Fleiri fréttir

Ríkisstjóri Oklahoma smitaður af veirunni
Ríkisstjóri Oklahoma hefur tilkynnt að hann hafi greinst með kórónuveirusmit fyrstur ríkisstjóra Bandaríkjanna.

Eldur kviknaði í sjö írönskum skipum í höfn
Engan sakaði þegar eldur kom upp í sjö skipum í slippi í höfn í Bushehr í sunnanverðu Íran í dag. Uppákoman bætist í röð atvika sem ekki hefur fengist skýring á undanfarnar vikur og hefur leitt til vangaveltna um skemmdarverk.

Þúsundir þorpa á floti í mannskæðum monsúnflóðum á Indlandi
Að minnsta kosti fimmtíu manns eru látnir og fleiri en tvær milljónir manna hafa orðið fyrir áhrifum af miklum monsúnflóðum í Assam-ríki á norðaustanverðu Indlandi.

Krefjast afsagnar ríkisstjórnar Búlgaríu vegna spillingarmála
Forsætisráðherra Búlgaríu segist ætla að ákveða hvort hann haldi áfram í embætti síðar í þessari viku. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni í skugga mótmæla gegn spillingu sem geisa víða um landið.

Maður handtekinn vegna hnífstunguárása í Noregi
Norska lögreglan handtók karlmann á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa stungið þrjár konur í bænum Sarpsborg í Viken sunnanverðum Noregi í gærkvöldi. Ein kvennanna er látin og önnur er alvarlega sár.

Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“
Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær.

Segir kosningabaráttu Kanye West lokið
Kosningabaráttu Kanye West er lokið, rúmri viku eftir að hún hófst.

Minnkandi frjósemi áhyggjuefni
Minnkandi fæðingatíðni mun leiða til þess að íbúafjöldi allra landa í heiminum mun minnka í lok aldarinnar. Þá mun íbúafjöldi 23 landa verða helmingi minni en hann er nú um næstu aldamót.

Segir enga sérmeðferð í boði fyrir Hong Kong í skugga öryggislaganna
Hong Hong fær framvegis enga sérmeðferð frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum en sjálfstjórnarhérðaðið hefur löngum verið undanskilið alls kyns refsiaðgerðum og tollum sem Kína hefur mátt sæta.

Stakk eldri mann eftir deilur um andlitsgrímunotkun
43 ára karlmaður var skotinn til bana af lögreglu nærri borginni Lansing í Michigan-ríki eftir að hafa flúið af vettvangi hnífstunguárásar.

Óttast að tölfræði um faraldurinn verði notuð í pólitískum tilgangi eftir ný tilmæli til sjúkrahúsa
Sjúkrahús munu nú senda tölfræði um kórónuveirusjúklinga og ástand á sjúkrahúsum til ríkisstjórnar Trump.

Drukknaði eftir að hafa bjargað syni sínum
Niðurstöður réttarmeinafræðings Ventura-sýslu hafa leitt í ljós að leik- og söngkonan Naya Rivera drukknaði í Piru-stöðuvatninu í suðurhluta Kaliforníu.

Ein látin og önnur í lífshættu eftir hnífstunguárásir í Noregi
Þrjár konur urðu fyrir hnífstunguárás í Sarpsborg í Viken-sýslu, um sjötíu kílómetra suður af Osló í gærkvöldi.

Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram
Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins.

Ginsburg lögð inn á sjúkrahús
Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið flutt á sjúkrahús vegna mögulegrar sýkingar.

Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu
Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell

Bandarískt bóluefni tilbúið fyrir lokaprófanir
Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni.

Erlendir háskólanemar fá landvistarleyfi í Bandaríkjunum eftir að ákvörðun stjórnvalda var snúið
Bandaríkjastjórn hefur nú ákveðið að draga til baka umdeilda ákvörðun sína sem hefði haft áhrif á mikinn fjölda erlendra nema í bandarískum háskólum.

Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu
Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu.

Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G
Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins.

Aserar segja hershöfðingja á meðal þeirra sem létust í átökum við Armena
Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa greint frá því að á meðal sjö hermanna sem létust í átökum milli aserskra og armenskra hersveita á landamærum ríkjanna hafi verið einn hershöfðingi.

Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen
Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað.

Macron ver ráðherra sem er sakaður um nauðgun
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði við því að nýskipaður innanríkisráðherra í ríkisstjórn hans ætti ekki að verða „fórnarlamb dómstóls götunnar“ vegna ásakana um að hann hafi nauðgað konu fyrir rúmum áratug. Hundruð kvenna hafa mótmælt skipan ráðherrans.

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi
Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn.

Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár
Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að aftakan gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi.

Gagnrýna undirróður Hvíta hússins gegn sóttvarnasérfræðingi
Lýðheilsusérfræðingar, vísindamenn og demókratar gagnrýna tilraunir Hvíta hússins til þess að grafa undan Anthony Fauci, helsta smitvarnasérfræðingi ríkisstjórnarinnar, í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri.

Herða aðgerðir vegna faraldursins í Asíu og Ástralíu
Stjórnvöld í Ástralíu og nokkrum Asíuríkjum hafa hert á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á nýjan leik af ótta við að fjölgun smita undanfarið sé upphafið að annarri bylgju faraldursins. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við því að faraldurinn eigi eftir að versna grípi ríki ekki til strangra varúðarráðstafana.

Grant Imahara látinn
Rafmagnsverkfræðingurinn Grant Imahara er látinn, 49 ára að aldri. Imahara var einnig fyrrverandi umsjónarmaður sjónvarpsþáttanna Mythbusters á Discovery Channel.

Neyðarlenti vegna miða um sprengjuefni
Vél Ryanair þurfti að lenda á Stansted flugvelli í Lundúnum eftir að miði fannst í klósetti þar sem stóð að sprengjuefni væru um borð.

Óróleiki og efasemdir í Hvíta húsinu vegna metfjölda smita
Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.

Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi
Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð.

Kalifornía skellir aftur í lás vegna veirunnar
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, gaf í dag út tilskipun þess efnis að öll innanhúss veitingahús, barir og krár, söfn og dýragarðar skyldu loka á ný til að stemma stigu við frekari útbreiðslu kórónuveirunnar.

Líkið sem fannst að öllum líkindum Rivera
Lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera fannst í Piru-stöðuvatni í Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag.

Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu
Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins.

Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur smitast af veirunni
Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi.

Fundu lík í stöðuvatninu sem Rivera er talin hafa drukknað í
Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu Kaliforníu í Bandaríkjunum tísti í dag að lík hafi fundist í Piru-stöðuvatni þar sem talið er að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað aðeins 33 að aldri.

Aftur þykir Boris ruglingslegur
Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands.

Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki
„Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“

Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi
Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi.

Borgarstjóri Seúl hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni
Park Won-soon, borgarstjóri suðurkóresku höfuðborgarinnar Seúl, hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni af fyrrverandi ritara sínum.

Naumur sigur Duda virðist vera í höfn
Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi.

Aldrei fleiri smit greind á einum degi
Yfir 230 þúsund kórónuveirusmit greindust í heiminum í gær.

Kelly Preston látin
Preston lék í fjölmörgum kvikmyndum og þáttaröðum en hún er þekktust fyrir frammistöðu sína í Mischief (1985), Twins (1988) og Jerry Maguire (1996). Preston fæddist 13. október 1962 í höfuðborg Hawaii en réttu nafni hét hún Kelly Kamalelehua Smith.

Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu
Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak.

Banna áfengi á ný vegna veirunnar
Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa nú innleitt nýjar takmarkanir til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu.