Fleiri fréttir Newell ákærður fyrir ummæli í garð dómara Mike Newell, stjóri Luton Town í ensku fyrstu deildinni, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir niðrandi ummæli sín í garð aðstoðardómara eftir leik gegn QPR í byrjun síðasta mánaðar. 6.12.2006 15:03 Við verðum að nýta færin í kvöld Sir Alex Ferguson segir að sínir menn í Manchester United verði að nýta færi sín til hins ítrasta í leiknum við Benfica í Meistaradeildinni í kvöld ef þeir ætli sér að ná hagstæðum úrslitum. Enska liðinu nægir stig til að komast áfram, en liðið hefur átt það til að fara illa með færi sín í keppninni til þessa og það hefur kostað liðið að mati knattspyrnustjórans. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 19:30. 6.12.2006 14:51 Wenger ætlar að sækja til sigurs Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki ætla að fara til Porto í kvöld með það fyrir augum að hanga á jafntefli þó sú niðurstaða yrði nóg fyrir hans menn til að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra í kvöld klukkan 19:30. 6.12.2006 14:40 Phillips á sér framtíð hjá Chelsea Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að vængmaðurinn smávaxni Shaun Wright-Phillips eigi sér framtíð með félaginu þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis að hann fari frá félaginu í janúar. Phillips hefur m.a. verið orðaður við West Ham og gamla félagið sitt Manchester City, en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í gær í Meistaradeildinni. 6.12.2006 14:36 Boateng og Zokora eiga yfir höfði sér bann Þeim Derek Boateng og Didier Zokora hafa báðir íhugað að áfrýja rauðu spjöldunum sem þeir fengu að líta í leik Tottenham og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í gær, en leikmennirnir tókust á þegar hitnaði verulega í kolunum undir lok leiksins. Zokora fær þriggja leikja bann að öllu óbreyttu, en Boateng fjögurra leikja bann vegna annars brottreksturs á leiktíðinni. 6.12.2006 14:32 Beckham er ríkasti knattspyrnumaður Bretlandseyja David Beckham er ríkasti knattspyrnumaður á Bretlandseyjum samkvæmt nýrri könnum sem birt var í dag. Beckham er nærri þrisvar sinnum ríkari en næsti maður á listanum, Michael Owen. 6.12.2006 14:15 Nash gaf 20 stoðsendingar í sigri Phoenix Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns vann sinn 7. leik í röð með því að leggja Sacramento af velli 127-102 og hefur liðið heldur betur rétt úr kútnum eftir tap í 5 af fyrstu 6 leikjum sínum í vetur. Leandro Barbosa skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Steve Nash átti 20 stoðsendingar. Mike Bibby skoraði 21 stig fyrir Sacramento. 6.12.2006 13:57 New Jersey - Dallas í beinni í kvöld Leikur New Jersey Nets og Dallas Mavericks verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld. Dallas hafði unnið 12 leiki í röð áður en liðið tapaði fyrir Washington í nótt og því verður áhugavert að sjá hvort liðið nær að rétta úr kútnum gegn Nets í kvöld. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt eftir miðnætti. 5.12.2006 23:09 Charlton af botninum Herman Hreiðarsson og félagar í Charlton lyftu sér af botni ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Blackburn nokkuð verðskuldað á heimavelli sínum með marki frá Talal El Karkouri beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Tottenham lagði Middlesbrough 2-1 þar sem tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið. 5.12.2006 22:10 Barcelona áfram Barcelona tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með nokkuð öruggum 2-0 sigri á Werder Bremen á heimavelli sínum. Ronaldinno og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk spænska liðsins í frábærum leik í beinni útsendingu á Sýn. 5.12.2006 21:34 Ekkert mark komið í ensku úrvalsdeildinni Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í leikjunum tveimur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Tottenham tekur þar á móti Middlesbrough og Hermann Hreiðarsson er í eldlínunni þar sem botnlið Charlton tekur á móti Blackburn. 5.12.2006 21:04 Barcelona í góðum málum Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen eru á skotskónum hjá Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld en liðið hefur 2-0 forystu gegn Bremen á heimavelli sínum og er því í ágætri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur og auk þess að skora átti Eiður Smári sín bestu tilþrif í vetur þegar hann lék á þrjá varnarmenn Bremen en skot hans hafnaði í stönginni. 5.12.2006 20:28 Eiður í byrjunarliði Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Werder Bremen í Meistaradeildinni nú klukkan 19:45 en bein útsending frá leiknum hefst á Sýn klukkan 19:30. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin. 5.12.2006 19:03 Jewell vill leyfa leikaraskap Hinn litríki og skemmtilegi Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur fundið lausn á vandamáli sem verið hefur uppi á borðinu í deildinni að undanförnu. Hann vill hvetja leikmenn til að reyna leikaraskap við hvert tækifæri. 5.12.2006 18:42 Magath á von á skemmtilegum leik í kvöld Felix Magath, þjálfari Bayern Munchen, segist eiga von á góðri skemmtun fyrir áhorfendur í kvöld þegar Bayern tekur á móti Inter Milan í leiknum um toppsætið í B-riðli Meistaradeildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra 2 í kvöld. 5.12.2006 17:45 Sigurður Sveinsson hættur hjá Fylki Stjórn handknattleiksdeildar Fylkis og Sigurður Sveinsson komust í dag að samkomulagi um að Sigurður léti af störfum sem þjálfari liðsins. Gengi Fylkis hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er leiktíðinni og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, nú síðast fyrir Val um helgina. Fjallað verður um málið í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. 5.12.2006 17:24 Eggert ósáttur við samninga Tevez og Mascherano Eggert Magnússon segir að þó West Ham hafi alls ekki í hyggju að losa sig við Argentínumennina Javier Mascherano og Carlos Tevez í janúar, sé samningurinn sem þeir gerðu við félagið alls ekki að sínu skapi. 5.12.2006 17:15 Rijkaard heimtar sigur og ekkert annað Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir að ekkert annað en sigur komi til greina í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Bremen í sterkum A-riðli Meistaradeildarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Barca í leiknum, sem sýndur verður beint á Sýn klukkan 19:30. 5.12.2006 16:27 Nýr skandall í uppsiglingu á Ítalíu? Svo gæti farið að annað stórt knattspyrnuhneyksli sé nú í uppsiglingu í ítalskri knattspyrnu en blaðið Gazzetta Dello Sport birti í dag nafnalista manna sem sakaðir eru um að hafa veðjað ólöglega á úrslit leikja á bilinu 1998-2005. 5.12.2006 16:03 Raikkönen tekjuhæstur á næsta ári Þó Michael Schumacher hafi lagt stýrið á hilluna verður tekjuhæsti ökumaðurinn í Formúlu 1 áfram í röðum Ferrari-liðsins. Schumacher er sagður fá yfir 700 milljónir króna á næsta ári þó hann sé hættur að keppa, en arftaki hans hjá Ferrari, Kimi Raikkönen, er nú orðinn tekjuhæsti ökumaðurinn. 5.12.2006 15:39 Of gott lið til að falla Eggert Magnússon segist hafa fulla trú á liði sínu West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og segir liðið einfaldlega allt of gott til að falla í fyrstu deild. Hann á von á að liðið rétti fljótlega úr kútnum og nái jafnvel að ljúka keppni um miðja deild í vor. 5.12.2006 15:00 Inter að undirbúa tilboð í Beckham? Breska götublaðið The Sun greinir frá því í dag að ítölsku meistararnir í Inter Milan séu að undirbúa að bjóða David Beckham frá Real Madrid samning og heldur því fram að hann muni fá 110 þúsund pund í vikulaun. Samningur Beckham rennur út í júlí og því geta félög boðið honum samning á nýju ári ef hann nær ekki samningum við Real. 5.12.2006 14:50 Nedved í fimm leikja bann Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved var í dag dæmdur í fimm leikja bann með liði Juventus í ítölsku B-deildinni eftir að hafa fengið rautt spjald í leik Juve og Genoa. Nedved missti stjórn á skapi sínu og traðkaði á andstæðingi sínum og bætti um betur og tróð dómaranum niður þegar hann fékk að líta rauða spjaldið. Juventus er í öðru sæti deildarinnar og mætir toppliðinu Bologna í næsta leik. 5.12.2006 14:45 Barcelona - Bremen í beinni á Sýn Það verða að venju þrír leikir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar úr Meistaradeild Evrópu í kvöld. Aðalleikurinn á Sýn er viðureign Barcelona og Werder Bremen, þar sem spænska liðið verður að vinna til að komast áfram í keppninni. Leikur Roma og Valencia er sýndur á Sýn Extra og leikur Bayern og Inter á Sýn Extra 2. Útsending hefst klukkan 19:30 á öllum leikjunum. 5.12.2006 14:37 Washington stöðvaði Dallas Tólf leikja sigurgöngu Dallas Mavericks í NBA deildinni lauk í nótt þegar liðið tapaði fyrir Washington 106-97 á útivelli. Gilbert Arenas skoraði 38 stig fyrir Washington en Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas. 5.12.2006 14:22 Eldjárn frá Tjaldhólum seldur Stórgæðingurinn Eldjárn frá Tjaldhólum hefur verið seldur en það voru Kristjón Benediktsson, Guðmundur Björgvinsson og kona hans Eva Dyröy sem keyptu klárinn af Guðjóni Steinarssyni. 5.12.2006 17:29 Blendnar tilfinningar hjá Mourinho Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vissi ekki alveg í hvorn fótinn hann ætti að stíga þegar hann var spurður að því í dag hvort hann vildi að Manchester United og Arsenal kæmust áfram í Meistaradeild Evrópu. Ensku liðin eru í baráttu við tvo lið frá Portúgal, heimalandi Mourinho. 4.12.2006 22:00 Markalaust hjá Man. City og Watford Manchester City og Watford gerðu markalaust jafntefli í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var lítið fyrir augað og voru úrslitin nokkuð sanngjörn. 4.12.2006 21:45 Ronaldinho segir að Barca muni sækja til sigurs Brasilíski snillingurinn Ronaldinho segist sannfærður um að Barcelona verði í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Katalóníu í dag. 4.12.2006 20:54 Snæfell á toppinn Snæfell vann gríðarlega mikilvægan sigur á Grindavík á útivelli í Iceland Express-deild karla í kvöld, 68-75. Með sigrinum komst Snæfell á topp deildarinnar. 4.12.2006 20:30 Leikmenn Bremen óttast ekki Barcelona Þýski landsliðsmaðurinn Thorsten Frings og leikmaður Werder Bremen segir að leikmenn liðsins óttist Evrópumeistara Barcelona ekki neitt og að liðið muni spila til sigurs í viðureign liðanna í Meistaradeildinni á morgun. Lið Bremen kom til Barcelona í morgun og æfði á Nou Camp í morgun. 4.12.2006 20:15 Benitez spenntur fyrir hugsanlegri yfirtöku Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að hann sé spenntur fyrir hugsanlegri yfirtöku International Capital fyrirtækisins frá Dubai á félaginu. Benitez segir mikilvægt fyrir liðið að fá meiri pening til leikmannakaupa. 4.12.2006 19:25 Liverpool staðfestir viðræður Rick Parry, stjórnarformaður Liverpool, hefur staðfest að félagið eigi í viðræðum við Dubai International Capital fyrirtækið um mögulega yfirtöku þess á enska félaginu. Parry segir í yfirlýsingu sem send var út nú síðdegis að nýir eigendur komi með mikla möguleika inn í félagið. 4.12.2006 18:45 Eggert: Argentínumennirnir klára tímabilið hjá West Ham Argentínumennirnir Carlos Tévez og Javier Mascherano munu ekki fara frá West Ham þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Þetta heldur Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, fram í viðtali við Sky Sports í dag. 4.12.2006 17:45 Doyle stefnir á markakóngstitilinn Kevin Doyle, hinn funheiti framherji Reading, stefnir á að enda tímabilið í hópi markahæstu manna ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir gott gengi að undanförnu er hann orðinn markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. 4.12.2006 17:00 Baros vantar mikið upp á sjálfstraustið Milan Baros getur orðið frábær fyrir Aston Villa – ef hann nær að vinna aftur upp sjálfstraustið sem hann hefur skort svo mánuðum skiptir. Þetta segir Martin O´Neill, stjóri Villa. 4.12.2006 16:15 Saha segir Ferguson hafa bjargað ferli sínum Louis Saha, framherji Manchester United, hefur greint frá því að hann hafði komist mjög nálægt því að leggja skóna á hillunna fyrir ekki löngu síðan en að Alex Ferguson hefði fengið hann ofan af því með sínum sannfæringarkrafti. 4.12.2006 15:45 Formaður KSÍ: Halldór gefur ekki kost á sér Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, ætlar ekki að gefa kost á sér til formanns, en kosið verður um hver hreppir embættið á ársþingi sambandsins í febrúar. Enn sem komið er hefur aðeins Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, gefið kost á sér. 4.12.2006 15:15 Þetta er maðurinn sem vill kaupa Liverpool Á myndinni hér til hliðar sést Mohammad bin Rashid Al Maktoum, krónprins Dubai, og maðurinn sem stendur á bakvið yfirtökutilboð Dubai International Capital á Liverpool. Ef forráðamenn Liverpool samþykkja tilboð Maktoum er ljóst að það mun kveða við nýjan tón í flóru erlendra eigenda félaga í ensku úrvalsdeildinni. 4.12.2006 14:30 Íþróttir á hádegi 4.12.2006 14:29 Henry tjáir sig um meiðslin og Wenger Thierry Henry staðfesti nú í hádeginu að hann yrði frá út árið vegna meiðsla á hálsi. Hann sagði jafnframt að ekkert væri til í fregnum um ósætti milli hans og Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal. 4.12.2006 13:45 Við munum vinna Werder Bremen Leikmenn Barcelona munu mæta sigurvissir til leiks gegn Werder Bremen í viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn, þrátt fyrir að hafa aðeins náð 1-1 jafntefli gegn Levante um helgina. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fer áfram í 16-liða úrslit og nægir Bremen annað stigið í leiknum. 3.12.2006 21:30 KR tapaði óvænt í Hveragerði Skallagrímur komst upp að hlið KR og Snæfells á topp Iceland Express-deild karla í körfubolta eftir tiltölulega auðveldan sigur á Þór á Þorlákshöfn í kvöld, 98-80. Á sama tíma tapaði topplið KR fyrir Hamar/Selfoss í Hveragerði, 83-69. Fjórir leikir voru á dagskrá í kvöld. 3.12.2006 20:48 Drogba ætlar að verða bestur á Englandi Didier Drogba, framherji Chelsea, skortir ekki sjálfstraust. Í dag lýsti hann því yfir að markmið hans á tímabilinu væri að verða besti framherji Bretlandseyja. Drogba, sem spilað hefur frábærlega það sem af er leiktíð, segist enn eiga mikið inni. 3.12.2006 20:45 Real einu stigi á eftir Barcelona Real Madrid heldur áfram að saxa á forskot Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og eftir 2-1 sigur liðsins á Atletico Bilbao í kvöld munar nú aðeins einu stigi. David Beckham og Ronaldo komu inn á í hálfleik hjá Real í kvöld og breyttu gangi leiksins. 3.12.2006 20:01 Sjá næstu 50 fréttir
Newell ákærður fyrir ummæli í garð dómara Mike Newell, stjóri Luton Town í ensku fyrstu deildinni, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir niðrandi ummæli sín í garð aðstoðardómara eftir leik gegn QPR í byrjun síðasta mánaðar. 6.12.2006 15:03
Við verðum að nýta færin í kvöld Sir Alex Ferguson segir að sínir menn í Manchester United verði að nýta færi sín til hins ítrasta í leiknum við Benfica í Meistaradeildinni í kvöld ef þeir ætli sér að ná hagstæðum úrslitum. Enska liðinu nægir stig til að komast áfram, en liðið hefur átt það til að fara illa með færi sín í keppninni til þessa og það hefur kostað liðið að mati knattspyrnustjórans. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 19:30. 6.12.2006 14:51
Wenger ætlar að sækja til sigurs Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki ætla að fara til Porto í kvöld með það fyrir augum að hanga á jafntefli þó sú niðurstaða yrði nóg fyrir hans menn til að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra í kvöld klukkan 19:30. 6.12.2006 14:40
Phillips á sér framtíð hjá Chelsea Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að vængmaðurinn smávaxni Shaun Wright-Phillips eigi sér framtíð með félaginu þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis að hann fari frá félaginu í janúar. Phillips hefur m.a. verið orðaður við West Ham og gamla félagið sitt Manchester City, en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í gær í Meistaradeildinni. 6.12.2006 14:36
Boateng og Zokora eiga yfir höfði sér bann Þeim Derek Boateng og Didier Zokora hafa báðir íhugað að áfrýja rauðu spjöldunum sem þeir fengu að líta í leik Tottenham og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í gær, en leikmennirnir tókust á þegar hitnaði verulega í kolunum undir lok leiksins. Zokora fær þriggja leikja bann að öllu óbreyttu, en Boateng fjögurra leikja bann vegna annars brottreksturs á leiktíðinni. 6.12.2006 14:32
Beckham er ríkasti knattspyrnumaður Bretlandseyja David Beckham er ríkasti knattspyrnumaður á Bretlandseyjum samkvæmt nýrri könnum sem birt var í dag. Beckham er nærri þrisvar sinnum ríkari en næsti maður á listanum, Michael Owen. 6.12.2006 14:15
Nash gaf 20 stoðsendingar í sigri Phoenix Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns vann sinn 7. leik í röð með því að leggja Sacramento af velli 127-102 og hefur liðið heldur betur rétt úr kútnum eftir tap í 5 af fyrstu 6 leikjum sínum í vetur. Leandro Barbosa skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Steve Nash átti 20 stoðsendingar. Mike Bibby skoraði 21 stig fyrir Sacramento. 6.12.2006 13:57
New Jersey - Dallas í beinni í kvöld Leikur New Jersey Nets og Dallas Mavericks verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld. Dallas hafði unnið 12 leiki í röð áður en liðið tapaði fyrir Washington í nótt og því verður áhugavert að sjá hvort liðið nær að rétta úr kútnum gegn Nets í kvöld. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt eftir miðnætti. 5.12.2006 23:09
Charlton af botninum Herman Hreiðarsson og félagar í Charlton lyftu sér af botni ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Blackburn nokkuð verðskuldað á heimavelli sínum með marki frá Talal El Karkouri beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Tottenham lagði Middlesbrough 2-1 þar sem tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið. 5.12.2006 22:10
Barcelona áfram Barcelona tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með nokkuð öruggum 2-0 sigri á Werder Bremen á heimavelli sínum. Ronaldinno og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk spænska liðsins í frábærum leik í beinni útsendingu á Sýn. 5.12.2006 21:34
Ekkert mark komið í ensku úrvalsdeildinni Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í leikjunum tveimur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Tottenham tekur þar á móti Middlesbrough og Hermann Hreiðarsson er í eldlínunni þar sem botnlið Charlton tekur á móti Blackburn. 5.12.2006 21:04
Barcelona í góðum málum Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen eru á skotskónum hjá Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld en liðið hefur 2-0 forystu gegn Bremen á heimavelli sínum og er því í ágætri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur og auk þess að skora átti Eiður Smári sín bestu tilþrif í vetur þegar hann lék á þrjá varnarmenn Bremen en skot hans hafnaði í stönginni. 5.12.2006 20:28
Eiður í byrjunarliði Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Werder Bremen í Meistaradeildinni nú klukkan 19:45 en bein útsending frá leiknum hefst á Sýn klukkan 19:30. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin. 5.12.2006 19:03
Jewell vill leyfa leikaraskap Hinn litríki og skemmtilegi Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur fundið lausn á vandamáli sem verið hefur uppi á borðinu í deildinni að undanförnu. Hann vill hvetja leikmenn til að reyna leikaraskap við hvert tækifæri. 5.12.2006 18:42
Magath á von á skemmtilegum leik í kvöld Felix Magath, þjálfari Bayern Munchen, segist eiga von á góðri skemmtun fyrir áhorfendur í kvöld þegar Bayern tekur á móti Inter Milan í leiknum um toppsætið í B-riðli Meistaradeildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra 2 í kvöld. 5.12.2006 17:45
Sigurður Sveinsson hættur hjá Fylki Stjórn handknattleiksdeildar Fylkis og Sigurður Sveinsson komust í dag að samkomulagi um að Sigurður léti af störfum sem þjálfari liðsins. Gengi Fylkis hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er leiktíðinni og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, nú síðast fyrir Val um helgina. Fjallað verður um málið í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. 5.12.2006 17:24
Eggert ósáttur við samninga Tevez og Mascherano Eggert Magnússon segir að þó West Ham hafi alls ekki í hyggju að losa sig við Argentínumennina Javier Mascherano og Carlos Tevez í janúar, sé samningurinn sem þeir gerðu við félagið alls ekki að sínu skapi. 5.12.2006 17:15
Rijkaard heimtar sigur og ekkert annað Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir að ekkert annað en sigur komi til greina í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Bremen í sterkum A-riðli Meistaradeildarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Barca í leiknum, sem sýndur verður beint á Sýn klukkan 19:30. 5.12.2006 16:27
Nýr skandall í uppsiglingu á Ítalíu? Svo gæti farið að annað stórt knattspyrnuhneyksli sé nú í uppsiglingu í ítalskri knattspyrnu en blaðið Gazzetta Dello Sport birti í dag nafnalista manna sem sakaðir eru um að hafa veðjað ólöglega á úrslit leikja á bilinu 1998-2005. 5.12.2006 16:03
Raikkönen tekjuhæstur á næsta ári Þó Michael Schumacher hafi lagt stýrið á hilluna verður tekjuhæsti ökumaðurinn í Formúlu 1 áfram í röðum Ferrari-liðsins. Schumacher er sagður fá yfir 700 milljónir króna á næsta ári þó hann sé hættur að keppa, en arftaki hans hjá Ferrari, Kimi Raikkönen, er nú orðinn tekjuhæsti ökumaðurinn. 5.12.2006 15:39
Of gott lið til að falla Eggert Magnússon segist hafa fulla trú á liði sínu West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og segir liðið einfaldlega allt of gott til að falla í fyrstu deild. Hann á von á að liðið rétti fljótlega úr kútnum og nái jafnvel að ljúka keppni um miðja deild í vor. 5.12.2006 15:00
Inter að undirbúa tilboð í Beckham? Breska götublaðið The Sun greinir frá því í dag að ítölsku meistararnir í Inter Milan séu að undirbúa að bjóða David Beckham frá Real Madrid samning og heldur því fram að hann muni fá 110 þúsund pund í vikulaun. Samningur Beckham rennur út í júlí og því geta félög boðið honum samning á nýju ári ef hann nær ekki samningum við Real. 5.12.2006 14:50
Nedved í fimm leikja bann Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved var í dag dæmdur í fimm leikja bann með liði Juventus í ítölsku B-deildinni eftir að hafa fengið rautt spjald í leik Juve og Genoa. Nedved missti stjórn á skapi sínu og traðkaði á andstæðingi sínum og bætti um betur og tróð dómaranum niður þegar hann fékk að líta rauða spjaldið. Juventus er í öðru sæti deildarinnar og mætir toppliðinu Bologna í næsta leik. 5.12.2006 14:45
Barcelona - Bremen í beinni á Sýn Það verða að venju þrír leikir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar úr Meistaradeild Evrópu í kvöld. Aðalleikurinn á Sýn er viðureign Barcelona og Werder Bremen, þar sem spænska liðið verður að vinna til að komast áfram í keppninni. Leikur Roma og Valencia er sýndur á Sýn Extra og leikur Bayern og Inter á Sýn Extra 2. Útsending hefst klukkan 19:30 á öllum leikjunum. 5.12.2006 14:37
Washington stöðvaði Dallas Tólf leikja sigurgöngu Dallas Mavericks í NBA deildinni lauk í nótt þegar liðið tapaði fyrir Washington 106-97 á útivelli. Gilbert Arenas skoraði 38 stig fyrir Washington en Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas. 5.12.2006 14:22
Eldjárn frá Tjaldhólum seldur Stórgæðingurinn Eldjárn frá Tjaldhólum hefur verið seldur en það voru Kristjón Benediktsson, Guðmundur Björgvinsson og kona hans Eva Dyröy sem keyptu klárinn af Guðjóni Steinarssyni. 5.12.2006 17:29
Blendnar tilfinningar hjá Mourinho Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vissi ekki alveg í hvorn fótinn hann ætti að stíga þegar hann var spurður að því í dag hvort hann vildi að Manchester United og Arsenal kæmust áfram í Meistaradeild Evrópu. Ensku liðin eru í baráttu við tvo lið frá Portúgal, heimalandi Mourinho. 4.12.2006 22:00
Markalaust hjá Man. City og Watford Manchester City og Watford gerðu markalaust jafntefli í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var lítið fyrir augað og voru úrslitin nokkuð sanngjörn. 4.12.2006 21:45
Ronaldinho segir að Barca muni sækja til sigurs Brasilíski snillingurinn Ronaldinho segist sannfærður um að Barcelona verði í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Katalóníu í dag. 4.12.2006 20:54
Snæfell á toppinn Snæfell vann gríðarlega mikilvægan sigur á Grindavík á útivelli í Iceland Express-deild karla í kvöld, 68-75. Með sigrinum komst Snæfell á topp deildarinnar. 4.12.2006 20:30
Leikmenn Bremen óttast ekki Barcelona Þýski landsliðsmaðurinn Thorsten Frings og leikmaður Werder Bremen segir að leikmenn liðsins óttist Evrópumeistara Barcelona ekki neitt og að liðið muni spila til sigurs í viðureign liðanna í Meistaradeildinni á morgun. Lið Bremen kom til Barcelona í morgun og æfði á Nou Camp í morgun. 4.12.2006 20:15
Benitez spenntur fyrir hugsanlegri yfirtöku Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að hann sé spenntur fyrir hugsanlegri yfirtöku International Capital fyrirtækisins frá Dubai á félaginu. Benitez segir mikilvægt fyrir liðið að fá meiri pening til leikmannakaupa. 4.12.2006 19:25
Liverpool staðfestir viðræður Rick Parry, stjórnarformaður Liverpool, hefur staðfest að félagið eigi í viðræðum við Dubai International Capital fyrirtækið um mögulega yfirtöku þess á enska félaginu. Parry segir í yfirlýsingu sem send var út nú síðdegis að nýir eigendur komi með mikla möguleika inn í félagið. 4.12.2006 18:45
Eggert: Argentínumennirnir klára tímabilið hjá West Ham Argentínumennirnir Carlos Tévez og Javier Mascherano munu ekki fara frá West Ham þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Þetta heldur Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, fram í viðtali við Sky Sports í dag. 4.12.2006 17:45
Doyle stefnir á markakóngstitilinn Kevin Doyle, hinn funheiti framherji Reading, stefnir á að enda tímabilið í hópi markahæstu manna ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir gott gengi að undanförnu er hann orðinn markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. 4.12.2006 17:00
Baros vantar mikið upp á sjálfstraustið Milan Baros getur orðið frábær fyrir Aston Villa – ef hann nær að vinna aftur upp sjálfstraustið sem hann hefur skort svo mánuðum skiptir. Þetta segir Martin O´Neill, stjóri Villa. 4.12.2006 16:15
Saha segir Ferguson hafa bjargað ferli sínum Louis Saha, framherji Manchester United, hefur greint frá því að hann hafði komist mjög nálægt því að leggja skóna á hillunna fyrir ekki löngu síðan en að Alex Ferguson hefði fengið hann ofan af því með sínum sannfæringarkrafti. 4.12.2006 15:45
Formaður KSÍ: Halldór gefur ekki kost á sér Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, ætlar ekki að gefa kost á sér til formanns, en kosið verður um hver hreppir embættið á ársþingi sambandsins í febrúar. Enn sem komið er hefur aðeins Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, gefið kost á sér. 4.12.2006 15:15
Þetta er maðurinn sem vill kaupa Liverpool Á myndinni hér til hliðar sést Mohammad bin Rashid Al Maktoum, krónprins Dubai, og maðurinn sem stendur á bakvið yfirtökutilboð Dubai International Capital á Liverpool. Ef forráðamenn Liverpool samþykkja tilboð Maktoum er ljóst að það mun kveða við nýjan tón í flóru erlendra eigenda félaga í ensku úrvalsdeildinni. 4.12.2006 14:30
Henry tjáir sig um meiðslin og Wenger Thierry Henry staðfesti nú í hádeginu að hann yrði frá út árið vegna meiðsla á hálsi. Hann sagði jafnframt að ekkert væri til í fregnum um ósætti milli hans og Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal. 4.12.2006 13:45
Við munum vinna Werder Bremen Leikmenn Barcelona munu mæta sigurvissir til leiks gegn Werder Bremen í viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn, þrátt fyrir að hafa aðeins náð 1-1 jafntefli gegn Levante um helgina. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fer áfram í 16-liða úrslit og nægir Bremen annað stigið í leiknum. 3.12.2006 21:30
KR tapaði óvænt í Hveragerði Skallagrímur komst upp að hlið KR og Snæfells á topp Iceland Express-deild karla í körfubolta eftir tiltölulega auðveldan sigur á Þór á Þorlákshöfn í kvöld, 98-80. Á sama tíma tapaði topplið KR fyrir Hamar/Selfoss í Hveragerði, 83-69. Fjórir leikir voru á dagskrá í kvöld. 3.12.2006 20:48
Drogba ætlar að verða bestur á Englandi Didier Drogba, framherji Chelsea, skortir ekki sjálfstraust. Í dag lýsti hann því yfir að markmið hans á tímabilinu væri að verða besti framherji Bretlandseyja. Drogba, sem spilað hefur frábærlega það sem af er leiktíð, segist enn eiga mikið inni. 3.12.2006 20:45
Real einu stigi á eftir Barcelona Real Madrid heldur áfram að saxa á forskot Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og eftir 2-1 sigur liðsins á Atletico Bilbao í kvöld munar nú aðeins einu stigi. David Beckham og Ronaldo komu inn á í hálfleik hjá Real í kvöld og breyttu gangi leiksins. 3.12.2006 20:01