Fleiri fréttir

Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur

Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar.

Ætlar að boða til snemmbúinna kosninga

Kröftug mótmæli hafa brotist út í líbönsku höfuðborginni Beirút eftir sprenginguna sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Sprengingin kostaði að minnsta kosti 158 manns lífið og má rekja hana til ammóníum-nítrats sem hafði verið geymt í miklu magni í geymslu á hafnarsvæði borgarinnar.

Grímuskyldu komið á í fjölförnum svæðum Parísar

Frá og með mánudeginum verður Parísarbúum skylt að klæðast andlitsgrímum á meðan þeir ferðast í gegnum ákveðin fjölfarin svæði höfuðborgarinnar. Líkt og hér á landi hefur faraldur kórónuveirunnar sótt í sig veðrið á undanförnum vikum í Frakklandi.

Danir fresta því að slaka á að­gerðum

Til stóð að opna fyrir starfsemi í tónleikasölum og næturklúbbum á ný í ágústmánuði, en nú er ljóst að það verður að bíða betri tíma í ljósi þróunar síðustu vikna.

Evrópa býr sig undir aðra hita­bylgju

Fólk á meginlandi Evrópu býr sig nú undir aðra hitabylgju. Búist er við að heitast verði á Spáni þar sem reiknað er með að hitinn nái 40 stigum um helgina.

Sextán látnir eftir slys á indverskum flugvelli

Að minnsta kosti sextán eru sagðir hafa farist þegar farþegaþota Air India Express rann út af flugbraut og brotnaði í tvennt í Calicut á sunnanverðu Indlandi í dag. Björgunarstarf stendur enn yfir á slysstað.

Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum

Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum.

Kínverskur maður dó úr svarta dauða

Yfirvöld í Innri Mongólíu í Kína hafa girt þorp af eftir að maður dó þar úr svarta dauða. Sjúkdómi sem olli versta faraldri sögunnar. Maðurinn er sá þriðji sem smitast í Kína á þessu ári en sá fyrsti sem deyr.

Sviss kaupir 4,5 milljón skammta af bóluefni Moderna

Svissneska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að samningar hefðu náðst við bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á 4,5 milljón skömmtum af bóluefninu sem Moderna vinnur nú að, fyrirvari er settur í kaupin um að bóluefnið virki sem skyldi.

Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa

Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni.

Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum

Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn.

Faraldurinn nær nýjum hæðum á heimsvísu

Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hefur náð nýjum hæðum víða um heim. Svo virðist sem að smituðum fari fjölgandi víða en Johns Hopkins háskólinn segir 19,1 milljón manna nú hafa smitast.

Sakaði Biden um að ætla að „skaða guð“

Donald Trump Bandaríkjaforseti réðst á trú Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi.

Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla

Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum.

Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti

Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir.

Óttast að stór hluti jökuls hrynji niður fjallshlíðarnar

Yfirvöld á Ítalíu hafa rýmt heimili og vísað ferðamönnum á brott frá svæði skammt frá Courmayeur í Aostadalnum vegna ótta um að stærðarinnar stykki úr Planpincieux jöklinum Ítalíumegin við Mont Blanc muni hrynja niður í dalinn.

Flack óttaðist réttarhöld og umfjöllun

Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, svipti sigi lífi því hún átti von á því að verða ákærð og vissi að hún yrði fyrir gífurlegum þunga frá bresku pressunni.

Banna sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna

Yfirvöld í mexíkóska ríkinu Oaxaca hafa ákveðið að leggja blátt bann við sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna. Banninu er ætlað að stuðla gegn offitu og sykursýki á meðal barna sem er mikið vandamál í norður-ameríkuríkinu.

Án umbóta muni íbúar Líbanon þjást áfram

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum.

Sam­­fé­lags­­miðlar slá á fingur Trump

Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni.

Sjá næstu 50 fréttir