegt að tapa svona og sárt

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ósáttur að hafa ekki náð að vinna Stjörnuna í lokaumferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Stjörnumenn sigruðu, 96-102, eftir framlengingu.

Ólafur rekinn frá Esbjerg

Ólafur Kristjánsson hefur verið sagt upp störfum hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg en félagið staðfesti þetta í kvöld.

Fögnuðu marki með treyju Olivers

Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping í Svíþjóð, hefur greinst með blóðtappa í öxl en hann fékk góðar kveðjur frá liðsfélögum sínum í kvöld.

Thelma Dís spilar með Keflavík í úrslitakeppninni

Keflavíkurkonur eru búnar að fá frábæran liðstyrk rétt fyrir úrslitakeppnina í Domino´s deild kvenna því þær hafa endurheimt landsliðskonuna Thelmu Dís Ágústsdóttur úr háskólanámi í Bandaríkjunum.

Sjá næstu 50 fréttir