Fleiri fréttir

Meðalhraði á hringveginum lækkar

Samkvæmt frétt á vef FÍB (Félags íslenskra bifreiðaeigenda) lækkaði meðalhraði á Hringveginum um 0,7 km/klst á milli áranna 2017 og 2018.

Ferrari Purosangue gæti litið svona út

Ferrari hefur tilkynnt um að Ferrari Purosangue sé væntanlegur á götuna árið 2021. Hönnun bílsins byggir að miklu leyti á nýjasta bíl ítalska framleiðandans, Roma. LACO Design hefur gert tilraun til að setja saman líklegt útlit bílsins.

Honda e forsýning

Rafbíllinn Honda e verður forsýndur í Honda sal Bílaumboðsins Öskju að Fosshálsi 1 laugardaginn 4. janúar. Þessi nýi rafbíll verður aðeins til sýnis í stuttan tíma þar sem um forsýningu er að ræða. Forsala á Honda e hefst á sama tíma þann 4. janúar. Þá verður hægt að forpanta bílinn.

Fyrsti tyrkneski bíllinn kynntur og það er rafbíll

Tyrkland er ekki þekkt fyrir framleiðslu bíla. Nú hefur breyting orðið á. TOGG, Türkiye'nin Otomobili Grişim Grubu er fyrsti tyrkenski bíllinn. Hann var frumsýndur á viðburði í Tyrklandi á dögunum, meðal gesta var forseti Tyrklands Tayyip Erdoğan.

Toyota Supra tekin til kostanna á Nürburgring

Christian Gebhardt frá Sport Auto tók nýja Toyota Supra til kostanna á hinni frægu Nürburgring braut í Þýskalandi. Afraksturinn má sjá í myndbandi í fréttinni.

Rivian sýnir skriðdrekasnúninginn

Eftir fjárfestingu upp á 1,3 milljarða Bandaríkjadala hefur Rivian, sem framleiðir rafknúna bíla, sent frá sér myndband sem sjá má í fréttinni.

Christian Von Koenigsegg keyrir Koenigsegg Jesko

Christian Von Koenigsegg, stofandi Koenigsegg keyrir Konenigsegg Jesko, sem á formlega að fara í framleiðslu í janúar á næsta ári. Herra Koenigsegg vill vekja sérstaka athygli á pústhljóðinu.

Lada Sport fær andlitslyftingu

Uppfærsla á Lödu Sport verður að teljast til stórtíðinda. Reyndar er ekki um stórar breytingar að ræða en þegar kemur að Lödu Sport eru allar breytingar fréttnæmar.

Valentino Rossi og Lewis Hamilton skiptust á græjum

Lewis Hamilton, nýkrýndur sexfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og áhugamaður um mótorhjól, skipti á Formúlu bíl sínum við Valentino Rossi, fyrir mótorhjól nífaldan heimsmeistarans í MotoGP og áhugamanni um bíla. Myndband af viðburðinum er í fréttinni.

Cybertruck frá Tesla líklega ekki löglegur á götum Evrópu

Það gilda ýmsar reglur um hönnun bíla sem á að selja í Evrópu. Miðað við kynningarútgáfu af Cybertruck frá Tesla er líklegt að hann þyrfti til dæmis að vera með hliðarspegla, að minnsta kosti myndavélaútskot, framljósin þurfa að vera stærri og meiri aðskilnaður á milli þeirra og svo framvegis.

Vetrardekkin skipta máli

Við hér á Íslandi búum við þær aðstæður að í sex mánuði af 12 má búast við snjó og vetrarfærð á vegum úti. Það er því afar mikilvægt að vera á góðum dekkjum.

Jeppar ógna grænu byltingunni

Jeppar (SUV) auka losun koltvísýrings ef marka má Rannsóknarsetur orkumála í Bretlandi (UKERC). Samkvæmt skýrslu setursins eru kröfur neytenda um stærri bíla skemma fyrir "grænu samgangna byltingunni“.

Elsti löglegi götubíll Þýskalands

Það er þekkt staðreynd að Þýskaland er Mekka bílasmiða. Elsti eldsneytisknúni bíllinn með brunahreyfli er Benz Patent-Motorwagen frá árinu 1885. Hann er hins vegar ekki löglegur á götum úti.

Lewis Hamilton prófar Mercedes-AMG One

Mercedes-AMG One últrabíllinn hefur reynst erfiðari í smíðum en gert var ráð fyrir. Miðað við prófanirnar í myndbandinu þá er hann biðarinnar virði.

Toyota Camry sveif óvart yfir fjölda bíla

Alla jafna fara áhættuatriði sem þessi fram í þeim tilgangi að búa til bíómyndir. Þá er búið að áhættumeta allt og setja ökumann í fimm punkta belti og setja veltibúr í bílinn. Ekkert svoleiðis var til staðar þegar þessi Toyota Camry sveif yfir kyrrstæða bíla á bílastæði í Flórída á dögunum.

Damon Hypersport er mótorhjól með árekstrarvörn

Mótorhjól eru almennt talin ekki eins öruggur ferðamáti og bifreiðar. Einfaldlega vegna þess að ökumaður mótorhjóls er ekki umlukinn málmi sem verndar hann. Svo er ekki hægt að detta af bíl. Nú er komið fram á sjónarsviðið mótorhjól með árekstrarvörn, sem gerir það öruggara.

Slökktu í BMW með mannaskít

Ef kviknar í vélinni í bílnum þínum á ferð, þá er dagurinn ekki að fara eins og hann átti að fara. Ökumaður þessa BMW í Rúmeníu lenti í því en lausnin var að slökkva í bílnum með vökva úr skólphreinsibíl.

Sex hjóla ofurbíllinn Covini 6CW

Covini 6CW er eini sex hjóla ofurbíllinn sem má aka á götum. Einstök hönnunin var fyrst frumsýnd 2008 og fékk bíllinn mikla athygli á sínum tíma en lítið hefur spurst til hans síðan.

Sjá næstu 50 fréttir