Fleiri fréttir

Konur verði þungamiðja viðbragðsáætlana vegna faraldursins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fjarfund kvenleiðtoga í vikunni þar sem ítrekað var mikilvægi þess að konur og stúlkur verði þungamiðja viðbragðsáætlana og aðgerðaáætlana í bataferli heimsbyggðarinnar vegna kórónuveirufaraldursins.

Ellefu ríki hafa þegar fallist á vopnahlé

Ellefu ríki sem eiga aðild að stríðsátökum hafa fallist á að leggja niður vopn samkvæmt tilmælum Sameinuðu þjóðanna. Sjötíu ríki hafa lýst yfir stuðningi við vopnahlé á heimsvísu.

UNICEF óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Kongó

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna óttast að COVID-19 verði til þess að heilbrigðiskerfi Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó hrynji. Laskað heilbrigðiskerfi þurfi verulegan stuðning til að halda uppi vörnum gegn yfirstandandi faraldri mislinga og kóleru sem hafi þegar orðið þúsundum barna að aldurtila.

Óttast hræðilegar afleiðingar faraldursins í Afríku

Fulltrúar SOS Barnaþorpanna óttast hræðilegar afleiðingar faraldursins þegar hann leggst að fullum þunga á Áfríku. Heilbrigðiskerfi margra afrískra landa eru nú þegar sprungin af völdum annarra sjúkdóma.

Smitum fjölgar með ógnarhraða í Afríku

Alls  hafa 2.412 tilfelli verið staðfest í 43 löndum í Afríku – en það er 500% aukning frá 17. mars. Gríðarlegt álag er á heilbrigðisstofnanir í álfunni

Kórónaveiran veikir stöðu kvenna

Fulltrúar UN Women í Asíu segja það staðreynd að í neyðaraðstæðum séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi.

Við eigum í stríði við veiru

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í gær þjóðir heims til að sameinast í baráttunni gegn kórónaveirunni og COVID-19. „Heimur okkar stendur andspænis sameiginlegum óvini."

Brýnt að halda áfram lífsbjargandi aðgerðum

Kórónaveiran hefur nú breiðst út til rúmlega 140 landa. Sumar þjóðanna sem glíma við veiruna áttu fyrir í harðri lífsbaráttu vegna vopnaðra átaka, náttúruhamfara og afleiðinga loftslagsbreytinga.

Ári eftir Idai fellibylinn eiga margir enn um sárt að binda

Án fjármögnunar og aðgerða í loftslagsmálum verður ómögulegt að takmarka slæm áhrif loftslagsbreytinga á þau ríki sem eru viðkvæm fyrir að mati alþjóðlegu hjálparstofnananna, Save the Children, CARE international og Oxfam.

Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni

Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga.

Sérfræðingar frá Perú og Kólumbíu væntanlegir í Jarðhitaskólann

Perú hefur töluverðan fjölda af jarðhitasvæðum og góða möguleika á nýtingu jarðhita til húshitunar og orkuframleiðslu. Þörfin er einnig mikil og þá sérstaklega í háfjallaþorpum í Andesfjöllunum þar sem um 200 manns deyja árlega úr kulda,“ segir Málfríður Ómarsdóttir umhverfisfræðingur Jarðhitaskóla GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu.

Pekingsáttmálinn ítrekaður og staðfestur á ný

Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York er fámennur að þessu sinni vegna kórónaveirunnar. Aðeins fastanefndir ríkjanna ásamt kvennasamtökum í New York taka þátt í fundinum í ár.

Tæplega ein milljón flúið í Sýrlandi á síðustu þremur mánuðum

Tæplega ein milljón manna hefur neyðst til að flýja heimili sín í Sýrlandi frá byrjun desember á síðasta ári, á síðustu þremur mánuðum. Ástandið í norðvesturhluta landsins hefur aldrei verið verra en einmitt nú samkvæmt skýrslu Save the Children. Börn eru 60 prósent flóttafólks, þau eru helstu fórnarlömb átakanna og á fyrstu tveimur mánuðum ársins féllu 77 börn á átakasvæðum.

Vill hefja kartöflurækt en á ekki fyrir útsæði

Utanríkisráðuneytið veitti á dögunum Creditinfo Group hf. tæplega 23 milljóna króna styrk til verkefnis í Vestur-Afríku sem snýst um að vinna lánshæfisgreiningar fyrir smáfyrirtæki og einyrkja í því skyni að bæta aðgengi eigenda þeirra að lánsfé.

Neyðarfjármagn frá Alþjóðabankanum vegna COVID-19

Í ljósi þess að kórónaveiran breiðist hratt út um heiminn og hefur þegar greinst í rúmlega sextíu löndum hefur Alþjóðabankinn ákveðið að verja nú þegar tólf milljörðum bandarískra dala – tæpum 1600 milljörðum íslenskra króna – í stuðning við þróunarríki.

Tímabært að tryggja börnum öruggt aðgengi að hæli og alþjóðlegri vernd

Afshan Khan, yfirmaður UNICEF í Evrópu og Mið-Asíu og flóttamannahjálparinnar í Evrópu segir ekkert eitt ríki geti annað flóttamannastraumnum frá Sýrlandi. Öll Evrópa verði að standa við bakið á Grikkjum og Tyrkjum sem undanfarin ár hafa tekið móti gríðarmiklum fjölda fjölskyldna á flótta. Ekkert barn ætti að þurfa að stefna lífi sínu í voða í leit að öryggi.

Fylgjumst náið með innleiðingu stefnunnar

Að óbreyttu verða íbúar stríðshrjáðra ríkja tveir af hverjum þremur sárafátækum eftir tíu ár, segir í nýrri stefnu Alþjóðabankans um óstöðugleika, átök og ofbeldi.

Konur eru ekki frávik frá reglu karlmanna

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur heitið því að beita persónulegum áhrifum sínum í þágu jafnréttis kynjanna, þar á meðal til höfuðs lögbundinni kynferðislegri mismunun, fyrir þátttöku kvenna í friðarviðleitni og að tekið verði tillit til ólaunaðra starfa á heimilum í reikningi þjóðarframleiðslu.

Sjá næstu 50 fréttir