Fleiri fréttir

LeBron kann að velja sér réttu leikmennina

LeBron James hefur unnið alla þrjá Stjörnuleikina síðan að núverandi kerfi var tekið upp og tveir atkvæðamestu leikmenn kosningarinnar fóru að kjósa í lið.

Todd Cantwell eftirsóttur | Liverpool líklegast

Talið er að ríkjandi Evrópu- og verðandi Englandsmeistarar Liverpool séu líklegasti áfangastaður hins unga Todd Cantwell þegar félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeildarinnar opnar aftur í sumar.

Barcelona fær leyfi til að fá leikmann

Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður.

Pep segist vera áfram þó bannið standi

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur sagt vinum sínum að hann verði áfram við stjórnvölin hjá enska félaginu þó svo að bann þeirra frá Evrópukeppnum standi. Þetta kom fram á vef BBC fyrr í dag.

Missir Ajax sína helstu leikmenn í sumar?

Nú, rétt rúmu ári eftir að Ajax tapaði á dramatískan hátt gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, virðist sem nær allir leikmenn félagsins sem byrjuðu síðari leik liðanna séu á förum.

Dr. Dre hyllti Kobe með stórbrotnu myndbandi

Stjörnuleikur NBA deildarinnar fór fram í nótt. Þar var sýnt stórbrotið myndband til minningar um Kobe Bryant sem tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Dr. Dre setti saman. Finna má myndbandið í fréttinni.

Fékk gult spjald er hann gekk af velli eftir kynþáttaníð | Myndband

Moussa Marega, leikmaður Porto, gekk af velli er liðið mætti Vitoria Guimarães í gærkvöld í portúgölsku úrvalsdeildinni. Marega varð fyrir kynþáttaníði er áhorfendur öskruðu apahljóð í áttinu að honum. Fékk Marega gult spjald frá dómara leiksins fyrir að ætla að ganga af velli.

Hvítu riddararnir í gær: Við elskum mömmur okkar

Stuðningsmannasveit handboltaliðs Eyjamanna bauð aftur upp á mæðramyndir á hliðarlínunni í gær þegar ÍBV rúllaði upp toppliði Hauka. Þær voru hins vegar af allt öðrum toga en síðast.

Léttklæddar laxaflugur

Nú sitja margir veiðimenn sveittir við að hnýta flugur fyrir komandi tímabil og við ætlum að hjálpa aðeins til með því að koma með góðar hugmyndir sem oft reynast vel.

Hetjan úr München flugslysi Manchester United liðsins er látin

Harry Gregg, fyrrum markvörður Manchester United og norður írska landsliðsins er látinn 87 ára að aldri. Hann var einn af goðsögnum félagsins, bæði fyrir spilamennsku sína en ekki síst fyrir hetjudáðir sínar á einni erfiðustu stundunni í sögu Manchester United.

Erlingur hótaði dómurum

Dómstóll EHF, Evrópska handknattleikssambandsins, sektaði tvo meðlimi hollenska handbolta landsliðsins fyrir óviðunandi og óíþróttamannslega hegðun gagnvart dómurum EHF. Annar þeirra var Erlingur Richardsson, þjálfari liðsins.

Þjálfarar bikarmeistaranna allir úr Borgarfirði

Fjórir þjálfarar og aðstoðarþjálfarar sem fögnuðu bikarmeistaratitlunum tveimur í körfubolta í gær eiga að minnsta kosti eitt annað sameiginlegt. Þeir eru allir Borgfirðingar.

Real Madrid missteig sig gegn Celta Vigo

Real Madrid er áfram á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-2 jafntefli gegn Celta Vigo í kvöld. Forskot þeirra er þó aðeins eitt stig á erkifjendurna í Barcelona.

Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig.

Tap hjá Aron Elís í fyrsta leik | Eggert í sigurliði

Aron Elís Þrándarson lék sinn fyrsta leik fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni í dag er liðið tapað 2-0 fyrir Bröndby. Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði SønderjyskE sem lagði Hobro af velli 3-1 fyrr í dag.

Gunnar: Við skulum horfa á staðreyndir

Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, játaði því að það hafi oft verið skemmtilegra að vera í Vestmannaeyjum en núna. Lið hans mátti þola átta marka tap, 36-28, og hefur þar af leiðandi tapað síðustu þremur leikjum sínum.

VAR tók vítaspyrnu af Viðari Erni

Viðar Örn Kjartansson var að gera sig líklegan til að skora sitt fyrsta mark í Tyrklandi áður en VAR tók færið af honum.

Sjá næstu 50 fréttir