Fleiri fréttir

Handtóku konu sem sendi eitur til Hvíta hússins

Kona sem er grunuð um að hafa sent eitur í pósti til Hvíta hússins og löggæslustofnana í Texas var handtekin á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Bréfin virðist konan hafa póstlagt í Kanada og stendur rannsókn yfir í Quebec.

Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka

Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði.

Hafa leyst ráð­gátuna um dauðu fílana

Yfirvöld í Afríkuríkinu Botsvana segja að örþörungar – svokallaðir bláþörungar – hafi valdið umfangsmiklum og áður óútskýrðum fíladauða í landinu.

Segir Trump misnota vald sitt

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi.

Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar

Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína.

Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst.

Úlfaveiðar leyfðar á ný á Grænlandi

Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila veiðar á úlfum á ný eftir 32 ára veiðibann. Veiðarnar verða þó háðar ströngum takmörkunum og aðeins leyfðar veiðimönnum sem búa á svæðum þar sem úlfarnir halda sig.

Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs

Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar.

Afkastamiklir bókaþjófar stálu bókum að andvirði hálfs milljarðs króna

Lögreglan í Lundúnum greindi frá því í yfirlýsingu í dag að um tvö hundruð afar verðmætar bækur, sem hafði verið stolið í Bretlandi árið 2017, hefðu fundist í verksmiðju í Rúmeníu á miðvikudag við húsleit lögreglu. Þjófarnir höfðu komið þeim fyrir undir gólffjölum verksmiðjunnar.

Starfandi forseti dregur framboð sitt til baka

Jeanine Añez, starfandi forstjóri Bólivíu, dró framboð sitt til forseta til baka í gær, að eigin sögn til að koma í veg fyrir að frambjóðandi vinstrimanna nái kjöri.

Koma Trump til bjargar og dæla peningum í auglýsingar

Stærstu bakhjarlar Repbúlikanaflokksins eru nú að dæla peningum í auglýsingar fyrir framboð Donald Trump. Fjáröflun framboðs Trump hefur gengið erfiðlega á undanförnum misserum og hafa starfsmenn þess neyðst til að draga úr sjónvarpsauglýsingum víða um Bandaríkin.

Hjaltlendingar stíga skref til sjálfstæðis

Héraðsráð Hjaltlandseyja hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að kanna möguleika á „aukinni fjárhags- og pólitískri sjálfsstjórn“ frá Skotlandi. Allt þar til fyrir um tvöhundruð árum töluðu íbúarnir tungumál sem líktist íslensku.

Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump

Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035.

Hald­a fleir­i her­æf­ing­ar á Ta­í­vans­und­i

Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“.

Bandaríkin: Styttist óðfluga í kosningar

Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.

Stappaði ítrekað á höfði 63 ára manns

Lögreglan í London leitar nú manns sem réðst grimmilega á 63 ára gamlan mann í strætó. Fórnarlamb árásarinnar var á leið heim úr vinnu þegar ráðist var á hann í síðasta mánuði.

Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump

Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“.

Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir

Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum.

Forstjóri FBI óttast afskipti Rússa í kosningunum

Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna.

WHO varar við að sóttkví sé stytt

Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning.

Sjá næstu 50 fréttir