Fleiri fréttir

King að verða klár fyrir fyrsta leik

Miðvörðurinn Ledley King lék hálfleik í æfingaleik með Tottenham í gær og er búist við því að hann verði orðinn klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Manchester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Sölvi Geir og félagar slógu út FH-banana í BATE Borisov

Sölvi Geir Ottesen og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn slógu í kvöld út FH-banana í BATE Borisov í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar. FCK vann seinni leikinn 3-2 á Parken eftir að þau gerðu markalaust jafntefli í Hvíta-Rússlandi í síðustu viku.

Þriðja tap Chelsea-liðsins í röð á undirbúningstímabilinu

Chelsea tapaði í dag 2-1 fyrir þýska liðinu Hamburger SV í æfingaleik liðanna í Hamburg. Þetta var þriðji tapleikur Chelsea-liðsins í röð á undirbúningstímabilinu en liðið hafði áður tapað 1-2 fyrir Eintracht Frankfurt á sunnudaginn og 1-3 fyrir Ajax í síðustu viku.

Umfjöllun: Blikar niðurlægðu Valsmenn

Breiðablik er komið aftur í toppsæti Pepsi-deildar karla eftir 5-0 stórsigur á Val í fyrsta leik 14. umferðarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Alfreð Finnbogason, markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í leiknum.

Jovetic frá í hálft ár

Ítalska liðið Fiorentina hefur orðið fyrir miklu áfalli en ljóst er að miðjumaðurinn Stevan Jovetic leikur ekki næstu sex mánuði vegna slæmra meiðsla í hné.

Klasnic búinn að skrifa undir hjá Bolton

Króatíski sóknarmaðurinn Ivan Klasnic hefur ritað nafn sitt undir samning við Bolton til tveggja ára. Klasnic var frjáls ferða sinna eftir að samningur hans við Nantes í Frakklandi var ekki endurnýjaður.

Ian Rush: Hodgson hefur komið með ferska vinda

Goðsögnin geðþekka Ian Rush er hæstánægður með að Roy Hodgson haldi um stjórnartaumana á Anfield. Hann segir að koma Hodgson komi með léttara og skemmtilegra andrúmsloft til félagsins.

Viðræður um yfirtöku á Blackburn

Liverpool er ekki eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem er til sölu en eigendur Blackburn eiga nú í viðræðum við áhugasama aðila um kaup á félaginu.

Hamilton: Ekki rétti tíminn fyrir sumarfrí

Formúlu 1 lið fá kærkomið tveggna vikna frí í ágúst, þar sem bækistöðum liðanna verður meira og minna lokað. Lewis Hamilton er þó ekki hrifinn af frí á þessum tíma, sérstaklega ekki í ljósi þess að bíll hans bilaði um síðustu helgi.

Benayoun með betri leikskilning en Cole

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun muni gera betri hluti hjá liðinu en Joe Cole. Miðað við orð hans var hann óánægður með að Cole hlýddi ekki tilskipunum.

Sunderland vill fá Hart lánaðan

Craig Gordon, markvörður Sunderland, er á meiðslalistanum og félagið leitar að manni til að fylla hans skarð. Það hefur sent inn ósk til Manchester City um að fá Joe Hart lánaðan.

Gengi Englands að hluta til deildinni að kenna

Richard Scudamore, framkvæmdastjóri ensku deildakeppninnar, viðurkennir að það sé að hluta til ensku úrvalsdeildinni að kenna hve illa enska landsliðinu vegnaði á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku.

Bruno Alves til Rússlands

Zenit frá St. Pétursborg hefur keypt portúgalska varnarmanninn Bruno Alves fyrir 22 milljónir evra.

Degen á leið til Stuttgart

Philipp Degen hefur komist að samkomulagi um kaup og kjör við þýska úrvalsdeildarliðið Stuttgart en hann er nú á mála hjá Liverpool.

Shaquille O’Neal á leiðinni til Boston Celtics

Shaquille O’Neal virðist loksins vera búinn að finna lið sem vill fá hann í NBA-deildinni á næsta tímabili. Lið hafa ekki sýnt O’Neal mikinn áhuga til þessa í sumar en nú segja bandarískir fjölmiðlar að Shaq sé nálægt því að semja við Boston Celtics.

KFÍ missir einn útlending en fær tvo í staðinn

Nýliðar KFÍ í Ieland Express deild karla hafa verið að setja saman leikmannahópinn sinn á síðustu dögum og í gær var ljóst að Bosníumaðurinn Edin Suljic og Englendingurinn Carl Josey munu spila með liðinu í vetur. Þetta kom fram á heimasíðu KFÍ.

Bayern-menn ósáttir með meðferð Hollendinga á meiðslum Robben

Forráðamenn þýska liðsins Bayern Munchen heimta nú bætur frá hollenska knattspyrnusambandinu vegna meðferðar hollenska landsliðsins á meiðslum Arjen Robben í sumar. Robben mun missa af fyrstu tveimur mánuðum tímabislins með Bayern þar sem hann spilaði í gegnum meiðslin sín á HM í sumar.

Staðfest að Insua fer ekki til Fiorentina

Argentínumaðurinn Emiliano Insua er ekki á leið til Fiorentina á Ítalíu. Það varð ljóst í dag þegar framkvæmdastjóri Fiorentina steig fram og sagði að ekki hefðu náðst samningar við leikmanninn.

Poulsen í viðræður við Liverpool

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Juventus hafi gefið Liverpool leyfi til viðræðna við miðjumanninn Christian Poulsen. Þessi danski landsliðsmaður hefur verið orðaður við enska liðið að undanförnu.

Özil biður Bremen að lækka verðmiðann

Samkvæmt fréttum frá Þýskalandi hefur Mesut Özil biðlað til Werder Bremen um að verðmiðinn á sér verði lækkaður. Bremen vill fá sextán milljónir punda fyrir leikmanninn.

Hughes: Enginn hefði getað náð betri árangri með City

Mark Hughes telur sig hafa tekið rétta ákvörðun á réttum tíma þegar hann ákvað að taka við stjórnartaumunum hjá Fulham. Hann hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Manchester City á síðasta tímabili.

Torres trúr og tryggur Liverpool

Ef einhver var í vafa um hvort Fernando Torres myndi leika með Liverpool á komandi tímabili þá er búið að slá þann vafa af borðinu. Torres segist ætla að sýna stuðningsmönnum Liverpool tryggð.

Iniesta: Allir hér vilja fá Fabregas

„Við viljum ólmir fá hann. Hann myndi gera mikið fyrir liðið," segir Andrés Iniesta, leikmaður Barcelona. Hann er sá nýjasti til að taka þátt í samráðinu í að reyna að fá Cesc Fabregas til liðsins.

Kínverjinn Kenny gefur Liverpool tíu daga

Liverpool fær tíu daga til að taka ákvörðun varðandi kauptilboð Kínverjans Kenny Huang. Ef honum hefur ekki borist svar eftir tíu daga hyggst hann ganga frá borði og málið er úr sögunni.

Úrslitalið HM sektuð af FIFA

Knattspyrnusambönd Spánar og Hollands hafa verið sektuð af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, fyrir grófan leik í úrslitaleik HM í Suður-Afríku í sumar.

Rooney refsað með því að spila fótbolta?

The Sun telur sig hafa fundið út líklega refsingu fyrir Wayne Rooney sem lét illum látum í ölæði um Verslunarmannahelgina. Myndir náðust af honum fyrir utan skemmtistað, reykjandi og mígandi.

U21 landsliðið: Hópur gegn Þýskalandi

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sinn er mætir Þjóðverjum í undankeppni fyrir EM 2011. Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli, miðvikudaginn 11. ágúst kl. 16:15.

Ramires í læknisskoðun hjá Chelsea

Fréttastofa BBC staðhæfir í dag að Brasilíumaðurinn Ramires sé á góðri leið með að ganga til liðs við Chelsea og að hann sé í læknisskoðun hjá félaginu í dag.

Maradona kemur enn til greina

Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið er ekki útilokað að Diego Maradona verði áfram landsliðsþjálfari Argentínu.

Marquez farinn til Bandaríkjanna

Rafael Marquez er genginn til liðs við New York Red Bulls frá Barcelona á Spáni. Hann fylgir þar með fótspor Thierry Henry en þeir voru liðsfélgar hjá Barcelona.

Gunnar Heiðar ekki til Charlton

Gunnar Heiðar Þorvaldsson mun ekki semja við Charlton en félagið ákvað að bjóða honum ekki samning að þessu sinni.

Cole ekki til sölu

Avram Grant, stjóri West Ham, segir að sóknarmaðurinn Carlton Cole sé ekki til sölu og að hann ætli Cole stórt hlutverk í liðinu í vetur.

Sjá næstu 50 fréttir