Fleiri fréttir

Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“

Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman.

Staðfesta sigur Bidens í Pennsylvaníu

Joe Biden fékk 3,46 milljónir atkvæða í Pennsylvaníu og Donald Trump 3,38 samkvæmt opinberum niðurstöðum úr forsetakosningunum í upphafi mánaðarins.

Segir myndefni af lokun tjaldbúða í París vera sláandi og heitir rannsókn

Innanríkisráðherra Frakklands segir myndefni af lögregluþjónum loka tjaldbúðum í París í gær vera sláandi og heitir því að málið verði rannsakað. Búðirnar voru reistar af aðgerðasinnum og stjórnmálamönnum í mótmælaskyni við því að sambærilegum búðum annarsstaðar í borginni var lokað í síðustu viku.

Tekst á við enn eina krísuna

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Janet Yellen í embætti fjármálaráðherra. Hún hefur mikla reynslu og var til að mynda seðlabankastjóri.

Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins

Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni.

Töldu sig hafa lagt hald á metmagn ketamíns

Fyrr í þessum mánuði sendu yfirvöld í Taílandi frá sér yfirlýsingu um að metmagn lyfsins ketamín hefði fundist og að lögregla hefði lagt hald á það. Nú er að koma í ljós að ekki er um ketamín að ræða.

Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós

Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis.

Orð ársins of mörg til að velja eitt

Forsvarsmenn Oxford-orðabókarinnar sjá sér ekki fært að velja eitt ákveðið orð sem orð ársins líkt og venja er. Þess í stað hafa mörg orð orðið fyrir valinu á þessu fordæmalausa ári.

Stað­festa sigur Bidens í Michigan

Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði.

Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens

John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn.

Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS

Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman.

Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps

Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum.

Á að lappa upp á bandalög Bandaríkjanna

Blinken var aðstoðarutanríkisráðherra í forsetatíð Barack Obama og verður verkefni hans að stappa stálinu í hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna og lappa upp á bandalög.

Biden til­kynnir ráð­herra­efni á þriðju­dag

Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins.

Telja eftir­lits­menn Trump hindra endur­talningu í Wisconsin

Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna.

Ferjan losuð af strandstað og dregin í höfn

Farþegaferjan sem strandaði rétt utan við höfnina í Maríuhöfn á Álandseyjum í gær var losuð og dregin í höfn í dag. Hún hélt för sinni áfram til Turku í Finnlandi þar sem hún fer í slipp til skoðunar og viðgerða.

Leita há­karls eftir ban­væna árás

Karlmaður lést eftir að hákarl réðst á hann undan Calbe-strönd í vesturhluta Ástralíu. Þetta er áttunda banvæna hákarlaárásin í landinu á þessu ári.

Dvöldu í strandaðri ferju við Álandseyjar í nótt

Rúmlega þrjú hundruð farþegar og tæplega hundrað manna áhöfn ferjunnar Viking Grace dvöldu um borð í ferjunni í nótt eftir að hún strandaði í illviðri við strendur Álandseyja í gær. Byrjað var að flytja farþegana frá borði í morgun.

Mótmælendur kveiktu í þinghúsinu í Gvatemala

Hundruð mótmælenda brutust inn í þinghús Gvatemala og lögðu eld að því. Reiði mótmælenda beinist að Alejando Giammattei forseta og þingmönnum sem samþykktu umdeild fjárlög sem skáru framlög til mennta- og heilbrigðismála við nögl.

Sjá næstu 50 fréttir