Fleiri fréttir

Suga að tryggja sér embætti forsætisráðherra

Yoshihide Suga er nánast búinn að tryggja sér embætti forsætisráðherra Japans, eftir að Shinzo Abe, fráfarandi forsætisráðherra, tilkynnti um afsögn sína vegna heilsubrests í síðasta mánuði.

Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut

Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi.

Sanders segir Biden þurfa að gera meira

Bernie Sanders, fyrrum mótframbjóðandi Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í ár, segir ekki duga til að kosningabaráttan snúist einungis um að svara Trump.

Hræðast að ó­veður muni dreifa enn frekar úr eldunum

Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út rauða viðvörun vegna mikils óveðurs sem nálgast nú vesturströnd landsins. Veðrið boðar ekki gott, en miklum vindum og engri rigningu er spáð, og talið er að gróðureldarnir sem þar geisa muni dreifast enn meira. 

Fjörutíu dagar á sjó og þrjár neitanir

Hópur flóttafólks er nú kominn í land á Ítalíu eftir að hafa varið yfir 40 dögum á sjó. Danska skipinu sem flutti hópinn var meinað að leggjast að landi í þremur ríkjum.

Gul­u vestin mót­mæla á ný

Mótmælendur sem jafnan eru kenndir við gul vesti sem þeir klæðast sneru aftur út á götur Parísar eftir að þeir gerðu hlé á mótmælum vegna kórónuveirufaraldursins.

Breska lögreglan: „Hafnið hátíðahöldum“

Lögreglan í Bretlandi hefur varað almenning við því að nýta líðandi helgi til hátíðarhalda og partístands þó að hertar reglur um samkomutakmarkanir taki ekki gildi fyrr en á mánudag.

Friðar­við­ræður Afgan­istan og Talí­bana hafnar

Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er nú á leið til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna.

Tuga saknað vegna eldanna í Oregon

Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington.

Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands

Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands.

Evrópulönd taka við 400 börnum frá Moria

Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni. 

Kenna hver öðrum um dauða Floyd

Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd.

Hand­tóku mann, héldu honum niðri og stuðuðu í­trekað

Minnst sjö hafa látist í mótmælum í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu, mótmælin hófust eftir að karlmaður á fimmtugsaldri lést eftir að lögreglumenn handtóku hann, héldu honum í jörðinni og beittu ítrekað á hann rafbyssu.

Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden

Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins.

Stór hluti bæjar brann til kaldra kola

Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna.

Sjóliðar ESB stöðvuðu eldsneytisflutning til Líbíu

Sjóliðar á vegum Evrópusambandsins fóru í dag um borð í tankskip sem var á leið til Líbíu. Áhöfn skipsins var meinað að sigla til Líbíu og skipað að breyta um stefnu, eftir að í ljós kom að skipið var notað til að flytja eldsneyti fyrir orrustuþotur.

Gætu gripið til hertra aðgerða

forsætisráðherra Noregs kveðst hafa miklar áhyggjur af útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu og að vel mögulegt sé að grípa þurfi til hertari aðgerða til að stemma stigu við útbreiðsluna. Óvissan sé mikil og staðan alvarleg.

Sjá næstu 50 fréttir