Fleiri fréttir

Mercedes-Benz verðmætasta lúxusbílamerkið fjórða árið í röð

Vörumerki Mercedes-Benz er metið verðmætasta vörumerki lúxusbifreiða á árlegum lista Interbrands yfir verðmætustu vörumerkin. Mercedes-Benz er í áttunda sæti á lista Interbrands yfir verðmætustu vörumerki heims og eina evrópska fyrirtækið sem kemst á listann.

Nissan Juke fagnar tíu ára afmæli

Tíu ár eru liðin síðan fyrsta kynslóð jepplingsins Nissan Juke kom á markað. Ytri og innri hönnun Juke þótti afar byltingarkennd í upphafi og þótti sumum hún full djörf.

Heimsending á reynsluakstursbílum

Bílaumboðið BL hefur nú tekið upp þá nýbreytni að bjóða viðskiptavinum sem kjósa að fá sendan nýjan reynsluakstursbíl heim að dyrum í stað þess að gera sér ferð í sýningarsali fyrirtækisins við Sævarhöfða, Hestháls eða Kauptún.

Askja frumsýnir Kia Sorento á Facebook

Nýr Kia Sorento verður frumsýndur á Facebook síðu Kia á Íslandi kl. 12 í dag, föstudag. Frá og með hádegi í dag verður bíllinn til sýnis í sýningarsal Kia á Krókhálsi 13 og hjá umboðsmönnum Kia út um land allt þar sem mögulegt verður að fá að reynsluaka honum.

Nýir Volvo lögreglubílar fyrir 200 milljónir

Ríkiskaup hefur, í kjölfar útboðs fyrir hönd lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum tekið lægsta tilboði Brimborgar um kaup á 17 nýjum Volvo lögreglubifreiðum að verðmæti yfir 200 milljónir króna.

Nýr Renault Megane eVision er fyrstur í nýrri rafbílafjölskyldu

Franski bílaframleiðandinn Renault hefur kynnt til sögunnar Megane eVision sem er ætlað að „enduruppgötva sígílda hlaðbakinn“ samkvæmt Renault. Bíllinn er hugmyndabíll eins og er en er líkur þeim bíl sem er ætlað að fara í framleiðslu undir lok árs 2021.

Afhentu fyrsta Honda e rafbílinn

Fyrstu eintök verðlaunabílsins Honda e eru komin til landsins og afhendingar hafnar til kaupenda sem beðið hafa komu bílsins með mikilli eftirvæntingu.

Mercedes-Benz EQS kemur á markað á næsta ári

Lúxusrafbíllinn Mercedes-Benz EQS mun koma á markað á næsta ári og verður hann flaggskip rafbílaflota þýska lúxusbílaframleiðandans. Mercedes-Benz kemur fram með nýjan arkitektúr á næsta ári sem byggir á rafmagni.

BMW kynnir nýjan heitan hlaðbak

BMW hefur endurvakið Turismo Internazionale nafnið fyrir hinn nýja 128ti. Bíllinn er nýr heitur hlaðbakur (e. hot hatchback) sem er ætlað að keppa við Golf GTI og Ford Focus ST.

Citroën keyrir á rafmagnið

Franski bílaframleiðandinn Citroën keyrir nú á fullu á rafmagnið og stefnir að því að allir bílar Citroën verði rafmagnaðir fyrir árið 2025. Nú stígur Citroën mikilvægt umhverfisskref til rafvæðingar með nýjum Citroën C5 Aircross PHEV tengiltvinn rafbíl.

Umferð um Hringveg dróst saman um 16,3%

Umferðin á Hringveginum dróst saman um 16,3% í september miðað við september í fyrra. Það er sjöfalt meiri samdráttur en áður hefur mælst.

Umferð á höfuðborgarsvæðinu dregst saman um 4,4%

Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 4,4% í september miðað við september í fyrra. Frá áramótum nemur samdráttur í umferðinni um átta prósentum og stefnir í þrisvar sinnum meiri samdrátt en áður hefur mælst á milli ára.

Tesla með langflestar nýskráningar í september

Alls voru nýskráðar 313 Tesla bifreiðar í nýliðnum september mánuði. Þar af voru 289 Model 3 bílar, 16 Model X og átta Model S. Næstflestar nýskráningar áttu Toyota með 139. Af nýskráðum Toyota-bifreiðum var tæpur helmingur Rav4 eða 63 eintök.

Mercedes-Benz kynnir áætlun um raf- og vetnisvæðingu vörubifreiða

Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti í framleiðslu á rafknúnum vörubílum á næstu árum. Mun framleiðsla hefjast á eActros vöruflutningabílnum árið 2021 en eActros verður með vel yfir 200 km drægni og er hann er hugsaður í vörudreifingu og þjónustu innan borgarmarka segir í fréttatilkynningu frá Öskju.

Mercedes-AMG barnakerrur og vagnar

Mercedes-Benz hefur kynnt til sögunnar AMG barnakerrur og barnavagna. Um er að ræða endurhannaðar útgáfur af Avantgarde kerrum og vögnum.

Polestar Precept fer í framleiðslu

Polestar hefur staðfest að það standi til að smíða Precept bílinn, sem hingað til hefur einungis verið til sem hugmyndabíll.

Nýr Volkswagen ID.4 rafdrifinn fjölskyldubíll heimfrumsýndur

Volkswagen kynnir ID.4 sem var nýlega frumsýndur á stafrænni frumsýningu á heimsvísu. Þetta er fyrsti alrafknúni sportjeppinn sem rúmar alla fjölskylduna frá Volkswagen. Hann er útblásturslaus og framleiddur með kolefnishlutlausu ferli.

MG afhjúpar tengiltvinnbílinn HS

Bílaframleiðandinn MG afhjúpaði í Lundúnum í gær fyrstu ljósmyndirnar af annarri bílgerð sinni sem framleiðandinn hyggst kynna í Evrópu. Um er að ræða tengiltvinnbíl sem verður viðbót við hinn 100% rafknúna ZS EV sem kom á markað á síðasta ári í völdum löndum Evrópu. Áætlað er að MG HS komi á Evrópumarkað á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Raf-Hummer með krabbatækni

Nýr raf-Hummer sem kynntur verður í næsta mánuði er ætlað að keppa við Cybertruck frá Tesla. Bíllinn un koma með beygjum á öllum hjólum, hann getur því skriðið til hliðar eins og krabbi.

Umferð um höfuðborgarsvæðið dróst saman í ágúst

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst dróst saman um rúmlega sjö prósent í ágúst síðastliðnum eftir því sem fram kemur í tölum frá Vegarðinni. Umferð í ágúst hefur ekki áður dregist jafnmikið saman á svæðinu.

Volkswagen hefur afhendingar á ID.3

Á föstudag afhenti Volskwagen fyrsta ID.3 bílinn sem byggður er á MEB grunni. Bíllinn er tilraun Volkswagen til að keppa við aðra rafbíla í sama stærðarflokki.

Aston Martin fær Sebastian Vettel til liðs við sig

Racing Point liðið í Formúlu 1 mun skipta um nafn eftir yfirstandandi tímabil. Liðið mun þá kallast Aston Martin og miðað við fjárfestinguna sem er að eiga sér stað í innviðum og ökumönnum ætlar liðið sér stóra hluti. Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 mun koma til liðs við Aston Martin, frá Ferrari fyrir næsta tímabil.

Nissan fagnar fimm hundruð þúsundasta Leaf-inum

Starfsfólk bílaverksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi fagnaði því í vikunni þegar fimm hundraðasta eintakinu af rafbílnum Leaf var ekið af framleiðslulínunni. Bíllinn var afhentur eiganda sínum, Maríu Jansen, í Noregi í gær, í tilefni alþjóðadags rafbíla (World EV Day) sem var í gær, miðvikudag.

Hyundai ætlar að framleiða 700.000 vetnisbíla fyrir 2030

Hyundai ætlar að stíga stór skref í þá átt að framleiða vetnisbíla á næstunni og ætlar sér að vera ljúka við framleiðslu á yfir 700.000 slíkum fyrir árið 2030. Hyundai áætlar að fjárfesta í vetnisbílum og þróun þeirra fyrir um sex milljarða punda á þessum áratug. Það samsvarar um 1100 milljörðum króna.

Ný kynslóð af Mercedes-Benz S-Class frumsýnd

Mercedes-Benz frumsýndi í gær nýja kynslóð af S-Class lúxusbílnum sem er án efa tæknivæddasti fjöldaframleiddi bíll heims. Hann er búinn ótrúlegum tæknibúnaði og getur ekið á sjálfstýringu að allmiklu leyti. S-Class er flaggskip fólksbílaflota Mercedes-Benz og mest seldi lúxusbíll heims síðan hann kom fyrst á markað árið 1972.

Honda flutt á Krókháls 13

Honda umboðið hefur flutt á Krókháls 13 og mun deila nýlegu og glæsilegu húsnæði með Kia. Honda bílar verða með sér sýningarsvæði í húsinu sem er tæplega 4.000 fermetrar að stærð og þar verður m.a. að finna fullkomið þjónustuverkstæði sem verður fyrir Honda og Kia bifreiðar. Bílaumboðið Askja er með umboð fyrir bæði Honda og Kia sem og Mercedes-Benz sem er með höfuðstöðvar í næsta húsi á Krókhálsi 11.

Fyrsti 100% hreini rafbíllinn frá Mazda

Mazda MX-30, fyrsti 100% hreini rafbíll Mazda, er nú á leiðinni til Íslands og mun Brimborg bjóða hann með ríkulegum staðalbúnaði, víðtækri ábyrgð og innbyggðri varmadælu á verði frá 3.980.000 kr.

Nýskráningum fólksbíla fækkar um 58% á milli mánaða

Samtals voru nýskráðar 677 fólksbifreiðar í ágúst, þær voru næstum því 1000 fleiri í júlí eða 1606. Apríl og maí eru einu mánuðirnir þar sem færri nýskráningar fólksbifreiða hafa verið, það sem af er ári. Þær voru 451 í apríl og 606 í maí.

Forpantanir á fjórhjóladrifna Volvo XC40 rafmagnsjeppanum hófst í dag

Brimborg byrjaði að taka við forpöntunum á ríkulega útbúinni R-Design útfærslu rafmagnsjeppans Volvo XC40 á miðnætti í nótt í Vefsýningarsal bílaumboðsins. Sýnis- og reynsluakstursbílar verða hjá Brimborg í nóvember og afhendingar til kaupenda hefjast vorið 2021.

Sjá næstu 50 fréttir