Fleiri fréttir

Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins

Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við.

Nei, Boris blundar ekki

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands blundar ekki á vinnutíma. Þetta sagði fjölmiðlafulltrúi Johnson á daglegum blaðamannafundi í dag.

Pútín ekki hræddur við Navalní

Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að forsetinn óttist ekki stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní, sem var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í gær. Þá þykir líklegt að yfirvöld Rússlands muni koma í veg fyrir áætluð mótmæli vegna handtöku Navalní um helgina.

Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá.

Dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskylduna

Tælensk kona hefur verið dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskyldu landsins. Er það lengsti dómur sem hefur verið veittur varðandi brot sem þetta í landinu. Lögin í kringum konungsfjölskyldu Taílands þykja einkar ströng og hefur ákærum á grundvelli þeirra farið fjölgandi.

Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða

Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn.

Enn einn harmleikurinn við K2

Alex Goldfarb, Bandaríkjamaður sem hugðist klífa fjallið Broad Peak í grennd við K2 nú í janúar, fannst látinn í gær eftir umfangsmikla leit. Íslendingurinn John Snorri Sigurjónsson var á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni.

Öflugur jarðskjálfti í Argentínu

Öflugur jarðskjálfti 6,8 stig að stærð reið yfir í Argentínu í gærkvöldi. Í kjölfarið fylgdu að minnsta kosti fimm öflugir eftirskjálftar.

Biden hyggst framlengja ferðabannið

Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal.

Trump muni aflétta banni við komu farþega frá Evrópu

Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hyggst fella úr gildi ferðabann sem hamlar komu erlendra ríkisborgara frá Brasilíu og Evrópu til Bandaríkjanna þann 26. janúar næstkomandi. Þetta herma heimildir Reuters-fréttastofunnar sem hefur þetta eftir ónefndum ráðamönnum innan Hvíta hússins.

Ó­jöfn dreifing bólu­efnis „sið­ferði­legt stór­slys“

Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift.

Vill Navalní úr haldi tafarlaust

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi.

Fox krafðist þagnar um sáttina fram yfir kosningar

Forsvarsmenn Fox News gerðu það að skilyrði sáttar þeirra við foreldra Seth Rich, sem var myrtur árið 2016, að ekki mætti segja frá sáttinni fyrr en eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember.

Breskir útgerðarmenn brjálaðir vegna Brexit

Forsvarsmenn skoskra skelfisksfyrirtækja mótmæltu aðstæðum á mörkuðum þeirra með því að leggja fjölda flutningabíla við þingið í London og ráðuneyti. Þeir segja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, og skilyrði sem því fylgja vera að kæfa fyrirtækin og kalla eftir breytingum.

Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald

Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð.

Bæði Bezoz og Branson sendu geimför út í geim

Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra.

Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir.

Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag.

Bjó á flugvellinum í Chicago í þrjá mánuði

Aditya Singh, 36 ára gamall maður frá Kaliforníu, var handtekinn um helgina á O‘Hare-alþjóðaflugvellinum í Chicago og ákærður fyrir ýmis brot, meðal annars þjófnað og að hafa farið í leyfisleysi inn á lokað svæði á vellinum.

Mun færri mót­mæla en búist var við

Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50.

Kalla eftir því að Naval­ní verði sleppt úr haldi

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter.

Lík allra fimm hafa fundist í bruna­rústunum

Fimm hafa fundist í brunarústum sumarbústaðar sem brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í gærnótt. Fjögur þeirra sem brunnu inni voru börn undir sextán ára aldri.

Phil Spector er látinn

Bandaríski tónlistarframleiðandinn og lagahöfundurinn Phil Spector er látinn 81 árs að aldri.

Þriðja líkið fundið í brunarústunum

Leitarmenn fundu nú fyrir skömmu þriðja líkið í brunarústum sumarbústaðar sem brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í gærnótt.

Vill vinda ofan af em­bættis­verkum Trumps sem fyrst

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi.

Fundu tvö lík í bruna­rústunum

Tveir hafa fundist látnir í brunarústum sumarbústaðar sem brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í gærnótt. Nöfn þeirra hafa ekki verið birt en fimm var saknað úr bústaðnum í gær, þar af fjögurra barna.

Face­book bannar vopna­aug­lýsingar í Banda­ríkjunum

Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar.

Fleiri bólu­settir fyrir veirunni en hafa smitast á Bret­landi

Fleiri hafa nú verið bólusettir fyrir kórónuveirunni en hafa greinst smitaðir á Bretlandi. Nú hafa meira en 3,5 milljónir Breta fengið fyrsta skammt bólusetningarinnar við veirunni og þegar hafa 447 þúsund fengið báða skammta. Hingað til hafa 3,3 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni á Bretlandi.

Öll fimm­tíu ríki Banda­ríkjanna búa sig undir ó­eirðir

Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi.

Spænskur fjall­göngu­maður fórst á K2

Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag.

Fjögur börn voru í bústaðnum

Óttast er að fimm hafi látist þegar sumarbústaður brann til grunna í í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í nótt. Sex dvöldu í bústaðnum þegar eldurinn kom upp en einn komst út af sjálfsdáðum.

Armin Laschet nýr for­maður Kristi­legra demó­krata

Armin Laschet var í dag kosinn formaður Kristilegra demókrata og tekur hann við embættinu af Annegret Kramp-Karrenbauer. Á undan henni hafði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gegnt formannsembættinu frá árinu 2000 til 2018.

Sjá næstu 50 fréttir