Fleiri fréttir

Steph Curry farinn að finna fyrir aldrinum

Hinn 32 ára gamli Steph Curry segist vera farinn að finna fyrir aldrinum eftir að hitta nýliðana sem Golden State Warriors – lið hans í NBA-deildinni í körfubolta – valdi í nýliðavali deildarinnar á dögunum.

Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði.

Æfinga- og keppnisbann enn við lýði

Gildandi sóttvarnareglur hafa verið framlengdar til 9. desember. Það þýðir m.a. áframhaldandi bann við æfingum og keppni hjá íslensku íþróttafólki.

Gerir Ajax usla í fyrstu heimsókn sinni á Anfield í 54 ár?

Liverpool tekur á móti Ajax í D-riðli Meistaradeildar Evrópu klukkan 20:00 í kvöld. Með sigri tryggja Englandsmeistararnir sér sæti í sextán-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hollenskur sigur sprengir riðilinn í loft upp.

Leik Ra­vens og Steelers frestað í annað sinn

Stórleik Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens hefur verið frestað á nýjan leik. Leikurinn var á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 eftir miðnætti í kvöld. Hefur leiknum nú verið frestað þangað til á morgun, miðvikudag.

Sjá næstu 50 fréttir