Fleiri fréttir

Drogba útilokar ekki fernuna

Didier Drogba, leikmaður Chelsea, útilokar ekki að Chelsea eigi möguleika á að vinna fjóra titla á leiktíðinni.

Paulo Bento kemur með Portúgal á Laugardalsvöllinn

Paulo Bento var í dag ráðinn þjálfari portúgalska landsliðsins í fótbolta og tekur hann við starfi Carlos Queiroz sem var rekinn fyrr í þessum mánuði. Paulo Bento gerði samning við portúgalska sambandið fram yfir úrslitakeppni EM 2012.

Keflavík og KR tryggðu sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna

Það verða Íslandsmeistarar KR og Keflavík sem mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna en undanúrslit keppninnar fóru fram í kvöld. Keflavík vann tíu stiga sigur á Hamar í Hveragerði á sama tíma og KR vann tveggja stiga sigur á bikarmeisturum Hauka í DHL-höllinni.

Benitez: Stjórnarmenn Liverpool vissu ekkert um fótbolta

Rafael Benitez, þjálfari Internazionale Milano á Ítalíu, er ekki búinn að segja sitt síðasta í orðastríðinu við sitt gamla félag Liverpool. Benitez lætur nú síðast stjórnina hjá Liverpool heyra það en það hefur komið vel fram í fjölmiðlum að Benitez náði aldrei vel saman við stjórnarmenn félagsins.

Guðmundur Pétursson með slitið krossband

Blikinn Guðmundur Pétursson hefur fengið það staðfest að hann er með slitið krossband en hann meiddist á hné á móti sínum gömlu félögum í KR í 20. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Lothar Matthäus tekur við búlgarska landsliðinu

Lothar Matthäus, fyrrum fyrirliði heimsmeistaraliðs Þjóðverja, verður næsti landsliðsþjálfari Búlgara en hann tekur við stöðunni af Stanimir Stoilov sem sagði af sér eftir að Búlgarir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM á móti Englandi og Svartfjallalandi.

Given fæst ekki ódýrt

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að félagið ætli sér ekki að selja markvörðinn Shay Given á afsláttarverði.

Heidfeld spenntur fyrir endurkomuna í fljóðljósunum í Singapúr

Formúlu 1 ökumaðurinn Nick Heidfeld var nýlega ráðinn ökumaður Sauber liðsins í stað Pedro de la Rosa og keppir í Singapúr um næstu helgi í flóðlýstri keppni. Heidfeld var ökumaður BMW í fyrra, en var síðan varaökumaður Mercedes þar til Pirelli dekkjafyrirtækið réð hann til sín sem þróunarökumann á dögunum.

Fabregas frá í 2-3 vikur

Arsenal hefur nú staðfest að Cesc Fabregas verði frá í tvær eða þrjár vikur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Sunderland um helgina.

Wenger tekur út bann í kvöld

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur gengst við kæru enska knattspyrnusambandsins og mun taka út bann í leiknum gegn Tottenham í kvöld.

Vilja halda Bjarna

Forráðamenn knattspyrnudeildar Stjörnunnar vilja halda Bjarna Jóhannssyni sem þjálfara meistaraflokks karla.

Berbatov: Sumarvinnan borgar sig

Dimitar Berbatov segir að sú vinna sem hann lagði á sig í sumar sé að borga sig nú í upphafi tímabilsins hjá Manchester United.

Gylfi: Mikil áskorun að mæta Bayern

Gylfi Þór Sigurðsson vonast til þess að fá sæti í byrjunarliði Hoffenheim þegar liðið mætir Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Redknapp: Sandro eins og Sókrates

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að leikstíll Sandro eigi margt sameiginlegt með brasilísku goðsögninni Socrates.

Stuðningsmenn ÍBV fóru inn í matsal Stjörnumanna

Þrír stuðningsmenn ÍBV fóru inn í matsal Stjörnumanna eftir leik liðanna í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. „Þetta voru einhverjir þrír strákar með bjór og alger dólgslæti,“ segir Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fótbolti.net.

Eiður: Hef þurft að leggja mikið á mig

Eiður Smári Guðjohnsen segir að hann hafi þurft að leggja mikið á sig til að koma sér í form hjá Stoke City en hann gekk til liðs við félagið í lok síðasta mánaðar.

Cristiano Ronaldo kemst ekki í nýtt úrvalslið ensku úrvalsdeildarinnar

Það er nóg af leikmönnum Manchester United í nýju úrvalsliði enska úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Stuðningsaðili deildarinnar, Barclays, setti af stað könnun á því á dögunum hvaða ellefu leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar eru þeir bestu í sínum stöðum.

Mourinho: Minn ferill verður jafnlangur og hjá Ferguson

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var eins og vanalega í essinu sínu þegar hann mætti á blaðamannafund á Santiago Bernabeu í dag en þar talaði hann um að fá að þjálfa spænska stórliðið væri eins og að komast til tunglsins.

Snæfellingar með 21 árs gamlan Letta á reynslu

Íslandsmeistarar Snæfells í körfubolta karla eru með 21 árs gamlan Letta á reynslu hjá sér og spilaði hann með liðinu á móti Fjölni í átta liða úrslitum Lengjubikars karla á sunnudagskvöldið. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells.

FIFA leiðréttir Dómaranefnd KSÍ - víti Halldórs Orra var ólöglegt

Dómaranefnd KSÍ hafði ekki rétt fyrir sér þegar hún gaf frá sér yfirlýsingu um að vítið, sem Halldór Orri Björnsson tók fyrir Stjörnuna á móti FH í 20. umferð Pepsi-deildar karla, hafi verið löglegt. Dómaranefnd FIFA var send „klippa“ af atvikinu og hefur hún sent KSÍ sitt álit.

Fabregas ætlar að koma til baka eftir tvær vikur

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segist stefna á það að vera byrjaður aftur að spila eftir tvær vikur en hann meiddist aftan í læri í jafnteflisleiknum á móti Sunderland um helgina.

Stefán Logi fékk á sig þrjú mörk á móti Haugesund

Lilleström gerði 3-3 jafntefli á móti Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Stefán Logi Magnússon stóð í marki liðsins og Björn Bergmann Sigurðarson sat á bekknum allan tímann.

Virgin liðið prófar belgískan ökumann

Virgin liðið, sem er styrkt af Richard Branson í Formúlu 1 hefur ákveðið að belgískur ökumaður sem heitir Jerome D´Ambrosio keyri bíl liðsins á föstudagsæfingum í fjórum mótum af fimm sem eftir eru.

Stelpurnar stútuðu Litháen í fyrsta leiknum

Íslenska 17 ára landsliðið vann risasigur í fyrsta leik sínum í sínum riðli í undankeppni EM en íslenska liðið vann 14-0 sigur á Litháen í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss) og Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH) skoruðu báðar þrennu í leiknum.

KR og Keflavík jöfnuðu met Njarðvíkinga - undanúrslitin klár

KR og Keflavík komust í gær í undanúrslit Lengjubikars karla í körfubolta ásamt Snæfell og Grindavík. Þau jöfnuðu þar með met Njarðvíkinga sem sátu eftir í 8 liða úrslitum eftir tap á heimavelli fyrir Grindavík. Öll þrjú félögin hafa nú tólf sinnum komist í undanúrslit Fyrirtækjabikarsins síðan hann fór fyrst fram árið 2006 en keppnin fer nú fram í fimmtánda sinn.

Schumacher: Mótið í Singapúr ævintýri

Michael Schumacher hjá Mercedes telur að Formúlu 1 mótið í Singapúr um næstu helgi verði spennandi viðfangsefni. Schumacher keyrir brautina í fyrsta skipti og liðsfélagi hans Nico Rosberg segir mótið einn af hápunktum keppnistímabilsins.

Van Gaal vill gerast landsliðsþjálfari

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, segir að Louis van Gaal, knattspyrnustjóri liðsins, vilji aftur fá tækifæri til að gerast landsliðsþjálfari áður en ferlinum lýkur.

Sjá næstu 50 fréttir