Fleiri fréttir

Liverpool og United hafa áhuga á staðgengli Bruno Fernandes

Þó að Bruno Fernandes hafi frá fyrsta degi orðið lykilmaður hjá Manchester United við komuna frá Sporting Lissabon hefur portúgalska félagið spjarað sig afar vel án hans. Staðgengill hans hefur raunar komið að fleiri mörkum en Fernandes hafði gert á síðustu leiktíð.

Heimildin er ég sjálfur

JJ Watt, varnarmaðurinn frábæri í NFL-deildinni, hefur fundið sér nýtt lið í ameríska fótboltanum og hann skaut aðeins á „skúbbarana“ þegar hann tilkynnti þetta.

Boris styður að Bretland og Írland haldi HM saman

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir að nú sé rétti tíminn fyrir Bretland og Írland til að halda saman heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Þjóðirnar gætu sent inn sameiginlegt framboð um að fá að halda HM 2030.

„Hann bombaði þennan leik og var algjörlega frábær“

Stjarnan í sigri Valsmanna á FH-ingum í Olís deildinni í gær var mjög efnilegur leikmaður sem hefur ekki fengið alveg að njóta sín hjá Val í vetur. Hann greip aftur á móti tækifærið með báðum höndum þegar hann fékk það í stórleiknum á Hlíðarenda í gærkvöldi.

Albert í liði vikunnar

Albert Guðmundsson var í liði vikunnar hjá fjölmiðlinum AD eftir umferð helgarinnar í hollenska boltanum.

Real varð af ansi mikilvægum stigum

Real Madrid gerði 1-1 jafntefli við Real Sociedad á heimavelli í Spánarsparki og varð því af mikilvægum stigum í toppbaráttunni.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 33-26 | Heimamenn í stuði

Valur vann frábæran sigur í Origo höllinni í kvöld þegar FH mætti í heimsókn. Það vantaði marga lykilmenn í lið Vals og má segja að þetta var hið fullkomna svar við þeim skakkaföllum sem blasti við liðinu fyrir leik.

„Þeim leið illa í 60 mínútur“

Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu í handbolta, var að vonum svekktum með frammstöðu sinna manna eftir tap á móti Haukum í kvöld. Lokatölur leiksins 27-15.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Njarðvík 91-89 | Naumur sigur Þórs

Þór Þorlákshöfn vann í kvöld nauman sigur gegn Njarðvík í Icelandic Glacial Höllinni, lokatölur 91-89. Heimamenn leiddu með 10-15 stigum nánast allan leikinn, en gestirnir hleyptu spennu í leikinn á lokakaflanum. Á endanum lönduðu Þórsarar þó naumum sigri og tilla sér upp að hlið Keflavíkur á toppi deildarinnar, allavega tímabundið.

„Þarf að vinna málið betur“

„Nú þarf bara að setjast niður, ræða málin og ná samstöðu,“ segir Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, eftir ársþing KSÍ um helgina. Þar var tillaga Fram um 14 liða efstu deild karla felld, sem og tillaga stjórnar KSÍ um fjölgun leikja með því að taka upp úrslitakeppni í deildinni.

Landsliðskona í Fjölni

Körfuboltakonan Sigrún Björg Ólafsdóttir gengur í raðir Fjölnis þegar hún lýkur keppni með Chattanooga Mocs í bandaríska háskólaboltanum.

Sjá næstu 50 fréttir