Fleiri fréttir

Fyrsta tap Real Madrid í deildinni kom gegn Mallorca

Þrátt fyrir erfiðleika í upphafi var Real Madrid á toppi spænsku deildarinnar fyrir leiki dagsins. Þökk sé sigri Barcelona fyrr í dag þá þurfti Real sigur til að komast aftur á toppinn. Það tókst ekki í dag þar sem Mallorca vann 1-0 heimasigur. Var þetta fyrsti sigur Mallroca á Real Madrid í heilan áratug.

Björn Bergmann kom af bekknum er Zenit slátraði Rostov

Íslendingalið Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur átt betri daga en liðið tapaði 6-1 fyrir Zenit St. Pétursborg í dag. Fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig. Þá gerðu Viðar Örn Kjartansson og félagar í Rubin Kazan markalaust jafntefli gegn Spartak Moskvu á útivelli. Þá komu þeir Willum Þór Willumsson og Rúnar Alex Rúnarsson ekki við sögu hjá sínum liðum í dag.

Teitur Örn og Ólafur Andrés fóru mikinn í sigri Kristianstad

Kristianstad vann átta marka sigur á Chekovskiye Medvedi í Meistaradeild Evrópu í handbolta, lokatölur 36-28 en samtals skoruðu Íslendingarnir tveir átta af mörkum liðsins. Þá vann Kiel þriggja marka sigur á Montpellier en Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað.

Gylfi Þór: Frábær frammistaða hjá strákunum

Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Everton er liðið mætti West Ham United á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór nýtti hins vegar mínúturnar heldur betur vel en hann skoraði glæsilegt mark sem tryggði Everton 2-0 sigur. Eftir leik var íslenski landsliðsmaðurinn tekinn í viðtal á BT Sport.

Valencia náði í stig í Madrid

Atletico Madrid missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið gerði jafntefli við Valencia á heimavelli.

Alli bjargaði stigi fyrir Tottenham

Mark Dele Alli á lokamínútum leiks Tottenham og Watford kom í veg fyrir að Watford næði í sinn fyrsta sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni.

HK hafði betur í Mosfellsbæ

Afturelding er enn án stiga í Olísdeild kvenna eftir tap gegn HK á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í dag.

Lazio bjargaði stigi á heimavelli

Lazio kom til baka gegn Atalanta og náði í jafntefli í mikilvægum leik í toppbaráttunni í ítölsku úrvalsdeildinni.

Barcelona á toppinn

Barcelona fór á topp La Liga deildarinnar með öruggum sigri á Eibar í dag.

Huddersfield bjargaði stigi í Blackburn

Huddersfield náði í mikilvægt stig í fallbaráttunni í ensku Championship deildinni þegar liðið kom til baka og náði í jafntefli gegn Blackburn Rovers.

Gylfi skoraði í mikilvægum sigri

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Nýjar áskoranir fram undan hjá Birgi

Sigursælasti kylfingur Íslands, Birgir Leifur Hafþórsson, segir óvíst hvað framtíðin ber í skauti með sér en hann hóf nýlega MBA-nám. Hann útilokar ekki að reyna aftur að komast í atvinnumennskuna en einbeitir sér nú að námi og þjálfun yngri kylfinga.

Gunnar tekinn við Þrótti

Gunnar Guðmundsson er nýr þjálfari Þróttar Reykjavíkur. Félagið tilkynnti um ráðningu hans í kvöld.

Tvö rauð í sigri PSG í Nice

Paris Saint-Germain vann öruggan sigur á níu mönnum Nice í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Jafntefli í Cardiff

Cardiff og Sheffield Wednesday gerðu jafntefli í eina leik kvöldsins í ensku B-deildinni í fótbolta.

Páll Viðar tekinn við Þórsurum

Páll Viðar Gíslason mun stýra liði Þórs í Inkasso deild karla næsta sumar en hann var ráðinn þjálfari Þórsara í dag.

Sjá næstu 50 fréttir