Fleiri fréttir

Klopp segir tap kvöldsins mikið á­fall

Það var þungt hljóðið í Jürgen Klopp – þjálfara Englandsmeistara Liverpool – eftir fimmta tap liðsins í röð á Anfield. Að þessu sinni var það Chelsea sem fór með þrjú stig heim frá Liverpool-borg, lokatölur 0-1 þökk sé sigurmarki Mason Mount.

Viðar Örn: Ég var að teikna upp kerfi og svo kemur höggið

„Ég er hrikalega stoltur af mínum mönnum að klára þetta hérna. Svekktur að hafa ekki farið með þetta í átta stigin. Ég skora bara á KKÍ að setja deildina í þrefalda umferð þannig að þetta innbyrðis dæmi hætti,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir sigur hans manna í Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld.

Síðari hálf­leikur varð Valencia að falli

Það eru hverfandi líkur á því að Valencia komist í úrslitakeppni EuroLeague. Martin Hermannsson og félagar töpuðu fyrir Maccabi Tel Aviv með tólf stiga mun í kvöld, lokatölur 84-72.

Kefla­vík valtaði yfir Þórsara

Keflavík fór illa með Þór frá Akureyri er liðin mættust í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Keflavík 102-69 heimamönnum í vil.

Totten­ham slapp með skrekkinn gegn Ful­ham

Tottenham Hotspur vann 1-0 útisigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Eina mark leiksins kom eftir að Dele Alli – sem byrjaði leikinn óvænt – átti skot sem fór í Tosin Adarabioyo, varnarmann Fulham.

Timo Werner viss um að mörkin fari að koma

Timo Werner gekk til liðs við Chelsea frá RB Leipzig seinasta sumar fyrir 53 milljónir punda. Þessi þýski sóknarmaður sem skoraði 28 mörk í 34 leikjum fyrir Leipzig á seinasta tímabili, en hefur nú aðeins skorað fimm mörk í 25 leikjum fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Sara Björk kom inná í sigri Lyon

Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði seinasta hálftíman í 2-0 sigri Lyon gegn Brøndby í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lyon var mun sterkari aðilinn og sigurinn verðskuldaður.

Solskjær sendi De Gea í fæðingarorlof

David de Gea, markvörður Manchester United, er farinn til Spánar en eiginkona hans, poppstjarnan Edurne, á von á þeirra fyrsta barni. Dean Henderson verður því í marki United í næstu leikjum.

„Áfall fyrir Guðna að koma tillögunni ekki í gegn"

Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fengu Atla Viðar Björnsson til sín í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og þar var meðal annars rætt um þau vonbrigði íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar að geta ekki sæst á eina leið til að fjölga leikjum í efstu deild á Íslandi.

NBA: Harden í þrennuham á gamla heimavellinum

James Harden fór á kostum á móti sínum gömlu félögum og á sínum gamla heimavelli. Philadelphia 76ers vann uppgjör bestu liða deildanna og Los Angeles Lakers tapaði naumlega á hvíldarkvöldi LeBron James.

Dag­skráin í dag: Fimmtu­dags­veisla

Það er nóg um að vera á þessum fyrsta fimmtudegi mars mánaðar á sportrásum Stöðvar 2 Sports en alls eru níu beinar útsendingar á dagskránni í dag.

Sjá næstu 50 fréttir