Fleiri fréttir Peter Taylor tekur við Palace Crystal Palace hefur ráðið Peter Taylor sem næsta knattspyrnustjóra félagsins, en Taylor er þjálfari U-21 árs liðs Englendinga og stýrði áður liði Hull City. Talið er að Taylor hafi orðið fyrir valinu eftir að Graeme Souness dró sig til baka úr viðræðum við félagið, en Mike Newell hjá Luton hafði einnig verið orðaður við starfið. Taylor tekur því við Palace af Ian Dowie sem er tekinn við Charlton í úrvalsdeildinni. 13.6.2006 15:13 Suður-Kórea lagði Tógó Suður-Kóreumenn lögðu Tógó 2-1 í leik liðanna í g-riðli HM í dag. Tógó hafði yfir í hálfleik með marki frá Mohammed Kadar, en Kóreumennirnir skoruðu tvívegis í þeim síðari gegn aðeins 10 leikmönnum Afríkuliðsins. 13.6.2006 15:01 Þriðji leikur Miami og Dallas í kvöld Þriðji leikur Miami Heat og Dallas Mavericks í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn verður á dagskrá Sýnar klukkan eitt efir miðnætti í nótt. Framherjinn Udonis Haslem hjá Miami verður líklega í byrjunarliði Miami, en óvíst var talið að hann gæti spilað eftir að hann meiddist illa á öxl í síðasta leik. Dallas vann fyrstu tvo leikina á heimavelli sínum, en næstu leikir fara fram í Miami. 13.6.2006 14:45 Stjóri McLaren ánægður með Alonso Martin Whitmarsh, stjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist gríðarlega ánægður með frábæran árangur heimsmeistarans undir merkjum Renault það sem af er tímabili, en Alonso hefur sem kunnugt er gert samning við McLaren frá og með næsta keppnistímabili. 13.6.2006 14:15 Tógó yfir í hálfleik Spútniklið Tógó hefur yfir 1-0 í hálfleik gegn Suður-Kóreu í viðureign liðanna í g-riðli sem hófst klukkan 13 og er í beinni á Sýn. Það var Mohammed Kader sem skoraði markið á 31. mínútu með glæsilegri afgreiðslu, en Kóreumennirnir virðast vera á hælunum og þurfa að endurskoða sinn leik ef þeir ætla að ná í stig í dag. 13.6.2006 13:52 Verðum að stöðva Dwight Yorke David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, segir að helsta markmið félaga sinna í leiknum gegn Trinidad og Tobago á fimmtudaginn verði að halda aftur af fyrrum félaga hans hjá Manchester United, hinum magnaða Dwight Yorke. 13.6.2006 13:34 Ólíklegt að Rooney spili gegn Trinidad Nú þykir frekar ólíklegt að Wayne Rooney snúi aftur í enska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Trinidad á fimmtudaginn eins og talað hefur verið um í gær og í morgun. Forráðamönnum enska liðsins þykir ekki heppilegt að taka þá áhættu í leik gegn liði sem Englendingar ættu vel að geta unnið án hans. Læknum Manchester United hefur verið lofað að fá að skoða Rooney áður en hann spilar sinn fyrsta leik fyrir landsliðið. 13.6.2006 13:26 Mourinho ber ekki virðingu fyrir Robben Serbneski landsliðsmaðurinn Mateja Kezman gagnrýnir fyrrum stjóra sinn hjá Chelsea, Jose Mourinho, fyrir að láta hollenska vængmanninn Arjen Robben ekki spila meira hjá Chelsea. Kezman lét hafa þetta eftir sér eftir að Robben fór illa með Serbana í viðureign liðanna á HM á dögunum. 13.6.2006 13:19 Meiðslin ekki jafn alvarleg og óttast var Nú er útlit fyrir að framherjinn stóri Jan Koller í liði Tékka gæti jafnvel spilað meira með liðinu á HM eftir að í ljós kom að meiðslin sem hann varð fyrir í gær eru ekki eins alvarleg og óttast var. Koller meiddist á læri eftir að hafa skorað fyrsta mark Tékka í sigrinum á Bandaríkjamönnum í gær og óttast var að hann missti af restinni af mótinu, en nú er komið í ljós að hann gæti náð sér á um viku. 13.6.2006 13:09 Beðið eftir staðfestum fréttum Breskir fjölmiðlar eru uppfullir af því í dag að nú sé aðeins tímaspursmál hvenær íslenski landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen gangi í raðir Barcelona, en enn sem fyrr hefur ekkert fengist staðfest í þeim efnum. Spænskir fjölmiðlar eru þó löngu búnir að fullyrða að félagaskiptin séu allt nema frágengin. 13.6.2006 13:03 Suður-Kórea - Tógó að hefjast Leikur Suður-Kóreu og Tógó í G-riðli á HM er að hefjast nú klukkan 13 og er í beinni útsendingu á Sýn. Otto Pfister stýrir liði Tógó í dag, en hefur snúið aftur eftir að hafa sagt starfi sínu lausu um helgina. Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan. 13.6.2006 12:45 Cannavaro þriðji leikreyndasti landsliðsmaðurinn Fabio Cannavaro náði þeim áfanga í leiknum við Gana í gær að verða þriðji leikjahæsti ítalski landsliðsmaðurinn frá upphafi þegar hann spilaði sinn 94. leik á ferlinum og var jafnframt fyrirliði liðsins. Aðeins Paolo Maldini (126) og markvörðurinn Dino Zoff (112) hafa spilað fleiri landsleiki en Cannavaro, sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir þá bláu árið 1997. 13.6.2006 11:54 Ítalir taplausir í 19 leikjum Sigur Ítala á Gana í gær markaði 19. leikinn í röð sem liðið spilar án þess að tapa. Aðeins einu sinni áður í sögu ítalska landsliðsins hefur það spilað fleiri leiki í röð án þess að tapa, en það var fyrir 70 árum síðan. 13.6.2006 11:40 Ballack verður með á morgun Michael Ballack, fyrirliði þjóðverja mun verða með liði sínum á morgun er það spilar við Pólverja í 2 umferðinni á HM. Ballack var ekki með liði sínum í opnunarleiknum við Kosta Ríka á föstudaginn þar sem hann hafði ekki náð sér að fullu af meiðslum. 13.6.2006 11:33 Vidic gæti misst af HM Varnarmaðurinn Nemanja Vidic frá Manchester United gæti misst af heimsmeistaramótinu eftir að hann meiddist illa á hné á æfingu serbneska landsliðsins í gær. Vidic tók út leikbann í fyrsta leik Serba á mótinu og því er útlit fyrir að hann nái ekki að spila einn einasta leik í keppninni. 13.6.2006 11:30 Ekki ánægður með að hafa verið skipt útaf Cristiano Ronaldo, leikmaður Portúgals var ekki sáttur er hann var tekinn af velli í leiknum við Angóla á sunnudaginn en Portúgalar unnu þessa fyrrum nýlendu sína 1-0. Fyrirfram var búist við mun stærri sigri Portúgala. Ronaldo náði ekki að setja sitt mark á þennan leik og uppskar til að mynda gult spjald. 13.6.2006 11:27 Ósáttir við reykingar þjálfara Mexico Forráðamenn FIFA eru ekki ánægðir með Ricardo Lavolpe, þjálfara Mexico en hann fékk sér sígarettu á meðan leik liðsins stóð gegn Íran á sunnudagskvöldið. 13.6.2006 11:17 Leikir dagsins á Sýn Þrír leikir verða á dagskrá á HM í dag. Veislan byrjar klukkan 13.00 er Suður Kórea og Togo spila saman en þau eru í G-riðli. Klukkan 16.00 er svo leikur Frakka og Sviss í sama riðli. Kvöld leikurinn er svo Brasilía og Króatía og hefst hann klukkan 19.00. 13.6.2006 11:15 Við verðskulduðum sigur Marcello Lippi, þjálfari ítala segir að lið sitt hafi verðskuldað 2-0 sigur á Ghana í gær. Ítalska liðið hafði mikið fyrir því að innbyrða þennan sigur en það voru þeir Andrea Pirlo og Vincenzo Iaquinta sem gerðu mörk liðsins í þessum leik. 13.6.2006 11:06 Bayern hefur áhuga á Nistelrooy Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa gefið það út að félagið hafi áhuga á að kaupa hollenska framherjann Ruud Van Nistelrooy frá Manchester United ef hann er til sölu. Mikil óvissa ríkir um framtíð hans á Englandi eftir að hann lenti í deilum við knattspyrnustjórann Alex Ferguson. 13.6.2006 10:03 Ensk félög bítast um Duscher Ensku úrvalsdeildarfélögin West Ham og Manchester United eiga nú í samningaviðræðum við Deportivo La Coruna um kaup á Aldo Duscher miðjumanni Deportivo. Deportivo menn hafa hvatt félögin til þess að bjóða í leikmanninn, en í gær tryggðu þeir sér Jordi Lopez frá Sevilla sem koma á í stað Duscher. 13.6.2006 09:30 Viduka á leið til Liverpool Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, sé að undirbúa tilboð í Mark Viduka framherja Middlesbrough. Gareth Southgate, nýráðinn knattspyrnustjóri Middlesbrough, er sagður vilja losna við Viduka, en talið er að Liverpool get fengið leikmanninn fyrir aðeins 1.5 milljón punda. 13.6.2006 09:00 Adriano hvetur Emerson til að leika með Inter Adriano, framherji Brasilíu og Inter á Ítalíu, hvetur landa sinn Emerson til þess að fara til Inter, fari svo að Juventus verði dæmt niður um deild. Emerson hefur áður sagt að það komi ekki til greina að spila í Ítölsku B deildinni og því ljóst að hann muni yfirgefa félagið fari svo að það verði dæmt niður um deild. 13.6.2006 07:00 Óvissa með Justo Villar Justo Villar, markvörður Paragvæ, mun fara í læknisskoðun í dag þar sem úr því verður skorið hvort að leikmaðurinn verði meira með á HM. 13.6.2006 06:00 Bera til baka fregnir af slagsmálum Svía Forráðamenn sænska landsliðsins neita þeim orðrómi að slagsmál hafi brotist út í búningsherbergi þeirra eftir jafnteflið gegn Trinidad & Tobago. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Freddy Ljungberg og Olaf Mellberg hafi lent í ryskingum inn í klefa sænska landsliðsins eftir leikinn, en forráðamenn sænska landsliðsins segja það algjöra vitleysu. 13.6.2006 05:00 Koller klár í 16 liða úrslit Jan Koller, framherji Tékklands, er bjartsýnn á að geta spilað meira fyrir Tékka á HM. Koller tognaði á læri í leik Tékklands og Bandaríkjanna í dag og var búist við því að hann yrði ekki meira með á mótinu. 13.6.2006 03:18 Blátt er best Það sást vel til himins í kvöld, Ítalir gera eins og Þjóðverjar, sækja frá fyrstu mínútu á lið sem eru óútreiknanlegar HM stærðir, Guðjón Guðmunsson gekk svo langt í kvöld að spá Ítölum heimsmeistaratitli, og hárrétt hjá honum, margir blaðamenn í Munchen voru þeirrar skoðunnar líka. Það sem af er, þessir fjórir leikdagar, eru sigur fótboltans. 13.6.2006 00:19 KR lá í Eyjum Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. ÍBV vann góðan 2-0 sigur á KR með mörkum frá Atla Jóhannssyni og Jonah Long, en Keflvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í röð þegar þeir lágu 2-1 fyrir Fylki í Árbænum. Sævar Þór Gíslason skoraði bæði mörk Fylkis, en Guðmundur Steinarsson minnkaði munin í lokin fyrir Keflvíkinga. 12.6.2006 22:28 Franck Ribery í byrjunarliði Frakka Þjálfari Frakka Raymond Domenech hefur tilkynnt lið sitt fyrir leikinn á móti Svisslendingum. Uppstillingin er nákvæmlega eins og franska blaðið L'Equipe greindi frá í dag. 12.6.2006 22:11 Ítalir eru til alls líklegir eftir 2-0 sigur Leik Ítalíu og Gana er lokið með 2-0 sigri Ítalíu. Það var Adrea Pirlo sem kom Ítölum yfir á 40. mínútu með góðu skoti fyrir utan vítateig. Vincenzo Iaquinta skoraði seinna markið á 83. mínútu. 12.6.2006 20:55 Markalaust í Árbænum Nú er kominn hálfleikur í viðureign Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hvorugu liðinu hefur tekist að skora enn sem komið er. Þá er hinn margfrestaði leikur ÍBV og KR einnig hafinn í Vestmannaeyjum. 12.6.2006 20:07 Ítalir yfir gegn Gana Ítalir hafa yfir 1-0 gegn Gana í hálfleik í viðureign liðanna í e-riðli HM. Það var miðjumaðurinn Andrea Pirlo sem skoraði mark ítalska liðsins á 40. mínútu með glæsilegu langskoti utan teigs. Ítalska liðið hefur nokkuð óvænt boðið upp á skemmtilegan sóknarbolta, en Ganamenn eru þó enn til alls líklegir. 12.6.2006 20:02 1-0 fyrir Ítalíu í hálfleik Það er hálfleikur í leik Ítalíu og Gana á HM. það var Andrea Pirlo sem það skoraði á 40. mínútu með þrumuskoti fyrir utan vítateig eftir sendingu frá Francesco Totti. Ítalir hafa verið sterkara liðið á vellinum. 12.6.2006 19:42 Ítalía - Gana að hefjast Seinni leikur dagsins í e-riðlinum á HM er nú að hefjast og þar er á ferðinni mjög athyglisverður leikur Ítalíu og Gana. Byrjunarliðin eru klár og ítalska liðið getur aftur teflt fram Rómverjanum Francesco Totti sem er stiginn upp úr erfiðum meiðslum. 12.6.2006 18:32 Totti byrjar Kl. 19:00 hefst leikur Ítala og Ganamanna. Þetta gæti orðið spennandi leikur. Það er alltaf búist við miklu af Ítölum en þeir misstigu sig illilega í síðustu keppni. Ganamenn eru stórt spurningarmerki og þeir koma eflaust til þess að reiða sig mikið á dýrasta Afríska knattspyrnumann allra tíma Micheal Essien. Athygli vekur að Francesco Totti er í byrjunarliði Ítala en hann hefur verið meiddur lengi. 12.6.2006 18:26 Shaquille O´Neal sektaður Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat hefur verið sektaður um 10.000 dollara fyrir að veita ekki viðtöl eftir tapleikinn gegn Dallas í nótt. Dallas vann leikinn örugglega og hefur náð 2-0 forystu í einvíginu um NBA meistaratitilinn, en O´Neal átti sinn versta leik á ferlinum í úrslitakeppni í gær. 12.6.2006 18:21 Theo Walcott meiddur Táningurinn Theo Walcott hefur ekki geta æft með enska landsliðinu undanfarna daga vegna meiðsla og því er að verða fátt um fína drætti í framlínu enska landsliðsins. Michael Owen lék aðeins rúmar 50 mínútur í fyrsta leiknum og Wayne Rooney er enn meiddur eins og flestir vita. Peter Crouch er því í raun eini brúklegi framherji enska liðsins sem stendur og ekki laust við að menn setji spurningarmerki við val Sven-Göran Eriksson á landsliðshópnum. 12.6.2006 18:13 Einbeitingarleysi okkar kostaði tap Zico, hinn brasilíski þjálfari japanska landsliðsins, segir að hitinn á Fritz Walter-vellinum í dag og einbeitingarleysi leikmanna sinna, hafi kostað sína menn sigurinn. 12.6.2006 18:00 Joe Cole skrifar undir nýjan samning Enski landsliðsmaðurinn Joe Cole undirritaði í dag nýjan fjögurra ára samning við Englandsmeistara Chelsea. Cole er 24 ára gamall og var einn af fyrstu leikmönnunum sem Roman Abramovich keypti til liðsins í stjórnartíð Claudio Ranieri. Honum gekk illa að vinna sér sæti í liðinu framan af, en er nú orðinn einn af lykilmönnunum í liði Jose Mourinho. 12.6.2006 17:54 Öruggur sigur Tékka Tékkar unnu öruggan 3-0 sigur á Bandaríkjamönnum í e-riðli HM í dag. Jan Koller skoraði fyrsta markið með glæsilegum skalla á 5. mínútu, en þurfti síðar að fara meiddur af velli. Tomas Rosicky, leikmaður Arsenal, skoraði annað markið með stórglæsilegu skoti á 36. mínútu og innsiglaði svo sigurinn í síðari hálfleik með öðru marki sínu. 12.6.2006 17:49 Frábær fyrri hálfleikur hjá Tékkum Tékkar hafa sannarlega verið í essinu sínu í fyrri hálfleik gegn Bandaríkjamönnum í leik liðanna í e-riðli. Risinn Jan Koller kom liðinu yfir eftir aðeins 5 mínútur og Tomas Rosicky bætti við öðru marki á 36. mínútu með stórkostlegu langskoti. Tékkar urðu svo fyrir áfalli skömmu fyrir leikhlé þegar Koller var borinn af velli meiddur á læri og svo gæti farið að hann væri því búinn að spila sinn fyrsta og síðasta leik fyrir Tékka í keppninni. 12.6.2006 16:41 Aldrei eitt núll framar! Loksins, hefðbundinni 1-0 hm jarðarför, þar sem leikurinn fjarar út í leiðindum, var snúið til betri vegar, Tim Cahill jarðsetti Japani með tveimur mörkum með fimm mínútna millibili. Þvílíkur snillingur, þótt hann spili með Everton. Ég var orðin vondaufur þegar 20 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, þetta verður enn eitt eitt núll svekkelsið, en ekki aldeilis. 12.6.2006 16:33 Getum vonandi strítt Englendingum Stern John verður einn í framlínu Trinidad og Tobago þegar liðið tekur á móti Englendingum í Nurnberg á fimmtudaginn. Trinidad er þegar orðið eitt af spútnikliðunum í keppninni eftir jafntefli við Svía. 12.6.2006 16:33 Við unnum verðskuldað Guus Hiddink, þjálfari Ástrala, sagði sigur sinna manna á Japan í f-riðli hafa verið fyllilega verðskuldaðan í dag. "Það var eins gott fyrir dómarann að við höfðum sigur, því honum hefði ekki liðið vel ef við hefðum tapað, því hann hefði aldrei átt að leyfa marki Japana að standa. Lið mitt sýndi styrk sinn í dag og gefst aldrei upp, enda er það sá hlutur sem mér þykir vænst um við þetta lið," sagði Hiddink. 12.6.2006 15:48 Leikur Tékka og Bandaríkjamanna að hefjast Nú styttist í að leikur Tékka og Bandaríkjamanna í e-riðli HM hefjist og búið er að tilkynna byrjunarliðin. Milan Baros, leikmaður Aston Villa, er ekki í byrjunarliði Tékka vegna meiðsla og því verður hinn stóri Jan Koller einn í framlínunni. Brian McBride hjá Fulham er í framlínunni hjá Bandaríkjamönnunum. 12.6.2006 15:35 Sjá næstu 50 fréttir
Peter Taylor tekur við Palace Crystal Palace hefur ráðið Peter Taylor sem næsta knattspyrnustjóra félagsins, en Taylor er þjálfari U-21 árs liðs Englendinga og stýrði áður liði Hull City. Talið er að Taylor hafi orðið fyrir valinu eftir að Graeme Souness dró sig til baka úr viðræðum við félagið, en Mike Newell hjá Luton hafði einnig verið orðaður við starfið. Taylor tekur því við Palace af Ian Dowie sem er tekinn við Charlton í úrvalsdeildinni. 13.6.2006 15:13
Suður-Kórea lagði Tógó Suður-Kóreumenn lögðu Tógó 2-1 í leik liðanna í g-riðli HM í dag. Tógó hafði yfir í hálfleik með marki frá Mohammed Kadar, en Kóreumennirnir skoruðu tvívegis í þeim síðari gegn aðeins 10 leikmönnum Afríkuliðsins. 13.6.2006 15:01
Þriðji leikur Miami og Dallas í kvöld Þriðji leikur Miami Heat og Dallas Mavericks í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn verður á dagskrá Sýnar klukkan eitt efir miðnætti í nótt. Framherjinn Udonis Haslem hjá Miami verður líklega í byrjunarliði Miami, en óvíst var talið að hann gæti spilað eftir að hann meiddist illa á öxl í síðasta leik. Dallas vann fyrstu tvo leikina á heimavelli sínum, en næstu leikir fara fram í Miami. 13.6.2006 14:45
Stjóri McLaren ánægður með Alonso Martin Whitmarsh, stjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist gríðarlega ánægður með frábæran árangur heimsmeistarans undir merkjum Renault það sem af er tímabili, en Alonso hefur sem kunnugt er gert samning við McLaren frá og með næsta keppnistímabili. 13.6.2006 14:15
Tógó yfir í hálfleik Spútniklið Tógó hefur yfir 1-0 í hálfleik gegn Suður-Kóreu í viðureign liðanna í g-riðli sem hófst klukkan 13 og er í beinni á Sýn. Það var Mohammed Kader sem skoraði markið á 31. mínútu með glæsilegri afgreiðslu, en Kóreumennirnir virðast vera á hælunum og þurfa að endurskoða sinn leik ef þeir ætla að ná í stig í dag. 13.6.2006 13:52
Verðum að stöðva Dwight Yorke David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, segir að helsta markmið félaga sinna í leiknum gegn Trinidad og Tobago á fimmtudaginn verði að halda aftur af fyrrum félaga hans hjá Manchester United, hinum magnaða Dwight Yorke. 13.6.2006 13:34
Ólíklegt að Rooney spili gegn Trinidad Nú þykir frekar ólíklegt að Wayne Rooney snúi aftur í enska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Trinidad á fimmtudaginn eins og talað hefur verið um í gær og í morgun. Forráðamönnum enska liðsins þykir ekki heppilegt að taka þá áhættu í leik gegn liði sem Englendingar ættu vel að geta unnið án hans. Læknum Manchester United hefur verið lofað að fá að skoða Rooney áður en hann spilar sinn fyrsta leik fyrir landsliðið. 13.6.2006 13:26
Mourinho ber ekki virðingu fyrir Robben Serbneski landsliðsmaðurinn Mateja Kezman gagnrýnir fyrrum stjóra sinn hjá Chelsea, Jose Mourinho, fyrir að láta hollenska vængmanninn Arjen Robben ekki spila meira hjá Chelsea. Kezman lét hafa þetta eftir sér eftir að Robben fór illa með Serbana í viðureign liðanna á HM á dögunum. 13.6.2006 13:19
Meiðslin ekki jafn alvarleg og óttast var Nú er útlit fyrir að framherjinn stóri Jan Koller í liði Tékka gæti jafnvel spilað meira með liðinu á HM eftir að í ljós kom að meiðslin sem hann varð fyrir í gær eru ekki eins alvarleg og óttast var. Koller meiddist á læri eftir að hafa skorað fyrsta mark Tékka í sigrinum á Bandaríkjamönnum í gær og óttast var að hann missti af restinni af mótinu, en nú er komið í ljós að hann gæti náð sér á um viku. 13.6.2006 13:09
Beðið eftir staðfestum fréttum Breskir fjölmiðlar eru uppfullir af því í dag að nú sé aðeins tímaspursmál hvenær íslenski landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen gangi í raðir Barcelona, en enn sem fyrr hefur ekkert fengist staðfest í þeim efnum. Spænskir fjölmiðlar eru þó löngu búnir að fullyrða að félagaskiptin séu allt nema frágengin. 13.6.2006 13:03
Suður-Kórea - Tógó að hefjast Leikur Suður-Kóreu og Tógó í G-riðli á HM er að hefjast nú klukkan 13 og er í beinni útsendingu á Sýn. Otto Pfister stýrir liði Tógó í dag, en hefur snúið aftur eftir að hafa sagt starfi sínu lausu um helgina. Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan. 13.6.2006 12:45
Cannavaro þriðji leikreyndasti landsliðsmaðurinn Fabio Cannavaro náði þeim áfanga í leiknum við Gana í gær að verða þriðji leikjahæsti ítalski landsliðsmaðurinn frá upphafi þegar hann spilaði sinn 94. leik á ferlinum og var jafnframt fyrirliði liðsins. Aðeins Paolo Maldini (126) og markvörðurinn Dino Zoff (112) hafa spilað fleiri landsleiki en Cannavaro, sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir þá bláu árið 1997. 13.6.2006 11:54
Ítalir taplausir í 19 leikjum Sigur Ítala á Gana í gær markaði 19. leikinn í röð sem liðið spilar án þess að tapa. Aðeins einu sinni áður í sögu ítalska landsliðsins hefur það spilað fleiri leiki í röð án þess að tapa, en það var fyrir 70 árum síðan. 13.6.2006 11:40
Ballack verður með á morgun Michael Ballack, fyrirliði þjóðverja mun verða með liði sínum á morgun er það spilar við Pólverja í 2 umferðinni á HM. Ballack var ekki með liði sínum í opnunarleiknum við Kosta Ríka á föstudaginn þar sem hann hafði ekki náð sér að fullu af meiðslum. 13.6.2006 11:33
Vidic gæti misst af HM Varnarmaðurinn Nemanja Vidic frá Manchester United gæti misst af heimsmeistaramótinu eftir að hann meiddist illa á hné á æfingu serbneska landsliðsins í gær. Vidic tók út leikbann í fyrsta leik Serba á mótinu og því er útlit fyrir að hann nái ekki að spila einn einasta leik í keppninni. 13.6.2006 11:30
Ekki ánægður með að hafa verið skipt útaf Cristiano Ronaldo, leikmaður Portúgals var ekki sáttur er hann var tekinn af velli í leiknum við Angóla á sunnudaginn en Portúgalar unnu þessa fyrrum nýlendu sína 1-0. Fyrirfram var búist við mun stærri sigri Portúgala. Ronaldo náði ekki að setja sitt mark á þennan leik og uppskar til að mynda gult spjald. 13.6.2006 11:27
Ósáttir við reykingar þjálfara Mexico Forráðamenn FIFA eru ekki ánægðir með Ricardo Lavolpe, þjálfara Mexico en hann fékk sér sígarettu á meðan leik liðsins stóð gegn Íran á sunnudagskvöldið. 13.6.2006 11:17
Leikir dagsins á Sýn Þrír leikir verða á dagskrá á HM í dag. Veislan byrjar klukkan 13.00 er Suður Kórea og Togo spila saman en þau eru í G-riðli. Klukkan 16.00 er svo leikur Frakka og Sviss í sama riðli. Kvöld leikurinn er svo Brasilía og Króatía og hefst hann klukkan 19.00. 13.6.2006 11:15
Við verðskulduðum sigur Marcello Lippi, þjálfari ítala segir að lið sitt hafi verðskuldað 2-0 sigur á Ghana í gær. Ítalska liðið hafði mikið fyrir því að innbyrða þennan sigur en það voru þeir Andrea Pirlo og Vincenzo Iaquinta sem gerðu mörk liðsins í þessum leik. 13.6.2006 11:06
Bayern hefur áhuga á Nistelrooy Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa gefið það út að félagið hafi áhuga á að kaupa hollenska framherjann Ruud Van Nistelrooy frá Manchester United ef hann er til sölu. Mikil óvissa ríkir um framtíð hans á Englandi eftir að hann lenti í deilum við knattspyrnustjórann Alex Ferguson. 13.6.2006 10:03
Ensk félög bítast um Duscher Ensku úrvalsdeildarfélögin West Ham og Manchester United eiga nú í samningaviðræðum við Deportivo La Coruna um kaup á Aldo Duscher miðjumanni Deportivo. Deportivo menn hafa hvatt félögin til þess að bjóða í leikmanninn, en í gær tryggðu þeir sér Jordi Lopez frá Sevilla sem koma á í stað Duscher. 13.6.2006 09:30
Viduka á leið til Liverpool Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, sé að undirbúa tilboð í Mark Viduka framherja Middlesbrough. Gareth Southgate, nýráðinn knattspyrnustjóri Middlesbrough, er sagður vilja losna við Viduka, en talið er að Liverpool get fengið leikmanninn fyrir aðeins 1.5 milljón punda. 13.6.2006 09:00
Adriano hvetur Emerson til að leika með Inter Adriano, framherji Brasilíu og Inter á Ítalíu, hvetur landa sinn Emerson til þess að fara til Inter, fari svo að Juventus verði dæmt niður um deild. Emerson hefur áður sagt að það komi ekki til greina að spila í Ítölsku B deildinni og því ljóst að hann muni yfirgefa félagið fari svo að það verði dæmt niður um deild. 13.6.2006 07:00
Óvissa með Justo Villar Justo Villar, markvörður Paragvæ, mun fara í læknisskoðun í dag þar sem úr því verður skorið hvort að leikmaðurinn verði meira með á HM. 13.6.2006 06:00
Bera til baka fregnir af slagsmálum Svía Forráðamenn sænska landsliðsins neita þeim orðrómi að slagsmál hafi brotist út í búningsherbergi þeirra eftir jafnteflið gegn Trinidad & Tobago. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Freddy Ljungberg og Olaf Mellberg hafi lent í ryskingum inn í klefa sænska landsliðsins eftir leikinn, en forráðamenn sænska landsliðsins segja það algjöra vitleysu. 13.6.2006 05:00
Koller klár í 16 liða úrslit Jan Koller, framherji Tékklands, er bjartsýnn á að geta spilað meira fyrir Tékka á HM. Koller tognaði á læri í leik Tékklands og Bandaríkjanna í dag og var búist við því að hann yrði ekki meira með á mótinu. 13.6.2006 03:18
Blátt er best Það sást vel til himins í kvöld, Ítalir gera eins og Þjóðverjar, sækja frá fyrstu mínútu á lið sem eru óútreiknanlegar HM stærðir, Guðjón Guðmunsson gekk svo langt í kvöld að spá Ítölum heimsmeistaratitli, og hárrétt hjá honum, margir blaðamenn í Munchen voru þeirrar skoðunnar líka. Það sem af er, þessir fjórir leikdagar, eru sigur fótboltans. 13.6.2006 00:19
KR lá í Eyjum Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. ÍBV vann góðan 2-0 sigur á KR með mörkum frá Atla Jóhannssyni og Jonah Long, en Keflvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í röð þegar þeir lágu 2-1 fyrir Fylki í Árbænum. Sævar Þór Gíslason skoraði bæði mörk Fylkis, en Guðmundur Steinarsson minnkaði munin í lokin fyrir Keflvíkinga. 12.6.2006 22:28
Franck Ribery í byrjunarliði Frakka Þjálfari Frakka Raymond Domenech hefur tilkynnt lið sitt fyrir leikinn á móti Svisslendingum. Uppstillingin er nákvæmlega eins og franska blaðið L'Equipe greindi frá í dag. 12.6.2006 22:11
Ítalir eru til alls líklegir eftir 2-0 sigur Leik Ítalíu og Gana er lokið með 2-0 sigri Ítalíu. Það var Adrea Pirlo sem kom Ítölum yfir á 40. mínútu með góðu skoti fyrir utan vítateig. Vincenzo Iaquinta skoraði seinna markið á 83. mínútu. 12.6.2006 20:55
Markalaust í Árbænum Nú er kominn hálfleikur í viðureign Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hvorugu liðinu hefur tekist að skora enn sem komið er. Þá er hinn margfrestaði leikur ÍBV og KR einnig hafinn í Vestmannaeyjum. 12.6.2006 20:07
Ítalir yfir gegn Gana Ítalir hafa yfir 1-0 gegn Gana í hálfleik í viðureign liðanna í e-riðli HM. Það var miðjumaðurinn Andrea Pirlo sem skoraði mark ítalska liðsins á 40. mínútu með glæsilegu langskoti utan teigs. Ítalska liðið hefur nokkuð óvænt boðið upp á skemmtilegan sóknarbolta, en Ganamenn eru þó enn til alls líklegir. 12.6.2006 20:02
1-0 fyrir Ítalíu í hálfleik Það er hálfleikur í leik Ítalíu og Gana á HM. það var Andrea Pirlo sem það skoraði á 40. mínútu með þrumuskoti fyrir utan vítateig eftir sendingu frá Francesco Totti. Ítalir hafa verið sterkara liðið á vellinum. 12.6.2006 19:42
Ítalía - Gana að hefjast Seinni leikur dagsins í e-riðlinum á HM er nú að hefjast og þar er á ferðinni mjög athyglisverður leikur Ítalíu og Gana. Byrjunarliðin eru klár og ítalska liðið getur aftur teflt fram Rómverjanum Francesco Totti sem er stiginn upp úr erfiðum meiðslum. 12.6.2006 18:32
Totti byrjar Kl. 19:00 hefst leikur Ítala og Ganamanna. Þetta gæti orðið spennandi leikur. Það er alltaf búist við miklu af Ítölum en þeir misstigu sig illilega í síðustu keppni. Ganamenn eru stórt spurningarmerki og þeir koma eflaust til þess að reiða sig mikið á dýrasta Afríska knattspyrnumann allra tíma Micheal Essien. Athygli vekur að Francesco Totti er í byrjunarliði Ítala en hann hefur verið meiddur lengi. 12.6.2006 18:26
Shaquille O´Neal sektaður Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat hefur verið sektaður um 10.000 dollara fyrir að veita ekki viðtöl eftir tapleikinn gegn Dallas í nótt. Dallas vann leikinn örugglega og hefur náð 2-0 forystu í einvíginu um NBA meistaratitilinn, en O´Neal átti sinn versta leik á ferlinum í úrslitakeppni í gær. 12.6.2006 18:21
Theo Walcott meiddur Táningurinn Theo Walcott hefur ekki geta æft með enska landsliðinu undanfarna daga vegna meiðsla og því er að verða fátt um fína drætti í framlínu enska landsliðsins. Michael Owen lék aðeins rúmar 50 mínútur í fyrsta leiknum og Wayne Rooney er enn meiddur eins og flestir vita. Peter Crouch er því í raun eini brúklegi framherji enska liðsins sem stendur og ekki laust við að menn setji spurningarmerki við val Sven-Göran Eriksson á landsliðshópnum. 12.6.2006 18:13
Einbeitingarleysi okkar kostaði tap Zico, hinn brasilíski þjálfari japanska landsliðsins, segir að hitinn á Fritz Walter-vellinum í dag og einbeitingarleysi leikmanna sinna, hafi kostað sína menn sigurinn. 12.6.2006 18:00
Joe Cole skrifar undir nýjan samning Enski landsliðsmaðurinn Joe Cole undirritaði í dag nýjan fjögurra ára samning við Englandsmeistara Chelsea. Cole er 24 ára gamall og var einn af fyrstu leikmönnunum sem Roman Abramovich keypti til liðsins í stjórnartíð Claudio Ranieri. Honum gekk illa að vinna sér sæti í liðinu framan af, en er nú orðinn einn af lykilmönnunum í liði Jose Mourinho. 12.6.2006 17:54
Öruggur sigur Tékka Tékkar unnu öruggan 3-0 sigur á Bandaríkjamönnum í e-riðli HM í dag. Jan Koller skoraði fyrsta markið með glæsilegum skalla á 5. mínútu, en þurfti síðar að fara meiddur af velli. Tomas Rosicky, leikmaður Arsenal, skoraði annað markið með stórglæsilegu skoti á 36. mínútu og innsiglaði svo sigurinn í síðari hálfleik með öðru marki sínu. 12.6.2006 17:49
Frábær fyrri hálfleikur hjá Tékkum Tékkar hafa sannarlega verið í essinu sínu í fyrri hálfleik gegn Bandaríkjamönnum í leik liðanna í e-riðli. Risinn Jan Koller kom liðinu yfir eftir aðeins 5 mínútur og Tomas Rosicky bætti við öðru marki á 36. mínútu með stórkostlegu langskoti. Tékkar urðu svo fyrir áfalli skömmu fyrir leikhlé þegar Koller var borinn af velli meiddur á læri og svo gæti farið að hann væri því búinn að spila sinn fyrsta og síðasta leik fyrir Tékka í keppninni. 12.6.2006 16:41
Aldrei eitt núll framar! Loksins, hefðbundinni 1-0 hm jarðarför, þar sem leikurinn fjarar út í leiðindum, var snúið til betri vegar, Tim Cahill jarðsetti Japani með tveimur mörkum með fimm mínútna millibili. Þvílíkur snillingur, þótt hann spili með Everton. Ég var orðin vondaufur þegar 20 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, þetta verður enn eitt eitt núll svekkelsið, en ekki aldeilis. 12.6.2006 16:33
Getum vonandi strítt Englendingum Stern John verður einn í framlínu Trinidad og Tobago þegar liðið tekur á móti Englendingum í Nurnberg á fimmtudaginn. Trinidad er þegar orðið eitt af spútnikliðunum í keppninni eftir jafntefli við Svía. 12.6.2006 16:33
Við unnum verðskuldað Guus Hiddink, þjálfari Ástrala, sagði sigur sinna manna á Japan í f-riðli hafa verið fyllilega verðskuldaðan í dag. "Það var eins gott fyrir dómarann að við höfðum sigur, því honum hefði ekki liðið vel ef við hefðum tapað, því hann hefði aldrei átt að leyfa marki Japana að standa. Lið mitt sýndi styrk sinn í dag og gefst aldrei upp, enda er það sá hlutur sem mér þykir vænst um við þetta lið," sagði Hiddink. 12.6.2006 15:48
Leikur Tékka og Bandaríkjamanna að hefjast Nú styttist í að leikur Tékka og Bandaríkjamanna í e-riðli HM hefjist og búið er að tilkynna byrjunarliðin. Milan Baros, leikmaður Aston Villa, er ekki í byrjunarliði Tékka vegna meiðsla og því verður hinn stóri Jan Koller einn í framlínunni. Brian McBride hjá Fulham er í framlínunni hjá Bandaríkjamönnunum. 12.6.2006 15:35