Fleiri fréttir

Íslendingur opnar brugghús í Úganda

Páll Kvaran, Íslendingur búsettur í Úganda, vinnur nú að því að opna brugghús þar í landi ásamt kanadískum samstarfsmanni. Páll hefur búið í Úganda í um sjö ár og unnið að beinni þróunarsamvinnu með frjálsum félagasamtökum og alþjóðastofnunum í nærri tíu ár, fyrst sem starfsnemi í íslenska sendiráðinu í Kampala.

Viðkvæmt ástand hjá SOS í Venesúela en allir heilir

Öll börn og starfsfólk í SOS barnaþorpunum í Venesúela og handan landamæranna eru heil á húfi. Öryggið er þó ekki tryggt og starfsfólk er í viðbragðsstöðu ef bregðast þarf við hættuástandi.

Aukin framlög Íslands til bágstaddra í Jemen

Guðlaugur Þór utanríkisráðherra tók í morgun þátt í sérstakri framlagaráðstefnu um Jemen sem Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórnir Svíþjóðar og Sviss stóðu fyrir. Þar hét hann 30 milljóna króna viðbótarframlagi íslenskra stjórnvalda til mannúðaraðstoðar í landinu.

Sendifulltrúi Rauða krossins til Nígeríu

Baldur Steinn Helgason, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, stýrir birgðastjórnun fyrir skrifstofu Alþjóðasambands Rauða krossins í Abuja í Nígeríu. Verkefnið tengist neyðarviðbrögðum vegna flóða sem urðu í mið- og suðurhluta Nígeríu á síðasta ári.

Ungmenni eru kyndilberar heimsmarkmiðanna

Þátttaka ungs fólk í ákvarðanatöku hvað varðar sjálfbæra þróun er nauðsynleg ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030. Ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára eru um 16% mannkyns.

Íslendingar í lið með FAO gegn ólöglegum fiskveiðum

"Samstarfið lagar sig einkar vel að pólitískri stefnu Íslands í alþjóðamálum með ríkum áherslum á málefni hafsins," segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um nýjan samstarfssamning ráðuneytisins við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO.

Tæplega helmingur tungumála í útrýmingarhættu

43% tungumála heimsins eru í útrýmingarhættu. "Á tveggja vikna fresti deyr tungumál út og með því hverfur menningarleg og vitsmunaleg arfleifð,“ segir á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðadagur móðurmálsins er á morgun.

Sjö manna fjölskylda í tíu fermetra íbúð

Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS á Íslandi, heimsótti fjölskyldu í smábænum Iteye í Eþípíu en hún er ein af 566 fjölskyldum í fjölskyldueflingu sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna og hjálpa með því yfir 1600 börnum.

Mikill árangur á skömmum tíma

Fjölskyldueflingarverkefni sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna í Eþíópíu gengur vel. Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS á Íslandi og Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi gerðu úttekt á þróun verkefnisins sem styrkt er af utanríkisráðuneytinu og SOS-fjölskylduvinum hér á landi.

Mikil upplifun og ánægjulegt að sjá árangurinn

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, er nýkominn heim úr vinnuferð til Malaví en á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því samstarf um þróunarsamvinnu hófst milli landanna tveggja.

Utanríkisráðherra kynnir sér verkefni Rauða krossins í Malaví

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heimsótti höfuðstöðvar Rauða krossins í Malaví í vikunni sem leið og kynnti sér langtímaþróunarsamstarf félagsins sem íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa stutt frá árinu 2012.

„Einstakt traust sem okkur er sýnt af Íslands hálfu"

Móses Chimphepo héraðsstjóri í Mangochi fór lofsamlegum orðum um stuðning íslenskra stjórnvalda við íbúa héraðsins á undanförnum árum á fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þegar hann heimsótti verkefnasvæði Íslands í Malaví í síðustu viku.

Herferð gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Alþjóðlegur dagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna er í dag. Af því tilefni hefur Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, hrint af stað herferð þar sem vakin er athygli á skaðsemi þeirra.

Fiskistofnar ná sér á strik í Úganda

Fleiri fiskverkunarstöðvar eru nú starfræktar í Úganda en mörg undanfarin ár og er ástand fiskistofna mun betra eftir að stjórnvöld gripu til aðgerða gegn ólöglegum veiðarfærum. Íslendingar byggðu upp fiskgæðakerfi með Fiskimálastofnuninni í Úganda svo mögulegt varð að gefa út gæðavottorð sem höfðu gildi á Evrópumarkaði.

Sjá næstu 50 fréttir