Fleiri fréttir

Framlag Íslands skiptir sköpum í fiskisamfélögum
Raphaels Magyezi, ráðherra sveitarstjórnarmála í Kampala heimsótti verkefnasvæði Íslands í Buikwe í samfélögum við Viktoríuvatn.

Alþjóðlegi alnæmisdagurinn: Uppræta þarf smánun og mismunun
38 milljónir einstaklinga í heiminum eru HIV smitaðir. Enn smitast 1,7 milljón manna árlega af HIV. 690 þúsund manns deyja úr alnæmi á ári hverju.

COVID leiðir til fjölgunar dauðsfalla af völdum malaríu
Dauðsföll af völdum malaríu sem rekja má til skertrar heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirunnar eru langtum fleiri en þau sem orðið hafa vegna COVID-19 í Afríku sunnan Sahara

Meirihluti barna í sunnanverðri Afríku býr við matarskort
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) óttast að sárafátækir í sunnanverðri Afríku séu komnir yfir 500 milljónir eða tvöfalt fleiri en þeir voru árið 1990.

UNICEF: 50% hærra verð á bóluefnum á Svörtum föstudegi
UNICEF hækkar verð á bólusetningarpakka um 50% aðeins í dag, til að tvöfalda hjálp við börn í neyð sem eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum

Hvar er þríeykið gegn kynbundnu ofbeldi?
137 konur eru myrtar af nánum fjölskyldumeðlimi á hverjum einasta degi allan ársins hring í heiminum, 45.073 konur það sem af er árinu 2020. UN Women segir „skuggafaraldur“ kynbundins ofbeldis hafa farið vaxandi í heimsfaraldrinum

Utanríkisráðuneytið vekur athygli á átaki gegn kynbundnu ofbeldi
Utanríkisráðuneytið verður baðað roðagylltri birtu næstu sextán daga til að vekja athygli á alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Sömuleiðis hafa sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og París verið lýst upp í roðagylltum lit

30 milljónum króna varið til mannúðaraðstoðar í Afganistan
30 milljóna króna framlag Íslands rennur í svæðissjóð samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum í Afganistan en sjóðurinn bregst við beiðnum um neyðar- eða mannúðaraðstoð

Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka
SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu um að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, vegna stríðsátaka. Í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi

Um 25 börn deyja eða særast alvarlega dag hvern í stríðsátökum
Alls hafa 93,236 börn látið lífið eða orðið fyrir limlestingum í vopnuðum átökum á síðustu tíu árum. Það þýðir að dag hvern deyja eða særast alvarlega að meðaltali 25 börn

Ísland styður verkefni UNESCO um frjálsa fjölmiðlun í þróunarríkjum
Samningur um fjögurra ára framlag Íslands til verkefnis um frjálsa fjölmiðlun í þróunarríkjumvar undirritaður í París í síðustu viku

Alþjóðadagur barna: Afstýrum hörmungum fyrir heila kynslóð, segir UNICEF
Í dag er alþjóðadagur barna og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Árið 2020 hefur verið erfitt fyrir börn um allan heim og dagurinn litast af COVID-19

Samstarfsverkefni Marel og Rauða krossins um bætt fæðuöryggi í Suður-Súdan
Marel mun styrkja Rauða krossinn um 162 milljónir íslenskra króna. Framlagið verður nýtt til að bæta fæðuöryggi viðkvæmra samfélaga í Suður-Súdan

Sameinuðu þjóðirnar freista þess að afstýra hungursneyð
Sameinuðu þjóðirnar munu verja eitt hundrað milljónum Bandaríkjadala til að freista þess að afstýra hungursneyð í sjö heimshlutum. Hungrið er vegna átaka, efnahagslegrar hnignunar, loftslagsbreytinga og heimsfaraldurs kórónuveirunnar

Verklok í Kalangala: Mikill árangur í menntamálum
Héraðsstjórn Kalangala héraðs í Úganda voru afhentar nýbyggingar, heimavist fyrir stúlkur á eyjunni Kachanga og skólabygging með fjórum kennslustofum á eyjunni Kibanga.

Dauðsföll vegna mislinga ekki fleiri í rúma tvo áratugi
Rúmlega tvö hundruð þúsund manns létust af völdum mislinga í heiminum á síðasta ári. Mislingafaraldrar hafa geisað í nokkrum ríkjum Afríku en einnig í austanverðri Evrópu

Samstarf þróunarbanka um fjármögnun heimsmarkmiðanna
Heimsfaraldur kórónaveiru stefnir heimsmarkmiðunum í hættu. Fjögur þúsund milljarða bandarískra dala skortir á þessu ári til baráttunnar gegn fátækt og hungri

Úganda: Vitundarvakning um gildi menntunar í Buikwe
Grunnskólar í Úganda hafa verið lokaðir vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar frá 1. mars. Langvarandi lokun hefur mikil áhrif á menntun barna, öryggi þeirra og velferð

COVID-19: Íslendingum þakkað rausnarlegt framlag til Malaví
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) fagnar framlagi Íslands til að greiða fyrir hjálpargögn til Malaví vegna COVID-19 og tryggja skilvirka dreifingu þeirra um landið

Hungursneyð vofir yfir í fjórum heimshlutum
Hungursneyð vofir yfir í fjórum heimshlutum. Langvarandi átök, öfgar í veðurfari, efnahagsleg niðursveifla vegna COVID-19 og hömlur skýra þetta alvarlega ástand

Börn meðal fallinna í sprengjuárásum í Sýrlandi
Fjögur sýrlensk börn og tveir starfsmenn samstarfssamtaka Barnaheilla – Save the Children létust í vikunni í sprengjuárásum í Idlib héraði í Sýrlandi

Einhugur norrænu ríkjanna um að efla Norræna þróunarsjóðinn
Norðurlöndin hafa skuldbundið sig til að endurfjármagna Norræna þróunarsjóðinn (NDF) um 350 milljónir evra til að berjast gegn loftslagsbreytingum í þróunarríkjum. Hlutur Íslands nemur um 870 milljónum króna á tíu ára tímabili

Þakklæti frá kirkjunni í Úganda til Íslendinga
Yfirmaður kirkjunnar í Úganda, Stephen Kaziimba erkibiskup, heimsótti sendiráð Íslands í Kampala á dögunum og þakkaði fyrir störf sendiráðsins við uppbyggingu samfélaga í Úganda á vegum íslenskra stjórnvalda og stuðning við menntun

Yfir sextán milljónir í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Jemen
Í Jemen geisar nú ein versta mannúðarkrísa heims og vannæring barna í landinu hefur aldrei verið alvarlegri. UNICEF á Íslandi safnaði yfir 16 milljónum til neyðaraðstoðar

Nýr fræðsluvefur UN Women um loftslagsbreytingar
Loftslagsbreytingar af manna völdum bitna á okkur á ólíkan hátt eftir búsetu, stöðu og kyni. Útrýming fátæktar og menntun kvenna er grunnforsenda þess að hægt sé að snúa áhrifum loftslagsbreytinga, segir á nýjum fræðsluvef UN Women

Tilraunir með kælibúnað í fiskibátum í Síerra Leóne
Ocean Excellence ehf. fékk tveggja milljóna króna styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til þess að gera tilraunir með kælibúnað í fiskibátum í Síerra Leóne