Fleiri fréttir

Real mis­steig sig gegn Geta­fe

Spánarmeisturum Real Madrid mistókst að sækja þrjú stig er liðið mætti Getafe í kvöld. Lokatölur 0-0 á Coliseum Alfonso Perez-vellinum.

Erik­sen sá til þess að Inter mjakast nær titlinum

Napoli og Inter Milan gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildeinnar í knattspyrnu. Þar með hélt Napoli smá lífi í toppbaráttunni þó það stefni allt í að lærisveinar Antonio Conte verði meistarar.

UMMC Eka­terin­burg vann Euro­Leagu­e

Rússneska félagið UMMC Ekaterinburg vann tíu stiga sigur á Perfumerias Avenida í úrslitaleik EuroLeague í körfubolta í dag, lokatölur 78-68.

Sverrir Ingi og fé­lagar lögðu topp­liðið

Sverrir Ingi Ingason og félagar hans í PAOK unnu 2-0 sigur á toppliði grísku úrvalsdeildarinnar, Olympiacos, í dag. Sverrir Ingi lék allan leikinn á meðan Ögmundur Kristinsson var á varamannabekk toppliðsins.

Brönd­by og AGF skildu jöfn

Íslendingalið Bröndby og AGF mættust í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Aðeins einn Íslendingur tók þó þátt í leiknum sem lauk með 2-2 jafntefli.

Verstappen sigraði Emilia Romagna kappaksturinn

Mikil rigning í upphafi keppninnar setti sinn svip á keppnina í dag, en Lewis Hamilton, sem var á ráspól, þurfti að klóra sig aftur upp í annað sætið eftir sjaldgæf mistök.

Oddur markahæstur í tapi og Göppingen misstigu sig

Oddur Grétarsson og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten steinlágu fyrir Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur 22-33, en Niclas Ekberg lék á alls oddi í liði Kiel.

Atalanta lyfti sér upp fyrir Juventus

Liðsmenn Atalanta eru komnir upp í þriðja sæti Serie A eftir 1-0 sigur gegn Juventus í dag. Nú er nánast ómögulegt fyrir Juventus að verja ítalska deildarmeistaratitilinn, en þeir eru 12 stigum á eftir toppliði Inter.

Sjáðu markið: Sveindís Jane skoraði í sínum fyrsta leik

Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði sinn fyrsta leik með Kristianstad í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar gegn Eskilstuna í dag. Það tók Sveindísi ekki nema 11 mínútur að stimpla sig inn. Lokatölur 1-1, en Eskilstuna jafnaði rétt fyrir hálfleik.

Elvar Már skoraði sextán stig í naumu tapi

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Siauliai töpuðu naumlega í litháensku deildinni í körfubolta í dag. Elvar Már skoraði 16 stig, tók þrjú fráköst og gaf sex stoðsendingar, en þurfti að sætta sig við eins stigs tap gegn Prienai, 90-89.

Arsenal bjargaði stigi á seinustu stundu

Eddie Nketiah bjargaði stigi fyrir Arsenal á sjöundu mínútu uppbótartíma þegar hann jafnaði metin gegn Fulham. Josh Maja hafði komið Fulham yfir af vítapunktinum fyrr í leiknum, en 1-1 jafntefli gerir lítið fyrir Fulham í fallbaráttunni.

Tatum stýrði Boston til sigurs

Jayson Tatum og Steph Curry voru með sýningu þegar Boston Celtics tók á móti Golden State Warriors í nótt. Curry skoraði 47 stig fyrir Golden State, en tvöföld tvenna Tatum skilaði sigri Boston manna. Tatum skoraði 44 stig og tók tíu fráköst og niðurstaðan fimm stiga sigur Boston, 119-114.

Evrópu­meistarar Lyon úr leik í Meistara­deildinni

Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap gegn Paris Saint-Germain í dag. Lyon vann fyrri leikinn 1-0, en PSG fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Ómar Ingi hafði betur í Íslendingaslagnum

Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg tóku á móti lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Melsungen í þýska handboltanum í dag. Ómar Ingi skoraði fimm mörk og hjálpaði liði sínu að vinna fjögurra marka sigur, 31-27. Arnar Freyr Arnarsson er í liði Melsungen, en hann komst ekki á blað í dag.

Guðný og Lára Kristín steinlágu gegn AC Milan

Guðný Árnadóttir og Lára Kristín Pedersen voru báðar í liði Napoli sem heimsótti AC Milan í ítalska boltanum í dag. Guðný var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn, en Lára Kristín kom inn á sem varamaður í hálfleik. AC Milan kláraði leikinn strax í fyrri hálfleik, en lokatölur urðu 4-0.

Toppbaráttan á Ítalíu lifir eftir sigur AC Milan

AC Milan héldu lífi í toppbaráttunni á Ítalíu með 2-1 sigri gegn Genoa á heimavelli í Serie A í dag. Sigurinn þýðir að Milan minnkar muninn á nágranna sína í Inter niður í átta stig, en Inter spilar gegn Napoli í kvöld.

Formúla 1 mætir til Miami

Formúla 1 verður haldin í fyrsta sinn í Miami í Flórída á næsta ári. Borgin og Formúla 1 gerðu tíu ára samning um keppni í borginni.

Baldvin Þór sló 39 ára gamalt Íslandsmet

Baldvin Þór Magnússon sló í gær 39 ára gamalt Íslandsmet í 1500 m hlaupi utanhúss þegar hann hljóp á Rick Erdmann Twilight mótinu í Richmond Kentucky. Baldvin hljóp vegalengdina á 3:40,74 mín, sem er tæplega sekúndu betri tími en gamla metið.

Tap hjá Guðmundi og New York í fyrsta leik

MLS deildin í Bandaríkjunum er farin af stað og Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði New York City FC sem heimsótti DC United í nótt. Guðmundur og félagar þurftu að sætta sig við 2-1 tap í fyrsta leik tímabilsins.

Chelsea vinnur bikarinn ef marka má söguna

Ef marka má þær leiktíðir sem Manchester City hefur verið slegið út úr undanúrslitum enska FA-bikarsins í knattspyrnu til þessa undir Pep Guardiola er ljóst að Chelsea verður bikarmeistari þann 15. maí næstkomandi.

Segir meiðsli De Bru­yne ekki líta vel út

Kevin De Bruyne fór meiddur af velli í 1-0 tapi Manchester City gegn Chelsea í gærkvöld er liðin mættust í undanúrslitum FA-bikarsins. Pep Guardiola segir meiðslin ekki líta vel út.

Von­brigði að við skyldum ekki gera meiri leik úr þessu

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvenna landsliðsins, var eðlilega ekki súr er hann ræddi við RÚV eftir tíu marka tap Íslands gegn Slóveníu í umspili fyrir HM í handbolta. Síðari leikurinn fer fram hér á landi á miðvikudaginn kemur.

Wol­ves felldi Sheffi­eld United

Fall Sheffield United úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur blasað við lengi en var endanlega staðfest í kvöld er liðið tapaði 1-0 fyrir Wolves.

Ýmir Örn öflugur í sigri Ljónanna

Ýmir Örn Gíslason átti mjög góðan leik er Rhein-Neckar Löwen vann Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 33-28.

Við vildum vera hug­rakkir

Thomas Tuchel hrósað liði sínu í hástert að loknum 1-0 sigri á Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir