Fleiri fréttir Óvænt tap HK gegn Stjörnunni HK missti af gullnu tækifæri til að komast á topp DHL-deildar karla í handbolta á nýjan leik með því að bíða í lægri hluti fyrir Stjörnunni á heimavelli sínum í dag, 27-30. Haukar lögðu Framara af velli og ÍR-ingar höfðu betur gegn Akureyri. 3.12.2006 17:42 Liverpool tekur á móti Arsenal í bikarnum Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirri fyrstu sem liðin úr úrvalsdeildinni taka þátt í. Núverandi bikarmeistarar í Liverpool drógust gegn Arsenal nú síðdegis og munu liðin mætast á Anfield í byrjun janúar. 3.12.2006 17:24 Baptista vill spila meira Julio Baptista, brasilíski sóknarmaðurinn sem kom til Arsenal í haust frá Real Madrid, kveðst ósáttur með að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliði liðsins. Baptista hefur fengið að spila afar lítið síðan hann kom til Arsenal og aðeins skorað eitt mark í vetur. 3.12.2006 16:30 Rikjaard óánægður með nýtingu sinna manna Frank Rikjaard, þjálfari Barcelona, skaut föstum skotum að leikmönnum sínum í samtali við spænska fjölmiðla eftir jafntefnisleikinn gegn Levante í gær og gagnrýndi þá fyrir að nýta færin ekki nægilega vel. 3.12.2006 16:00 Vince Carter var maður næturinnar Vince Carter hjá New Jersey var maður næturinnar í NBA-körfuboltanum en hann skoraði 41 stig og var maðurinn á bakvið 112-107 sigur liðs síns á Philadelphia. Þetta var það mesta sem Carter hefur skorað í einum leik í ár. 3.12.2006 15:15 Faðir leikmanns fékk hjartaáfall og lést Hörmulegt atvik átti sér stað í viðureign Tenerife og Ponferradina í spænsku 2. deildinni í gær þegar faðir eins leikmanns Tenerife fékk hjartaáfall er hann horfði á leikinn úr áhorfastúkunum og lést. 3.12.2006 14:45 Nýtt upphaf fyrir Bellamy Craig Bellamy gæti orðið eins og nýr leikmaður fyrir Liverpool eftir að hans persónulegu vandamál eru nú úr sögunni, að sögn Rafael Benitez, stjóra liðsins. Bellamy var hreinsaður af ákærum um líkamlegt ofbeldi í vikunni og hélt upp á áfangann með því að skora tvö mörk gegn Wigan í gær. 3.12.2006 14:15 Southgate æfur út í Ronaldo Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, sakaði portúgalska vængmanninn Cristiano Ronaldo hjá Man. Utd. um að vera svindlara eftir viðureign liðana í gær. Ronaldo fiskaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik með því sem virtust vera leikrænir tilburðir. 3.12.2006 13:30 Kvennalandsliðið hafnaði í 3. sæti Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hafnaði í 3. sæti í undanriðli sínum fyrir Heimsmeistaramótið í handbolta eftir góðan fimm marka sigur á Ítölum í morgun, 30-25. Rúmenía hafnaði í efsta sæti riðilsins og komst áfram í lokakeppnina. 3.12.2006 13:14 Houllier bætti eigið met í Frakklandi Lyon setti nýtt stigamet í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar liðið lagði Le Mans af velli 1-0. Lyon, meistarar síðustu fimm ára, hafa unnið 14 af fyrstu 16 leikjum sínum í deildinni og bættu þannig 20 ára gamalt met Paris St. Germain sem þá vann 13 af fyrstu 16 leikjum sínum, einmitt undir stjórn Gerard Houllier, núverandi stjóra Lyon. 3.12.2006 13:00 Hans og Gréta í Ölfushöll í dag, sunnudag Búið er að setja upp sér stíu fyrir móðurlausu folaldstvíburana frá Feti þau Hans og Grétu á sýningunni Skeifnaspett sem haldin er nú um helgina í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Hans og Gréta eru undan Árna Geir frá Feti og Skák frá Feti en merin féll frá folöldunum aðeins nokkrum dögum eftir að þau fæddust. 3.12.2006 09:16 Barcelona náði aðeins jafntefli Barcelona fór illa að ráði sínu gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og varð að láta sér lynda jafntefli, 1-1. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn fyrir Barcelona og náði ekki að seta mark sitt á leikinn. 2.12.2006 21:01 Slæmt tap Viggó og félaga Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska handknattleiksliðinu Flensborg reið ekki feitum hesti frá heimsókn sinni til Celje Lasko í Meistaradeildinni í kvöld og tapaði stórt, 41-31. 2.12.2006 20:15 Mikilvægur sigur Man. Utd Manchester United þurfti að hafa mikið fyrir 2-1 sigri á Middlesbrough í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni sem lauk nú undir kvöld. Það var Darren Fletcher sem skoraði sigurmark leiksins og tryggði Man. Utd. sex stiga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar. 2.12.2006 19:40 Eiður stefnir á sigur í HM félagsliða Eiður Smári Guðjohnsen hjá Barcelona segir að hann og samherjar sínir stefni á sigur í Heimsmeistarakeppni félagsliða sem hefst í Japan þann 10. desember næstkomandi. 2.12.2006 19:30 Wenger hrósar ungu leikmönnunum Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði ungu leikmönnunum sínum í hástert eftir sigurinn gegn Tottenham fyrr í dag. Í fjarveru Thierry Henry, Philippe Senderos og William Gallas þurfti Wenger að stilla upp afar ungu liði sem þjálfarinn segir að hafi staðist allar sínar væntingar. 2.12.2006 19:15 Styttist í endurkomu Paul Gasol Spænski körfuboltamaðurinn Paul Gasol hefur hafið æfingar á nýjan leik með liði sínu Memphis Grizzlies í NBA-deildinni eftir að hafa fótbrotnað í Heimsmeistarakeppninni sem fram fór í sumar. Búist er við því að Gasol byrji að spila innan fárra vikna. 2.12.2006 19:00 Kolbeinn til AZ á reynslu Unglingalandsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson hjá HK fer á morgun til reynslu hjá AZ Alkmaar í Hollandi þar sem hann mun dvelja í vikutíma. Frá þessu er greint á heimasíðu HK. 2.12.2006 18:30 Valur lagði Fylki örugglega af velli Valur endurheimti toppsætið í DHL-deild karla í handbolta, að minnsta kosti um stundarsakir, með 28-23 sigri á Fylkismönnum í Laugardalshöllinni í dag. Sigur Valsmanna var afar verðskuldaður en liðið leiddi með um og yfir fimm mörkum frá því um miðjan fyrri hálfleik. 2.12.2006 17:48 Klose með þrennu fyrir Bremen Werder Bremen gaf tóninn af því sem koma skal í stórleiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni á þriðjudag með því að bera sigurorð af Herthu Berlin, 3-1, í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn fleytir Bremen í toppsæti deildarinnar en Miroslav Klose skoraði öll mörkin. 2.12.2006 17:30 Ummæli Mourinho skipta Ferguson engu máli Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir ummæli kollega sína hjá Chelsea í vikunni ekki hafa nein áhrif á sig og lærisveina sína. Jose Mourinho sagði þá að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Chelsea hirti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar af Man. Utd. 2.12.2006 17:15 Liverpool upp í fimmta sæti Liverpool komst upp í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með góðum 4-0 útisigri á Wigan í dag þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Nýliðar Reading halda áfram að koma á óvart og hafði sætaskipti við Bolton með 1-0 sigri Sam Allardyce og lærisveinum hans í dag. 2.12.2006 16:45 Richards segist ekki á förum frá Man. City Micah Richards, hinn 18 ára gamli bakvörður Manchester City og heitasti ungi leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir, er afar rólegur þrátt fyrir að vera orðaður við öll stærstu félög Englands um þessar mundir. 2.12.2006 16:30 Liverpool fer á kostum Leikmenn Liverpool hafa heldur betur kvatt útivallardrauginn því nú þegar flautað hefur verið hálfleiks í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefur liðið 4-0 forystu gegn Wigan á útivelli. Craig Bellamy hefur skorað tvö marka Liverpool. 2.12.2006 15:50 Coppell ánægður með nýja samninga Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading í ensku úrvalsdeildinni, hefur lýst yfir ánægju sinni að nánast allir lykilmenn liðsins, þar af Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson, hafa nýlega skrifað undir langtíma samninga við félagið. 2.12.2006 15:30 Góð staða Gummersbach Íslendingaliðið Gummersbach vann frækinn sigur á Chehovski Medved frá Rússlandi í Meistaradeild Evrópu í dag, 31-37. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar og er óhætt að segja að Gummersbach standi vel að vígi. 2.12.2006 15:19 Strachan segir Larsson hafa tekið rétta ákvörðun Gordon Strachan, knattspyrnustjóri Celtic í Skotlandi, segir að það hafi verið rétt af Henrik Larson að ganga til liðs við Manchester United. Einhverjir stuðningsmenn skoska liðsins eru sárir yfir því að sá sænski hafi valið þá rauðu fram yfir sína fyrrum félaga í Skotlandi. 2.12.2006 14:45 Arsenal valtaði yfir Tottenham Arsenal vann afar sannfærandi sigur á Tottenham í háegisleik ensku úrvalsdeildarinnar sem var að ljúka rétt í þessu. Lokatölur urðu 3-0 fyrir Arsenal þar sem Gilberto Silva skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum. 2.12.2006 14:36 Thierry Henry vill fá SWP til Arsenal Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, hefur ráðlagt stjóra sínum Arsene Wenger að fá til sín enska vængmanninn Shaun-Wright Phillips frá Chelsea þegar opnað verður fyrir félagsskipti leikmanna að nýju í næsta mánuði. 2.12.2006 14:00 Pardew vill unga leikmenn til West Ham Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Ham, segir að han horfi helst til góðra ungra leikmanna þegar kemur að því að hann styrki lið sitt. Líklegt er að það verði strax í janúar þegar leikmannaglugginn opnast að nýju, enda Eggert Magnússon búinn að lofa honum allt að milljarði króna. 2.12.2006 13:30 Graham segir Arsenal skorta reynslu George Graham, fyrrverandi stjóri Arsenal og Tottenham, sem leiða saman hesta sína í hádegisslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, segir lið Arsenal skorta einfaldlega skorta reynslu. Þess vegna hafi liðið ekki náð upp stöðugleika í leik sínum það sem af er vetri. 2.12.2006 12:15 Dallas vann 12. leikinn í röð Dallas er á miklu skriði í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið sinn tólfta leik í röð. Fórnarlambið að þessu sinni var Sacramento - lokatölur urðu 109-90. 2.12.2006 11:10 Ferguson ánægður með Adu Unglingurinn Freddy Adu hefur nú lokið tveggja vikna reynslutímabili sínu í herbúðum Manchester United og heldur nú aftur heim til Bandaríkjanna. Þessi efnilegi og Afríkuættaði Bandaríkjamaður verður ekki 18 gamall fyrr en á næsta ári og getur ekki sótt um atvinnuleyfi í Bretlandi fyrr en hann nær þeim aldri. 1.12.2006 20:26 Hakkinen útilokar ekki frekari akstur Fyrrum heimsmeistarinn Mika Hakkinen frá Finnlandi útilokar ekki að hann muni aðstoða McLaren liðið frekar með tilraunaakstri en hann ók nokkra hringi fyrir liðið í vikunni. 1.12.2006 18:00 Tap fyrir Portúgal Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM sem fram fer í Rúmeníu þegar liðið lá 33-29 fyrir Portúgal. Portúgalska liðið hafði yfirhöndina frá upphafi til enda og hafði yfir 16-8 í hálfleik. Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Ísland og Hrafnhildur Skúladóttir 6 mörk. 1.12.2006 17:16 Spila með rauð nef í kvöld Leikmenn FH og Aftureldingar ætlar að styrkja gott málefni þegar liðin mætast í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Leikmenn beggja liða sem og dómarar, ætla að mæta til leiks með rauð nef og styrkja þar með Barnahjálp SÞ á þessum toppslag í deildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:00. 1.12.2006 16:45 Grönholm með gott forskot Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á Ford hefur 28 sekúndna forskot á landa sinn og liðsfélaga Mikko Hirvonen eftir fyrsta keppnisdag í Bretlandsrallinu í dag. Grönholm hafði lýst því yfir fyrir keppnina að hann hefði áhyggjur af leðjunni á vegunum í Wales, en hann hefur ekið mjög vel þrátt fyrir erfið skilyrði. 1.12.2006 16:15 Nowitzki stefnir á að vera með í kvöld Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hefur fengið grænt ljós frá læknum Dallas Mavericks að spila með liðinu gegn Sacramento Kings í kvöld, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan hálf tvö eftir miðnætti. Nowitzki fékk fingur í augað í leik á dögunum og spilaði aðeins 10 mínútur í sigri Dallas á Toronto í fyrrakvöld - en það var 11. sigurleikur liðsins í röð. 1.12.2006 15:53 Frítt á leik Njarðvíkur og Samara Njarðvíkingar spila í kvöld sinn síðasta heimaleik í Evrópukeppninni í haust þegar þeir taka á móti rússneska liðinu Samara, en leikið er í Keflavík. Sparisjóður Keflavíkur hefur ákveðið að bjóða frítt á leikinn sem hefst klukkan 19:15 og því upplagt fyrir alla að mæta á leikinn og styðja við bakið á Njarðvíkingum. 1.12.2006 15:49 Southgate kallar á breytingar Gareth Soutgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, vill að breytingar verði gerðar svo landsliðsmönnum sé kleift að sækja þjálfaranámskeið. Southgate er sjálfur á undanþágu með að stýra liði Boro, en hann bendir á að aðeins sé hægt að sækja námskeið í þjálfun á sumrin og að þá hafi landsliðsmenn engan tíma til að sækja slík námskeið. 1.12.2006 15:42 Wallwork á sjúkrahúsi eftir hrottalega líkamsárás Ronnie Wallwork, leikmaður West Brom og fyrrum leimaður Manchester United, er nú á sjúkrahúsi eftir að árásarmaður stakk hann sjö sinnum á bar í Manchester. Wallwork fékk stungusár á hönd, maga og bak, en er þó ekki talinn í lífshættu. Wallwork hefur verið sem lánsmaður hjá Barnsley í vetur. 1.12.2006 15:09 Bryant fór hamförum gegn Utah Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt sem leið og það var Kobe Bryant hjá LA Lakers sem stal senunni eins og svo oft áður þegar hann skaut lið Utah Jazz í kaf upp á sitt einsdæmi í 132-102 sigri Lakers. Bryant skoraði 52 stig í leiknum, þar af 30 stig í þriðja leikhlutanum einum saman. 1.12.2006 14:45 Við vinnum Tottenham Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga og vælir nú sáran undan leikjaniðurröðun í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur þó litlar áhyggjur af grannaslagnum við Tottenham á morgun og á þar ekki von á neinu öðru en sigri. 1.12.2006 14:35 Henrik Larsson lánaður til Manchester United Sænska markamaskínan Henrik Larsson hefur samþykkt að fara til Manchester United sem lánsmaður í janúar. Larsson er 35 ára gamall og hefur leikið með liði Helsingborg í heimalandi sínu síðan hann varð Evrópumeistari með Barcelona í vor. 1.12.2006 14:25 Dýraníðsla af verstu gerð! Vegna frétta um slæman aðbúnað hrossa og nýfallin dóm í héraðsdómi suðurlands yfir Óla Pétri Gunnarssyni og getgátur slúðrara og spjallaverja um tengsl og einhverjar varnir til við ofangreint efni vill ritstjóri Hestafrétta koma eftirfarandi á framfæri. 1.12.2006 14:02 Sjá næstu 50 fréttir
Óvænt tap HK gegn Stjörnunni HK missti af gullnu tækifæri til að komast á topp DHL-deildar karla í handbolta á nýjan leik með því að bíða í lægri hluti fyrir Stjörnunni á heimavelli sínum í dag, 27-30. Haukar lögðu Framara af velli og ÍR-ingar höfðu betur gegn Akureyri. 3.12.2006 17:42
Liverpool tekur á móti Arsenal í bikarnum Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirri fyrstu sem liðin úr úrvalsdeildinni taka þátt í. Núverandi bikarmeistarar í Liverpool drógust gegn Arsenal nú síðdegis og munu liðin mætast á Anfield í byrjun janúar. 3.12.2006 17:24
Baptista vill spila meira Julio Baptista, brasilíski sóknarmaðurinn sem kom til Arsenal í haust frá Real Madrid, kveðst ósáttur með að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliði liðsins. Baptista hefur fengið að spila afar lítið síðan hann kom til Arsenal og aðeins skorað eitt mark í vetur. 3.12.2006 16:30
Rikjaard óánægður með nýtingu sinna manna Frank Rikjaard, þjálfari Barcelona, skaut föstum skotum að leikmönnum sínum í samtali við spænska fjölmiðla eftir jafntefnisleikinn gegn Levante í gær og gagnrýndi þá fyrir að nýta færin ekki nægilega vel. 3.12.2006 16:00
Vince Carter var maður næturinnar Vince Carter hjá New Jersey var maður næturinnar í NBA-körfuboltanum en hann skoraði 41 stig og var maðurinn á bakvið 112-107 sigur liðs síns á Philadelphia. Þetta var það mesta sem Carter hefur skorað í einum leik í ár. 3.12.2006 15:15
Faðir leikmanns fékk hjartaáfall og lést Hörmulegt atvik átti sér stað í viðureign Tenerife og Ponferradina í spænsku 2. deildinni í gær þegar faðir eins leikmanns Tenerife fékk hjartaáfall er hann horfði á leikinn úr áhorfastúkunum og lést. 3.12.2006 14:45
Nýtt upphaf fyrir Bellamy Craig Bellamy gæti orðið eins og nýr leikmaður fyrir Liverpool eftir að hans persónulegu vandamál eru nú úr sögunni, að sögn Rafael Benitez, stjóra liðsins. Bellamy var hreinsaður af ákærum um líkamlegt ofbeldi í vikunni og hélt upp á áfangann með því að skora tvö mörk gegn Wigan í gær. 3.12.2006 14:15
Southgate æfur út í Ronaldo Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, sakaði portúgalska vængmanninn Cristiano Ronaldo hjá Man. Utd. um að vera svindlara eftir viðureign liðana í gær. Ronaldo fiskaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik með því sem virtust vera leikrænir tilburðir. 3.12.2006 13:30
Kvennalandsliðið hafnaði í 3. sæti Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hafnaði í 3. sæti í undanriðli sínum fyrir Heimsmeistaramótið í handbolta eftir góðan fimm marka sigur á Ítölum í morgun, 30-25. Rúmenía hafnaði í efsta sæti riðilsins og komst áfram í lokakeppnina. 3.12.2006 13:14
Houllier bætti eigið met í Frakklandi Lyon setti nýtt stigamet í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar liðið lagði Le Mans af velli 1-0. Lyon, meistarar síðustu fimm ára, hafa unnið 14 af fyrstu 16 leikjum sínum í deildinni og bættu þannig 20 ára gamalt met Paris St. Germain sem þá vann 13 af fyrstu 16 leikjum sínum, einmitt undir stjórn Gerard Houllier, núverandi stjóra Lyon. 3.12.2006 13:00
Hans og Gréta í Ölfushöll í dag, sunnudag Búið er að setja upp sér stíu fyrir móðurlausu folaldstvíburana frá Feti þau Hans og Grétu á sýningunni Skeifnaspett sem haldin er nú um helgina í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Hans og Gréta eru undan Árna Geir frá Feti og Skák frá Feti en merin féll frá folöldunum aðeins nokkrum dögum eftir að þau fæddust. 3.12.2006 09:16
Barcelona náði aðeins jafntefli Barcelona fór illa að ráði sínu gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og varð að láta sér lynda jafntefli, 1-1. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn fyrir Barcelona og náði ekki að seta mark sitt á leikinn. 2.12.2006 21:01
Slæmt tap Viggó og félaga Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska handknattleiksliðinu Flensborg reið ekki feitum hesti frá heimsókn sinni til Celje Lasko í Meistaradeildinni í kvöld og tapaði stórt, 41-31. 2.12.2006 20:15
Mikilvægur sigur Man. Utd Manchester United þurfti að hafa mikið fyrir 2-1 sigri á Middlesbrough í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni sem lauk nú undir kvöld. Það var Darren Fletcher sem skoraði sigurmark leiksins og tryggði Man. Utd. sex stiga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar. 2.12.2006 19:40
Eiður stefnir á sigur í HM félagsliða Eiður Smári Guðjohnsen hjá Barcelona segir að hann og samherjar sínir stefni á sigur í Heimsmeistarakeppni félagsliða sem hefst í Japan þann 10. desember næstkomandi. 2.12.2006 19:30
Wenger hrósar ungu leikmönnunum Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði ungu leikmönnunum sínum í hástert eftir sigurinn gegn Tottenham fyrr í dag. Í fjarveru Thierry Henry, Philippe Senderos og William Gallas þurfti Wenger að stilla upp afar ungu liði sem þjálfarinn segir að hafi staðist allar sínar væntingar. 2.12.2006 19:15
Styttist í endurkomu Paul Gasol Spænski körfuboltamaðurinn Paul Gasol hefur hafið æfingar á nýjan leik með liði sínu Memphis Grizzlies í NBA-deildinni eftir að hafa fótbrotnað í Heimsmeistarakeppninni sem fram fór í sumar. Búist er við því að Gasol byrji að spila innan fárra vikna. 2.12.2006 19:00
Kolbeinn til AZ á reynslu Unglingalandsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson hjá HK fer á morgun til reynslu hjá AZ Alkmaar í Hollandi þar sem hann mun dvelja í vikutíma. Frá þessu er greint á heimasíðu HK. 2.12.2006 18:30
Valur lagði Fylki örugglega af velli Valur endurheimti toppsætið í DHL-deild karla í handbolta, að minnsta kosti um stundarsakir, með 28-23 sigri á Fylkismönnum í Laugardalshöllinni í dag. Sigur Valsmanna var afar verðskuldaður en liðið leiddi með um og yfir fimm mörkum frá því um miðjan fyrri hálfleik. 2.12.2006 17:48
Klose með þrennu fyrir Bremen Werder Bremen gaf tóninn af því sem koma skal í stórleiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni á þriðjudag með því að bera sigurorð af Herthu Berlin, 3-1, í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn fleytir Bremen í toppsæti deildarinnar en Miroslav Klose skoraði öll mörkin. 2.12.2006 17:30
Ummæli Mourinho skipta Ferguson engu máli Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir ummæli kollega sína hjá Chelsea í vikunni ekki hafa nein áhrif á sig og lærisveina sína. Jose Mourinho sagði þá að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Chelsea hirti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar af Man. Utd. 2.12.2006 17:15
Liverpool upp í fimmta sæti Liverpool komst upp í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með góðum 4-0 útisigri á Wigan í dag þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Nýliðar Reading halda áfram að koma á óvart og hafði sætaskipti við Bolton með 1-0 sigri Sam Allardyce og lærisveinum hans í dag. 2.12.2006 16:45
Richards segist ekki á förum frá Man. City Micah Richards, hinn 18 ára gamli bakvörður Manchester City og heitasti ungi leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir, er afar rólegur þrátt fyrir að vera orðaður við öll stærstu félög Englands um þessar mundir. 2.12.2006 16:30
Liverpool fer á kostum Leikmenn Liverpool hafa heldur betur kvatt útivallardrauginn því nú þegar flautað hefur verið hálfleiks í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefur liðið 4-0 forystu gegn Wigan á útivelli. Craig Bellamy hefur skorað tvö marka Liverpool. 2.12.2006 15:50
Coppell ánægður með nýja samninga Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading í ensku úrvalsdeildinni, hefur lýst yfir ánægju sinni að nánast allir lykilmenn liðsins, þar af Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson, hafa nýlega skrifað undir langtíma samninga við félagið. 2.12.2006 15:30
Góð staða Gummersbach Íslendingaliðið Gummersbach vann frækinn sigur á Chehovski Medved frá Rússlandi í Meistaradeild Evrópu í dag, 31-37. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar og er óhætt að segja að Gummersbach standi vel að vígi. 2.12.2006 15:19
Strachan segir Larsson hafa tekið rétta ákvörðun Gordon Strachan, knattspyrnustjóri Celtic í Skotlandi, segir að það hafi verið rétt af Henrik Larson að ganga til liðs við Manchester United. Einhverjir stuðningsmenn skoska liðsins eru sárir yfir því að sá sænski hafi valið þá rauðu fram yfir sína fyrrum félaga í Skotlandi. 2.12.2006 14:45
Arsenal valtaði yfir Tottenham Arsenal vann afar sannfærandi sigur á Tottenham í háegisleik ensku úrvalsdeildarinnar sem var að ljúka rétt í þessu. Lokatölur urðu 3-0 fyrir Arsenal þar sem Gilberto Silva skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum. 2.12.2006 14:36
Thierry Henry vill fá SWP til Arsenal Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, hefur ráðlagt stjóra sínum Arsene Wenger að fá til sín enska vængmanninn Shaun-Wright Phillips frá Chelsea þegar opnað verður fyrir félagsskipti leikmanna að nýju í næsta mánuði. 2.12.2006 14:00
Pardew vill unga leikmenn til West Ham Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Ham, segir að han horfi helst til góðra ungra leikmanna þegar kemur að því að hann styrki lið sitt. Líklegt er að það verði strax í janúar þegar leikmannaglugginn opnast að nýju, enda Eggert Magnússon búinn að lofa honum allt að milljarði króna. 2.12.2006 13:30
Graham segir Arsenal skorta reynslu George Graham, fyrrverandi stjóri Arsenal og Tottenham, sem leiða saman hesta sína í hádegisslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, segir lið Arsenal skorta einfaldlega skorta reynslu. Þess vegna hafi liðið ekki náð upp stöðugleika í leik sínum það sem af er vetri. 2.12.2006 12:15
Dallas vann 12. leikinn í röð Dallas er á miklu skriði í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið sinn tólfta leik í röð. Fórnarlambið að þessu sinni var Sacramento - lokatölur urðu 109-90. 2.12.2006 11:10
Ferguson ánægður með Adu Unglingurinn Freddy Adu hefur nú lokið tveggja vikna reynslutímabili sínu í herbúðum Manchester United og heldur nú aftur heim til Bandaríkjanna. Þessi efnilegi og Afríkuættaði Bandaríkjamaður verður ekki 18 gamall fyrr en á næsta ári og getur ekki sótt um atvinnuleyfi í Bretlandi fyrr en hann nær þeim aldri. 1.12.2006 20:26
Hakkinen útilokar ekki frekari akstur Fyrrum heimsmeistarinn Mika Hakkinen frá Finnlandi útilokar ekki að hann muni aðstoða McLaren liðið frekar með tilraunaakstri en hann ók nokkra hringi fyrir liðið í vikunni. 1.12.2006 18:00
Tap fyrir Portúgal Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM sem fram fer í Rúmeníu þegar liðið lá 33-29 fyrir Portúgal. Portúgalska liðið hafði yfirhöndina frá upphafi til enda og hafði yfir 16-8 í hálfleik. Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Ísland og Hrafnhildur Skúladóttir 6 mörk. 1.12.2006 17:16
Spila með rauð nef í kvöld Leikmenn FH og Aftureldingar ætlar að styrkja gott málefni þegar liðin mætast í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Leikmenn beggja liða sem og dómarar, ætla að mæta til leiks með rauð nef og styrkja þar með Barnahjálp SÞ á þessum toppslag í deildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:00. 1.12.2006 16:45
Grönholm með gott forskot Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á Ford hefur 28 sekúndna forskot á landa sinn og liðsfélaga Mikko Hirvonen eftir fyrsta keppnisdag í Bretlandsrallinu í dag. Grönholm hafði lýst því yfir fyrir keppnina að hann hefði áhyggjur af leðjunni á vegunum í Wales, en hann hefur ekið mjög vel þrátt fyrir erfið skilyrði. 1.12.2006 16:15
Nowitzki stefnir á að vera með í kvöld Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hefur fengið grænt ljós frá læknum Dallas Mavericks að spila með liðinu gegn Sacramento Kings í kvöld, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan hálf tvö eftir miðnætti. Nowitzki fékk fingur í augað í leik á dögunum og spilaði aðeins 10 mínútur í sigri Dallas á Toronto í fyrrakvöld - en það var 11. sigurleikur liðsins í röð. 1.12.2006 15:53
Frítt á leik Njarðvíkur og Samara Njarðvíkingar spila í kvöld sinn síðasta heimaleik í Evrópukeppninni í haust þegar þeir taka á móti rússneska liðinu Samara, en leikið er í Keflavík. Sparisjóður Keflavíkur hefur ákveðið að bjóða frítt á leikinn sem hefst klukkan 19:15 og því upplagt fyrir alla að mæta á leikinn og styðja við bakið á Njarðvíkingum. 1.12.2006 15:49
Southgate kallar á breytingar Gareth Soutgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, vill að breytingar verði gerðar svo landsliðsmönnum sé kleift að sækja þjálfaranámskeið. Southgate er sjálfur á undanþágu með að stýra liði Boro, en hann bendir á að aðeins sé hægt að sækja námskeið í þjálfun á sumrin og að þá hafi landsliðsmenn engan tíma til að sækja slík námskeið. 1.12.2006 15:42
Wallwork á sjúkrahúsi eftir hrottalega líkamsárás Ronnie Wallwork, leikmaður West Brom og fyrrum leimaður Manchester United, er nú á sjúkrahúsi eftir að árásarmaður stakk hann sjö sinnum á bar í Manchester. Wallwork fékk stungusár á hönd, maga og bak, en er þó ekki talinn í lífshættu. Wallwork hefur verið sem lánsmaður hjá Barnsley í vetur. 1.12.2006 15:09
Bryant fór hamförum gegn Utah Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt sem leið og það var Kobe Bryant hjá LA Lakers sem stal senunni eins og svo oft áður þegar hann skaut lið Utah Jazz í kaf upp á sitt einsdæmi í 132-102 sigri Lakers. Bryant skoraði 52 stig í leiknum, þar af 30 stig í þriðja leikhlutanum einum saman. 1.12.2006 14:45
Við vinnum Tottenham Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga og vælir nú sáran undan leikjaniðurröðun í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur þó litlar áhyggjur af grannaslagnum við Tottenham á morgun og á þar ekki von á neinu öðru en sigri. 1.12.2006 14:35
Henrik Larsson lánaður til Manchester United Sænska markamaskínan Henrik Larsson hefur samþykkt að fara til Manchester United sem lánsmaður í janúar. Larsson er 35 ára gamall og hefur leikið með liði Helsingborg í heimalandi sínu síðan hann varð Evrópumeistari með Barcelona í vor. 1.12.2006 14:25
Dýraníðsla af verstu gerð! Vegna frétta um slæman aðbúnað hrossa og nýfallin dóm í héraðsdómi suðurlands yfir Óla Pétri Gunnarssyni og getgátur slúðrara og spjallaverja um tengsl og einhverjar varnir til við ofangreint efni vill ritstjóri Hestafrétta koma eftirfarandi á framfæri. 1.12.2006 14:02