Fleiri fréttir Gasol spilar ekki úrslitaleikinn Spænski framherjinn Pau Gasol getur ekki spilað úrslitaleikinn á HM með liði Spánverja eftir að í ljós kom að hann er ristarbrotinn. Gasol hefur verið langbesti maður spænska liðsins á leið þess í úrslitaleikinn og er þetta því gríðarleg blóðtaka fyrir liðið. Hann hefur skorað að meðaltali rúm 21 stig og hirt yfir 9 fráköst. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun. 2.9.2006 13:28 Bandaríkjamenn hirtu bronsið Bandaríska landsliðið tryggði sér í dag bronsverðlaun á HM í körfubolta sem fram fer í Japan með öruggum sigri á Argentínumönnum 96-81. Dwyane Wade skoraði 32 stig fyrir Bandaríkjamenn, sem þurftu að gera sér þriðja sætið að góðu líkt og á Ólympíuleikunum fyrir tveimur árum. 2.9.2006 13:18 Brasilía - Argentína í beinni á Sýn í dag Erkifjendurnir og knattspyrnustórveldin Brasilía og Argentína spila vináttulandsleik á Emirates Stadium í London í dag og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Útsendingin hefst klukkan 14:50 og eru tefla báðar þjóðir fram mjög sterkum liðum. Þá er rétt að minna á beina útsendingu frá PGA mótaröðinni í golfi í kvöld klukkan 21. 2.9.2006 11:00 Birgir og Davíð úr leik Kylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson og Heiðar Davíð Bragason eru báðir úr leik eftir annan hringinn á áskorendamótinu í Vaxholm sem fram fer í Svíþjóð. Birgir Leifur lauk keppni í dag á höggi undir pari samtals, en komst ekki í gegn um niðurskurðinn frekar en Heiðar Davíð, sem lauk keppni á fjórum höggum yfir pari. 1.9.2006 21:30 Tap fyrir Ítölum Íslenska U-21 árs landslið karla í knattspyrnu tapaði 1-0 fyrir Ítölum í leik liðanna í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn var ekki sérlega skemmtilegur, en sigurmarkið skoraði Riccardo Montolivo eftir 57 mínútna leik. Gunnar Þór Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið undir lokin líkt og einn leikmanna ítalska liðsins eftir að kom til handalögmála á hliðarlínunni. 1.9.2006 21:03 Danir lögðu Portúgala Danir unnu Portúgala 4-2 í vináttuleik í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn fór fram í Danmörku. Jon Dahl Tomasson, Thomas Kahlenberg, Martin Jörgensen og Nicklas Bendtner skoruðu mörk danska liðsins, en Ricardo Carvalho skoraði bæði mörk Portúgala. Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, misnotaði vítaspyrnu í leiknum, sem var liður í undirbúningi Dana fyrir leikinn gegn Íslendingum á Laugardalsvelli í næstu viku. 1.9.2006 20:30 Jafnt í hálfleik á Laugardalsvelli Staðan í leik Íslands og Ítalíu er 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í undankeppni EM. Leikurinn hefur satt best að segja ekki verið mikið fyrir augað til þessa, en vonandi hressist Eyjólfur eitthvað í síðari hálfleik. 1.9.2006 19:50 Ze Roberto farinn til heimalandsins Brasilíski landsliðsmaðurinn Ze Roberto gekk í gær í raðir Santos í heimalandi sínu Brasilíu. Ze Roberto hefur verið samningslaus í allt sumar eftir að samningur hans við meistara Bayern Munchen rann út. Hann hafði spilað í þýsku úrvalsdeildinni í átta ár, með fyrst hjá Leverkusen og svo hjá Bayern Munchen. Ze Roberto er 32 ára gamall og var í HM hóp Brassa í sumar, en þar þótti hann ekki gera sérstaklega gott mót. 1.9.2006 19:45 Kristján inn í hópinn í stað Daða Markvörðurinn Kristján Finnbogason úr KR hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Norður-Írum á morgun eftir að Daði Lárusson meiddist á æfingu í dag. Kristján er öllum hnútum kunnugur hjá landsliðinu og á að baki 20 landsleiki. Hann verður varamarkvörður Árna Gauts Arasonar í leiknum, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 14. 1.9.2006 18:57 Lokaæfingu hætt snemma vegna hörku Lawrie Sanchez segir að norður-írska landsliðið sé að hugsa um þjóðarstoltið en ekki peningagræðgi nú þegar það leggur lokahönd á undirbúninginn fyrir fyrsta leik sinn í undankeppni EM gegn Íslendingum á morgun. Sanchez flautaði lokaæfinguna af snemma í dag, því honum þótti komið full mikið kapp í sína menn. 1.9.2006 18:39 Ein breyting á íslenska liðinu Lúkas Kostic, þjálfari U-21 árs landsliðsins, hefur gert eina breytingu á liði sínu fyrir leikinn gegn Ítölum í undankeppni EM sem hefst nú klukkan 19. Eyjólfur Héðinsson kemur inn í liðið í stað Guðjóns Baldvinssonar. Íslenska liðið spilar leikaðferðina 4-5-1 í kvöld. Aðgangurr er ókeypis á leik kvöldsins á Laugardalsvelli og því um að gera fyrir alla að drífa sig á völlinn og styðja íslenska liðið gegn sterku liði Ítala. 1.9.2006 18:28 Denilson á leið til Arsenal? Breska sjónvarpsstöðin Sky heldur því fram að Arsenal sé búið að gera samning við 18 ára gamlan Brasilíumann frá liði Sao Paulo, en sá heitir Denilson og er varnartengiliður. Denilson er sagður gríðarlegt efni, en engin staðfesting hefur enn borist frá Arsenal vegna þessa. 1.9.2006 18:09 Fótboltaveisla á Sýn um helgina Það verður mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina og næstu daga, en þá verður á dagskrá fjöldi beinna útsendinga frá leikjum í undankeppni EM og þá verða athyglisverðir vináttuleikir inn á milli. Þá verður Sýn einnig með beinar útsendingar frá Deutsche Bank mótinu í golfi. 1.9.2006 15:45 Baptista styrkir okkur mikið Arsene Wenger er mjög ánægður með að vera búinn að landa brasilíska landsliðsmanninum Julio Baptista frá Real Madrid og segir hann styrkja hóp Arsenal til muna. 1.9.2006 14:54 Yfirtökutilboð í West Ham á viðræðustigi Breska sjónvarpið greinir frá því í dag að stjórn West Ham sé nú í viðræðum við fjárfesta sem hafi hug á að gera yfirtökutilboð í félagið. Því hefur enn sem komið er verið vísað á bug að þessi tíðindi tengist kaupum félagsins á Argentínumönnunum tveimur í gær, en þeir voru á mála hjá fyrirtækinu Media Sports Investment. Talsmaður þess fyrirtækist segir engin áform uppi hjá fyrirtækinu að eignast knattspyrnufélag í Evrópu. 1.9.2006 14:43 Frítt á völlinn í kvöld Íslenska U-21 árs landsliðið tekur í kvöld á móti því ítalska í riðlakeppni EM. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefur KSÍ ákveðið að hafa aðgangseyrir ókeypis. Leikurinn hefst klukkan 19 í kvöld og rétt að skora á sem flesta að mæta og styðja við bakið á íslenska liðinu, en til gamans má geta að ítalska liðið teflir fram leikmönnum á borð við framherjann Guiseppe Rossi hjá Manchester United, sem gekk í raðir Newcastle sem lánsmaður í gær. 1.9.2006 13:36 Spánverjar í úrslit Það verða Spánverjar og Grikkir sem leika til úrslita á HM í körfubolta eftir að liðið vann nauman sigur á Ólympíumeisturum Argentínu í undanúrslitunum í dag 75-74. Leikurinn var í járnum allan tímann, en spænska liðið náði að landa naumum sigri á lokasekúndunum þrátt fyrir að vera án Pau Gasol sem meiddist á ökkla í lokin. 1.9.2006 13:00 Ætlar í mál við Wayne Rooney David Moyes, stjóri Everton, ætlar að fara í mál við knattspyrnumanninn Wayne Rooney vegna ummæla hans um fyrrum þjálfara sinn í nýútkominni ævisögu sinni. Þar sakar Rooney þjálfara sinn um að hafa flæmt sig frá Everton á sínum tíma og sættir Moyes sig ekki við þá yfirlýsingu og nokkrar aðrar yfirlýsingar í bókinni. 1.9.2006 12:45 Rio Ferdinand missir af leiknum við Andorra Varmarmaðurinn Rio Ferdinand hjá Manchester United verður ekki í leikmannahópi Englendinga á morgun þegar liðið mætir Andorra í undankeppni EM, en hann er meiddur á tá. Steve McClaren landsliðsþjálfari segir þá Michael Dawson hjá Tottenham og Wes Brown frá Manchester United vera klára í að fylla skarð Ferdinand á morgun, en vonar að leikmaðurinn verði búinn að ná sér fyrir leikinn gegn Makedónum í næstu viku. 1.9.2006 12:16 Grikkir lögðu Bandaríkjamenn Evrópumeistarar Grikkja gerðu sér lítið fyrir og lögðu Bandaríkjamenn 101-95 á HM í körfubolta sem fram fer í Japan og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleik mótsins á sunnudag. Bandaríkjamenn áttu ekkert svar við einföldum en árangursríkum sóknarleik gríska liðsins, sem nýtti 63% skota sinna í leiknum og því verða Bandaríkjamenn í besta falli að sætta sig við bronsverðlaun á mótinu líkt og á Ólympíuleikunum fyrir tveimur árum. 1.9.2006 11:55 Ashley Cole til Chelsea Chelsea gekk í gærkvöld frá kaupum á enska landsliðsmanninum Ashley Cole frá Arsenal og fékk í skiptum franska landsliðsmanninn William Gallas. Chelsea borgaði fimm milljónir punda á milli og stóðust báðir leikmenn læknisskoðun í gærkvöld um það leiti sem félagaskiptaglugginn lokaði. Cole hefur undirritað fimm ára samning við Chelsea. 1.9.2006 11:26 Repúblikanarnir eru að eyðileggja landið Fyrrum körfuboltamaðurinn Charles Barkley íhugar nú að fara í framboð til fylkisstjóra í Alabama og í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina sem fer í loftið á sunnudag, segir Barkley að Repúblikanar séu að fara eyðileggja Bandaríkin. Hann sagðist ennfremur ekkert hafa á móti því að samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband. 31.8.2006 22:15 Pascal Cygan farinn til Spánar Varnarmaðurinn Pascal Cygan hefur verið seldur frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal til spænska félagsins Villarreal fyrir tvær milljónir punda. Cygan hefur skrifað undir tveggja ára samning við spænska liðið. Enn er ekkert að frétta af málum Ashley Cole, en óstaðfestar fregnir herma að hann sé á leið til Chelsea í skiptum fyrir William Gallas og að Englandsmeistararnir muni borga fimm milljónir punda á milli. 31.8.2006 21:40 Við getum staðið í hvaða liði sem er Alan Pardew var skiljanlega í skýjunum í dag eftir að West Ham landaði óvænt tveimur ungum stórlöxum úr argentínska landsliðinu fyrir lokun félagaskiptagluggans. Pardew telur að með tilkomu þeirra Carlos Tevez og Javier Mascherano geti West Ham velgt hvaða liði sem er á Englandi eða Evrópu undir uggum. 31.8.2006 20:35 Lamaðist tímabundið eftir skurðaðgerð Gamla brýnið Bobby Robson, sem gekkst undir skurðaðgerð vegna heilaæxlis á dögunum, lamaðist tímabundið á vinstri helmingi líkama síns í dag eftir að bólgur mynduðust í heila hans. Læknar segja þetta eðlileg eftirköst skurðaðgerðarinnar og segja Robson hinn hressasta en sá gamli er nú á sjúkrahúsi þar sem hann fylgist náið með gangi mála á lokasprettinum áður en félagaskiptaglugganum lokar í Evrópuboltanum. 31.8.2006 20:02 Lúðarnir hefja leik í kvöld Fyrsti sjónvarpsþátturinn um Knattspyrnufélagið Nörd verður á dagskrá Sýnar í kvöld klukkan 21, en þar hefur fyrrum landsliðsþjálfaranum Loga Ólafssyni verið fengið það erfiða verkefni að búa til brúklegt knattspyrnulið úr hópi hæfileikalausra lúða sem aldrei hafa komið nálægt íþróttinni. 31.8.2006 19:24 Jan Kromkamp farinn frá Liverpool Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool seldi í dag hollenska varnarmanninn Jan Kromkamp til PSV Eindhoven í heimalandi hans. Kromkamp gekk í raðir Liverpool frá Villarreal í janúar í fyrra en fékk fá tækifæri með aðalliði þeirra rauðu. 31.8.2006 19:15 Baptista til Arsenal - Reyes til Madrid Arsenal og Real Madrid gengu nú rétt í þessu frá leikmannaskiptum sín á milli þar sem spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes fer til Real Madrid og Arsenal fær í staðinn brasilíska miðjumanninn Julio Baptista. Hér er um að ræða lánssamning í fyrstu, en til greina kemur að skiptin verði gerð að fullu 31.8.2006 19:08 Kilbane til Wigan Enska úrvalsdeildarfélagið Wigan hefur fest kaup á írska landsliðsmanninum Kevin Kilbane frá Everton fyrir um 2 milljónir punda. Kilbane er 29 ára gamall og hefur skrifað undir þriggja ára samning við Wigan með möguleika á eins árs framlengingu. 31.8.2006 18:54 Arsenal í viðræðum við Real Madrid og Chelsea Ensku stórliðin Arsenal og Chelsea hafa ekki látið mikið í sér heyra á leikmannamarkaðnum á Englandi í dag, en þó er Arsenal sagt vera í viðræðum við Chelsea og Real Madrid vegna þeirra Jose Antonio Reyes og Ashley Cole. Breska sjónvarpið telur sig hafa heimildir fyrir því að Arsenal og Real muni skipta á þeim Reyes og Julio Baptista á lánssamningum og að enn sé ekki loku fyrir það skotið að Chelsea kaupi Ashley Cole. Frekari frétta er að vænta af þessu máli í kvöld. 31.8.2006 18:29 Við verðum að stöðva Eið Smára David Healy, leikmaður Leeds og norður-írska landsliðsins, segir það algjört lykilatriði fyrir sína menn að halda aftur af Eiði Smára Guðjohnsen á laugardaginn þegar Íslendingar sækja Norður-Íra heim í fyrsta leik sínum í undankeppni EM. 31.8.2006 17:44 Hólmar Örn farinn til Silkeborg Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson gekk í dag í raðir danska knattspyrnuliðsins Silkeborg. Hólmar skrifaði undir samning við félagið á dögunum og upphaflega var reiknað með að hann gengi í raðir liðsins þann 1. janúar, en í dag var gengið frá því að hann héldi strax til Danmerkur og verða Keflvíkingar því án þessa sterka leikmanns í bikarúrslitaleiknum gegn KR í næsta mánuði. 31.8.2006 17:15 Tevez og Mascherano í liði Argentínu West Ham leikmennirnir Carlos Teves og Javier Mascherano eru í landsliðshópi Argentínumanna sem mæta Brasilíumönnum í æfingaleik á Emirates Stadium í London á sunnudag. Brassar mæta einnig með sterkt lið til leiks um helgina og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 15:00. 31.8.2006 17:08 Landslið Wales þurfti að nauðlenda Nokkur óróleiki greip um sig í dag þegar Boeing 737 flugvél sem hafði landslið Wales í knattspyrnu innanborðs þurfti að nauðlenda í Bornemouth á leið sinni frá Cardiff eftir að framrúða í vélinni brotnaði. Engan sakaði í óhappinu og sagði John Toshack landsliðsþjálfari að í raun hefði hann aldrei vitað hvað var í gangi þegar vélinni var snúið og lent. 31.8.2006 17:00 Portsmouth kaupir Kranjcar Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur fest kaup á króatíska miðjumanninum Niko Kranjcar frá Hadjuk Split. Kranjcar er 22 ára gamall og stóð sig vel undir stjórn föður síns með króatíska landsliðinu á HM í sumar. Harry Redknapp og félagar ákváðu að snúa sér til króatíska leikmannsins í kjölfar þess að félagið missti af Búlgaranum Stilian Petrov sem ákvað að ganga í raðir Aston Villa. Kranjcar hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Portsmouth. 31.8.2006 16:52 West Ham kaupir tvo Argentínumenn West Ham hefur svo sannarlega stolið sviðsljósinu á síðasta deginum til félagaskipta í Evrópuboltanum, en félagið hefur gengið frá kaupum á tveimur af efnilegustu leikmönnum argentínska landsliðsins, þeim Carloz Tevez og Javier Mascherano frá brasilíska liðinu Corinthians. 31.8.2006 16:35 Middlesbrough kaupir Euell Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough hefur fest kaup á sóknarmanninum Jason Euell frá Charlton. Euell er 29 ára gamall og í stað hans hefur Charlton fengið að láni landsliðsmanninn Omar Pouso frá Úrúgvæ, en hann er líklega þekktastur fyrir markið glæsilega sem hann skoraði í æfingaleiknum gegn Englendingum í sumar. 31.8.2006 16:25 Sorin til Hamburger Argentínski landsliðsfyrirliðinn Juan Pablo Sorin gekk í dag í raðir þýska úrvalsdeildarfélagsins Hamburger frá spænska liðinu Villarreal og er kaupverðið sagt vera um 2,5 milljónir evra. Sorin er þrítugur varnarmaður og hefur hann undirritað þriggja ára samning við þýska félagið. 31.8.2006 16:10 Reyes liggur á bæn Spánverjinn Jose Antonio Reyes segist enn ekki vera búinn að gefa upp alla von um að losna frá Arsenal og aftur til heimalands síns, þar sem hann segir draum sinn að vera genginn í raðir Real Madrid fyrir 23. afmælisdag sinn á föstudaginn. 31.8.2006 15:02 Wigan samþykkir tilboð Tottenham í Chimbonda Nú er útlit fyrir að sápuóperan í kring um bakvörðinn Pascal Chimbonda hjá Wigan sé loks á enda, en félagið hefur nú samþykkt kauptilboð Tottenham í leikmanninn. Chimbonda fór fram á sölu í vor og hefur Tottenham verið að þrátta við Wigan um kaupverðið í nokkra mánuði. Talsmenn Wigan segja að hér sé um að ræða hæstu fjárhæð sem greidd hefur verið fyrir leikmann í sögu félagsins. 31.8.2006 14:51 Tyrkir létu jarðskjálfta ekki hafa áhrif á sig Það verða Tyrkir og Frakkar sem keppa um fimmta sætið á HM í körfubolta eftir leiki dagsins á mótinu í Japan. Tyrkir lögðu Litháa 95-84 í framlengdum leik, þar sem jarðskjálfti upp á 4,8 á Richter skók höllina í hálfleik og Frakkar lögðu Þjóðverja síðar í dag 75-73 þar sem Mickael Gelabale skoraði sigurkörfuna í lokin. Joseph Gomis skoraði 22 stig fyrir Frakka en Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Þjóðverja, þar af 21 í síðari hálfleik. 31.8.2006 14:36 Keane fær kunnuglegt andlit til Sunderland Roy Keane, nýráðinn knattspyrnustjóri 1. deildarliðs Sunderland, er nú við það að ganga frá kaupum á sínum fyrsta leikmanni síðan hann tók við liðinu á dögunum. Hér er um að ræða framherjann Dwight Yorke sem spilaði með Keane hjá Manchester United um árabil. Yorke fór á kostum með landsliði Trinidad á HM í sumar og hefur verið á mála hjá liði Sydney FC í Ástralíu. 31.8.2006 14:25 Malbranque til Tottenham Franski miðjumaðurinn Steed Malbranque gekk í dag í raðir Tottenham Hotspur frá Fulham, en í skiptum hefur Fulham fengið miðjumanninn Wayne Routledge að láni í eitt ár. Malbranque kom sér út í kuldann hjá Fulham með því að neita að skrifa undir nýjan samning og hafði Chris Coleman stjóri Fulham lýst því yfir að Frakkinn ætti aldrei aftur eftir að spila fyrir liðið. 31.8.2006 14:15 Cole til Portsmouth Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth gekk í morgun frá kaupum á fyrrum landsliðsframherjanum Andy Cole frá Manchester City. Cole er 34 ára gamall og kaupverðið er sagt um hálf- til ein milljón punda, háð því hve mikið hann fær að spila. Cole hefur skrifað undir tveggja ára samning við Portsmouth og sagt er að hann fái 40 þúsund pund í vikulaun. 31.8.2006 14:08 Tevez og Mascherano til West Ham Í kvöld rennur út frestur liða í Evrópu til að ganga frá félagaskiptum og segja má að Lundúnalið West Ham hafi stolið fyrirsögnunum í dag, en fullyrt er að argentínsku leikmennirnir Carlos Teves og Javier Mascherano hjá Corinthians séu við það að ganga í raðir félagsins. 31.8.2006 14:01 Sjá næstu 50 fréttir
Gasol spilar ekki úrslitaleikinn Spænski framherjinn Pau Gasol getur ekki spilað úrslitaleikinn á HM með liði Spánverja eftir að í ljós kom að hann er ristarbrotinn. Gasol hefur verið langbesti maður spænska liðsins á leið þess í úrslitaleikinn og er þetta því gríðarleg blóðtaka fyrir liðið. Hann hefur skorað að meðaltali rúm 21 stig og hirt yfir 9 fráköst. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun. 2.9.2006 13:28
Bandaríkjamenn hirtu bronsið Bandaríska landsliðið tryggði sér í dag bronsverðlaun á HM í körfubolta sem fram fer í Japan með öruggum sigri á Argentínumönnum 96-81. Dwyane Wade skoraði 32 stig fyrir Bandaríkjamenn, sem þurftu að gera sér þriðja sætið að góðu líkt og á Ólympíuleikunum fyrir tveimur árum. 2.9.2006 13:18
Brasilía - Argentína í beinni á Sýn í dag Erkifjendurnir og knattspyrnustórveldin Brasilía og Argentína spila vináttulandsleik á Emirates Stadium í London í dag og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Útsendingin hefst klukkan 14:50 og eru tefla báðar þjóðir fram mjög sterkum liðum. Þá er rétt að minna á beina útsendingu frá PGA mótaröðinni í golfi í kvöld klukkan 21. 2.9.2006 11:00
Birgir og Davíð úr leik Kylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson og Heiðar Davíð Bragason eru báðir úr leik eftir annan hringinn á áskorendamótinu í Vaxholm sem fram fer í Svíþjóð. Birgir Leifur lauk keppni í dag á höggi undir pari samtals, en komst ekki í gegn um niðurskurðinn frekar en Heiðar Davíð, sem lauk keppni á fjórum höggum yfir pari. 1.9.2006 21:30
Tap fyrir Ítölum Íslenska U-21 árs landslið karla í knattspyrnu tapaði 1-0 fyrir Ítölum í leik liðanna í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn var ekki sérlega skemmtilegur, en sigurmarkið skoraði Riccardo Montolivo eftir 57 mínútna leik. Gunnar Þór Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið undir lokin líkt og einn leikmanna ítalska liðsins eftir að kom til handalögmála á hliðarlínunni. 1.9.2006 21:03
Danir lögðu Portúgala Danir unnu Portúgala 4-2 í vináttuleik í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn fór fram í Danmörku. Jon Dahl Tomasson, Thomas Kahlenberg, Martin Jörgensen og Nicklas Bendtner skoruðu mörk danska liðsins, en Ricardo Carvalho skoraði bæði mörk Portúgala. Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, misnotaði vítaspyrnu í leiknum, sem var liður í undirbúningi Dana fyrir leikinn gegn Íslendingum á Laugardalsvelli í næstu viku. 1.9.2006 20:30
Jafnt í hálfleik á Laugardalsvelli Staðan í leik Íslands og Ítalíu er 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í undankeppni EM. Leikurinn hefur satt best að segja ekki verið mikið fyrir augað til þessa, en vonandi hressist Eyjólfur eitthvað í síðari hálfleik. 1.9.2006 19:50
Ze Roberto farinn til heimalandsins Brasilíski landsliðsmaðurinn Ze Roberto gekk í gær í raðir Santos í heimalandi sínu Brasilíu. Ze Roberto hefur verið samningslaus í allt sumar eftir að samningur hans við meistara Bayern Munchen rann út. Hann hafði spilað í þýsku úrvalsdeildinni í átta ár, með fyrst hjá Leverkusen og svo hjá Bayern Munchen. Ze Roberto er 32 ára gamall og var í HM hóp Brassa í sumar, en þar þótti hann ekki gera sérstaklega gott mót. 1.9.2006 19:45
Kristján inn í hópinn í stað Daða Markvörðurinn Kristján Finnbogason úr KR hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Norður-Írum á morgun eftir að Daði Lárusson meiddist á æfingu í dag. Kristján er öllum hnútum kunnugur hjá landsliðinu og á að baki 20 landsleiki. Hann verður varamarkvörður Árna Gauts Arasonar í leiknum, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 14. 1.9.2006 18:57
Lokaæfingu hætt snemma vegna hörku Lawrie Sanchez segir að norður-írska landsliðið sé að hugsa um þjóðarstoltið en ekki peningagræðgi nú þegar það leggur lokahönd á undirbúninginn fyrir fyrsta leik sinn í undankeppni EM gegn Íslendingum á morgun. Sanchez flautaði lokaæfinguna af snemma í dag, því honum þótti komið full mikið kapp í sína menn. 1.9.2006 18:39
Ein breyting á íslenska liðinu Lúkas Kostic, þjálfari U-21 árs landsliðsins, hefur gert eina breytingu á liði sínu fyrir leikinn gegn Ítölum í undankeppni EM sem hefst nú klukkan 19. Eyjólfur Héðinsson kemur inn í liðið í stað Guðjóns Baldvinssonar. Íslenska liðið spilar leikaðferðina 4-5-1 í kvöld. Aðgangurr er ókeypis á leik kvöldsins á Laugardalsvelli og því um að gera fyrir alla að drífa sig á völlinn og styðja íslenska liðið gegn sterku liði Ítala. 1.9.2006 18:28
Denilson á leið til Arsenal? Breska sjónvarpsstöðin Sky heldur því fram að Arsenal sé búið að gera samning við 18 ára gamlan Brasilíumann frá liði Sao Paulo, en sá heitir Denilson og er varnartengiliður. Denilson er sagður gríðarlegt efni, en engin staðfesting hefur enn borist frá Arsenal vegna þessa. 1.9.2006 18:09
Fótboltaveisla á Sýn um helgina Það verður mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina og næstu daga, en þá verður á dagskrá fjöldi beinna útsendinga frá leikjum í undankeppni EM og þá verða athyglisverðir vináttuleikir inn á milli. Þá verður Sýn einnig með beinar útsendingar frá Deutsche Bank mótinu í golfi. 1.9.2006 15:45
Baptista styrkir okkur mikið Arsene Wenger er mjög ánægður með að vera búinn að landa brasilíska landsliðsmanninum Julio Baptista frá Real Madrid og segir hann styrkja hóp Arsenal til muna. 1.9.2006 14:54
Yfirtökutilboð í West Ham á viðræðustigi Breska sjónvarpið greinir frá því í dag að stjórn West Ham sé nú í viðræðum við fjárfesta sem hafi hug á að gera yfirtökutilboð í félagið. Því hefur enn sem komið er verið vísað á bug að þessi tíðindi tengist kaupum félagsins á Argentínumönnunum tveimur í gær, en þeir voru á mála hjá fyrirtækinu Media Sports Investment. Talsmaður þess fyrirtækist segir engin áform uppi hjá fyrirtækinu að eignast knattspyrnufélag í Evrópu. 1.9.2006 14:43
Frítt á völlinn í kvöld Íslenska U-21 árs landsliðið tekur í kvöld á móti því ítalska í riðlakeppni EM. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefur KSÍ ákveðið að hafa aðgangseyrir ókeypis. Leikurinn hefst klukkan 19 í kvöld og rétt að skora á sem flesta að mæta og styðja við bakið á íslenska liðinu, en til gamans má geta að ítalska liðið teflir fram leikmönnum á borð við framherjann Guiseppe Rossi hjá Manchester United, sem gekk í raðir Newcastle sem lánsmaður í gær. 1.9.2006 13:36
Spánverjar í úrslit Það verða Spánverjar og Grikkir sem leika til úrslita á HM í körfubolta eftir að liðið vann nauman sigur á Ólympíumeisturum Argentínu í undanúrslitunum í dag 75-74. Leikurinn var í járnum allan tímann, en spænska liðið náði að landa naumum sigri á lokasekúndunum þrátt fyrir að vera án Pau Gasol sem meiddist á ökkla í lokin. 1.9.2006 13:00
Ætlar í mál við Wayne Rooney David Moyes, stjóri Everton, ætlar að fara í mál við knattspyrnumanninn Wayne Rooney vegna ummæla hans um fyrrum þjálfara sinn í nýútkominni ævisögu sinni. Þar sakar Rooney þjálfara sinn um að hafa flæmt sig frá Everton á sínum tíma og sættir Moyes sig ekki við þá yfirlýsingu og nokkrar aðrar yfirlýsingar í bókinni. 1.9.2006 12:45
Rio Ferdinand missir af leiknum við Andorra Varmarmaðurinn Rio Ferdinand hjá Manchester United verður ekki í leikmannahópi Englendinga á morgun þegar liðið mætir Andorra í undankeppni EM, en hann er meiddur á tá. Steve McClaren landsliðsþjálfari segir þá Michael Dawson hjá Tottenham og Wes Brown frá Manchester United vera klára í að fylla skarð Ferdinand á morgun, en vonar að leikmaðurinn verði búinn að ná sér fyrir leikinn gegn Makedónum í næstu viku. 1.9.2006 12:16
Grikkir lögðu Bandaríkjamenn Evrópumeistarar Grikkja gerðu sér lítið fyrir og lögðu Bandaríkjamenn 101-95 á HM í körfubolta sem fram fer í Japan og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleik mótsins á sunnudag. Bandaríkjamenn áttu ekkert svar við einföldum en árangursríkum sóknarleik gríska liðsins, sem nýtti 63% skota sinna í leiknum og því verða Bandaríkjamenn í besta falli að sætta sig við bronsverðlaun á mótinu líkt og á Ólympíuleikunum fyrir tveimur árum. 1.9.2006 11:55
Ashley Cole til Chelsea Chelsea gekk í gærkvöld frá kaupum á enska landsliðsmanninum Ashley Cole frá Arsenal og fékk í skiptum franska landsliðsmanninn William Gallas. Chelsea borgaði fimm milljónir punda á milli og stóðust báðir leikmenn læknisskoðun í gærkvöld um það leiti sem félagaskiptaglugginn lokaði. Cole hefur undirritað fimm ára samning við Chelsea. 1.9.2006 11:26
Repúblikanarnir eru að eyðileggja landið Fyrrum körfuboltamaðurinn Charles Barkley íhugar nú að fara í framboð til fylkisstjóra í Alabama og í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina sem fer í loftið á sunnudag, segir Barkley að Repúblikanar séu að fara eyðileggja Bandaríkin. Hann sagðist ennfremur ekkert hafa á móti því að samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband. 31.8.2006 22:15
Pascal Cygan farinn til Spánar Varnarmaðurinn Pascal Cygan hefur verið seldur frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal til spænska félagsins Villarreal fyrir tvær milljónir punda. Cygan hefur skrifað undir tveggja ára samning við spænska liðið. Enn er ekkert að frétta af málum Ashley Cole, en óstaðfestar fregnir herma að hann sé á leið til Chelsea í skiptum fyrir William Gallas og að Englandsmeistararnir muni borga fimm milljónir punda á milli. 31.8.2006 21:40
Við getum staðið í hvaða liði sem er Alan Pardew var skiljanlega í skýjunum í dag eftir að West Ham landaði óvænt tveimur ungum stórlöxum úr argentínska landsliðinu fyrir lokun félagaskiptagluggans. Pardew telur að með tilkomu þeirra Carlos Tevez og Javier Mascherano geti West Ham velgt hvaða liði sem er á Englandi eða Evrópu undir uggum. 31.8.2006 20:35
Lamaðist tímabundið eftir skurðaðgerð Gamla brýnið Bobby Robson, sem gekkst undir skurðaðgerð vegna heilaæxlis á dögunum, lamaðist tímabundið á vinstri helmingi líkama síns í dag eftir að bólgur mynduðust í heila hans. Læknar segja þetta eðlileg eftirköst skurðaðgerðarinnar og segja Robson hinn hressasta en sá gamli er nú á sjúkrahúsi þar sem hann fylgist náið með gangi mála á lokasprettinum áður en félagaskiptaglugganum lokar í Evrópuboltanum. 31.8.2006 20:02
Lúðarnir hefja leik í kvöld Fyrsti sjónvarpsþátturinn um Knattspyrnufélagið Nörd verður á dagskrá Sýnar í kvöld klukkan 21, en þar hefur fyrrum landsliðsþjálfaranum Loga Ólafssyni verið fengið það erfiða verkefni að búa til brúklegt knattspyrnulið úr hópi hæfileikalausra lúða sem aldrei hafa komið nálægt íþróttinni. 31.8.2006 19:24
Jan Kromkamp farinn frá Liverpool Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool seldi í dag hollenska varnarmanninn Jan Kromkamp til PSV Eindhoven í heimalandi hans. Kromkamp gekk í raðir Liverpool frá Villarreal í janúar í fyrra en fékk fá tækifæri með aðalliði þeirra rauðu. 31.8.2006 19:15
Baptista til Arsenal - Reyes til Madrid Arsenal og Real Madrid gengu nú rétt í þessu frá leikmannaskiptum sín á milli þar sem spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes fer til Real Madrid og Arsenal fær í staðinn brasilíska miðjumanninn Julio Baptista. Hér er um að ræða lánssamning í fyrstu, en til greina kemur að skiptin verði gerð að fullu 31.8.2006 19:08
Kilbane til Wigan Enska úrvalsdeildarfélagið Wigan hefur fest kaup á írska landsliðsmanninum Kevin Kilbane frá Everton fyrir um 2 milljónir punda. Kilbane er 29 ára gamall og hefur skrifað undir þriggja ára samning við Wigan með möguleika á eins árs framlengingu. 31.8.2006 18:54
Arsenal í viðræðum við Real Madrid og Chelsea Ensku stórliðin Arsenal og Chelsea hafa ekki látið mikið í sér heyra á leikmannamarkaðnum á Englandi í dag, en þó er Arsenal sagt vera í viðræðum við Chelsea og Real Madrid vegna þeirra Jose Antonio Reyes og Ashley Cole. Breska sjónvarpið telur sig hafa heimildir fyrir því að Arsenal og Real muni skipta á þeim Reyes og Julio Baptista á lánssamningum og að enn sé ekki loku fyrir það skotið að Chelsea kaupi Ashley Cole. Frekari frétta er að vænta af þessu máli í kvöld. 31.8.2006 18:29
Við verðum að stöðva Eið Smára David Healy, leikmaður Leeds og norður-írska landsliðsins, segir það algjört lykilatriði fyrir sína menn að halda aftur af Eiði Smára Guðjohnsen á laugardaginn þegar Íslendingar sækja Norður-Íra heim í fyrsta leik sínum í undankeppni EM. 31.8.2006 17:44
Hólmar Örn farinn til Silkeborg Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson gekk í dag í raðir danska knattspyrnuliðsins Silkeborg. Hólmar skrifaði undir samning við félagið á dögunum og upphaflega var reiknað með að hann gengi í raðir liðsins þann 1. janúar, en í dag var gengið frá því að hann héldi strax til Danmerkur og verða Keflvíkingar því án þessa sterka leikmanns í bikarúrslitaleiknum gegn KR í næsta mánuði. 31.8.2006 17:15
Tevez og Mascherano í liði Argentínu West Ham leikmennirnir Carlos Teves og Javier Mascherano eru í landsliðshópi Argentínumanna sem mæta Brasilíumönnum í æfingaleik á Emirates Stadium í London á sunnudag. Brassar mæta einnig með sterkt lið til leiks um helgina og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 15:00. 31.8.2006 17:08
Landslið Wales þurfti að nauðlenda Nokkur óróleiki greip um sig í dag þegar Boeing 737 flugvél sem hafði landslið Wales í knattspyrnu innanborðs þurfti að nauðlenda í Bornemouth á leið sinni frá Cardiff eftir að framrúða í vélinni brotnaði. Engan sakaði í óhappinu og sagði John Toshack landsliðsþjálfari að í raun hefði hann aldrei vitað hvað var í gangi þegar vélinni var snúið og lent. 31.8.2006 17:00
Portsmouth kaupir Kranjcar Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur fest kaup á króatíska miðjumanninum Niko Kranjcar frá Hadjuk Split. Kranjcar er 22 ára gamall og stóð sig vel undir stjórn föður síns með króatíska landsliðinu á HM í sumar. Harry Redknapp og félagar ákváðu að snúa sér til króatíska leikmannsins í kjölfar þess að félagið missti af Búlgaranum Stilian Petrov sem ákvað að ganga í raðir Aston Villa. Kranjcar hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Portsmouth. 31.8.2006 16:52
West Ham kaupir tvo Argentínumenn West Ham hefur svo sannarlega stolið sviðsljósinu á síðasta deginum til félagaskipta í Evrópuboltanum, en félagið hefur gengið frá kaupum á tveimur af efnilegustu leikmönnum argentínska landsliðsins, þeim Carloz Tevez og Javier Mascherano frá brasilíska liðinu Corinthians. 31.8.2006 16:35
Middlesbrough kaupir Euell Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough hefur fest kaup á sóknarmanninum Jason Euell frá Charlton. Euell er 29 ára gamall og í stað hans hefur Charlton fengið að láni landsliðsmanninn Omar Pouso frá Úrúgvæ, en hann er líklega þekktastur fyrir markið glæsilega sem hann skoraði í æfingaleiknum gegn Englendingum í sumar. 31.8.2006 16:25
Sorin til Hamburger Argentínski landsliðsfyrirliðinn Juan Pablo Sorin gekk í dag í raðir þýska úrvalsdeildarfélagsins Hamburger frá spænska liðinu Villarreal og er kaupverðið sagt vera um 2,5 milljónir evra. Sorin er þrítugur varnarmaður og hefur hann undirritað þriggja ára samning við þýska félagið. 31.8.2006 16:10
Reyes liggur á bæn Spánverjinn Jose Antonio Reyes segist enn ekki vera búinn að gefa upp alla von um að losna frá Arsenal og aftur til heimalands síns, þar sem hann segir draum sinn að vera genginn í raðir Real Madrid fyrir 23. afmælisdag sinn á föstudaginn. 31.8.2006 15:02
Wigan samþykkir tilboð Tottenham í Chimbonda Nú er útlit fyrir að sápuóperan í kring um bakvörðinn Pascal Chimbonda hjá Wigan sé loks á enda, en félagið hefur nú samþykkt kauptilboð Tottenham í leikmanninn. Chimbonda fór fram á sölu í vor og hefur Tottenham verið að þrátta við Wigan um kaupverðið í nokkra mánuði. Talsmenn Wigan segja að hér sé um að ræða hæstu fjárhæð sem greidd hefur verið fyrir leikmann í sögu félagsins. 31.8.2006 14:51
Tyrkir létu jarðskjálfta ekki hafa áhrif á sig Það verða Tyrkir og Frakkar sem keppa um fimmta sætið á HM í körfubolta eftir leiki dagsins á mótinu í Japan. Tyrkir lögðu Litháa 95-84 í framlengdum leik, þar sem jarðskjálfti upp á 4,8 á Richter skók höllina í hálfleik og Frakkar lögðu Þjóðverja síðar í dag 75-73 þar sem Mickael Gelabale skoraði sigurkörfuna í lokin. Joseph Gomis skoraði 22 stig fyrir Frakka en Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Þjóðverja, þar af 21 í síðari hálfleik. 31.8.2006 14:36
Keane fær kunnuglegt andlit til Sunderland Roy Keane, nýráðinn knattspyrnustjóri 1. deildarliðs Sunderland, er nú við það að ganga frá kaupum á sínum fyrsta leikmanni síðan hann tók við liðinu á dögunum. Hér er um að ræða framherjann Dwight Yorke sem spilaði með Keane hjá Manchester United um árabil. Yorke fór á kostum með landsliði Trinidad á HM í sumar og hefur verið á mála hjá liði Sydney FC í Ástralíu. 31.8.2006 14:25
Malbranque til Tottenham Franski miðjumaðurinn Steed Malbranque gekk í dag í raðir Tottenham Hotspur frá Fulham, en í skiptum hefur Fulham fengið miðjumanninn Wayne Routledge að láni í eitt ár. Malbranque kom sér út í kuldann hjá Fulham með því að neita að skrifa undir nýjan samning og hafði Chris Coleman stjóri Fulham lýst því yfir að Frakkinn ætti aldrei aftur eftir að spila fyrir liðið. 31.8.2006 14:15
Cole til Portsmouth Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth gekk í morgun frá kaupum á fyrrum landsliðsframherjanum Andy Cole frá Manchester City. Cole er 34 ára gamall og kaupverðið er sagt um hálf- til ein milljón punda, háð því hve mikið hann fær að spila. Cole hefur skrifað undir tveggja ára samning við Portsmouth og sagt er að hann fái 40 þúsund pund í vikulaun. 31.8.2006 14:08
Tevez og Mascherano til West Ham Í kvöld rennur út frestur liða í Evrópu til að ganga frá félagaskiptum og segja má að Lundúnalið West Ham hafi stolið fyrirsögnunum í dag, en fullyrt er að argentínsku leikmennirnir Carlos Teves og Javier Mascherano hjá Corinthians séu við það að ganga í raðir félagsins. 31.8.2006 14:01