Fleiri fréttir

Toppbaráttan á Ítalíu lifir eftir sigur AC Milan

AC Milan héldu lífi í toppbaráttunni á Ítalíu með 2-1 sigri gegn Genoa á heimavelli í Serie A í dag. Sigurinn þýðir að Milan minnkar muninn á nágranna sína í Inter niður í átta stig, en Inter spilar gegn Napoli í kvöld.

Formúla 1 mætir til Miami

Formúla 1 verður haldin í fyrsta sinn í Miami í Flórída á næsta ári. Borgin og Formúla 1 gerðu tíu ára samning um keppni í borginni.

Baldvin Þór sló 39 ára gamalt Íslandsmet

Baldvin Þór Magnússon sló í gær 39 ára gamalt Íslandsmet í 1500 m hlaupi utanhúss þegar hann hljóp á Rick Erdmann Twilight mótinu í Richmond Kentucky. Baldvin hljóp vegalengdina á 3:40,74 mín, sem er tæplega sekúndu betri tími en gamla metið.

Tap hjá Guðmundi og New York í fyrsta leik

MLS deildin í Bandaríkjunum er farin af stað og Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði New York City FC sem heimsótti DC United í nótt. Guðmundur og félagar þurftu að sætta sig við 2-1 tap í fyrsta leik tímabilsins.

Chelsea vinnur bikarinn ef marka má söguna

Ef marka má þær leiktíðir sem Manchester City hefur verið slegið út úr undanúrslitum enska FA-bikarsins í knattspyrnu til þessa undir Pep Guardiola er ljóst að Chelsea verður bikarmeistari þann 15. maí næstkomandi.

Segir meiðsli De Bru­yne ekki líta vel út

Kevin De Bruyne fór meiddur af velli í 1-0 tapi Manchester City gegn Chelsea í gærkvöld er liðin mættust í undanúrslitum FA-bikarsins. Pep Guardiola segir meiðslin ekki líta vel út.

Von­brigði að við skyldum ekki gera meiri leik úr þessu

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvenna landsliðsins, var eðlilega ekki súr er hann ræddi við RÚV eftir tíu marka tap Íslands gegn Slóveníu í umspili fyrir HM í handbolta. Síðari leikurinn fer fram hér á landi á miðvikudaginn kemur.

Wol­ves felldi Sheffi­eld United

Fall Sheffield United úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur blasað við lengi en var endanlega staðfest í kvöld er liðið tapaði 1-0 fyrir Wolves.

Ýmir Örn öflugur í sigri Ljónanna

Ýmir Örn Gíslason átti mjög góðan leik er Rhein-Neckar Löwen vann Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 33-28.

Við vildum vera hug­rakkir

Thomas Tuchel hrósað liði sínu í hástert að loknum 1-0 sigri á Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins í kvöld.

Olís deildin hefst 22. apríl

Að beiðni formannafundar HSÍ hefur verið tekin ákvörðun um það að breyta leikjafyrirkomulagi Íslandsmótsins í Olís deild karla. Mótið mun hefjast að nýju þann 22. apríl næstkomandi.

Kristianstad með bakið upp við vegg eftir tap í Íslendingaslag

Kristianstad tók á móti Skovde í öðrum leik undanúrslita í úrslitakeppninni í Svíþjóð. Gestirnir, með Bjarna Ófeig Valdimarsson, kláruðu góðan sex marka sigur, 27-33. Staðan í einvíginu er því 2-0 fyrir Skovde, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.

Fullyrða að Aron sé á leið til Álaborgar

Samkvæmt heimildum TV 2 í Danmörku er Aron Pálmarsson á leið í dönsku deildina í sumar. Aron mun ganga til liðs við Aalborg á þriggja ára samning þegar samningur hans við Barcelona rennur út í sumar.

Þrír leikmenn framlengja við Keflavík

Þeir Deane Williams, Arnór Sveinsson og Magnús Pétursson framlengdu allir samninga sína við Keflavík í dag. Þetta var tilkynnt á heimasíðu liðsins fyrr í dag.

Birkir Bjarnason skoraði í tapi Brescia

Birkir Bjarnason og félagar hans heimsóttu topplið Empoli í Serie B á Ítalíu í dag. Birkir minnkaði muninn fyrir gestina í 2-1, en þeir þurftu að sætta sig við 4-2 tap.

Rúnar Kárason markahæstur í sigri Ribe-Esbjerg

Rúnar Kárason var markahæsti maður vallarins þegar Ribe-Esbjerg lagði Mors-Thy í danska handboltanum 27-21. Daníel Þór Ingason er einnig í liði Ribe-Esbjerg, en hann komst ekki á blað.

Meistaradeildarsæti West Ham í hættu eftir tap gegn Newcastle

Newcastle krækti sér í þrjú mikilvæg stig með 3-2 sigri gegn West ham. Leikmenn Newcastle nýttu sér slæm mistök West Ham manna í fyrri hálfleik, en tíu leikmenn West Ham náðu að jafna leikinn áður en joe Willock skoraði sigurmarkið eftir rúma mínútu á vellinum.

Donovan Mitchell þurfti að fara af velli þegar Utah Jazz sigraði Indiana Pacers

Donovan Mitchell, leikmaður Utah Jazz í NBA deildinni, þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hann meiddist á ökkla. Mitchell hefur verið sjóðandi heitur undanfarið, og því mikið áfall fyrir liðið að missa þennan 24 ára skotbakvörð í meiðsli. Utah Jazz hélt út án Mitchell og vann að lokum 119-111.

Óvíst hvort Kane geti spilað úrslitaleikinn

Harry Kane er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Það fór því kaldur hrollur um stuðningsmenn Tottenham þegar þessi 27 ára framherji þurfti að fara af velli gegn Everton í gærkvöldi eftir að hafa meiðst á ökkla.

Mögnuð tölfræði Everton og Gylfa Þórs

Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik í liði Everton sem tók á móti Tottenham í gær. Gylfi skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli, og Gylfi hefur nú tryggt 19 stig fyrir þá bláklæddu.

Kevin Durant dró vagninn fyrir Brooklyn Nets

Kevin Durant og félagar hans í Brooklyn Nets áttu ekki í miklum vandræðum þegar Charlotte Hornets kíktu í heimsókn í nótt. Hornets unnu fyrsta leikhlutann en Brooklyn tóku hægt og bítandi völdin og unnu að lokum sannfærandi sigur, 130-115.

Flug­elda­sýning hjá KR en Du­sty enn á toppnum

Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli.

„Skil ekki Manchester United“

Vladimir Coufal, hægri bakvörður West Ham, skilur ekkert í því að Manchester United hafi látið Jesse Lingard fara frá félaginu.

Einar Baldvin í Gróttu

Markvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson er genginn í raðir Gróttu í Olís-deild karla en hann kemur frá Val.

Í beinni: Toppslagur í Voda­fone­deildinni

Þrír leikir eru á dagskrá Vodafone-deildarinnar í CS:GO í kvöld. Fyrsti leikur hefst klukkan 19.30 og standa herlegheitin yfir þangað til leiks XY og Dusty lýkur en hann hefst klukkan 21.30.

Hefur sex sinnum sagt nei við Chelsea

Samkvæmt The Athletic hefur Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hafnað Chelsea sex sinnum en þetta kemur fram á enska fjölmiðlinum í dag.

Fengu skell í toppslagnum

Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Esbjerg fengu skell í toppslagnum gegn Viborg í dönsku B-deildinni.

Sjá næstu 50 fréttir