Fleiri fréttir

Liverpool mætir Trabzonspor

Liverpool mætir tyrkneska liðinu Trabzonspor í lokaumferð forkeppni Evrópudeildar UEFA en dregið var í morgun.

Tottenham mætir Young Boys

Dregið var í lokaumferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu nú í morgun og fékk enska liðið Tottenham það verkefni að spila gegn Young Boys frá Sviss um sæti í riðlakeppninni.

Sjáðu hjólafagn Stjörnumanna á Vísi

Stjörnumenn héldu uppteknum hætti í fagnaðartilburðum sínum í gær þegar liðið tapaði reyndar fyrir KR á útivelli, 3-1, í Pepsi-deild karla í gær.

Önnur félög hafa áhuga á Balotelli

Umboðsmaður Mario Balotelli segir að það gæti enn orðið af því að kappinn gangi til liðs við Manchester City en að önnur félög hafi einnig áhuga á honum.

Rúnar Kristinsson: Hér viljum við vinna alla leiki

„Ég er virkilega ánægður með þrjú stig á heimavelli, en hér viljum við vinna alla leiki,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga, eftir sannfærandi, 3-1 sigur gegn Stjörnunni í kvöld.

Bjarni Þórður: Þeir héldu boltanum bara aðeins of vel

„Ég er frekar svekktur eftir þennan leik. Við náum að komast yfir en eftir að þeir ná að jafna leikinn já riðlast skipulagið mikið hjá okkur,“ sagði Bjarni Þórður Halldórsson,markvörður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. KR-ingar vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 14.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Auðun Helgason: Frábær leikur

„Þetta var frábær leikur, við fáum tvö mörk snemma leiks og það er það sem við þurftum og vildum. Eftir það höfðum við hald á leiknum og þeir ógna lítið eftir það. " sagði Auðun Helgason fyrirliði Grindvíkinga kátur eftir sigur á fyrrverandi liðsfélögum sínum í Fram í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri Grindvíkinga.

Ívar Björnsson: Hörmulegt

„Það er lítið hægt að segja eftir svona leik, hörmulegt aðallega " sagði Ívar Björnsson framherji úr Fram svekktur eftir 3-0 tapleik Fram gegn Grindavík.

Andrés Már: Hreinn aumingjaskapur

„Þetta er bara til skammar og hreinn aumingjaskapur hjá okkur,“ sagði hundfúll Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis, eftir tap liðsins fyrir Keflavík á heimavelli í kvöld.

Haraldur Freyr: Mikill vinnusigur

Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, var hæstánægður eftir sigur sinna manna á Fylki í Árbænum í kvöld.

Umboðsmaður Poulsen: Enn langt í land

Christian Poulsen, leikmaður Juventus og danska landsliðsins, á í viðræðum við Liverpool eins og komið hefur fram. Umboðsmaður hans segir þó að enn sé langt í land.

Webber spáð meistaratitlinum

Flavio Briatore, umbosðsmaður Flavio Briatore spáir honum meistaratitlinum í Formúlu 1 og telur að hann geti staðið af sér atlögur Sebastian Vettel og Jenson Button , Lewis Hamilton og Fernando Alonso.

Blikastúlkur skoruðu átta mörk í fyrsta leiknum

Blikastúlkur byrjuðu Evrópukeppnina vel í kvöld með sannfærandi 8-1 sigri á eistneska liðinu Levadia Tallin. Riðill Blikaliðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar fer fram í Kópavogi. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika í leiknum.

Umfjöllun : Öruggur sigur í Grindavík

Leik Grindvíkinga og Fram lauk með öruggum sigri heimamanna í kvöld 3-0. Sigurinn hefði getað orðið stærri og það munaði um að það vantaði fjóra lykilleikmenn í lið Fram.

Umfjöllun: Sanngjarn sigur KR-inga gegn Stjörnunni

KR-ingar unnu 3-1 sigur á Stjörnunni í 14.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Frostaskjólinu. Þorvaldur Árnason kom gestunum yfir en það voru þeir Kjartan Henry Finnbogason, Björgólfur Takefusa og Guðmundur Reynir Gunnarsson sem skoruðu mörk KR-inga.

Umfjöllun: FH-ingar inn í meistarabaráttuna

FH-ingar blönduðu sér virkilega aftur í toppbaráttuna með því að vinna 3-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV hafði unnið sex leiki í röð fyrir leikinn en FH er nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliðum Breiðabliks og ÍBV.

Adebayor vill spila fyrir Juventus

„Juventus er frábært félag sem ég hef svo sannarlega áhuga á að spila fyrir," segir Emmanuel Adebayor, sóknarmaður Manchester City, í viðtali við ítalskt dagblað í morgun.

Allenby meiddist við fiskiveiðar

Robert Allenby eyddi tveimur vikum á fullum krafti á líkamsræktarstöðvum og golfvellinum til að gera sig kláran fyrir síðasta stórmót ársins. Saklaus veiðiferð kemur þó í veg fyrir að hann geti tekið þátt.

Hrafn Kristjánsson þjálfar bæði karla- og kvennalið KR

KR-ingar hafa loksins fundið sér þjálfara fyrir karlaliðið sitt í körfuboltanum. Hrafn Kristjánsson hefur samþykkt að þjálfa báða meistaraflokka KR samkvæmt áræðanlegum heimildum Vísis. Hrafn mun skrifa undir samning í kvöld og hitta karlaliðið á leikmannafundi strax á eftir.

Ancelotti: Erum ekki tilbúnir í slaginn

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að sitt lið eigi enn talsvert í land. Liðið mætir WBA í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 14. ágúst.

Vidic: Ég vildi aldrei fara

Serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic hjá Manchester United var orðaður við Real Madrid og Manchester City í sumar. Hann segist þó aldrei hafa viljað yfirgefa herbúðir Rauðu djöflanna.

Özil og Trochowski orðaðir við United

Manchester United er sagt enn eiga góðan möguleika á því að fá þýsku landsliðsmennina Mesut Özil og Piotr Trochowski til liðs við félagið.

Liverpool vill fá Brad Jones

Liverpool hefur lagt fram tilboð í ástralska markvörðinn Brad Jones hjá Middlesbrough. Þessu er haldið fram á fréttavef Sky Sports í dag.

Mourinho vill tvo leikmenn til viðbótar

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, vill fá tvo leikmenn til viðbótar til liðs við félagið áður en tímabilið hefst í spænsku úrvalsdeildinni.

Chelsea búið að semja um kaupverð á Ramires

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Brasilíumaðurinn Ramires gangi til liðs við Englandsmeistara Chelsea eftir að félagið samdi um kaupverð á kappanum við Benfica frá Portúgal.

Everton vann Everton

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton bar í gær sigurorð af Everton frá Chile í æfingaleik í gær, 2-0.

Cole og Gerrard gætu spilað í kvöld

Roy Hodgson hefur gefið í skyn að þeir Joe Cole og Steven Gerrard muni spila með Liverpool í leik liðsins gegn Rabotnicki í forkeppni Evrópudeild UEFA í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir