Fleiri fréttir

Konur verði þungamiðja viðbragðsáætlana vegna faraldursins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fjarfund kvenleiðtoga í vikunni þar sem ítrekað var mikilvægi þess að konur og stúlkur verði þungamiðja viðbragðsáætlana og aðgerðaáætlana í bataferli heimsbyggðarinnar vegna kórónuveirufaraldursins.

Ellefu ríki hafa þegar fallist á vopnahlé

Ellefu ríki sem eiga aðild að stríðsátökum hafa fallist á að leggja niður vopn samkvæmt tilmælum Sameinuðu þjóðanna. Sjötíu ríki hafa lýst yfir stuðningi við vopnahlé á heimsvísu.

UNICEF óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Kongó

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna óttast að COVID-19 verði til þess að heilbrigðiskerfi Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó hrynji. Laskað heilbrigðiskerfi þurfi verulegan stuðning til að halda uppi vörnum gegn yfirstandandi faraldri mislinga og kóleru sem hafi þegar orðið þúsundum barna að aldurtila.

Sjá næstu 50 fréttir