Fleiri fréttir

Sigruðu Dani í undanúrslitum

Þeir Kári Gunnarsson og Davíð Bjarni Björnsson eru komnir í úrslit í tvíliðaleik karla í badminton á Reykjavíkurleikunum, RSL Iceland International. Sigruðu þeir par frá Danmörku í undanúrslitum.

Spánverjar Evrópumeistarar 2020

Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir tveggja marka sigur á Króötum í frábærum úrslitaleik. Lokatölur í Tele2 höllinni í Stokkhólmi 22-20 Spánverjum í vil. Annað skiptið í röð sem Spánverjar landa Evrópumeistaratitlinum.

„Hann er eins og Terminator eða Sauron með hringinn“

Svona lýsa Tim Spiers og James Pearce, blaðamann The Athletic, hinu eldfljóta og nautsterka afmælisbarni dagsins, Adama Traore. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, fór fögrum orðum um Traore eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni nýverið.

Mourinho ekki par sáttur með Inter Milan

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, hefur gagnrýnt ítalska félagið Inter Milan vegna þess hve seint þeir virðast ætla að næla í hinn danska Christian Eriksen. Aðeins eru fimm dagar eftir af félagaskiptaglugganum og finnst Mourinho kaupin vera ganga í gegn of seint.

Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor

Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins, er við það að ganga til liðs við Yeni Malatyaspor sem leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu fyrr í dag.

Ótrúleg endurkoma Horsens undir stjórn Finns

Lærisveinar Finns Freys Stefánssonar í Horsens unnu hreint út sagt ótrúlegan 82-76 sigur á Svendborg Rabbits á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta fyrr í dag. Svendborg Rabbits voru á einum tímapunkti 31 stigi yfir í leik dagsins en Horsens tókst einhvern veginn að vinna leikinn með sex stiga mun.

Padova mistókst að setja pressu á liðin fyrir ofan sig

Padova, lið Emils Hallfreðssonar, gerði í kvöld 1-1 jafntefli er liðið mætti Carpi á útivelli í ítölsku C-deildinni. Var þetta fyrsti leikur Padova undir stjórn Andrea Mandorlini en sá þjálfaði Emil hjá Hellas Verona fyrir nokkrum árum.

Norðmenn brjálaðir | Átti sigurmark Króatíu að standa?

Zeljo Musa skoraði sigurmark Króatíu í tvíframlengdum undanúrslitaleik liðsins gegn Noregi í gær þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir á klukkunni. Norðmenn eru brjálaðir þar sem þeir segja að markið hafi verið ólöglegt. Leiknum lauk með eins marks sigri Króatíu, 29-28.

Basti: Þessi hópur þarf að girða upp um sig

Sebastian Alexandersson sagði eftir leik að Valur væri þremur ef ekki fjórum númerum of stórar fyrir Stjörnunna eins og staðan er í dag. Hann segir að liðið þurfi að rífa sig í gang fyrir komandi verkefni

Sjóðandi heitur Lewandowski kom Bayern á bragðið

Bayern München vann öruggan 5-0 sigur á Schalke 04 á Allianz vellinum í München í dag. Bæjarar eru þar af leiðandi aðeins einu stigi á eftir RB Leipzig sem situr á toppi deildarinnar en Leipzig tapaði 2-0 fyrir Eintracht Frankfurt í dag.

Fyrrum þjálfari Emils tekinn við Padova

Lið Emils Hallfreðssonar í ítölsku C-deildinni, Calcio Padovem skipti í vikunni um knattspyrnustjóra. Salvatore Sullo var látinn taka poka sinn og í hans stað kom Andrea Mandorlini. Sá er góðvinur Emils Hallfreðssonar en þeir störfuðu saman hjá Hellas Verona á sínum tíma og er Emil mjög spenntur fyrir komandi samstarfi.

ÍBV vann Þór/KA örugglega á heimavelli

ÍBV vann öruggan 11 marka sigur á Þór/KA í Olís deild kvenna í dag, lokatölur 26-15. Sigurinn þýðir að ÍBV er komið upp að hlið Þór/KA í Olís deildinni.

Jón Daði kom inn af bekknum er Millwall datt út úr FA bikarnum | Öll úrslit dagsins

Jón Daði Böðvarsson og félagar í B-deilarliði Millwall töpuðu á heimavelli gegn Sheffield United í FA bikarnum í dag. Jóhann Berg Guðmundsson var hvergi sjáanlegur er Burnley tapaði á heimavelli gegn Norwich City. Þá stýrði Slaven Bilic lærisveinum sínum í West Bromwich Albion til sigurs gegn sínum gömlu lærisveinum í West Ham United. Öll úrslit dagsins má finna í fréttinni.

Börsungar töpuðu á Mestalla

Spánarmeistarar Barcelona heimsóttu bikarmeistara Valencia í spænska boltanum í dag. Líkt og í bikarúrslitunum á síðustu leiktíð höfðu Valencia betur, að þessu sinni 2-0.

Sjá næstu 50 fréttir