Fleiri fréttir

Danskur prestur í fimmtán ára fangelsi fyrir hrottalegt morð

Sóknarprestur í Danmörku hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína. Presturinn, Thomas Gotthard, játaði í dómsal í Hillerød í gær að hafa skipulagt morðið og losað sig við líkið að verkinu loknu.

Ræningjarnir yfirgáfu skipið

Vopnaðir menn sem fóru um borð í olíuflutningaskip undan ströndum Óman í gær, yfirgáfu skipið Sjóher Bretlands tilkynnti þetta í morgun og var skipinu siglt í átt að Óman skömmu seinna.

Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku

Geimskoti geimfars Boeing, Starliner, hefur verið frestað enn eina ferðina og það þrisvar sinnum á einni viku. Geimskotinu var frestað í gær þegar ákveðinn galli kom upp og stóð til að gera aðra tilraun í dag. Í nótt var einnig hætt við hana og Starliner fjarlægt af skotpalli.

Langvarandi Covid-19 fátítt meðal barna

Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn.

Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar

Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar.

Biden hvetur Cuomo til að segja af sér

Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag.

Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega

Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna.

Sakaður um áreitni í garð minnst ellefu kvenna

Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, áreitti konur kynferðislega og beitti sér gegn einni þeirra sem sakaði hann opinberlega um áreitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði nú fyrir skömmu.

Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna

Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með.

Lýsir erfiðu lífi í ný­­sjá­­lensku leiðinni

Hin svo­kallaða „ný­sjá­lenska leið“ í bar­áttunni við heims­far­aldurinn, sem margir stjórnar­and­stæðingar hafa talað fyrir í fjölda mánaða, er engin útópía og henni fylgja ýmsir gallar sem hafa farið fram hjá Ís­lendingum í um­ræðunni, að sögn Sigur­geirs Péturs­sonar, ræðis­manns Ís­lands á Nýja-Sjá­landi.

Hyggjast skima 11 milljónir íbúa Wuhan í kjölfar sjö smita

Yfirvöld í Wuhan í Kína ætla að skima alla íbúa borgarinnar fyrir kórónuveirunni eftir að sjö manns greindust þar. BBC fréttastofan segir það vera fyrstu tilfellin sem greinst hafi í Wuhan í rúmt ár en veiran greindist fyrst þar í heiminum seint á árinu 2019.

Tveir litlir pönduhúnar komu í heiminn í nótt

Risapandan Huan Huan fæddi tvíbura í Beauval dýragarðinum í París laust eftir klukkan eitt í nótt. Húnarnir vógu 129 og 149 grömm og heilsast báðum vel. Móðirin tók bleiku ungana sína strax í fangið og þreif þá áður en hún leyfði starfsfólki að hlúa að þeim.

Tsi­ma­nou­ska­ya komin með land­vistar­leyfi í Pól­landi

Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum.

Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim

Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðaólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands.

YouTu­be setur Sky News í Ástralíu í bann

Efnisveitan YouTube hefur sett fréttastofuna Sky News í Ástralíu í vikulangt bann. Efnisveitan segir fréttastofuna hafa brotið hegðunarreglur með því að breiða út rangar upplýsingar um Covid-19.

Fyrr­verandi for­seti EFTA-dóm­stólsins fer hörðum orðum um Pál Hreins­son

Carl Bau­den­bacher, fyrr­verandi for­seti EFTA-dóm­stólsins, fer afar hörðum orðum um eftir­mann sinn Pál Hreins­son í að­sendri grein sem birtist í Morgun­blaðinu í gær. Hann segir Pál hafa glatað sjálf­stæði sínu, hafi hann ein­hvern tíma verið sjálf­stæður yfir höfuð, því hann „starfar í hjá­verkum fyrir ís­lenska for­sætis­ráðu­neytið“.

Sjá næstu 50 fréttir