Fleiri fréttir

Fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Noregs fallinn frá

Kåre Willoch, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Hægriflokksins, er látinn 93 ára gamall. Flokkurinn greinir frá í tilkynningu þar sem fram kemur að hann hafi lognast út af á heimili sínu í hverfinu Ullern í Osló.

Yfirmaður hjá Sony rekinn eftir birtingu tálbeitumyndbands

Sony hefur rekið George Cacioppo, varaforstjóra verkfræðideildar fyrirtækisins, eftir að hann birtist í myndbandi hóps sem segist koma upp um barnaníðinga. Cacioppo er sagður hafa mælt sér móts við fimmtán ára dreng en í rauninni mætti til hans maður með myndavél.

Stytta refsingu Suu Kyi um helming

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur stytt fangelsisdóm yfir Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga Mjanmar, úr fjögurra ára fangelsi í tveggja ára.

Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir

Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku.

Dauðsföll af völdum Covid-19 mun tíðari meðal stuðningsmanna Trump

Frá því í maí á þessu ári hafa íbúar í sýslum þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, naut mikils stuðnings í síðustu forsetakosningum verið þrisvar sinnum líklegri til að deyja sökum Covid-19 en íbúar sýsla þar sem stuðningur við Joe Biden var verulegur.

Græn­lendingar herða að­gerðir

Yfirvöld á Grænlandi hafa hert samkomutakmarkanir í landinu öllu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar og tóku nýju reglurnar gildi í dag.

Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar

Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga.

Omíkron hefur greinst í 16 ríkjum Bandaríkjanna

Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur nú fundist í 16 ríkjum Bandaríkjanna en um er að ræða nokkra tugi tilfella. Margir smituðu eru fullbólusettir og með væg einkenni. Delta-afbrigðið er enn það sem greinist í 99,9 prósent tilvika.

Þingmaður gagnrýndur fyrir ónærgætna jólakveðju

Thomas Massie, sem situr á bandaríska þinginu fyrir Kentucky, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að birta jólamynd á samfélagsmiðlum sem virðist sýna hann og fjölskyldu hans með margskonar skotvopn.

Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi

Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér.

Segir of seint að bregðast við omíkron með tak­mörkunum

Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir.

Bob Dole látinn

Bob Dole, sem var öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum í 28 ár, er látinn. Hann var 98 ára.

Tveir flóð­hestar greindust smitaðir

Tveir flóðhestar í dýragarði í Antwerpen í Belgíu hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Starfsfólk garðsins vinnur nú hörðum höndum að smitrakningu og telur að um sé að ræða fyrsta smitið meðal dýrategundarinnar.

Fjórtán látnir í eldgosinu í Indónesíu

Fjórtán eru látnir og sjö er saknað eftir að fjallið Semeru á eyjunni Java í Indónesíu byrjaði að gjósa. Öskustrókurinn frá eldgosinu náði fleiri kílómetra upp í loftið.

Mótmæli í Serbíu vegna Rio Tinto

Þúsundir mótmælenda lokuðu götum víða um Serbíu í gær vegna stuðnings ráðamanna þjóðarinnar við liþíumvinnslu Rio Tinto í landinu.

For­eldrar byssu­­mannsins fundust í felum í kjallara

Foreldrar hins 15 ára Ethans Crumbley, sem ákærður er fyrir hryðjuverk eftir að hafa skotið sjö táninga til bana og sært sjö aðra í skólanum sínum í Michigan í Bandaríkjunum, hafa verið handteknir. Foreldrarnir eru ákærðir fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa hundsað viðvörunarmerki í aðdraganda árásarinnar.

Bretar herða reglurnar vegna omíkron

Ferðamenn sem vilja komast inn í Bretland munu þurfa að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi fyrir brottför til landsins. Ástæðan er útbreiðsla nýja omíkron-afbrigðis veirunnar, sem lítið er vitað um á þessari stundu.

Íbúar flýja undan öskufalli úr Semeru

Íbúar á indónesísku eyjunni Java flýja nú heimili sín eftir að eldfjallið Semeru byrjaði að gjósa. Mikið öskufall hefur fylgt eldgosinu en þetta er annað eldgosið á eyjunni á aðeins nokkrum mánuðum. 

Segir kosningarnar að­eins skrípa­leik kín­verskra stjórn­valda

Lýðræðisaðgerðasinninn Nathan Law hefur hvatt fólk til að taka ekki þátt í kosningunum í Hong Kong sem eiga að fara fram 19. desember næstkomandi. Fólk eigi að sleppa því að kjósa og þannig sýna stjórnvöldum að kosningarnar hafi ekkert lögmæti.

Nokkur Evrópuríki stefni á að snúa aftur til Afganistan

Nokkur Evrópuríki vinna nú að því saman að koma á pólitísku sambandi við stjórnvöld Talíbana í Afganistan. Stefnan er sett á að sendiherrar ríkjanna geti snúið saman aftur til Afganistan að sögn Emmanuels Macron Frakklandsforseta.

For­eldrar byssu­mannsins í Michigan á­kærðir

Foreldrar hins fimmtán ára Ethans Crumbley, sem er ákærður fyrir að hafa skotið fjóra táninga til bana og sært sjö til viðbótar í skólanum sínum í Oxford í Michigan-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn, hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi.

Æðsti vísindamaður WHO segir óðagot vegna omíkron ótímabært

Æðsti vísindamaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hvetur fólk til að örvænta ekki né fara í óðagot vegna omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og of snemmt væri að segja til um hvert gera þyrfti breytingar á þeim bóluefnum sem hafa verið gerð gegn Covid-19.

Mætti með gervihönd til að komast hjá bólusetningu

Ítalskur maður stendur frammi fyrir ákæru fyrir svik eftir að hann reyndi á frumlegan hátt að verða sér út um bólusetningarpassa án þess þó að láta bólusetja sig. Maðurinn mætti í bólusetningu með gervihönd fasta við sig.

„Einhver ber ábyrgð en ég veit það er ekki ég“

„Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hver það er en ég veit það er ekki ég.“ Þetta sagði leikarinn Alec Baldwin í fyrsta viðtali sínu eftir að skaut hljóp úr byssu sem hann hélt á við tökur á kvikmyndinni Rust.

Heimila lánadrottnum að hafa samband við skuldara í gegnum samfélagsmiðla

Bandarískir lánadrottnar mega nú senda skuldurum innheimtuskilaboð á samfélagsmiðlum og í gegnum smáskilaboð. Gagnrýnendur segja breytinguna geta leitt til þess að fjöldi skilaboða muni fara framhjá fólki og að um sé að ræða enn eina leiðina fyrir óprúttna aðila að svindla á grandalausum einstaklingum.

Kosningastarfsmenn kæra vegna falsfrétta í Georgíu og hótana

Tveir kosningastarfsmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta á vefnum um að þær hafi framið kosningasvik í forsetakosningunum í fyrra. Fréttaflutningur miðilsins hafi leitt til þess að þær hafi verið ofsóttar og áreittar.

Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins

Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, sagði ráðsmanni hans að hún væri „lafði hússins“ og sagði honum að horfa ekki í augun á Epstein. Þetta kom fram í vitnisburði Juan Alessi, ráðsmanni Epstein í Flórída, fyrir dómi í dag.

Fimmtán vikna viðmiðið fær líklega að standa en spurning um Roe gegn Wade

Allt útlit er fyrir að Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmi yfirvöldum í Mississippi í vil og láti löggjöf sem bannar þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu standa óhreyfða. Því er þó ósvarað hvort dómstóllinn gengur svo langt að láta það í hendur einstakra ríkja að ákvarða alfarið hvernig lögum um þungunarrof er háttað.

Meina óbólusettum aðgang að börum, kvikmyndahúsum og öðru

Ríkisstjórn Þýskalands hefur sett fjölmargar og stórar þúfur í veg óbólusettra Þjóðverja. Angela Merkel, fráfarandi kanslari, og Olaf Scholz, verðandi kanslari, ræddu við ríkisstjóra Þýskalands í dag og samþykktu þau harðar aðgerðir gegn mikilli útbreiðslu Covid-19 í Þýskalandi um þessar mundir.

Sjá næstu 50 fréttir