Fleiri fréttir

Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk

Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu.

Alríkislögreglumenn munu yfirgefa Portland

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að draga til baka hluta af liði alríkislögreglunnar sem sent hafði verið til borgarinnar Portland í Oregon. þar sem að mótmælt hefur verið daglega frá því í maí.

Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn

Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum.

Tígrisdýr sækja í sig veðrið

Villt tígrisdýr hafa á síðustu áratugum orðið færri með hverju árinu en nú virðast þau vera að sækja í sig veðrið ef marka má nýjar tölur frá dýraverndarhópnum WWF.

Sjö börn fæddust andvana vegna manneklu

Mannekla er talin ástæða þess að sjö börn fæddust andvana á sjúkrahúsi í Harare, höfuðborg Simbabve á mánudagskvöld. Hjúkrunarfræðingar eru nú í verkfalli til að mótmæli skorti á nauðsynlegum hlífðarbúnaði gegn kórónuveirunni.

Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands.

Breytt hegðun og ungt fólk að baki fjölgun smita

Ungt fólk er nú hærra hlutfall þeirra sem greinast með nýtt afbrigði kórónuveiru víða í Evrópu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að breytt hegðun fólks sé orsök þess að hópsýkingar hafa komið upp og smitum fjölgað aftur að undanförnum.

Ástandið á dvalarheimilum í Ástralíu alvarlegt

Yfirvöld í Ástralíu hafa sent sérstakar neyðarsveitir, sem iðulega eru sendar til hamfarasvæða, á dvalarheimili í Melbourne þar sem þær eiga að berjast gegn verstu útbreiðslu kórónuveirunnar í héraðin.

Samþykktu lög til að þrengja að samfélagsmiðlum

Tyrkneska þingið samþykkti lög sem þrengja verulega að samfélagsmiðlum í landinu verði þeir ekki að vilja þarlendra stjórnvalda. Mannréttindasamtök vara við því að lögin ógni tjáningarfrelsi í Tyrklandi verulega.

Fyrsta banvæna hákarlaárásin í Maine

Þetta er í fyrsta sinn sem einhver deyr vegna hákarls í ríkinu og eingöngu í annað sinn, svo vitað sé, að hákarl ráðist á manneskju þar. Hvíthákarlar eru sjaldgæfir við strendur Maine vegna þess hve sjórinn er kaldur þar.

Rainn Wil­son og Stjörnu-Sæ­var spjalla um lofts­lags­vána

Leikarinn Rainn Wilson, sem er best þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk Dwight Schrute í þáttunum The Office, spjallaði við Sævar Helga Bragason, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, í fyrsta þætti þáttaraðarinnar Don‘t Be An Idiot

Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir þingnefnd í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna.

Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi

Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025.

Þriðju stærstu borg Víetnam lokað vegna nýrra smita

Yfirvöld í Víetnam hafa komið á tveggja vikna útgöngubanni í Da Nang, þriðju stærstu borg landsins, eftir að fyrstu nýju kórónuveirusmitin í meira en þrjá mánuði greindust á sjúkrahúsi þar. 

„Ábyrgðin alfarið Bandaríkjamanna“

Bandaríkjamenn yfirgáfu í morgun ræðisskrifstofu sína í kínversku borginni Chengdu. Kínversk stjórnvöld skipuðu Bandaríkjunum að loka skrifstofunni eftir að Bandaríkjamenn létu loka ræðisskrifstofu Kínverja í Houston.

Johnson hvetur Breta til að megra sig

Bretar ættu að „grenna sig aðeins“ að mati Boris Johnson, forsætisráðherra en ríkisstjórn hans ætlar að grípa til aðgerða gegn því sem þau telja offitufaraldur í landinu. Vísar Johnson til eigin reynslu af glímu við aukakílóin og Covid-19-veikindi til þess að styðja átakið.

Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19

Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa.

Aukin harka í mótmælum í Bandaríkjunum

Til ákafra átaka kom á milli mótmælenda og lögreglumanna í Portland í Bandaríkjunum í nótt. Aukin harka færðist í mótmæli sem hafa geisað vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju víðar í Bandaríkjunum um helgina

Sjá næstu 50 fréttir