Fleiri fréttir

Stjarnan fær Britney

Handknattleikskonan Britney Cots hefur samið um að leika með Stjörnunni næstu þrjú árin. Hún kemur til félagsins frá FH þar sem hún hefur spilað undanfarin þrjú tímabil.

Alan McLoughlin er látinn

Írski knattspyrnumaðurinn Alan McLoughlin er látinn, 54 ára að aldri. Hann greindi frá því í mars síðastliðinn að hann glímdi við krabbamein.

Rúnar Páll segir upp hjá Stjörnunni

Rúnar Páll Sigmundsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Þess má geta að Rúnar Páll á 47 ára afmæli í dag.

„Þurfti nánast að slá mig utan undir í morgun“

„Fólk er mjög áhugasamt og spennt, sem er alveg geggjað, og hópurinn er líka rosalega spenntur en á mjög jákvæðan hátt. Við erum öll einbeitt á verkefnið,“ segir Skagfirðingurinn Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls. Í kvöld spilar liðið sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta.

„Á tímabili fannst mér ég vera rosalega langt frá þessum draumi“

Hákon Daði Styrmisson hlakkar til að læra við fótskör Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Í morgun var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við þýska B-deildarliðið. Þar hittir Hákon fyrir annan Eyjamann, Elliða Snæ Viðarsson.

Guðjón Valur krækir í Hákon Daða

Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson gengur í raðir þýska B-deildarliðsins Gummersbach í sumar. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach.

Hafið stelur fjórða sætinu en Dusty með 9 fingur á bikarnum

Sýnt var frá þremur leikjum í 12. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Leikmenn Aurora stóðu upp í hárinu á Dusty sem hafði betur að lokum og er komið langleiðina með að tryggja sér sigur í deildinni. KR vann stórsigur á Þórsurum og á því enn möguleika á efsta sætinu og í lokaleik kvöldsins hafði Hafið betur gegn Fylki og hrifsaði af þeim fjórða sæti deildarinnar.

Nýtt Sportveiðiblað komið út

Nýtt Sportveiðiblað er komið út og eins og venjulega er blaðið stútfullt af skemmtilegum greinum og viðtölum tengdum stangveiði.

Fara beint út á völl eftir tvær vikur í sótt­kví

Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni og íslenska handboltalandsliðsins, losnaði úr tveggja vikna sóttkví á miðnætti. Hann fær ekki langan tíma til að koma sér af stað en Bergischer mætir Essen síðar í dag.

Sagan með Manchester City í liði

Manchester City komst í kvöld í fyrsta skipti í sögunni í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Ef marka má gengi liðsins á tímabilinu til þessa ætti úrslitaleikurinn að vera gönguferð í garðinum. Ef marka má söguna allavega.

Ingi­björg og Matthías Örn Ís­lands­meistarar í pílu­kasti

Um helgina fór Íslandsmótið í pílukasti fram. Það voru þau Ingibjörg Magnúsdóttir í Pílukastfélagi Hafnafjarðar og Matthías Örn Friðriksson í Pílufélagi Grindavíkur sem fögnuðu sigri og eru Íslandsmeistarar í pílukasti árið 2021.

„Höfum enn svigrúm til að verða betri“

„Þessu markmiði er náð sem er frábært. Við eigum einn deildarleik eftir sem við ætlum að klára og svo getum við farið að einbeita okkur að úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með 86-62 sigri á Snæfelli í kvöld.

„Finnst við enn eiga fullt inni“

Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62.

„Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum“

„Þetta var slæmt tap en líklegast lærdómsríkt. Við gerðum ansi mörg mistök sem að maður vill ekki sjá,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir ótrúlegt 9-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld.

Allt of margir í mínu liði í dag sem eru ekki nógu góðir

Halldór Jóhann Sigfússon var eðlilega ósáttur við leik sinna manna í kvöld, en Selfyssingar fengu Valsmenn í heimsókn í Hleðsluhöllina. Lokatölur 31-26, Valsmönnum í vil, og Halldór segir að liðinu hafi skort einbeitingu.

Sjá næstu 50 fréttir