Fleiri fréttir

Á hverjum degi deyr eitt barn á flótta

Frá því að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hóf gagnasöfnun um afdrif flóttafólks árið 2014, hafa 32 þúsund einstaklingar látist á flótta í leit að betra lífi, þar af 1600 börn.

Hækkun framlaga stjórnvalda til UNICEF 160% milli ára

Framlög íslenskra stjórnvalda, almennings og fyrirtækja á Íslandi til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári.Vöxturinn milli ára er 10,2% og hækkun framlaga frá íslenskum stjórnvöldum á milli áranna 2017 og 2018 tæp 160%.

Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu

Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.

Fæðingarkostnaður mörgum fjölskyldum ofviða

Barnshafandi konur setja líf sitt og barna sinna í hættu vegna „skelfilegs“ og óhóflegs kostnaðar á heilsugæslustöðvum. Á hverjum degi látast 800 konur af barnsförum eða vegna fylgikvilla sem tengjast meðgöngu og fæðingu. Á hverjum degi fæðast 7 þúsund andvana börn, helmingur þeirra er á lífi við upphaf fæðingar, og önnur 7 þúsund börn deyja áður en mánuður er liðinn frá fæðingu.

Dauðaþögn um neyðina í Kamerún

Kamerún er efst á lista norska flóttamannaráðsins á árlegum lista yfir það neyðarástand sem er hvað mest vanrækt í heiminum um þessar mundir. "Alþjóðasamfélagið sefur við stýrið þegar kemur að neyðinni í Kamerún," segir Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins.

Friðargæsla er í senn nauðsyn og von

Vernd óbreyttra borgara er orðið eitt helsta verkefni friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Í vikunni var alþjóðlegur dagur friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna með yfirskriftinni: Að vernda óbreytta borgara, að gæta friðar.

Framtíð barna aldrei bjartari en núna

Aldrei í sögunni hafa nýfædd börn átt betri möguleika en nú til að vaxa úr grasi heilbrigð, menntuð og örugg, með tækifæri til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Aðeins fyrir tuttugu árum áttu helmingi fleiri börn á hættu að deyja fyrir fimm ára aldur.

Íslandi miðar vel í átt að heimsmarkmiðunum

Ísland hefur náð talsverðum hluta undirmarkmiða Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, einkum þeim sem snúa að fræðslu fullorðinna, kunnáttu í upplýsingatækni, hlutfalli endurnýjanlegrar orku og loftgæðum. Hins vegar erum við fjarri því að ná 5% undirmarkmiðanna, meðal annars hvað varðar orkunýtingu og spilliefni.

Óvissa og spenna daginn fyrir kjördag í Malaví

Þrennar kosningar fara fram í Malaví á morgun, þriðjudag. Þá verða samtímis forseta,- þing- og sveitarstjórnakosningar í landinu. Á kjörskrá eru 6,7 milljónir manna eða aðeins rúmlega þriðjungur þjóðarinnar.

Íslenskur stuðningur við konur, frið og öryggi í Malaví

Ísland styður fyrstu aðgerðaráætlun Malaví um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Í gær var skrifað var undir samstarfssamning milli sendiráðs Íslands í Lilongwe og UN Women í Malaví.

Aldrei fleiri á hrakhólum innan eigin lands

Aldrei í sögunni hafa fleiri einstaklingar verið á hrakhólum innan eigin lands vegna átaka, ofbeldis og náttúruhamfara. Samkvæmt nýrri skýrslu voru 41,3 milljónir manna á vergangi í eigin landi um síðustu áramót.

Grípa verður til aðgerða vegna metfjölda flóttamanna

Filippo Grandi flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna brýndi fyrir öryggisráðinu í síðustu viku að grípa til aðgerða vegna metfjölda vegalausra einstaklinga. Hann minnti þjóðarleiðtoga á að þeir gegni lykilhlutverki í því að bregðast við neyðarástandinu sem ríkir vegna flótta- og farandfólks, nú þegar hatursorðræða gegn því færist sífellt í aukana.

Kapp lagt á að hefta útbreiðslu kóleru

Yfirvöld í Mósambík berjast við að hefta útbreiðslu kóleru í norðurhluta landsins í kjölfar fellibylsins Kenneth og úrhellis síðustu dagana. Í síðustu viku var lýst yfir að kóluerufaraldur geisaði á hamfarasvæðunum eftir að tilvikum sjúkdómsins fjölgaði ört.

Umsóknarfrestur um ungmennaráð heimsmarkmiðanna að renna út

Eftir fáeina daga rennur út umsóknarfrestur um fulltrúa í ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Opnað var fyrir umsóknir í síðasta mánuði á vef Stjórnarráðsins og óskað er eftir umsóknum frá ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí.

Óttast að ebóla berist yfir til Úganda

Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda. Rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hafa hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar.

Fjórar milljónir barna notið góðs af sjötíu ára starfi SOS Barnaþorpanna

SOS Barnaþorpin, stærstu sjálfstæðu barnahjálparsamtök í heimi, fagna um þessar mundir 70 ára afmæli. SOS Íslandi fagnar á sama tíma 30 ára starfsafmæli. Samtökin voru stofnuð formlega 25. apríl1949 til að bregðast við mikilli neyð eftir seinni heimsstyrjöldina sem skildi eftir sig mörg munaðarlaus börn.

Sjá næstu 50 fréttir