Fleiri fréttir

Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir.

Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag.

Bjó á flugvellinum í Chicago í þrjá mánuði

Aditya Singh, 36 ára gamall maður frá Kaliforníu, var handtekinn um helgina á O‘Hare-alþjóðaflugvellinum í Chicago og ákærður fyrir ýmis brot, meðal annars þjófnað og að hafa farið í leyfisleysi inn á lokað svæði á vellinum.

Mun færri mót­mæla en búist var við

Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50.

Kalla eftir því að Naval­ní verði sleppt úr haldi

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter.

Lík allra fimm hafa fundist í bruna­rústunum

Fimm hafa fundist í brunarústum sumarbústaðar sem brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í gærnótt. Fjögur þeirra sem brunnu inni voru börn undir sextán ára aldri.

Phil Spector er látinn

Bandaríski tónlistarframleiðandinn og lagahöfundurinn Phil Spector er látinn 81 árs að aldri.

Þriðja líkið fundið í brunarústunum

Leitarmenn fundu nú fyrir skömmu þriðja líkið í brunarústum sumarbústaðar sem brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í gærnótt.

Vill vinda ofan af em­bættis­verkum Trumps sem fyrst

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi.

Fundu tvö lík í bruna­rústunum

Tveir hafa fundist látnir í brunarústum sumarbústaðar sem brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í gærnótt. Nöfn þeirra hafa ekki verið birt en fimm var saknað úr bústaðnum í gær, þar af fjögurra barna.

Face­book bannar vopna­aug­lýsingar í Banda­ríkjunum

Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar.

Fleiri bólu­settir fyrir veirunni en hafa smitast á Bret­landi

Fleiri hafa nú verið bólusettir fyrir kórónuveirunni en hafa greinst smitaðir á Bretlandi. Nú hafa meira en 3,5 milljónir Breta fengið fyrsta skammt bólusetningarinnar við veirunni og þegar hafa 447 þúsund fengið báða skammta. Hingað til hafa 3,3 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni á Bretlandi.

Öll fimm­tíu ríki Banda­ríkjanna búa sig undir ó­eirðir

Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi.

Spænskur fjall­göngu­maður fórst á K2

Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag.

Fjögur börn voru í bústaðnum

Óttast er að fimm hafi látist þegar sumarbústaður brann til grunna í í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í nótt. Sex dvöldu í bústaðnum þegar eldurinn kom upp en einn komst út af sjálfsdáðum.

Armin Laschet nýr for­maður Kristi­legra demó­krata

Armin Laschet var í dag kosinn formaður Kristilegra demókrata og tekur hann við embættinu af Annegret Kramp-Karrenbauer. Á undan henni hafði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gegnt formannsembættinu frá árinu 2000 til 2018.

Varð á undan John Snorra á toppinn

Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til.

Fimm saknað eftir bruna í sumar­bú­stað

Fimm er saknað eftir að bústaður brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í nótt. Lögreglu barst tilkynning klukkan 04:30 að staðartíma eftir einn úr bústaðnum náði að láta nágranna vita.

Keppinautur Johns Snorra nálgast tindinn óðfluga

Nepalski fjallagarpurinn Mingma Gyalje segist hársbreidd frá því að ná tindi K2. Enginn hefur áður klifið tindinn að vetri til. Hinn íslenski John Snorri Guðjónsson freistar þess einnig að ná tindinum um þessar mundir.

Rann­saka hvort þing­­menn hafi að­­stoðað á­rásar­mennina

Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn.

Boðar til kosninga í Palestínu

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur tilkynnt að gengið verði til þing- og forsetakosninga í landinu. Síðustu kosningar fóru fram árið 2006.

Breska af­brigðið verði orðið ráðandi í mars

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð.

Biden vill bæta í bólu­setningar

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni.

Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar

Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar.

Evrópu­ríki lýsa yfir ó­á­nægju með breytingar Pfizer

Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu.

Hollenska stjórnin segir af sér

Ríkisstjórn Hollands hefur sagt af sér. Ákvörðunin kemur í kjölfar hneykslismáls þar sem þúsundir fjölskyldna voru ranglega sakaðar um að svindla á barnabótakerfinu.

Bertheus­sen dæmd í tuttugu mánaða fangelsi

Dómstóll í Noregi dæmdi í morgun Lailu Anitu Bertheussen, sambýliskonu dómsmálaráðherrans fyrrverandi, Tor Mikkel Wara, í tuttugu mánaða fangelsi fyrir hótanir og árás á æðstu stofnanir norska ríkisins.

Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur

Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu.

2020 nálægt því að vera heitasta ár frá upphafi mælinga

Síðasta ár keppir við árið 2016 um að vera heitasta árið frá upphafi mælinga samkvæmt útreikningum vísindamanna hjá nokkrum erlendum stofnunum. Samkvæmt útreikningum einnar stofnunar, bandarísku geimferðarstofnunarinnar NASA, er árið reyndar það heitasta en með naumindum þó.

Þrír kljást um að verða næsti for­maður Kristi­legra demó­krata

Landsfundur Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi, flokks Angelu Merkel kanslara, fer fram á netinu um helgina þar sem 1.001 landsfundarfulltrúi mun velja nýjan formann flokksins. Vinni Kristilegir demókratar sigur í þingkosningunum næsta haust kann svo að fara að nýr formaður CDU verði næsti kanslari landsins. Þrír karlar sækjast nú eftir að leiða flokkinn.

Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum

Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku.

Sjá næstu 50 fréttir