Fleiri fréttir

Twitter eftir leik: Léttir fyrir Ikea

Ísland tapaði í lokaleik sínum á EM gegn Svíum í kvöld. Svíar höfðu yfirhöndina allan leikinn og lítið um jákvæðni hjá íslensku stuðningsmönnunum á Twitter.

Keflavík og Haukar með góða sigra

Kvennalið Hauka er komið í 4.sæti Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik eftir sigur á Grindavík í framlengdum leik í kvöld. Þá vann Keflavík 30 stiga sigur á Breiðabliki.

Litla baunin leysir ljónið frá Svíþjóð af hólmi

Javier Hernandez eða "Chicharito“ eins og hann er oftar en ekki kallaður er genginn til liðs við LA Galaxy í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Þar mun hann leysa Zlatan Ibrahimovic af hólmi en Zlatan gekk til liðs við ítalska stórveldið AC Milan fyrr á þessu ári.

Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins.

Í beinni í dag: Uppgjör toppliðanna

Það er heldur rólegur miðvikudagur á rásum Stöð 2 Sport en aðeins einn leikur er í beinni dagskrá í dag. Sá leikur er þó ekki af verri endanum en Reykjavíkur stórveldin KR og Valur mætast í Dominos deild kvenna.

Kevin De Bruyne í sérflokki

Belginn Kevin De Bruyne er engum líkur. Stoðsending hans í sigurmarki Sergio Agüero var hans 15. á leiktíðinni. Er þaðí þriðja skipti sem hann leggur upp 15 mörk eða fleiri á einni og sömu leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni. Enginn annar leikmaður í sögu deildarinnar hefur gert slíkt hið sama.

Hector Bellerin tryggði 10 leikmönnum Arsenal stig á Brúnni

Arsenal náði jafntefli gegn Chelsea í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera manni færri í 65 mínútur eftir að David Luiz fékk rautt spjald. Hector Bellerin, fyrirliði Arsenal, bjargaði stigi fyrir gestina með frábæru skoti undir lok leiks. Lokatölur 2-2.

Agüero kom City til bjargar | Ótrúleg endurkoma Newcastle á Goodison Park

Fimm af sex leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er nú lokið. Sergio Agüero tryggði Manchester City -1-0 sigur á Sheffield United. Moise Kean braut loks ísinn fyrir Everton sem komst í 2-0 gegn Newcastle United á heimavelli en gestirnir komu til baka og skoruðu tvívegis í uppbótartíma, lokatölur því 2-2 á Goodison Park. Þá unnu AFC Bournemouth og Aston Villa loks leik. Öll úrslit kvöldsins má finna í fréttinni.

Svíar komnir á blað í milliriðlinum eftir sigur á Ungverjum

Svíþjóð landaði loks sigri í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta er liðið lagði Ungverja af velli með sex marka mun í Malmö í kvöld. Lokatölur leiksins 24-18 sem þýðir að Noregur hefur þar með tryggt sér sæti í undanúrslitum en Norðmenn lögðu okkur Íslendinga af velli fyrr í dag, 31-28.

Tindastóll síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikarsins

Tindastóll varð í kvöld fjórða liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikars karla með einkar öruggum 30 stiga sigri gegn Þór Akureyri, lokatölur leiksins 99-69 Stólunum í vil. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í gær en hafði verið frestað vegna veðurs. Ljóst var fyrir leik að sigurvegari rimmu kvöldsins myndi mæta ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum.

Haukur: Ekkert stress í mér

Haukur Þrastarson spilað vel þegar Ísland tapaði fyrir sterku liði Noregs á EM í handbolta í dag.

Sjá næstu 50 fréttir