Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Þór Akureyri – KR 88-92 | Reynslusigur hjá KR

Hvernig má það vera að lið sem tekur 20 sóknarfráköst á móti 23 varnarfráköstum andstæðinganna nær ekki að vinna? Það getur auðvitað allt gerst í körfubolta en þetta var það nákvæmlega sem gerðist í kvöld þegar Þórsarar tóku á móti KR-ingum í Höllinni.

„Valur fékk mikla virðingu frá dómaraparinu”

Leikur Vals og Þórs í Olís deild karla var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirra seinustu. Þór var betri aðilinn framan af leik og máttu þeir vera svekktir með að hafa tapað leiknum 30-27.

Pirraður á spurningu blaða­manns

HM í Egyptalandi er fyrsta heimsmeistaramótið í handbolta sem er með 32 lið. Gæði mótsins voru til umræðu á blaðamannafundi Dana í gær og þjálfari Dana, Nikolaj Jacobsen, var ekki par hrifinn af spurningu blaðamanns.

Ekki ásættanlegt að gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi

„Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þá niðurstöðu að ráða ekki Elísabetu Gunnarsdóttur í starf landsliðsþjálfara samhliða starfi hennar sem þjálfari Kristianstad.

Klopp: Ekki hafa áhyggjur af okkur

Stuðningsmenn Liverpool eru margir hverjir að fara á taugum. Vandræði Englandsmeistaranna héldu áfram í gær með tapi á móti erkifjendunum og Liverpool hefur enn ekki unnið „alvöru“ lið á árinu 2021.

Chelsea staðfestir brottreksturinn

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann Frank Lampard eftir slælegt gengi í ensku úrvalsdeildinni.

Tuchel líklegastur til að taka við Chelsea

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Thomas Tuchel sé líklegastur til að taka við Chelsea af Frank Lampard sem verður sagt upp störfum hjá félaginu í dag.

Ýmir var bestur í íslenska liðinu á HM

Ýmir Örn Gíslason var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins samkvæmt meðaleinkunn strákanna okkar í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta.

Robertson reyndi að öskra Greenwood úr jafnvægi

Andy Robertson greip til nokkuð óhefðbundis bragðs til að koma í veg fyrir að Mason Greenwood skoraði í leik Manchester United og Liverpool í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í gær. United vann leikinn, 3-2.

Celtic-hetjur minnast Jóhannesar

Packie Bonner og Murdo Macleod eru meðal Celtic-hetja sem minnast Jóhannesar Eðvaldssonar sem lést í gær, sjötugur að aldri.

Maga­kveisa að hrjá leik­menn á HM í Egypta­landi

Það virðist sem maturinn í Egyptalandi hafi farið illa í ýmsa landsliðsmenn en mjög margir leikmenn á HM í handbolta voru óleikfærir í gær vegna magakveisu. Alls voru fjórir leikmenn Slóveníu fjarverandi í jafnteflinu gegn Egyptalandi.

Jóhannes Eð­valds­son látinn

Fyrrum landsliðsmaðurinn Jóhannes Eðvaldsson er látinn sjötugur að aldri. Jóhannes lék knattspyrnu með skoska stórveldinu Celtic á áttunda áratug síðustu aldar. Var hann í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins.

Atlético komið með sjö stiga for­ystu á toppnum

Atlético Madrid kom til baka gegn Valencia og vann 3-1 sigur er liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni. Lærisveinar Diego Simeone eru þar af leiðandi komnir með sjö stiga forystu á toppi La Liga.

Sjá næstu 50 fréttir